Morgunblaðið - 06.10.2002, Side 22

Morgunblaðið - 06.10.2002, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó Þ ÓTT það kunni að koma flatt upp á margan vestur- landabúann þá hefur hann starfað sem kvikmynda- gerðarmaður í 30 ár og á að baki vel á þriðja tug mynda. Fyrsta myndin hans var sem sagt ekki Hard Target með belgíska búnt- inu Jean-Claude Van Damme; hún var einungis hans fyrsta utan heima- landsins, sem þá var Hong Kong. Það þarf ekkert lítið til að Holly- wood taki kvikmyndagerðarmanni sem aldrei hefur gert mynd á ensku opnum örmum, svo ekki sé talað um sé viðkomandi asískur. En það voru einhvern veginn ætíð örlög Johns Woos að halda til Hollywood, þess eðlis var og er kvikmyndagerð hans. Þegar hann var enn dælandi frá sér mynd á ári heimafyrir, myndum sem kostaði slikk að framleiða, var hann þegar farinn að skara fram úr í gerð ofbeldisfullra háspennumynda. Og þeir sem fylgjast grannt með kvik- myndum vestra tóku eftir honum strax á seinni hluta níunda áratugar, um það leyti sem Woo hóf farsæla samvinnu með leikaranum sjóðheita Chow Yun- Fat (sem varð síðar heimskunnur fyrir hlut- verk sitt í Crouching Tiger, Hidden Dragon) við gerð rómantískra en blóðugra glæpamynda á borð við Ying huang boon sik/A Better Tomorrow- myndirnar, Die xue shuang xiong/The Killer og Lashou shentan/Hard Boiled. Það var fyrst og fremst vegna þessara mynda sem Hollywood heill- aðist af hæfileikum hans, því í þeim kvað við nýjan tón í has- armyndagerð. Og spennan, sem bók- staflega varir frá upphafi til enda, þótti meiri og kynngimagnaðri en kollegar hans í bíóborginni náðu að framkalla þrátt fyrir að rembast eins og rjúpan við staurinn. Úr gríni og rómantík í hasarinn Það tók Woo þó tvo áratugi að ná valdi á formi sínu og til þess fékk hann tóm í ört vaxandi kvikmynda- iðnaði Hong Kong á 8. og 9. áratugn- um. Woo fæddist í Guangzhou í Kína 1946 en fluttist fjögurra ára gamall með foreldrum sínum til Hong Kong. 19 ára gamall fékk hann kvikmynda- delluna þegar hann tók að gera til- raunamyndir. Í stað þess að ganga menntaveginn kaus Woo að vinna sig upp í kvikmyndabransa Hong Kong og nema það sem fyrir augu hans bar. Árið 1971 var honum boðin að- stoðarleikstjórastaða og tveimur ár- um síðar gerði hann sína fyrstu mynd, Unga drekann, sem eins og nafnið gefur til kynna var bardaga- mynd. Svo komu þær hver af ann- arri, næstum ein á ári í hart- nær tvo ára- tugi, tvær létt- geggjaðar bardaga- myndir til, hin seinni, The Hand of Death frá 1975, skartaði ungum og fimum bardagalista- manni í sínu fyrsta aðalhlutverki en það var Jackie Chan. Síðan sneri hann sér að annars konar myndum, gamanmyndum, sígildum dæmisög- um og loks harkalegum glæpamynd- um með rómantísku ívafi sem hann hóf að gera 1983 fyrir Cinema City- fyrirtækið, en þetta voru áðurnefnd- ar Chow Yun-Fat-myndir sem komu honum loks á alþjóðakortið. Að undanskilinni heldur mis- heppnaðri sjónvarpsmynd og -þátt- um, Black Jack og Once A Thief, sem hvor tveggja byggðist á eldri mynd- um hans, hefur Woo gert 5 myndir í Hollywood. Hard Target var fyrsta myndin sem hann fékk að spreyta sig á í Hollywood, eins og fyrr segir með slagsmálahundinum Jean-Claude Van Damme í aðalhlutverki. Kannski var þetta fyrsta en vissulega vafa- sama skref eðlilegt, því á vesturlönd- um hafði Woo til að byrja með eink- um heillað sérlundaða unnendur asískra ofbeldis- og bardagamynda, myndir Woos töldust þannig til neð- anjarðarmynda (e. cult movies) svo- kallaðra. Þótt þessi fyrsta Holly- wood-æfing, sem kom út árið 1993, hafi kannski ekki staðið undir vænt- ingum hörðustu Woo-liða skilaði hún nægilega miklu í kassann til að áhugi Hollywood á kauða viðhéldist. Því varð úr að hann gerði Broken Arrow 1996, með John Travolta og Christian Slater, merkilega mynd í nær flesta staði. Mynd sem gaf til kynna sérstöðu Woos og einstaka hæfni við útfærslu ofsahraðra og brellum hlaðinna spennuatriða, sbr. þyrluatriðin mögnuðu. Snilld eða tilgerð? Þeir eru hins vegar margir sem vilja meina að Woo hafi enn sem komið er aðeins tekist að sýna gömlu Hong Kong-taktana í Face/Off, ein- hverjum umtalaðasta spennutrylli síðustu ára, mynd sem fólk annað- hvort heldur ekki vatni yfir eða hrist- ir hausinn yfir, svo ofhlaðin að ekki verður hjá því komist að túlka öðru- vísi en annaðhvort sem stökustu snilld eða tilgerðarlegasta torf. Hvað sem öðru leið þá varð myndin, sem sameinaði Woo og Travolta á ný og markaði upphaf á samstarfi Woos við Nicolas Cage, aðalleikara nýjustu myndar hans, Windtalkers, býsna vinsæl, skilaði vænni fúlgu og treysti Woo í sessi sem einn allra færasta hasarmyndaleikstjóra samtímans. Það réð því vafalítið að Tom Cruise kaus að ráða hann til að leikstýra annarri myndinni í Mission Imposs- ible-röðinni sinni. Brian De Palma hafði ýtt henni úr vör á nettum spæj- aranótum í sínum króníska Hitch- cock-anda en nú vildi Cruise greini- lega gera Ethan Hunt sinn að meiri hasarhetju en Bondara, meiri slags- málahundi en hugsuði og meiri til- finningaveru en fjarlægri morð- maskínu. Og vitanlega hentaði Woo því best til verksins og leysti það af hendi nákvæmlega eins og Cruise hafði ætlast til; MI:2 er hádramatísk ofbeldisópera í þremur þáttum, byggð á sígildum hefndarminnum en klædd í búning brellutækni, blóðugra hægmynda og hávaða þungarokks. Enn urðu tekjurnar af myndum Woos meiri, og nú miklu meiri því MI:2 varð ein sú vinsælasta í heim- inum árið 2000. Heiður hermannsins Þannig hefði mátt gera ráð fyrir að Woo myndi halda þessu striki sínu, þróa ofbeldisóperuna sína frekar, meira blóð, meira ofbeldi, meiri hraði, meiri spenna, hægari mynd- Hasarkóngurinn frá Hong Kong Hann er þekktur fyrir ofbeldisóperur, spennusinfóníur, hasarharmóníur. Hann heitir John Woo, er frá Hong Kong og leikstýrði Windtalkers, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Skarphéðinn Guðmundsson rakti slóð kvikmyndagerðarmanns frá Hong Kong til Hollywood. John Woo á tökustað Windtalkers í Hawaii. Snilld eða tilgerð: Ein umtalaðasta spennumynd síðari ára er mynd Woos Face/Off frá 1997. C HRISTOPHER Nolan get- ur sem 32 ára kvikmynda- höfundur horft glaður um öxl. Meginástæðan er mynd sem hann gerði um mann sem ekki getur litið um öxl yf- irleitt, því hann hefur misst minnið. Kvikmyndin Memento (2000) sagði sögu þessa manns afturábak, eftir því sem honum tekst að rekja fortíð sína eins og í öfugri glæparannsókn. Þessi frásagnaraðferð var snilldarbragð; þarna tók Nolan gömlu krimmahefð- ina, stokkaði hana upp og sneri á haus og það gekk fullkomlega upp. Memento náði jafnt til almennra spennumyndaunnenda sem gagnrýn- enda og „listrænna“ pælara; hún var til marks um endurreisn hugvits og sköpunar í hefð þar sem tækni og formúlur höfðu allt of lengi ráðið ríkj- um. Hún var einnig vitnisburður um kvikmyndahöfund með fullkomið vald á miðli sínum, ekki síst í sköpun andrúmslofts og umhverfislýsingar, en persónusköpun var hins vegar takmörkuð, köld og fjarlæg. Nolan horfði á persónur sínar eins og tafl- menn í flókinni skák, eins og vísinda- maður rannsakar lífverur í smásjá sinni, hreyfingar þeirra, samskipti og atferli, en einstaklingseinkennin eru aukaatriði. Lögga að nafni Vill Sofa Nýja myndin Insomnia er and- stæða Memento að þessu leyti. Þar er nærgöngul persónusköpun lykillinn að sálfræðilegri og siðfræðilegri stúdíu undir yfirskini löggukrimma. Christopher Nolan byrjar myndir sínar jafnan á því að sýna hendur að- alpersónunnar í nærmynd og Insomnia hefst á því að við sjáum hendur Als Pacino fletta skjölum um morðrannsóknina sem hann er að hefjast handa við, svo gripið sé til orðaleiks. Hann er á leið yfir tilkomu- mikið landslag Alaska í lítilli flugrellu ásamt félaga sínum (Martin Donov- an). Í atriðinu sýnir Nolan okkur að þessar tvær rannsóknarlöggur frá Los Angeles eru komnar býsna langt frá eðlilegu umhverfi sínu, eru eins og þorskar á þurru landi, og þegar við sjáum náfölt, tekið og lifað andlit Als Pacino, hyldjúp augun undir þungum augnlokum, verður ljóst að þessum manni líður ekki vel; hann er þjak- aður af innri togstreitu sem smám saman er afhjúpuð eftir að þeir koma á morðvettvanginn, smábæ, þar sem lík ungrar skólastúlku hefur fundist Breski kvikmyndahöfundurinn Christopher Nolan fylgir nú hinum sérstæða og magnaða smelli sínum Memento eftir með sérstæðum og mögnuðum löggutrylli í Insomnia og fer því frá minnisleysi til svefnleysis, frá því að segja sögu afturábak til þess að segja hana áfram, skrifar Árni Þórarinsson í tilefni af frumsýn- ingu þeirrar síðarnefndu hérlendis um helgina. Fyrst á röngunni, svo á réttunni illa útleikið en jafnframt undarlega snyrt og tilhaft. Rannsóknarlögreglumað- urinn heitir Will, þ.e. vilji, og hefur eftirnafnið Dormer, eins og franska sagnorðið yfir að sofa. En eftir því sem líður á morðrann- sóknina og umfram allt eftir að félagi Dormers deyr af hans völdum, vilj- andi eða óviljandi, verður myndin eins og vökumartröð þessa þjakaða manns sem ekki nær að festa blund fyr- ir eigin vanlíð- an. Al Pacino hefur sjaldan verið betri; túlkun hans er í senn nístandi sterk og nærfærin, röddinmyrk og djúp og rymjandi og þegar hann beitir henni er engu líkara en gjörningaveður bresti á. Svefnvana rannsókn- arlögreglu- maður í réttlætis- kreppu: Al Pacino sem Will Dormer. Skúrkurinn og spæjarinn verða fyrir kaldhæðni örlaganna eins konar samherjar um tíma: Robin Williams og Al Pacino í Insomnia. Á tökustað: Christopher Nolan, lengst t.h., leik- stýrir Al Pacino.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.