Morgunblaðið - 08.10.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 08.10.2002, Síða 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir U M ÁRABIL hafa fast- eignasalar verið að velta fyrir sér einhvers konar samtengingu en tæknin hefur ekki verið til staðar fyrr en núna á allra síðustu árum með til- komu Netsins, sem gegnir þar miklu hlutverki. Nú hafa fjórar fasteignasölur tekið í notkun sam- eiginlegan, miðlægan eignagrunn fasteigna. Þetta koma fram í viðtali við þá Pálma B. Almarsson hjá Bifröst, Jón Guðmundsson hjá Fasteigna- markaðnum, Sverri Kristjánsson hjá Fasteignamiðlun og Ingileif Einarsson hjá Ásbyrgi, en þeir eru allir löggiltir fasteignasalar. Þeir telja þetta byltingu á markaðnum. „Hugmyndin með þessu sam- starfi er sú að þegar eign kemur í sölu á einni þessara fjögurra fast- eignasala er hún skráð í eigna- grunninn og þá geta allar sölurnar boðið hana til sölu, en á þeim öllum eru samtals um 15–20 sölumenn,“ segja þeir félagar. Mikil undirbúnings- vinna að baki Fram að þessu hafa verið í notk- un þrjú til fjögur sölukerfi fyrir fasteignir. „Það hefur lengi verið draumur margra aðila í þessari grein, að eitt tölvukerfi væri notað á þessu sviði, einfaldlega vegna þess að markaðurinn fyrir slík kerfi er ekki stór og þróun og viðhald á kerfum er dýr,“ segja þeir félagar. „Eins væri það til mikilla bóta fyrir þær fasteignasölur, sem reka fast- eignavefi og birta auglýsingar að eitt kerfi væri á þessum markaði.“ Á haustmánuðum árið 2000 var komin upp sú staða að hugbúnaðar- húsið Kuggur, sem á og rekur fast- eignasölukerfið Húsval, var komið langt með að búa til miðlægan eignagrunn, netútgáfu af Húsvali. Kaupþing hafði forgöngu um að kynna þetta kerfi fyrir 10–15 sér- völdum fasteignasölum á höfuð- uborgarsvæðinu og varð niðurstað- an sú að fjórar fasteignasölur lýstu yfir áhuga að að fara í samstarf og keyptu þær 85% í kerfinu af Kuggi. Þessar fasteignasölur voru Ásbyrgi, Bifröst, Fasteignamarkaðurinn og Fasteignamiðlun Sverris Kristjáns- sonar. Undirbúningur og breytingar hafa síðan staðið yfir frá því í maí 2001 og var kerfið prófað og reynt í byrjun árs 2002. Í mars sl. var það svo sett upp hjá þessum fjórum fasteignsölum, en tekið í notkun fyrir skömmu. Nú eiga og reka þessar fjórar fasteignasölur tvö tölvukerfi; ann- ars vegar miðlægan eignagrunn í félagi við Kugg og hins vegar fast- eignavefinn hus.is. Kerfin eru vist- uð hjá Anza og tengjast fasteigna- sölurnar Anza með svokallaðri Frame relay línu. Miklar öryggis- kröfur eru varðandi tengingar og varnir. Hagræði fyrir seljendur og kaupendur „Eignagrunnurinn felur í sér mikið hagræði fyrir bæði seljendur og kaupendur fasteigna,“ segja þeir félagar. „Fyrir utan þann ávinning fyrir seljendur, sem felst í því sam- kvæmt framansögðu að allar þessar fjórar fasteignasölur geta boðið eignirnar til sölu, en á þeim starfa Fjórar fasteignasölur taka upp miðlægan eignagrunn fasteigna Eign, sem er skráð í einkasölu hjá einni af fjórum fast- eignasölum, er um leið boðin til sölu hjá þeim öllum af fjölda sölumanna. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessa samvinnu, sem á að fela í sér mikið hagræði bæði fyrir seljendur og kaupendur. Skipurit yfir eignagrunninn. Allar eignir sem þessar fjórar fasteignasölur eru með á skrá eða koma á skrá eru í eignagrunninum og hægt er að vista hvers konar skjöl og upplýsingar um þær í grunninn. Alltaf á fimmtudögum EINBÝLI MARÍUBAUGUR - GRAFARHOLT Í sölu 206 fm einbýlishús/keðjuhús með inn- byggðum bílskúr á góðum stað innst í botnlanga. Húsið afhendist fulleinangrað að innan en að öðru leyti fokhelt. Verð 16,9 millj. REYKJANESBÆR - INNRI NJAÐVÍK Vorum að fá í sölu 153,5fm einbýlishús bílskúr ásamt hesthúsi á lóðinni. Húsð hefur nýlega verið klætt að utan með Garðastáli. Sveit í bæ. Eign sem bíður upp á mikla möguleika. Verð 10,9 millj. EKKERT ÁKVÍLANDI. BIRKIHVAMMUR - KÓPAVOGUR Vorum að fá í sölu 157 fm töluvert end- urnýjað einbýli á tveimur hæðum með sérinngangi á neðri hæð á þessum gróna og vinsæla stað í Kópavogi. Sjón er sögu ríkari. Verð 21,5 millj. Áhv. 1,6 millj. FOSSVOGUR - FYRIR VANDLÁTA Gott 245 fm einbýlishús innst í botn- langa á eftirsóttum stað, heildarstærð ca 400 fm. 4 rúmgóð svefnherb. tómstundaherbergi, miðjurými, stofa, sjónvarpsherb., eldhús og glæsilegt baðherbergi. Gólfefni eru að mestu náttursteinn og vandaðar flísar. Verð 29,7 millj. RAÐ- OG PARHÚS VÆTTABORGIR - GRAFARVOGUR Í sölu 178 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, á rólegum útsýnis- stað í Borgarhverfi. Húsinu verður skilað nánast fullbúnu. Stutt í skóla og verslun. SÉRHÆÐIR 4RA - 5 HERB. VESTURBERG - 4RA HERB. Vorum að fá í einkasölu 4 herb. 102 fm íbúð á jarð- hæð. Falleg íb. m. 32 fm verönd. Þvotta- hús í íbúðinni, parket á gólfum. Verð 12,9 millj. 4RA HERB. VEGHÚS - 4 HERB. - 97 FM Vorum að fá í sölu 4 herb. íbúð á 2. hæð skammt frá íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Gott ská- papláss, parket á gólfum, stórar svalir, gott útsýni. Verð 12,9 millj. Áhv. 6 millj. VESTURBERG - 4RA HERB. Góð 105 fm íb. með stórkostlegu útsýni í húsi sem hefur nýlega verið tekið í gegn að utan. Þrjú svefnherb.. Sam- eign í toppstandi. VERÐ 11,7 MILLJ. LANGHOLTSVEGUR MEÐ AUKAÍB. Erum með í sölu 166,1 fm á Langholts- vegi sem skiptast í 96,1 fm 3 herb. íb. í kj. ásamt 70 fm bílsk. sem er innr. sem íb. Verönd m. heitum potti í grónum, fallegum garði. Verð 15,7 millj. FJÁRFESTAR ÞINGHOLTSSTRÆTI - FJÁRFESTAR Tæpl. 500 fm húsnæði sem er í langtíma- leigu 550.000 pr. mán. VERÐ TILBOÐ. NÝBYGGINGAR KÓRSALIR - KÓPAVOGUR Glæsilegar 4 herb. íbúðir ásamt stæði í bílageymslu. Skilast fullbúnar án gólfefna. Verð frá 16,4 millj. BYGGINGARAÐILI LÁNAR ALLT AÐ 85% KAUPVERÐS! ÞRASTARÁS - HAFNARF. Í sölu raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bíl- skúr í Áslandi. Húsin skilast fullbúin að ut- an með grófjafnaðri lóð, en fokheld að innan. MARÍUBAUGUR - GRAFARHOLT! Í sölu 148 fm raðhús á einni hæð með bíl- skúr. Húsið er með mikilli lofth.og er sér- hannað með útsýni og birtu í huga. TEIKN. Á SKRIFSTOFU! Verð 14,7 millj. NAUSTABRYGGGJA - GRAFAR- VOGUR Ný, glæsileg 83 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi á þessum frá- bæra stað. Innr. og gólfefni úr hlyn. AKRALIND - SKRIFSTOFUHÚS- NÆÐI 400 fm skrifstofuhúsnæði með hágæða tölvulögnum, öryggiskerfi, brunakerfi og dyrasíma, tilbúið til notk- unar. Til leigu eða sölu. Nánari upplýs- ingar veitir Hinrik á skrifstofu. OKKAR METNAÐUR - ÞINN ÁRANGUR KLEPPSVEGUR - 4 HERB. Mjög falleg 108 fm íb. á 3. hæð með fallegu útsýni. Ný- leg eldhúsinnrétt., parket á gólfum. Eign sem vert er að skoða. Verð 12,3 millj. 3JA HERB. ÆSUFELL - MIKIÐ ÚTSÝNI Vorum að fá í sölu snyrtilega 3 herb. íbúð á 2 hæð með útsýni yfir Reykjavík. Parket á gólfum,tengi fyrir þvottavél á baði. Snyrtileg íbúð. Verð 9,7 millj. 2JA HERB. SÚLUHÓLAR - ÚTSÝNI Vorum að fá í einkas. fallega 2ja herb. íb. á 2. hæð. Parket á gólfum frábært útsýni. Verð 7,4 millj. EINSTAKLINGS- ÍBÚÐIR NJÁLSGATA Í sölu 32 fm ósamþ. ein- staklingsíb. sem er nýuppgerð. Verð 4,5 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI KRINGLAN - STÓRI TURN „Penthou- se“ skrifstofuhæð - 9. hæð - á tveimur hæðum. Stórkostlegt útsýni til allra átta! Vandaðar innréttingar og gólfefni. Mögu- leiki er að kaupa hæðina eða leigja hana. HÚSNÆÐIÐ ER LAUST! HESTAMENN - HESTHÚS Í sölu nýtt 10 hesta hús við Sörlaskeið í Hafnarf. (nálægt Íshestum). Teikningar á skrifstofu. KRINGLAN - STÓRI TURN í einkasölu glæsilegt skrifstofurými á 5. hæð. Hús- næðið er ca 65 fm fyrir utan sameign. Verð tilboð. Uppl. gefur Karl, 896 2822. BLÁSALIR Erum með í sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í 12 hæða lyftublokk, ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðirnar skilast fullbúnar en án gólfefna. Allur frá- gangur mjög vandaður og er sérstök gæðahljóðeinangrun í öllu húsinu. VERÐ FRÁ 13,1 MILLJ. TÆKIFÆRI MARIBERGSVEGEN - SUÐUR-SVÍ- ÞJÓÐ! Einstakt tækifæri! Í sölu einbýlis- gistihús, um 250 fm, sem stendur á eigna- lóð. Allt innbú fylgir m.a. rúm fyrir átta og tæki. SJÖ GÓÐIR GOLFVELLIR Í NÆSTA NÁGRENNI. VERÐ MEÐ ÖLLU 7,5 millj. SUMARBÚSTAÐIR GRÍMSNES - NORÐURKOTSLAND Vorum að fá í sölu fallegan ca 51 fm sumarbústað sem er aðeins um 55 km frá Reykjavík. Húsið skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og bað- herbergi. Stór viðarverönd í kringum húsið. Kalt vatn en húsið en hitað er upp með gasi. Rafmagn við lóðarmörk. ALLT INNBÚ FYLGIR. Verð 4,4 millj. GRAFARHOLT - STÓRKOSTLEGT ÚTSÝNI Vorum að fá í sölu 3ja - 5 herb. íbúðir í 3ja hæða fjölbýli, ein íb. á hæð. Stórkostlegt útsýni yfir Reykja- vík og sundin. Þetta eru vandaðar sér- hæðir með útsýni sem mun ekki verða tekið frá þér! Verð frá 13,7 millj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.