Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 3

Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 B 3 Tvær góðar! Hrísmjólkin er næringarrík máltíð sem nýtur mikilla vinsælda hjá fólki á öllum aldri. Og nú eru komnar tvær nýjar tegundir: Hrísmjólk með bláberjasósu og Hrísmjólk með grænu tei og aldinsósu. Smakkaðu nýtt og spennandi bragð frá MS. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, RAÐHÚS - HVERAGERÐI Ný raðhús við Bjarkarheiði og Réttar- heiði. Húsin eru á einni hæð með innbygg. bílskúr samtals 123 fm. Húsin afhendast fullfrágengin að ut- an, lóð jöfnuð. Að innan eru húsin með vélslípuðum gólfum, fulleinangr- uð og bílskúrsveggir klæddir. Verð frá 9,15 millj. ekki síst vegna þess að þýskan var mér ekki töm, öfugt við enskuna. Stundum var ég vakandi til fjögur á nóttunni til að læra textann og hafa allt á hreinu og átti svo að mæta í tökur klukkan sjö. En eftir að við fórum að vinna og maður fékk klapp á bakið og uppörvandi orð varð ég öruggari. Þá varð verulega gaman, bæði að vinna með nýju fólki og í nýju umhverfi. Vinnan sjálf var í rauninni lík því sem tíðkast í ís- lenskri kvikmyndagerð en batteríið í kringum hana var mun stærra. Og það var stjanað við mann eins og stjörnu, jafnvel of mikið og varð fyndið á köflum. Maður mátti varla hreyfa sig án þess þeir eltu með sér- merktan stól, ég var keyrður um allt og svo framvegis. Mér leið stundum eins og ég væri fatlaður!“ Potente kát stelpa en mikill fagmaður Og var gott að leika hjá þessum leikstjóra, sem hefur töluverða reynslu? „Jájá, það var mjög gott. Hann var kannski svolítið gamaldags í vinnu- brögðum en um leið ákaflega agaður, einbeittur, rólegur og skapaði af- slappað andrúmsloft á tökustað. Ekki var síður gaman að leika á móti Frönku. Þótt hún sé komin á þennan stall í kvikmyndaheiminum er hún algjörlega niðri á jörðinni sem mann- eskja. Við bjuggum saman í íbúðar- húsi niðri við sjó á Vancouver-eyju, ég, hún, kærastinn hennar, sminkan hennar og búningakonan hennar því hún hafði sitt eigið aðstoðarfólk. Þarna vorum við saman og elduðum á kvöldin og þetta var alveg frábær félagsskapur.“ Hvernig persónuleiki er Franka Potente? „Hún kom mér mjög á óvart. Kát og hress stelpa en í vinnu mjög ag- aður fagmaður. Ég held að það sé sérlega spennandi fyrir hana að leika þessar tvær konur, sem eru í senn afar líkar og ólíkar. Ég hef séð nokkrar af tökunum frá Þýskalands- kaflanum og leist vel á. Franka á eft- ir að slá sér upp á þessu.“ Munt þú ekki gera það líka? „Ja, mitt hlutverk tók nú ekki mik- ið á, fyrir utan það að læra þýskuna. En kannski get ég slegið mér upp á að leika með Frönku. Það er aldrei að vita.“ Hefur eitthvað gerst í því nú þeg- ar? „Reyndar hafa komið þrjú tilboð í viðbót eftir þessa mynd. Ég er að fara út til Þýskalands á næstu vikum til að ræða málin. Einhver áhugi er fyrir hendi þarna, sjálfsagt vegna þess að blaðamenn og sjónvarps- menn sögðu frá tökunum og birtu viðtöl og þetta góða fólk sem ég hafði unnið með bar mér vel söguna þegar fyrirspurnir bárust. Svo kemur bara í ljós hvort eitthvað meira verður úr því. Maður er óþekktur þarna úti og verður að sanna sig upp á nýtt.“ Blueprint verður frumsýnd í Þýskalandi að ári liðnu. Förðun: Hilmir Snær hafði sína eigin förðunarstúlku (t.v.) en hér hefur skor- ist í leikinn förðunarmeistari Frönku Potente, en hann hefur mikla reynslu að baki, m.a. við Schindler’s List Spiel- bergs. ath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.