Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 14
Góð gáta … – Maður einn datt niður stiga með 50 tröppum og meiddi sig ekki neitt. Hvernig stendur á því? Hann stóð í neðstu tröppunni!  Fyrir viku átti Ævintýraland Kringlunnar 1 árs af- mæli, og af því tilefni var börnum boðið í fullt af skemmtilegheitum alla helgina. Á laugardeginum mættu Benedikt búálfur og besta vinkona hans mannabarnið Dídí í Ævintýra- land og sögðu öðrum mannabörnum frá því hvern- ig hlutirnir ganga fyrir sig í Álfheimum. Á afmælisdeginum var síðan efnt til barnaskrúð- göngu, sem ýmsar skemmtilegar fígúrur tóku þátt í auk krakkanna sem voru fallega skreyttir í framan. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessi trúður mætti hress í afmælispartí. Þessar stelpur eru sko orðnar flottar! Morgunblaðið/Jim Smart Það er alltaf gaman hjá Dídí og Benedikt! Hvað er þessi búálfur að gera? Fyrsta afmælið! Rosa stuð!  Ástrós Helga Hilmarsdóttir er 11 ára en verður 12 ára í desem- ber. Hún er nemandi í Öldusels- skóla sem hún segir að sé mjög skemmtilegur skóli. En Ástrós er ánægð með fleira. Hún fór nefni- lega á bíómyndina Max Keeble’s Big Move og fannst hún mjög skemmtileg. „Myndin er um strák sem er í vinahóp sem er alveg sama hvað öðrum finnst um sig. En hann verður skotinn í stelpu og langar þá að verða flottur og „kúl“ og vinir hans verða mjög hissa á honum. En hann kemst að því að það skiptir ekki máli að vera „kúl“ heldur það að eiga góða vini og verður alveg sama um þessa stelpu.“ —Ertu sammála því? „Já, það skiptir engu máli hvort maður er töff, en það er ekki töff að eiga ekki vini.“ —Var myndin almennt mjög góð? „Já, ótrúlega fyndin. Skólastjórinn var alltaf að refsa honum. Svo átti hann að flytja og var alltaf að gera prakkastrik við þá sem höfðu gert honum eitt- hvað, en komst síðan að því að foreldrar hans voru hætt við að flytja! Svo hann var í miklum vanda. Þetta var mjög fyndið, og brandararnir eru það besta við myndina. Max var mjög skemmtilegur og þetta er góður leikari,“ segir Ástrós sem mælið ein- dregið með myndinni fyrir krakka svona 8—12 ára. Krakkarýni: Max Keeble Einn að reyna að vera kúl? Ótrúlega fyndin Ástrós Helga — bráðum 12 ára. NEI, líklega ekki. En kannski langalangalangafi þinn. Eða var hann kannski hreppstjóri? Hér kemur ein auðveldari; hvað heitir langamma þín í föðurætt? Svar- aðu nú! Kannski veistu svarið, en sumir krakkar vita það ekki. Sumir kalla kannski ömmu sína ömmu Níní, en vita ekki hvort hún heitir Jón- ína, Hlín eða jafnvel Þórkatla Þuríður Aðalsteina Mundína Jósafatsdóttir Blöndal. Og hvað hét svo mamma hennar? Ja, það er nú það. Ingólfur Arnarson og Ari fróði Við Íslendingar erum líklega einir bestu ættfræðigrúskarar í heimi – enda landið okkar lítið og auðvelt að nálgast upplýsingar. Ættfræðiáhuginn er mikill og geta sumir – ekki endilega svo gamlir – rakið ættir sínar tvö eða þrjú hundruð ár aftur í tímann, eða jafnvel allt aftur til landnáms- mannsins Ingólfs Arnarssonar. Þessi agalegi ættfræðiáhugi varð m.a til af því að í gamla daga þurfti nefnilega að rekja ættir langt aftur til að vita hver átti hve mikið í þessari og hinni jörðinni. Elsta ættarskráin var gerð af Ara fróða og heitir Íslendingabók. Voru líka ekki allir að hefna frænda sinna í Íslendingasögun- um? Þá var nú eins gott að vita hverjum maður var skyldur og hvern átti að drepa! Hverra manna ert þú, vinur minn? Oft spyrjum við Íslendingar hvorn annan þessarar spurningar. Veist þú svarið? Býr kannski lítill ættfræðingur í þér? Byrjaðu á því að fylla út nýja ættartréð þitt með hjálp foreldra þinna, ef þú þarft. Skrifaðu rétt nafn í reitina og sumum finnst gaman að skrifa líka fæðingarárið. Kannski færðu engan áhuga á ættfræði, en þú veist þó fyrir vikið hverra manna þú ert. HVAÐ VEISTU UM ÞIG OG FJÖLSKYLDU ÞÍNA? Var langafi þinn sauðaþjófur? NÝLEGA hélt barnablað Mogg- ans ljósmyndakeppni og máttu allir krakkar senda inn mynd undir þemanu Gaman og gott. Margir sendu inn flottar myndir, en það var Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og myndstjóri Mogg- ans sem síðan valdi bestu mynd- irnar. Í fyrsta sæti valdi hann mynd- ina hennar Birnu Óskar Harð- ardóttur 8 ára og fékk hún ótrú- lega flotta ljósmyndamyndavél á stærð við lyklakippu að launum. Myndavélin heitir Digital Dream eða Stafrænn draumur og það er fyrirtækið Hans Petersen sem gefur hana. Birna Ósk segist ekki taka mikið af ljósmyndum. En þegar hún var á Spáni í sumar fékk hún einnota myndavél, og er verð- launamyndin, sem hún tók af vinkonu sinni, ein af fyrstu myndunum sem hún tekur á æv- inni. Hún segist þó ætla að taka fullt af myndum á nýju mynda- vélina sína, þótt hún sé ekki búin að ákveða hvort hún ætli að verða ljósmyndari þegar hún verður stór. En Hans Petersen gefur líka fern aukaverðlaun sem eru Kodak Últra-stuttermabolur og -bakpokar, og þeir krakkar sem sjá ljósmyndina sína hér á síð- unni, mega búast við að fá þau send heim til sín á næstu dögum. Takk fyrir þátttökuna, öll sam- an, og til hamingju, vinningshaf- ar! Úrslit í ljósmyndasamkeppni „Gaman og gott“ á svo sannarlega við um vinningsmyndina hennar Birnu. Morgunblaðið/Kristinn Birna Ósk er hæstánægð með nýju myndavélina sína. „Systir mín í Innstadal“ heitir myndin hans Viktors Sævarssonar 5 ára. Jóhanna Andrésdóttir 11 ára sendi inn þessa skemmtilegu útilífsmynd. Rán Flygenring 14 ára sendi inn þessa flottu drullukökumynd. Tók mynd í fyrsta sinn Óþekktur ljósmyndari þessarar fyndnu myndar hafi samband.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.