Morgunblaðið - 13.10.2002, Page 18

Morgunblaðið - 13.10.2002, Page 18
18 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó hvort hinar ógurlegu vinsældir fyrstu myndarinnar halda en hún er nú sem stendur meðal fimm tekju- hæsta mynda sögunnar á heimsvísu. En Harry verður ekki einn um hit- una því langlífasta og um leið sig- ursælasta söguhetja hvíta tjaldsins, Bondarinn sjálfur, snýr aftur, og það í tuttugasta sinn. Die Another Day verður frumsýnd í blálok mánaðar og það vafalítið með pomp og prakt enda tilefnið sjaldan verið ærnara fyrir mörlandann að fagna komu Martini-svolgrarans kvensama, hann búinn að gera sitt til þess að frelsa okkur úr viðjum eins harðsvír- aðasta glæpamanns heims sem hafði bólsetu á Íslandi af öllum löndum jarðkringlunnar og það uppi á miðjum jöklinum. Brosnan hinn írski er að sjálfsögu Bond, Dame Judy Dench er M, John Cleese Q, Halle Berry og Rosamund Pike skutlurnar og Michael Madsen einn skúrkanna. Nýsjálendingurinn Lee Tamahori (Once Were Warriors) leikstýrir og handritið gerðu hinir sömu og skrif- uðu The World is Not Enough. Þriðja stóra myndin í nóvember er vafalítið Road to Perdition, önnur mynd Bretans Sam Mendes sem nú þegar á orðið eitt stykki Óskar, fyrir fyrstu mynd sína American Beauty. Nýja myndin er byggð á rómaðri myndasögu, gerist á bannárunum 4. áratugarins í Bandaríkjunum, og státar af Tom Hanks í hlutverki sam- viskubitins leigumorðingja og fjöl- skyldumanns sem starfar á vegum stórlax borgarinnar og leikinn er af Paul Newman. Myndin var frum- sýnd í sumar vestra, yfirleitt við lof- samlegar viðtökur gagnrýnenda sem hæla þó sérstaklega frammistöðu gamla sósu- og poppkornsfrömuðar- ins örláta og hefur framlag hans og reyndar annarra verið orðað við títt- nefndan Óskar. Af öðrum myndum sem berjast þurfa um athyglina innan um þessa þrjá fyrirferðarmiklu risa má gera ráð fyrir að Changing Lanes eigi eft- ir að spjara sig ágætlega líkt og hún hefur gert ytra enda á ferð einn óvæntasti bíóglaðningur ársins að mati margra spekúlanta. Myndin er gerð af Bretanum Roger Michell sem þekktastur er fyrir að hafa leik- stýrt Notting Hill en kannski róm- aðastur fyrir sjónvarpsþættina mögnuðu Buddah of Suburbia sem byggja á sögu rithöfundarins um- deilda Hanifs Kureishis. Changing Lanes er melódrama, yfirfullt af tog- streitu, erfiðum siðferðislegum spurningum um forgangsröðun í líf- inu, hlutverk mannsins í samfélaginu og samkenndina með náunganum. Ben Affleck – e.t.v. í sínu besta hlut- verki – og Samuel L. Jackson – ávallt traustur – leika tvo ólíka menn sem reka bíla sína saman á hraðbraut- inni, atvik sem hrindir af stað ófyr- irsjáanlegri atburðarás sem á eftir að gera dag þeirra að lifandi helvíti en um leið gjörbreyta lífi þeirra til frambúðar. Í mánuði þar sem gamanmyndirn- ar verða lítt áberandi kemur þó Master of Disguise með Dana Carv- ey, Garth úr Wayne’s World. Carvey er kunnari grínisti í heimalandi sínu en margur gerir sér e.t.v. grein fyrir og þekktastur er hann fyrir eftir- hermur sínar. Í myndinni – sem reyndar hefur hlotið blendnar mót- tökur – gerir Carvey loksins það sem hann gerir best og bregður fyrir í ótal hlutverkum, leikur ítalskan þjón, meistara dulargervisins, sem notar hæfileika sína til að berjast gegn illum öflum. Jackie Chan er annar álíka um- deildur náungi og Carvey, fær sjaldnast góða dóma en á sína dyggu fylgjendur. The Tuxedo er nýjasta mynd hans, er frumsýnd nú um helgina vestra, en í nóvember hér heima. Fleiri orðum þarf ekki fara um þá mynd en þeim að hún er dæmigerð Chan-mynd. Blood Work þykir og dæmigerð Clint Eastwood-mynd, krimmi fyrir þá sem vilja svolítið meira kjöt á beinið en gengur og gerist. Four Feathers er risavaxin mynd Indverj- ans Shekar Kapurs, í anda David Leans og stórmynda gullaldarára Hollywood. Heath Ledger, Kate Hudson og Wes Bentley í aðalhlut- verkum. Swimfan er einn af þessum unglingatryllum, heillaði áhorfendur vestra og náði toppsætinu en gagn- rýnendur áttuðu sig ekki á aðdrátt- araflinu. Undisputed er síðan hnefa- leikamynd með Wesley Snipes og Ving Rhames, gerð af Walter Hill. Einnig bendir margt til þess að sig- urmynd Berlínarhátíðarinnar í ár Grill Point verði einnig sýnd í nóv- ember en það er sögð mannleg og fyndin mynd, skotin eins og heimild- armynd, en leikin þó af örfáum leik- urum sem höfðu ekkert handrit við að styðjast. Desember: Tvíburaturnar og Stella Að undanskildum áframhaldandi vinsældum Potters og brölts hans í leyniklefanum og Bonds og brölts hans á Íslandi, mun tvennt gnæfa upp úr í jólamánuðinum; Tvíbura- turnarnir, annað bindi Hringadrótt- inssögu, önnur mynd Peters Jack- sons sem hann gerði eftir þessu fádæma ástsæla ævintýri Tolkiens og svo auðvitað Stella okkar, sem nú hefur ákveðið að skella sér í framboð í annarri mynd Guðnýjar Halldórs- dóttur um þennan skelegga en skondna kvenskörung. Velgengni fyrsta hluta sögunnar um svaðilför Fróða og föruneyti hringsins fór fram úr vonum bjart- Þorirðu að sjá hana? Ben Affleck sem Daredevil. Margir velta fyrir sér gengi New York- gengjanna: DiCaprio er allavega til í tuskið. Framtíðarsjarmör: George Clooney leikur sálfræðing í framtíðartrylli Soderberghs, Solaris. „Deyðu nýlendusnifsi!" Wes Bentley hleypir af í stórmyndinni Four Feathers. Harkalegur árekstur: Samuel L. Jackson og Ben Affleck lendir saman í Chang- ing Lanes. Þeir segja hann kunna að leika: Eminem í 8 Mile. Hann sýndi ótvíræða hæfileika til gamanleiks sem Nick Rivers, poppstjarna í njósnaleik og minnti á Elvis, sem hann síðar lék með kostulegum hætti í True Romance (1993), ofbeldisópus úr smiðju Quentins Tarantino. Í Top Secret! naut hann einnig prýðilegra söng- hæfileika sem nýttust honum enn betur í The Doors (1991) eftir Oliver Stone þar sem hann túlkaði rokkhetjuna skammlífu Jim Morri- son óaðfinnanlega og söng sjálfur í tónleikaatriðunum. Val Kilmer er sjálfstæður, sumir segja sérvitur, og metnaðarfullur leikari á Hollywood-mælikvarða og tekur gjarnan áhættu í hlut- verkavali. Það hefur gert hvort- tveggja – komið í veg fyrir að hann hafi orðið eiginleg stjarna og gert hann að áhugaverðum leik- ara. Hann hefur þannig hafnað fjölda hlutverka sem gætu hafa tryggt honum meiri velgengni en tekið öðrum sem ekki hafa gert það; meðal mynda sem hann kaus að hafna eru Blue Velvet, Flat- liners, Backdraft, Point Break, Indecent Proposal, Interview With the Vampire og Crimson Tide. Hann hefur á ferlinum fengið á STRAX í fyrsta sinn sem Val Kilmer birtist á hvíta tjaldinu vakti hann athygli. Það var í Top Secret! (1984), einni af bráð- skondnum skrumskælingum Zucker-bræðra og Jims Abraham. sig orð fyrir að vera „erfiður“ við leikstjóra og framleiðendur, sem þýðir að hann hefur efnt til list- ræns ágreinings. Hann hefur sagst ekki kippa sér upp við slíkt en hann taki hins vegar nærri sér óvandaðan fréttaflutning af einka- lífinu, ekki síst eftir skilnað við bresku leikkonuna Joanna Whalley. Kilmer, sem er með Cherokee- indjánablóð í æðum, er nú tæplega 43 ára að aldri. Hann er klassískt menntaður í leiklist, bæði í Los Angeles, þar sem hann fæddist, og í Juillard-skólanum í New York. Hann var í tíu ár leiksviðsleikari og frumraunin var Slab Boys á Broadway þar sem hann lék á móti Sean Penn og Kevin Bacon. Fljótlega fór hann þó að leika annað slagið í kvikmyndum með- fram og eftir velgengni Top Secr- et! komu velmetin unglingakóm- edía, Real Genius (1985), og Tom Cruise-smellurinn Top Gun (1986). Næstu verkefni sem hann valdi heppnuðust misvel, en þau skástu voru Willow (1988), þar sem Kilmer stóð sig vel í hefðbundnu hetju- hlutverki og rökkurkrimminn Kill Me Again (1989), en í báðum lék hann á móti Joanna Whalley sem varð eiginkona hans næstu átta árin. Hann fylgdi The Doors eftir með dramatískum krimma, Thunderheart (1992) eftir Michael Apted, þar sem hann túlkaði prýð- isvel FBI-mann af indjánaættum sem þarf að horfast í augu við arf- leifð sína við morðrannsókn á griðlandi Sioux-indjána. Flest voru þau verkefni sem Kilmer valdi á þessum árum athygl- isverðar smámyndir en árið 1995 stökk hann inní stórmyndadeildina þegar hann tók að sér hlutverk leðurblökumannsins í Batman Forever og var þar lævís og lipur. Kilmer stóðu ýmsar dyr opnar á þessum tímapunkti en í stað þess að halda áfram í stórmynda- slagnum ákvað hann að kveðja leðurblökumanninn eftir eina um- ferð og kaus frekar að leika á móti stórleikurunum Robert De Niro og Al Pacino í krimma Michaels Mann Heat (1995). Síðan hafa skellirnir verið margir og verstir voru hin voða- lega The Island of Dr. Moreau (1996) og mislukkuð kvikmynda- gerð sjónvarpsþáttanna um Dýr- linginn, The Saint (1997). Í raun er The Salton Sea sem nú er frumsýnd ein besta mynd leik- arans í háa herrans tíð, en næstu verkefni eru einnig forvitnileg, m.a. spennumyndin Mindhunters, sem Kilmer kallar „eins konar tíu- litlir-negrastrákar-sögu“, og ný- lega var tilkynnt að hann hefði tekið enn eina áhættuna, sem sagt þá að leika klámmyndastjörnuna sálugu John Holmes í mynd sem fjallar um tengsl hans við morð- mál. Val Vals Kilmer heldur áfram að vera óútreiknanlegt. Val Vals Spengilegur vöxtur, laglegt andlit, efri- vör sem lítur út eins og eftir flugnabit, sterk nærvera og kynferðisleg útgeisl- un eru hin augljósu einkenni bandaríska leikarans Vals Kilmer og skyggja á þá staðreynd sem kemur í ljós þegar að er gáð, að Kilmer sýnir yfirleitt vandaðan úrvalsleik í hlutverkum af ólíku tagi. Í nýrri mynd, stælmiklum dramatískum krimma sem heitir The Salton Sea og frumsýnd er hérlendis um helgina, sýn- ir Val Kilmer enn einu sinni hvað í hon- um býr. Þar túlkar hann prýðis vel mann sem lifir í tveimur heimum, for- tíðinni, þar sem eiginkona hans var myrt, og nútíðinni, þar sem hann fer fram á ystu nöf af ástæðum sem ekki er ljóstrað upp um fyrr en undir lokin. Árni Þórarinsson SVIPMYND kveðst vera stoltur af The Salton Sea, sem er frumraun sjónvarpsleikstjórans D.J. Car- uso á hvíta tjaldinu, en hann leikur þar mann sem virðist ofurseldur súrrealískum dóp- heimi og ýmsum innri djöfl- um. Hann segir efnisvalið áhættusamt og framleiðendur hafi góðu heilli ekki reynt að slæva brodda handritsins, sem sé óvanalegt í Hollywood þessi misserin. „Hollywood- myndir taka æ minni áhættu,“ segir Kilmer sem er rétt en verður ekki sagt um hann sjálfan. Val Kilmer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.