Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA 2 B ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Eiður Smári sagði að það hefðiverið viss skellur að fá mark á sig snemma leiks. „Markið kemur eftir að við klikkum á grundvallaratriði, ég sá síðan ekki vel hvort brotið var á Árna Gauti eða hvers vegna hann komst ekki að boltanum,“ sagði Eiður Smári. Sendingar fram völlinn voru ómarkvissar og venjulega talsvert háar, vilt þú ekki frekar fá boltann í fæturna? „Jú, ég held það sé alveg vitað mál að persónulega er ég ekki mjög mik- ið fyrir háar sendingar fram til mín. Því hefði ég gjarnan viljað að við næðum að spila meira niðri á jörð- inni, en svona spilaðist þetta ein- hverra hluta vegna og ekkert við því að gera. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Skotar spiluðu mjög vel og settu okkur undir nokkra pressu. Þegar þannig háttar til verður stundum að spila með löngum send- ingum fram völlinn og reyna að vinna framar á vellinum. Því miður virkaði þetta engan veginn fyrir okk- ur í dag.“ Það hefur stundum verið sagt að leikmenn séu ekki tilbúnir þegar á hólminn er komið og leggi sig ekki fram. Það var ekkert slíkt að sjá í dag. „Ég nenni nú ekki einu sinni að taka þátt í slíkri umræðu. Það sáu það allir að við komum grimmir til leiks í dag og ætluðum okkur stóra hluti. Það var síðan gríðarlega erfitt að fá mark á sig svona snemma, sér- staklega vegna þess að það hefur ekki gengið allt of vel hjá okkur í síð- ustu leikjum. Það slær nokkuð á sjálfstraustið. Svo hugsar maður um hvað hefði gerst ef ég hefði skorað þarna rétt eftir að markið kom en ekki skotið í slána. Hvað getur maður svo sem sagt? Ég veit það ekki, en eitt er víst að þetta var ekki okkar besti leikur. Við verðum samt að muna að Skotar léku vel í dag. Þetta eru gríðarleg vonbrigði – eins og að vera sleginn niður í hnefa- leikum og næst á dagskránni er því að rakna úr rotinu og standa upp. Það eina jákvæða fyrir okkur er að það er leikur á miðvikudaginn svo að þar getum við rétt úr kútnum og það er mikilvægt að geta gert það strax eftir svona áfall,“ sagði Eiður Smári. Eiður Smári langt frá því að vera ánægður Morgunblaðið/Einar Falur Eiður Smári Guðjohnsen átti nokkra góða spretti, en féll niður þess á milli. Hér er hann á fullri ferð með knöttinn að marki Skota, með Barry Ferguson, leikmann Rangers, á eftir sér. Álíka lélegir og völlurinn „ÞAÐ er alveg ljóst að ég er ekki sáttur við þennan leik hjá okkur. Ætli við höfum ekki verið álíka lélegir og völlurinn,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þungur á brún eftir að flautað var til leiks- loka á laugardaginn. Eftir Skúla Unnar Sveinsson GARY Naysmith, leikmaður Everton, var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark fyrir skoska landsliðið, sem innsiglaði sigurinn gegn Ís- lendingum á Laugardalsvell- inum á laugardaginn. Ekki síst vegna þess hvernig hann skoraði það. „Ég hef aldrei áður á ferli mínum sem atvinnumaður skorað mark með hægri fæti, og það hefði ekki getað komið á betri tíma. Þetta gerðist allt í einu vetfangi, ég teygði fram fótinn, náði strax valdi á bolt- anum og held að ég hafi kom- ið markverðinum í opna skjöldu,“ sagði Gary Nay- smith, sem lék vinstra megin á miðjunni hjá Skotum en var mættur inn á miðja vítateigs- línu Íslendinga í snöggri sókn Skota. Fyrsta markið í átján mánuði Naysmith hafði ekki skorað mark í 18 mánuði en hann hefur misst mikið úr vegna meiðsla. Naysmith lék sinn áttunda landsleik á laugardaginn en hefur mun oftar þurft að draga sig út úr skoska lands- liðshópnum. Þess má geta að þeir Nay- smith, Steven Pressley og Scott Severin, sem kom inn á sem varamaður undir lokin á laugardaginn, léku allir með Hearts gegn ÍBV á Laug- ardalsvellinum í UEFA- bikarnum fyrir tveimur árum. Þá skoraði Severin annað marka Hearts í 2:0 sigri. Fyrsta markið með hægri fæti Atli sagðist ekki síst vera sár yfirhvernig leikurinn hefði þróast. Mark strax í upphafi leiks hafi breytt öllu. Ætlunin hafi verið að blása til sóknar og allra fyrstu mínúturnar gengið vel. Síðan hafi Skotar sett strik í reikninginn með marki á sjöundu mínútu. „Þá bökkuð Skotarnir og leikurinn þró- aðist eins og þeir helst óskuðu sér, okkur tókst að aldrei að brjóta þá á bak aftur. Við fengum að vísu okkar færi, það vantaði oft bara herslumun- inn, en það var nóg og síðan bættu Skotarnir við öðru marki í síðari hálf- leik úr snöggu upphlaupi eftir að við freistuðu þess að bæta púðri í sókn- arleikinn,“ segir Atli ákveðinn og tel- ur að hlutirnir hafi fallið Skotamegin, of oft hafi herslumuninn vantað upp á íslensku sóknirnar. Hann leggur áherslu á að hann sé ekki gera lítið úr skoska liðinu. Það hafi leikið vel og sýnt að það sé til alls líklegt og sú umræða að það hafi komið hingað til lands sem lakari aðilinn hafi ekki átt við rök að styðjast. Hingað hafi Skot- ar komið líkt og sært ljón – slíkur andstæðingur sé ævinlega hættuleg- ur. Komu með sært stolt „Skotarnir eru með hörkulið og allt annað að sjá til þess nú en þegar það lék í Færeyjum, þankagangur- inn var annar. Það lýsir sér best í því sem Berti Vogts sagði við mig eftir leikinn að ef þeir hefðu unnið í Fær- eyjum þá hefðu þeir sennilega tapað fyrir okkur. Skotarnir komu hingað með sært stolt og voru staðráðnir í að laga það gegn okkur og lánaðist það,“ sagði Atli og bætir því við að her- bragð Skota hafi heppnast fullkom- lega. Þeim tókst að telja Íslendingum trú um að þeir væri að komnir hingað til að tapa, í besta falli að ná einu stigi,“ segir Atli og telur að þessi „áróður“ hafi svo sannarlega komist til skila. Skotar léku ekki undir pressu „Auðvitað hafði þetta sín áhrif, ekki bara á íslenska liðið heldur einn- ig það skoska þar sem leikmenn fengu sífellt að heyra það að þeir væru aumingjar og gætu ekki unnið Íslendinga. Það kom líka glöggt fram hjá Vogts á blaðamannafundinum strax eftir leikinn þegar hann byrjaði á að þakka skoskum fjölmiðlum fyrir að standa á bak við liðið og halda uppi þessum linnulausa áróðri að þeir væru með slakara lið en það íslenska. Þannig hefði væntingunum verið snúið yfir á íslenska liðið með þeim afleiðingum að Skotar léku ekki und- ir neinni pressu. Þetta sá ég fyrir og sagði við skosku fjölmiðlana á föstu- daginn að þeir væru snjallir, svona gæti ég ekki unnið.“ Hvernig er líðan þín nú eftir leik- inn, ertu sár út í strákana í liðinu og einnig þá umræðu sem var fyrir leik- inn? „Umræðan um starf mitt sem landsliðsþjálfari hefur staðið yfir síð- Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Læt mótlætið ekki draga úr mér kjark „AUÐVITAÐ er ég vonsvikinn, annað væri óeðlilegt,“ sagði Atli Eð- valdsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er Morgunblaðið ræddi við hann fljótlega eftir að flautað hafði verið til leiksloka gegn Skot- um. Ljóst var að íslenska landsliðið hafði tapað fyrsta leik sínum í undankeppni EM og greinilegt var á Atla að hann tók úrslit leiksins nærri sér, þau voru fjarri því sem hann, leikmenn og landar hans gerðu sér vonir um. Það sem lagt var upp með hafði hvergi heppn- ast og annan leikinn í röð mátti landsliðþjálfarinn ganga af leikvelli með liðsmönnum sínum og heyra greinilega óánægju margra áhorf- enda óma um alla áhorfendastúkuna og að þessu sinni mynda nokkurskonar undirtón í sigursöng pilsklæddra ogglaðbeiddra Skota sem kættust á góðri stund. Eftir Ívar Benediktsson Framundan er ær- ið verk við að rífa menn upp úr þessari stöðu, læra af þessum leik og mæta tvíefldir gegn Litháen NÆSTA SKREF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.