Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 4
KNATTSPYRNA
4 B ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LEE Wilkie, varnarmaðurinn há-
vaxni í skoska landsliðinu sem
átti frábæran leik gegn Íslend-
ingum á Laugardalsvellinum á
laugardaginn, var nálægt því að
leggja skóna á hilluna fyrir ári.
Wilkie, sem er aðeins 22 ára gam-
all og var í fyrsta skipti í byrj-
unarliði Skota, lenti upp á kant
við knattspyrnustjóra Dundee, Iv-
ano Bonetti, síðasta haust og lék
ekki með liðinu fyrr en í mars.
„Ég íhugaði alvarlega þann
möguleika að hætta, þetta var
botninn á knattspyrnuferli mín-
um. En ég hélt áfram, og þetta
sýnir að það er allt hægt ef menn
gefast ekki upp. Að komast alla
leið í skoska landsliðið eftir það
sem á undan er gengið er stór-
kostlegt. Þetta var fyrsti leikur
minn í byrjunarliðinu, við unnum
gífurlega mikilvægan leik, feng-
um ekki á okkur mark og ég gæti
ekki verið hamingjusamari,“
sagði Wilkie eftir leikinn á laug-
ardaginn.
Besti maður Skota ætlaði að hætta
STEVEN Pressley, varnarmaður
Skota og leikmaður Hearts, sagði
að úrslitin væru frábær og liðsheild
Skota hefði verið geysilega öflug.
„Viðbrögð stuðningsmanna okkar á
vellinum sýndu best hve mikið þessi
sigur þýðir fyrir þjóð okkar. Við er-
um himinlifandi, við erum með
fjögur stig eftir tvo fyrstu útileik-
ina sem er vel viðunandi byrjun á
keppninni. Þjálfarinn var afar
ánægður með þann anda sem liðið
sýndi í þessum leik og við lögðum
gífurlega hart að okkur. Við þurft-
um á algjörri einbeitingu að halda
allan tímann en félagar mínir í
vörninni, Christian Dailly og Lee
Wilkie, stóðu sig báðir frábærlega
og gerðu mér auðveldara fyrir. Ég
beið þolinmóður eftir tækifæri í
byrjunarliðinu og er hæstánægður
með að hafa fengið að vera með og
náð þessum úrslitum,“ sagði Press-
ley, en hann kom inn í liðið í staðinn
fyrir David Weir frá Everton, sem
gaf ekki kost á sér eftir aðVogts
gagnrýndi hann harðlega fyrir
slaka frammistöðu í Færeyjum.
Frábær úrslit
Ég var að vonast eftir því að viðfengjum að minnsta kosti eitt
stig út úr þessum leik svo það eru að
sjálfsögðu mikil von-
brigði að leikurinn
tapaðist. Mér fannst
íslenska liðið koma
betur stemmt til leiks
í síðari hálfleiknum og það byrjaði
hann að mínu mati ágætlega. En svo
kom rothöggið þegar Skotar skoruðu
annað markið og eftir það ríkti ákveð-
ið vonleysi í leik liðsins. Markið sem
Skotar skoruðu í upphafi leiksins sló
íslenska liðið töluvert mikið út af lag-
inu og það var óheppileg ákvörðun hjá
Árna Gauti að fara út í þann bolta.
Það er alltaf slæmt að fá á sig mark en
á þessum tímapunkti var það sérstak-
lega slæmt því Skotar gátu leyft sér
að bakka aftar á völlinn og eins og oft
áður sýndi það sig að íslenska lands-
liðið á mjög erfitt með að stjórna leikj-
um,“ sagði Logi við Morgunblaðið.
Þessi ósigur hlýtur að setja tölu-
vert strik í reikninginn um það mark-
mið að ná öðru sætinu í riðlinum.
„Já, það er alveg ljóst að hann get-
ur gert það en þar sem Skotar eru
búnir að tapa tveimur stigum á móti
Færeyingum, sem þeir eiga að öllu
jöfnu að vinna þá er möguleikinn á að
ná öðru sætinu enn fyrir hendi og sér-
staklega ef strákarnir taka sig saman
í andlitinu og leggja Litháana að
velli.“
Fannst þér leikaðferðin sem Atli
lagði upp fyrir leikinn ganga upp?
„Hún fékk aldrei almennilega að
njóta sín vegna þess að Skotar drógu
lið sitt aftar á völlinn eftir að þeir
skoruðu svona snemma leiks. Ég
hugsa að leikaðferð Atla hafi verið
hugsuð meira til þess að geta búið til
svæði fyrir aftan vörn Skotanna sem
hægt væri að hlaupa í en mér fannst
að þegar möguleikar voru á því, og þá
sérstaklega í fyrri hálfleik, nýttu leik-
mennirnir sér ekki að senda boltann í
fæturna á samherjum sínum eða inn á
svæðin fyrir aftan. Það náðist ekki
taktur í sóknarleikinn.“
Það hringdu ákveðnar viðvörunar-
bjöllur eftir leikinn við Ungverja á
dögunum. Ert þú sammála því að
leikmenn hafi ekki látið sér segjast og
leikur liðsins hafi verið í sama farinu?
„Miðað við þann leik bætti liðið eki
miklu við í þessum leik. Að einhverju
leyti skýrist það af því hvernig leik-
urinn spilaðist. Íslensku leikmennirn-
ir náðu ekki að bæta fyrir það sem
þeir ætluðu sér að gera frá síðasta
leik vegna þess að þeir fá sig mark í
upphafi leiksins. Að miklu leyti hrynj-
ur þá leikskipulagið ef markmiðið hef-
ur verið að liggja aðeins til baka og
sækja síðan hratt.“
Er ekki erfitt að tiltaka einhverja
leikmenn í íslenska liðinu sem léku vel
í dag?
„Við sem erum búnir að fylgjast
með þessum mönnum í mörg ár vitum
að það býr meira í hverjum og einum.
Þetta snýst eiginlega um að þeir finni
taktinn og ef liðið á að ná árangri
verða flestir leikmennirnir að hitta á
góðan dag og leikaðferðin að ganga
upp.“
Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari
Sóknarleikur-
inn var taktlaus
LOGI Ólafsson fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu og nú aðstoð-
arþjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström varð eins og fleiri,
sem fylgdust með landsleiknum við Skota, fyrir vonbrigðum með
leik íslenska liðsins. Morgunblaðið hitti Loga skömmu eftir leikinn
og leitaði álits hans á íslenska landsliðinu.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Þýski þjálfarinn var ánægðurmeð daginn, bæði stigin þrjú
og leik sinna manna. „Ég sagði í
síðustu viku að við
þyrftum bara einn
sigur til að koma
okkur á rétt spor.
Sá sigur kom í dag
og var mjög sætur og ég er ánægð-
ur með stigin, leikinn og allt í sam-
bandi við þennan leik. Auðvitað
gerðu mínir menn mistök, en þann-
ig er knattspyrnan og ég ætla ekki
að ræða þau hér enda engin ástæða
til. Það hefur verið mjög góður andi
í hópnum og það skilaði sér inn á
völlinn,“ sagði Vogts.
Hann vildi ekki tiltaka neinn sér-
stakan, en nefndi miðverði sína tvo
og framherja og alla þar á milli.
„Liðsheildin stóð sig frábærlega í
dag. Við erum komnir með fjögur
stig í keppninni og erum með í
kapphlaupinu um annað sætið. Í
dag lékum við eins og ég held að
henti skoska landsliðinu vel. Menn
börðust og allir voru tilbúnir að
leggja sig fram um að hjálpa ef ein-
hver lenti í vandræðum. Annað sem
var mjög gott hjá strákunum í dag
var að þeir töluðu saman og það er
mjög mikilvægt að gera, en hefur
því miður vantað hjá okkur í síð-
ustu leikjum. En það gekk vel í dag
og þannig viljum við hafa það og
vonandi verður þetta svona í næstu
leikjum okkar,“ sagði þjálfarinn.
Spurður um hvort eitthvað hefði
komið honum á óvart í leik íslenska
liðsins sagði Vogts: „Nei, í rauninni
ekki. Við vissum um styrkleika og
veikleika liðsins, eins og flestir aðr-
ir, alþjóðleg knattspyrna er orðin
þannig að menn koma ekki með
einhver óvænt leynivopn, upplýs-
ingaflæðið er slíkt nú til dags að
það er ekki hægt.
Við lentum í nokkrum vandræð-
um með ákveðna hluti í upphafi, en
síðan small allt saman hjá okkur.
Allir léku vel og ég nefni sem dæmi
að í vörninni skiptust menn á um að
gæta Eiðs Smára, eftir því hvar
hann var hverju sinni. Ég var sér-
staklega ánægður með það því í
upphafi var hann kannski hægra
megin og svo dúkkaði hann allt í
einu upp á miðjunni og svo vinstra
megin. Þetta olli okkur vanda fyrst
en svo leystu strákarnir þetta vel
fannst mér.
Í dag voru menn fljótir að koma
sér aftur fyrir boltann þegar hann
tapaðist en í Færeyjum horfðu
menn bara á heimamenn sækja í
stað þess að vinna saman og koma
sem flestum mönnum aftur fyrir
boltann ef þeir misstu hann. Það
var allt annað að sjá liðið núna en í
síðustu leikjum.
Einbeitingin var meiri og betri
en verið hefur og ég er ánægður
með það. Leikmenn koma betur
stemmdir í svona „alvöru“ leiki en
þeir gera í vináttuleiki. Þetta er vit-
að mál og það þýðir ekkert að vera
að ræða það og gera mál úr því.
Menn sem leika knattspyrnu allt
árið um kring með félagsliðum sín-
um og eru kallaðir í landsleiki ætla
auðvitað að leggja sig 100% fram í
þeim, en það gerist einfaldlega ekki
alltaf í vináttuleikjum og við það
verða menn að sætta sig. Þjóðverj-
ar gerðu jafntefli á föstudaginn við
Bosníu-Hersegóvínu, haldið þið að
1:1 hefðu orðið úrslit leiksins ef
þetta hefði verið leikur í móti? Það
held ég ekki. Þá hefðu Þjóðverjar
mætt fullir einbeitingar til leiks.“
Þjálfarinn var spurður hvort
hann fyndi til léttis eftir sigurinn.
„Já, á vissan hátt. Ég vissi alltaf að
það kæmi að því að við kæmumst á
rétta braut og það er viss léttir að
vera kominn þangað. Ég vil hins
vegar taka fram að ég hef ekki
fundið neinn þrýsting á að við yrð-
um að vinna Íslendinga, alls ekki,
enda veit ég nákvæmlega hvernig
samningur minn hljóðar. Ég á að
byggja upp nýtt lið og leggja
áherslu á uppbyggingu meðal yngri
leikmanna. Slíkt verður ekki gert á
einni nóttu,“ sagði Berti Vogts.
Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota,
var ánægður með fyrsta sigurleikinn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skotlands, var ánægður með sína menn.
Erum komnir
á rétta braut
BERTI Vogts, þjálfari Skota,
byrjaði blaðamannafund eftir
sigurinn á Íslendingum á að
þakka skoskum fjölmiðlamönn-
um fyrir að hafa staðið með lið-
inu þrátt fyrir það sem á undan
var gengið, jafntefli við Fær-
eyinga og tap í nokkrum vin-
áttuleikjum.
Eftir
Skúla Unnar
Sveinsson