Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 5
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 B 5
ENGLENDINGAR náðu að knýja
fram nauman sigur á Slóvökum, 2:1,
í fyrsta leik sínum í undankeppni
Evrópumóts landsliða í knattspyrnu
sem fram fór í Bratislava á laug-
ardaginn. Sven Göran Eriksson,
þjálfari enska liðsins, sagði að úr-
slitin væru mikill léttir fyrir sig og
leikmennina og leikurinn hefði verið
sérlega erfiður.
„Við lékum ekki eins vel og við
vonuðumst eftir svo það var mjög
gott að ná að sigra eftir að hafa lent
undir í leiknum. Við náðum í stigin
sem voru í boði og lentum ekki í
meiðslum fyrir leikinn á miðviku-
dag,“ sagði Eriksson en lið hans
tekur á móti Makedóníu í South-
ampton annað kvöld.
Szilard Nemeth, leikmaður
Middlesbrough, kom Slóvökum yfir
um miðjan síðari hálfleik. David
Beckham jafnaði beint úr auka-
spyrnu um miðjan síðari hálfleik og
Michael Owen skoraði sigurmarkið
með skalla þegar 8 mínútur voru til
leiksloka. Leikurinn fór fram á
mjög erfiðum velli í Bratislava en
ákveðið var að hann færi fram, þar
sem útlit var fyrir að aðstæður
myndu versna enn vegna rigningar
ef honum væri frestað til sunnu-
dagsins.
Mikið gekk á utan vallar því
óeirðalögregla þurfti að hafa af-
skipti af stuðningsmönnum enska
liðsins á meðan leikurinn stóð yfir.
Þá hefur enska knattspyrnusam-
bandið sent kvörtun til UEFA
vegna kynþáttafordóma slóvakískra
áhorfenda sem gerðu stöðugt hróp
að blökkumönnunum í liði Eng-
lands, Emile Heskey og Ashley
Cole, á meðan leikurinn stóð.
England slapp með stigin frá Bratislava
FÓLK
ÍSLAND tefldi fram mun reynd-
ara liði en Skotland á laugardaginn.
Þeir 14 leikmenn Íslands sem tóku
þátt í leiknum áttu samtals 363
landsleiki að baki áður en hann hófst.
Þar af voru þrír leikmenn með fleiri
leiki en reyndasti maður Skota, þeir
Rúnar Kristinsson (95), Hermann
Hreiðarsson (43) og Helgi Sigurðs-
son (42).
SKOTARNIR 14 sem tóku þátt í
leiknum höfðu aðeins leikið samtals
144 landsleiki. Reyndastur þeirra
var Christian Dailly með 37 lands-
leiki en hann var aðeins einn af fjór-
um í byrjunarliðinu sem áttu fleiri en
7 landsleiki að baki.
VARAMAÐURINN Callum Dav-
idson var þriðji leikjahæsti leikmað-
ur Skota í leiknum en hann spilaði
sinn 16. landsleik á laugardaginn.
Skotar tefldu fram einum nýliða,
Russell Anderson frá Aberdeen,
sem lék reyndar aðeins síðustu 70
sekúndur leiksins.
BJARNI Guðjónsson lék síðustu
15 mínútur leiksins og spilaði sinn
10. landsleik. Hann er með meiri
landsleikjareynslu en níu af þeim
leikmönnum Skotlands sem tóku
þátt í leiknum. Þetta var fyrsti móts-
leikur Bjarna með landsliðinu í þrjú
ár, en sá síðasti var gegn Andorra 4.
september 1999. Frá þeim tíma hafði
hann aðeins tekið þátt í tveimur vin-
áttulandsleikjum.
BERTI Vogts, landsliðsþjálfari
Skota, var spurður eftir leikinn
hvernig honum liði. Svarið var stutt
og laggott: „Mér líður alltaf vel í
Skotlandi.“
LITHÁAR, sem mæta Íslend-
ingum á Laugardalsvellinum
annað kvöld, unnu tiltölulega
öruggan sigur á Færeyingum,
2:0, í Kaunas á laugardaginn.
Tomas Razanauskas skoraði
fyrra markið úr vítaspyrnu á
22. mínútu og Robertas Posk-
aus gerði það síðara átta mín-
útum síðar eftir laglega sókn.
Færeyingar börðust af krafti
en náðu aldrei að ógna heima-
mönnum verulega í leiknum.
Litháar léku án síns þekkt-
asta leikmanns, Edgaras Jank-
auskas, sem gat ekki leikið
með vegna nárameiðsla. Hann
leikur með Porto í Portúgal og
var í leikmannahópnum fyrir
leikina tvo gegn Færeyjum og
Íslandi. Þetta var annar leikur
Litháa í riðlinum en þeir töp-
uðu 2:0 á heimavelli fyrir Þjóð-
verjum í fyrstu umferðinni.
Öruggur sigur Litháa
MARKATALA Íslands í
þremur síðustu móts-
leikjum sínum er ekki sér-
lega góð, 0:11. Íslenska
landsliðið lauk und-
ankeppni HM á síðasta ári á
því að tapa 3:0 fyrir Norð-
ur-Írlandi og 6:0 fyrir Dan-
mörku og hóf þessa Evr-
ópukeppni á 2:0 ósigri gegn
Skotum.
Síðasti leikmaðurinn til
að skora fyrir Ísland í móts-
leik er Eyjólfur Sverrisson.
Hann skoraði með stór-
glæsilegu skoti úr auka-
spyrnu af 25 metra færi
gegn Tékkum á Laug-
ardalsvellinum 1. sept-
ember á síðasta ári, á 74.
mínútu. Ísland vann þá
frækinn sigur, 3:1, og átti í
kjölfarið möguleika á að
komast áfram í und-
ankeppni HM. Íslenska liðið
hefur því leikið í 286 mín-
útur frá því Eyjólfur skor-
aði, án þess að ná að gera
mark í mótsleik.
Leikið í 286
mínútur
án þess
að skora
Árni Gautur sagði við Morgun-blaðið að hann hefði talið sig
eiga alla möguleika á að handsama
boltann eftir horn-
spyrnuna. „Það kom
há sending inn að
markteignum og
mér fannst ég verða
að fara út og ná í boltann. Ég taldi
mig vera með hann öruggan, kallaði
að ég væri á leiðinni út en sá aldrei
Bjarna og rakst á hann. Hann hefur
eflaust heyrt í mér en komst ekki
undan. Þetta var slys, en ég fékk
kjaftshögg, lá og átti enga mögu-
leika. Eftir á getur maður spurt
sjálfan sig hvort betra hefði verið að
vera kyrr á marklínunni en í svona
tilvikum tekur maður ákvörðun og
verður að fylgja henni.
Það er alltaf erfitt að fá á sig mark
svona snemma leiks, Skotar fengu
byr undir báða vængi og sjálfstraust
þeirra jókst á meðan okkar datt nið-
ur,“ sagði Árni Gautur.
Um síðara markið hafði hann
minna að segja, enda skotið frá Gary
Naysmith nánast óverjandi. „Leik-
maðurinn náði mjög góðu skoti,
boltinn datt í hornið fjær og það var
erfitt viðureignar.“
Það þarf varla að spyrja að því að
úrslitin eru ykkur mikil vonbrigði.
„Jú, þau eru svo sannarlega mikil.
Fyrir leikinn töldum við að ættum
möguleika á sigri en þetta yrði pott-
þétt afar erfitt og baráttan mikil,
eins og raunin varð. Skotarnir skor-
uðu snemma og við náðum okkur
aldrei á strik, náðum aldrei upp
góðu spili og sköpuðum okkur ekki
mörg marktækifæri. Baráttan í lið-
inu var í mjög góðu lagi en okkur
vantaði nákvæmni í sendingarnar.
Þá fóru föstu leikatriðin forgörðum
en þar eigum við að vera sterkir. Við
fengum einar tíu hornspyrnur sem
skiluðu engu og það er atriði sem við
verðum að laga. Sjálfur hafði ég
ekki mikið að gera, fyrir utan mörk-
in fengu þeir eitt dauðafæri í byrjun
síðari hálfleiks en annars var þetta
rólegur og leiðinlegur leikur fyrir
mig.“
Skosku áhorfendurnir á leiknum
voru háværir. Hvernig skilaði þetta
sér inn á völlinn, hvort liðið fékk
betri hvatningu?
„Ég heyrði aðallega í skosku
áhorfendunum, stemmningin var að
vonum gríðarleg hjá þeim. Markið
sem Skotarnir skoruðu í byrjun
þýddi að íslensku áhorfendurnir
voru daufir og það heyrðist aðallega
í hinum. Þetta var nánast eins og að
spila á útivelli að þessu leyti.“
Hvaða áhrif hafa þessi úrslit á
næstu viðureign, gegn Litháen á
miðvikudagskvöld?
„Það er ljóst að við munum mæta
dýrvitlausir til leiks gegn Litháum.
Við verðum að ná í þrjú stig þar til
að eiga möguleika í riðlinum. Ef það
tekst, verðum við aðeins einu stigi á
eftir Skotum og þá er allt hægt. En
það er á hreinu að við verðum að
taka okkur á og sýna betri leik gegn
Litháen. Nú er að bretta upp erm-
arnar, gleyma því sem liðið er og
snúa sér að næsta verkefni. Það
þýðir ekkert annað en að horfa fram
á veginn,“ sagði Árni Gautur Ara-
son.
Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands.
„Fékk
kjaftshögg
og átti
enga mögu-
leika“
ÁREKSTUR milli Árna Gauts
Arasonar markvarðar og Bjarna
Þorsteinssonar bakvarðar var
aðalástæðan fyrir því að Skotar
náðu forystunni strax á 7. mín-
útu landsleiksins á laugardag-
inn. Christian Dailly, miðvörður
Skota, skallaði þá boltann í tómt
mark Íslands eftir hornspyrnu
en Árni Gautur lá í markteignum
og gat enga björg sér veitt.
Eftir
Víði
Sigurðsson