Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 B 7
FRAKKAR hafa fundið skotskóna
á ný eftir markalausa heimsmeistara-
keppni í sumar. Þeir sigruðu Slóv-
ena, 5:0, í París í undankeppni EM á
laugardaginn og virðast vera að ná
fyrri styrk á ný. Steve Marlet, sókn-
armaður Fulham, skoraði tvö mörk,
Arsenalmennirnir Patrick Vieira og
Sylvain Wiltord gerðu sitt markið
hvor og varamaðurinn Sydney Govou
skoraði fimmta markið.
MARCEL Desailly lék sinn 100.
landsleik fyrir Frakka á laugardag-
inn en við hliðina á honum í vörninni
lék félagi hans frá Chelsea, William
Gallas, sinn fyrsta landsleik fyrir
Frakklands hönd.
ÞULURINN sem lýsti leik Frakka
og Slóvena á Eurosport, sagði að
franska liðið léki vel – á sama róli og
Arsenal.
FILIPPO Inzaghi, hinn mark-
sækni leikmaður Ítala, dró sig út úr
landsliðshópi þeirra vegna meiðsla
eftir 1:1 jafntefli gegn Júgóslavíu í
Napólí á laugardaginn. Massimo
Maccarone kemur í hópinn í hans
staða en Ítalir sækja Wales heim
annað kvöld.
ALESSANDRO Del Piero skoraði
mark Ítala, jafnaði beint úr auka-
spyrnu skömmu eftir að Predrag
Mijatovic hafði komið Júgóslövum yf-
ir.
STEFFEN Iversen tryggði Noregi
góðan útisigur í Rúmeníu, 1:0, með
marki sex mínútum fyrir leikslok.
Hann skoraði með skalla eftir horn-
spyrnu frá John Arne Riise. Leikur-
inn var lítið fyrir augað á vatnsósa
leikvangi í Búkarest.
THOMAS Myhre, markvörður
Norðmanna, meiddist á mjöðm í
leiknum og það eru slæmar fréttir
fyrir félag hans, Sunderland. Aðal-
markvörður liðsins, Thomas Sören-
sen, markvörður Dana, meiddist á
dögunum og er úr leik framyfir ára-
mótin.
ZLATAN Ibrahimovic, sóknar-
maðurinn ungi frá Ajax, var bjarg-
vættur Svía þegar þeir gerðu jafn-
tefli, 1:1, við Ungverjaland í
Stokkhólmi. Ibrahimovic jafnaði
metin 14 mínútum fyrir leikslok.
Ungverjar sýndu að sigurinn á Ís-
lendingum í síðasta mánuði var engin
tilviljun og náðu forystunni með
marki frá Krisztián Kenesei strax á
5. mínútu.
DANIR lentu í mesta basli með
Lúxemborg á Parken og náðu ekki
að skora fyrr en í síðari hálfleik.
Hafnfirðingurinn Jon Dahl Tomas-
son braut ísinn með marki úr víta-
spyrnu og Ebbe Sand bætti öðru
marki við, 2:0.
ALLAN Simonsen, danski dýrling-
urinn frá árum áður, stjórnar nú liði
Lúxemborgar og var ánægður með
sína menn. Hann taldi vítaspyrnuna
vafasama en sagði að lið sitt hefði
lært mikið af leiknum.
RUBEN Baraja skoraði tvívegis
fyrir Spánverja sem áttu ekki í telj-
andi vandræðum með Norður-Íra í
Albacete og sigruðu, 3:0.
LETTAR komu mjög á óvart með
því að sigra Pólverja á útivelli í
Varsjá, 1:0. Juris Laizans skoraði
sigurmarkið með glæsilegu langskoti
sem Jerzy Dudek, markvörður Liv-
erpool og Póllands, réð ekki við.
FLÓÐLJÓS á Lokomotiv-leik-
vanginum í Tbilisi brugðust og hætta
varð leik Georgíu og Rússlands af
þeim sökum. Þegar leikmenn gengu
af velli í hálfleik slokknaði á ljósum
vallarins öðru sinni. Staðan var 0:0.
Nýr leikdagur hefur ekki verið fund-
inn.
NORSKA knattspyrnusambandið
hefur úrskurðað knattspyrnudómar-
ann Roy Helge Olsen í eins leiks bann
en hann komst í fréttirnar í síðustu
viku eftir að hann sýndi stuðnings-
manni Strømsgodset „fingurinn“ eft-
ir að leik lauk þar sem Strømsgodset
tapaði fyrir Tromsø í norsku 1. deild-
inni. Olsen mun ekki ætla að áfrýja
úrskurði knattspyrnusambandsins.
FÓLK
KNATTSPYRNA
Það var óneitanlega nokkuð áfallað fá mark á sig snemma í leikn-
um, en það var auðvitað ekkert annað
að gera en halda
áfram. Við sköpuð-
um okkur nokkur
færi en boltinn datt
einhvern veginn ekki
fyrir okkur í dag.
Vörnin var líka nokkuð óörugg hjá
okkur framan af en Skotarnir sköp-
uðu sér engin færi upp úr því þannig
að það kom ekki að sök. Völlurinn var
gríðarlega erfiður, háll og erfitt að ná
góðu gripi á honum. Það kom auðvit-
að niður á báðum liðum,“ sagði Her-
mann.
Það gekk erfiðlega að koma bolt-
anum fram öðru vísi en með löngum
háum sendingum. Hver er skýringin
á því?
„Já, þetta fór ekki alveg eins og við
ætluðum. Skotar skora snemma og
eftir það eru það þeir sem geta bakk-
að en það er sú staða sem við hefðum
gjarnan viljað lenda í. Við urðum að
færa menn framar og reyna að setja
þá undir pressu.
Þetta var lagt þannig upp að
Haukur Ingi nýtti sér hraða sinn með
því að skjótast upp kantinn og draga
þannig mann úr þriggja manna varn-
arlínu þeirra með sér. Við þetta hefði
losnað aðeins um Eið Smára á miðj-
unni og hann fengið þannig meira
pláss. Eftir að þeir skoruðu markið
gátu þeir leyft sér að bakka þannig
að aftasta vörnin varð mun þéttari en
ella og því nýttist þessi aðferð ekki
eins og til stóð,“ segir Hermann.
Varðandi miðjuna sagði Hermann
að það hefði verið óvitlaust að hafa
þrjá menn þar í baráttunni á móti
þremur Skotum. „Þetta gekk ein-
hvern veginn ekki upp hjá okkur í
dag, alveg sama hvað við reyndum.
Það voru miklar væntingar til okk-
ar og við gerðum kröfur líka og erum
því hundfúlir yfir að tapa enda ætl-
uðum við ekki að tapa leik á heima-
velli í þessari keppni. Við förum með
fullri virðingu fyrir Skotum til leiks
og leikur þeirra á móti Færeyingum
kemur okkur nákvæmlega ekkert
við. Þetta er allt annar hlutur og við
vitum að það er valinn maður í hverju
rúmi hjá Skotum, en við vitum jafn-
framt að við eigum að geta unnið þá
og það eru mestu vonbrigðin í dag, að
hafa ekki lagt að velli lið sem við eig-
um að geta unnið.“
Hvað með leikinn á miðvikudag-
inn, verður lagt upp með sama leik-
kerfi þá?
„Ég veit ekkert um það. Það verð-
ur að koma í ljós hvernig við förum í
þann leik.“
Þú gerir bara eins og þér er sagt?
„Já, auðvitað. Við erum allir 100%
á bak við það sem þjálfarinn er að
gera. Þetta er einn hópur og ein heild
og verðum að standa saman í þessu,
sama á hverju gengur,“ sagði Her-
mann.
Hermann Hreiðarsson segir að ekki
hafi vantað viljann og baráttuna
Hund-
fúlir yfir
að tapa
„AUÐVITAÐ er maður hundsvekktur yfir að tapa og eins yfir leik
okkar en hvað það var sem fór úrskeiðis er ekki gott að segja svona
strax eftir leik. Ekki vantaði viljann og baráttuna,“ sagði Hermann
Hreiðarsson eftir tapið fyrir Skotum. Hermann sagðist hafa verið
fullkomlega heill fyrir leikinn og ekki kenna sér meins en hann hef-
ur átt við eymsli í baki að stríða.
Eftir
Skúla Unnar
Sveinsson
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í
nattspyrnu, kaus að fara þá leið
ftir tapið fyrir Skotum að segja að
mfjöllun sú sem fram fór fyrir leik-
nn hefði orðið íslenska liðinu að
alli. Íslenskir fjölmiðlar hafi „étið“
pp fregnir skoskra fjölmiðla dag-
na fyrir leikinn þar sem landsliðs-
jálfari Skota, Berti Vogts, sagði
ráfaldlega að Íslendingar væru sig-
rstranglegri. Þessi umfjöllun hefði
íast inn í vitund íslensku leik-
mannana. Umfjöllun íslenskra fjöl-
miðla í gegnum þá skosku hefði
skrúfað“ upp væntingar leikmanna
g alls almennings. Vogts hefði síð-
n þakkað skoskum fjölmiðlum eftir
eikinn fyrir að halda þessum
áróðri“ úti og þannig stutt við bak-
ð á skoska landsliðinu. Þannig
efðu hann og leikmenn hans fengið
að olnbogarými sem þurfti til að
ísa úr öskustónni. Vissulega þakk-
ði Vogts fyrir stuðninginn á blaða-
mannafundi í Baldurshaga eftir leik-
nn. En að Vogts hafi farið í gegnum
ikuna gagnrýnislaust og að skoskir
ölmiðlamenn hafi fylgt honum eftir
em rakkar í bandi og etið úr lófa
ans vikuna fyrir leikinn er rangt.
að vita þeir m.a. sem voru við-
taddir blaðamannafund með skoska
andsliðsþjálfaranum á Grand hóteli
föstudag. Þar kom Vogts sínu á
ramfæri, en hann fékk líka harðar
purningar s.s. hvort hann fyndi
kki fyrir köldum nægðingi á bak-
nu, hvort hann ætlaði sér að segja
starfi sínu lausu strax eftir vænt-
anlegt tap fyrir Íslendingum o.s.frv.
Ekki er ég viss um að Atli hefði
kært sig um sambærilegar spurn-
ingar fyrir leikinn, þær hefðu þótt
neikvæðar, einhver hefði sagt að
þær væru ekki við hæfi og með öllu
ástæðulausar. Vogts svaraði hins
vegar þessum „leiðinlegu“ spurning-
um af sömu yfirvegun og öðrum.
Glöggt mátti heyra að ekki voru all-
ir skoskir fjölmiðlamenn á bandi
landsliðsþjálfarans.
Það er m.a. hlutverk landsliðs-
þjálfara og byggja upp þá stemn-
ingu sem hann vill hafa þegar geng-
ið er til leiks. Er það ekki hans
hlutverk að koma skilaboðum á
framfæri í fjölmiðlum. Hann hafði
næg tækifæri til þess með því að
vara við bjartsýni og segja að öll
umræða um að það væri nánast
formsatriði fyrir íslenska liðið að
vinna leikinn væri úr lausu lofti
gripin. Íslenska landsliðið ætti í
vændum erfiðan leik þar sem allt
gæti gerst. Allt tal um að Skotar
kæmu hingað til þess eins að fá í
besta falli eitt stig á góðum degi
væri hættulegt.
Er það vilji landsliðsþjálfarans að
þeir sem starfa við fjölmiðla hætti
að hafa trú á íslenska landsliðinu
þegar það tekur þátt í kappleikjum?
Á þjóðinni bara að vera alveg sama?
Eiga einvörðungu að koma á völlinn
sérvitringar sem telja að hver leikur
sé tapaður áður en flautað er til
leiks? Er ekki bara best að fara
„kínversku leiðina“ og loka Netinu
af því að jákvæð ummæli í garð ís-
lenska landsliðsins gætu orðið at-
vinnumönnum þess fjötur um fót?
Jóhannes Eðvaldsson, bróðir Atla,
sagði í samtali við Morgunblaðið á
miðvikudaginn í síðustu viku að nú
væri meiri möguleiki en oft áður á
að vinna Skota. Jóhannes sagði m.a.;
„Í liði Skotanna í dag eru margir
ungir og óreyndir leikmenn og þeg-
ar ég skoða íslenska liðið tel ég það
mun sterkara.“ Telur landsliðsþjálf-
arinn að með þessum ummælum sé
stóri bróðir að ganga erinda skoska
knattspyrnusambandsins og styðja
þannig við bakið á andstæðingnum
og mynda það sem einhvers staðar
var kallað í fjölmiðlum um helgina
„öfuga pressu“?
Af nokkurra ára veru minni í stétt
íþróttafréttamanna er ég ansans ári
hræddur um að hljóð heyrðist úr
Laugardalnum ef hið jákvæða fengi
ekki að fljóta með í umfjöllun fyrir
landsleiki í knattspyrnu og fyrir
hendi væri trúin á sigur.
Sem betur fer hafa Íslendingar
áhuga á landsliði sínu og vilja vöxt
þess og velgengni sem mesta. Þegar
kemur að íþróttum skín þjóðern-
ishyggjan úr andliti þjóðarinnar og
vissulega hefur okkur á stundum
orðið hált á braut bjartsýni þar sem
Golíat hefur fyrir fram verið felldur.
Skotar eru hins vegar ekki Golíat
knattspyrnunnar. Að kenna bjart-
sýni um þegar illa fer er ódýr afsök-
un sem ekki sæmir vinsælustu
íþróttagrein landsins og jafn sjóuð-
um manni og Atla Eðvaldssyni.
Íslendingar eiga að vera og eru
stoltir af landsliði sínu. Það á að
gera til þess kröfur, ekki síst þegar
í hlut eiga íþróttamenn sem hafa
það að fullri atvinnu að stunda
íþrótt sína og geta þar með betur en
ella staðið flestum mótherja sinna á
sporði. Án kröfunnar um árangur
verður harla lítil framþróun.
Nú er bara að bíða eftir því að
landsliðsþjálfarinn þakki íslenskum
fjölmiðlum þegar Litháar verða
lagðir á morgun. Alveg eins og það
var þeim að kenna að landsliðið tap-
aði fyrir Skotum á laugardaginn þá
hlýtur það að vera þeim sömu að
þakka þegar sigur fellur í skaut.
Ívar Benediktsson
Væntingar
iben@mbl.is