Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 8
HANDKNATTLEIKUR 8 B ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Eftir barning fyrstu mínúturnarnáði Grótta/KR forystu og fékk nokkur færi til að auka forskotið í meira en þrjú mörk en Helga Torfadóttir í marki Víkinga kom í veg fyrir það með góðri markvörslu. Það dugði til að halda gestunum úr Víkinni á floti þangað til varnarleik- urinn skánaði og mínútu fyrir leiks- lok tókst þeim að jafna 10:10. Síðari hálfleikur var afar sveiflukenndur og sem fyrr segir komu mörg mistök beggja liða í veg fyrir að mörkin yrðu mörg. Sérstaklega voru Gróttu/KR stúlkunum mislagðar hendur og höfðu aðeins skorað tvö mörk eftir rúmlega fimmtán mínútur. Víkingar voru aðeins betri í vörninni, sem dugði liðinu til að ná tveggja marka forskot en af fimm mörkum þeirra eftir hlé komu þrjú eftir hraðaupp- hlaup – hin tvö komu úr vítum. Þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka höfðu Víkingsstúlkur enn tveggja marka forskot, 15:13. Þá tók þjálfari Gróttu/KR leikhlé og það virtist duga til að stilla strengina því tvö mörk fylgdu strax í kjölfarið. Síðasta mín- útan var mjög spennandi, staðan var 15:15 og hvort lið fékk tvö tækifæri til að ná forskoti þar til Gerður gerði út um leikinn. „Við erum ánægð með þriðja sæt- ið, höfum tekið lið eins og Hauka og Víkinga hérna heima en erum samt ósátt við að detta út úr bikarkeppn- inni,“ sagði Aðalsteinn K. Eyjólfsson, þjálfari Gróttu/KR, eftir leikinn. „Ég er púsla saman liði, sem kemur héðan og þaðan auk þess að Þórdís Brynj- ólfsdóttir er að koma eftir meiðsli og er ekki alveg komin inn í leikinn og sóknarleikur þar af leiðandi stirður. Það verður mitt helsta hlutverk að láta liðið fá reynslu en líka ná stöð- ugleika. Við ætlum ekki að fara segja ef, hefði og kannski heldur fram- kvæma hlutina inni á vellinum. Ann- ars sýndum við styrk með að halda mörkunum við fimmtán.“ Helga, markvörður Víkinga, var ekki eins sátt við stöðu mála. „Við gerðum ekki eins og okkur var ætlað – of mikið af mistökum, sem Grótta/ KR nýtti sér svo að við lendum í basli og töpuðum. Það þýðir ekkert að hætta þegar komið er tveggja marka forskot. Við lögðum upp með að spila rólega og ekki flýta okkur um of, bíða eftir að færin opnast og síðan leggja áherslu á að hjálpa hvor annarri í vörninni,“ sagði Helga eftir leikinn. Gerður hetja Gróttu/KR GERÐUR Einarsdóttir var hetja Gróttu/KR á laugardaginn þegar hún skoraði sigurmark gegn Víkingum í 16:15 sigri þremur sek- úndum fyrir leikslok. Leiksins verður helst minnst fyrir aragrúa mistaka en var engu að síður ágæt skemmtun, sérstaklega síðasta mínútan með fimm sóknum og sigurmarkinu. Leikurinn fleytir Gróttu/KR upp í þriðja sæti deildarinnar en Víkingar tóku sæti þeirra, þaðsjötta. Stefán Stefánsson skrifar Katar fékk brons- verðlaun KATAR, einn mótherja Ís- lands í heimsmeist- arakeppninni í handknatt- leik sem fram fer í Portúgal í vetur, sigraði Japan, 28:21, í úrslitaleik um brons- verðlaunin á Asíuleikunum í Suður-Kóreu í morgun. Suð- ur-Kórea hreppti gull- verðlaunin með því að sigra Kúveit, 22:21, í úrslitaleik. Ísland mætir Katar í fjórða leik sínum í heims- meistarakeppninni, þann 25. janúar, en hefur þá áður leikið við Ástralíu, Græn- land og Portúgal. Þess má geta að As- íuleikameistarar Suður- Kóreu komust ekki í loka- keppni HM, mjög óvænt, en Katar, Kúveit og Sádi- Arabía eru fulltrúar Asíu í keppninni. Íslandsmeisturum KA var ekkispáð frægð og frama áður en mótið hófst og því hlýtur nýr þjálf- ari þeirra, Jóhannes Bjarnason, að vera ánægður með strák- ana. „Það er ekki búnar nema sex um- ferðir en staðan er vissulega vel viðunandi. Þetta var mikilvægur sigur í dag en ég verð að segja eins og er að ég er afar óánægður með dómgæsluna í þessum leik. Ég ætla ekki að segja að það hafi hallað mjög mikið á okkur en þeir voru sí- fellt að flauta, leikurinn fékk aldrei að fljóta og það er erfitt að halda dampi við slíkar aðstæður. En við komumst yfir á hárréttu augna- bliki, þegar leiktíminn var liðinn,“ sagði Jóhannes. Leikurinn var afar jafn og spenn- andi, KA-menn skrefinu á undan allt þar til undir lok fyrri hálfleiks er staðan breyttist úr 15:13 í 15:16. Stjarnan komst á bragðið og jók forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Staðan var 16:20 eftir 9 mínútna leik og stefndi í óefni. En KA-menn hafa löngum höndlað spennu vel og þeim tókst að jafna leikinn; skor- uðu fjögur mörk gegn engu marki gestanna á 9 mínútna kafla. Stjarn- an komst aftur yfir og hélt foryst- unni þar til í blálokin. Staðan var 24:26 þegar tæpar 4 mín. voru eftir en KA tókst að jafna og Petkevicius varði skot frá Vilhjálmi Halldórs- syni þegar 12 sekúndur voru eftir. Arnór tryggði síðan sigurinn af vítalínunni. Andrius Stelmokas var bestur KA-manna eins og svo oft í vetur. Hann skoraði 10 mörk og fiskaði vítið sem tryggði sigurinn. Arnór, Jónatan og Baldvin Þorsteinsson áttu ágætis spretti en sáralítið kom út úr hægri vængnum sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir þjálfar- ann. Hjá Stjörnunni hélt Vilhjálm- ur Halldórsson áfram að blómstra. Hann skoraði 14 mörk og hefur á skömmum tíma breyst úr efnilegu varnartrölli í óstöðvandi stór- skyttu. David Kekelia og Þórólfur Nielsen voru ógnandi og raunar var sóknin oft hreyfanleg og skemmti- leg. Allt fór hins vegar forgörðum á síðustu mínútunum. Öruggur sigur HK-inga í Vestmannaeyjum HK-ingar gerðu góða ferð tilEyja á laugardaginn og sigr- uðu heimamenn með þremur mörk- um, 24:21. Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins en um mið- bik hálfleiksins náðu gestirnir þriggja marka for- ystu sem þeir héldu má segja út leikinn. Eyjamenn náðu ekki að ógna forystu HK-liðsins þrátt fyrir mikla baráttu og virtust gestirnir hafa þetta allt í hendi sér. Þó má segja að mesti munurinn á liðunum hafi verið markvarslan en Arnar Freyr Reynisson var í miklu stuði hjá HK. Hinn ungverski markvörð- ur ÍBV, Viktor Gigov, náði sér hins vegar engan veginn á strik og varði aðeins tíu skot, þar af fjögur á síð- ustu mínútum leiksins þegar úrslit- in voru ráðin. Arnar Freyr var ásamt Ólafi Víði Ólafssyni bestur í fersku liði HK og eins var Jaliesky Garcia öflugur þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð meginpart leiks- ins. Eyjamenn áttu slæman dag, Ro- bert Bognar var þeirra besti maður og eins átti danski hornamaðurinn Michael Lauritsen góða spretti þær mínútur sem hann lék. Sigurður Ari Stefánsson, sem hefur verið með betri leikmönnum ÍBV í vetur, náði sér engan veginn á strik og skoraði fjögur mörk úr 17 tilraun- um. HK-liðið heldur sér því í efri hluta deildarinnar en Eyjamenn sitja sem fastast í tólfta sæti Aðeins 5 mörk í fyrri hálfleik Það tók FH-inga aðeins hálftímaað gera út af við leikmenn Aft- ureldingar í heimsókn sinni að Varmá á sunnudag- inn. Sterkur varnar- leikur Hafnfirðinga í fyrri hálfleik kæfði nær alla tilburði leikmanna Aftureldingar til sóknar með þeim afleiðingum að heima- mönnum lánaðist aðeins að skora fimm sinnum á sama tíma og FH- ingar skoruðu 11 mörk. Hefði ekki komið til stórleikur Ólafs H. Gísla- sonar í marki Mosfellinga er óhætt að fullyrða að staða þeirra hefði verið enn vonlausari en raun varð á. Ólafur varði alls 13 skot og var eini leikmaður Aftureldingar sem eitt- hvað kvað að. Í síðari hálfleik var nær því formsatriði fyrir FH að tryggja sigurinn enda reyndist það liðinu ekki erfitt, úrslitin 19:15 sem í raun var betri staða en Aftureld- ing verðskuldaði því sex mínútum fyrir leikslok var staðan 18:11. FH-ingar töpuðu fyrir leikmönn- um Aftureldingar í fyrstu umferð bikarkeppninnar á sama stað á dög- unum. Voru þeir greinilega stað- ráðnir í að láta það ekki endurtaka sig. Þeir tóku fast á Mosfellingum frá fyrstu mínútu með sterkri vörn og öflugri markvörslu Magnúsar Sigmundssonar. „Eftir tapið í bik- arleiknum þurfti ekki mikið til þess að fá menn til að einbeita sér að þessari viðureign, enginn vildi tapa tvisvar í röð fyrir Aftureldingu,“ sagði Magnús í leikslok. „Byrjunin var góð, vörnin feikisterk og það sló öll vopn úr höndum leikmanna Aft- ureldingar. Við töpuðum aðeins niður þræðinum í upphafi síðari hálfleiks, en tókum hann fljótlega upp á ný og þá var ekki að sökum að spyrja,“ sagði Magnús sem var afar ánægður með sigurinn og sagði hann kærkominn undirbúning fyrir næstu viðureign sem verður við ÍR um næstu helgi. „Þá reikna ég með meiri mótspyrnu,“ sagði Magnús sem varði 17 skot í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að eftir slakan sóknarleik í fyrri hálfleik tókst leikmönnum Aftur- eldingar lítt að rétta úr kútnum í þeim síðari. Sem fyrr segir geta Mosfellingar þakkað Ólafi mark- verði að ekki fór enn verr. FH-ing- ar höfðu leikinn allan tímann í hendi sér en á lokasprettinum slök- uðu þeir verulega á klónni og því tókst Aftureldingu að minnka mun- inn í fjögur mörk sem gefur ekki rétta mynd af yfirburðum FH í leiknum. Ljóst er að Afturelding mun eiga á brattan að sækja í vetur. Liðið gengur nú í gegnum kynslóða- skipti. Mikið af ungum mönnum er að koma inn í liðið og þeir þurfa sinn tíma til að sjóast, en það sem er verst er að reyndari menn liðsins ná sér lítt á strik ellegar eru meidd- ir og nýtast lítt eða ekkert af þeim sökum. FH-ingar virðast vera að rétta úr kútnum og skríða upp stigatöfluna. Vörnin er að eflast en sóknarleik- urinn er enn lítt slípaður. Morgunblaðið/Golli Daði Hafþórsson, leikmaður Aftureldingar, sækir að marki FH, KA-MENN skutust upp í 2. sæti 1. deildarinnar eftir frækilegan sig- ur á Stjörnunni sl. laugardag, 27:26. Þeir skoruðu síðustu þrjú mörkin í leik sem virtist tapaður, komust yfir í eina skiptið í seinni hálfleik og tryggðu sér sigurinn með marki Arnórs Atlasonar úr víta- kasti þegar leiktíminn var liðinn. KA er þar með komið með 9 stig en Stjarnan er áfram með 6 stig. Stefán Sæmundsson skrifar Sigursveinn Þórðarson skrifar Ívar Benediktsson skrifar Sigurmark Arnórs á síð- ustu sekúndu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.