Morgunblaðið - 15.10.2002, Qupperneq 11
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 B 11
ÍT ferðir – IT Travel, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal,
sími 588 9900, póstfang: itferdir@itferdir.is
www.itferdir.is Geymið auglýsinguna
Knattspyrnufélög - þjálfarar - foreldraráð
Knattspyrnuferðir
Yngri flokkar 2003
Dæmi: Knattspyrnuskóli Bobby Charlton
*Kynningarfundir í nóv. 2002*
Tivoli Cup, Liverpool Classic og fjölmargir aðrir
valmöguleikar í Evrópu og Bandaríkjunum
16 ára reynsla tryggir toppferð fyrir sanngjarnt verð.
í Laugardal
Hópa- og firmakeppni
Breiðabliks
haldin í Fífunni dagana
25.-26. október
Vegleg verðlaun fyrir 1.-3. sæti.
Spilaður 7 manna bolti.
Verð 15.000 kr. á lið.
Upplýsingar og skráning í síma 564 - 1990
og villi@breidablik.is
ÚRSLIT
Í öðru sæti voru þeir SighvaturSigurðsson og Andrés F. Gísla-
son á Jeep Cherokee og í þriðja sæti
voru nýliðarnir Sig-
urður G. Jónsson og
Einar Sigurjónsson
á Toyota Corolla.
„Ég hefði viljað sjá
Escortinn lengur inni til að setja
smá pressu á mann,“ sagði Baldur
sem gat leyft sér að slaka á við akst-
urinn og má segja að ekið hafi verið
í rólegheitum á síðustu sérleiðinni
um Skógshraun. „Eftir fyrri ferð
um Hekluleið þá var þetta bara búið
og bara spurning um að skila sér í
mark. Mér tókst samt að fara sæmi-
lega útaf á leiðinni til baka á Heklu-
leið sem enn og aftur sýnir hvað það
er vont að keyra með svona mikið
forskot. Maður heldur engri einbeit-
ingu og allur taktur dettur út hjá
manni og maður fær ekkert út úr
akstrinum. Þetta er búið að vera
svolítið svona í sumar en það kemur
sumar á eftir þessu sumri og eflaust
eiga eftir að koma fleiri keppendur
inn í þetta,“ sagði Baldur engu að
síður ánægður með sigurinn þótt
hann hafi lítið þurft að hafa fyrir
honum. Baldur gerir fastlega ráð
fyrir að hann muni aftur setjast í
sæti aðstoðarökumanns við hlið
Rúnars bróður síns næsta sumar
líkt og þetta sumar hófst en hvort
þeir mæta á Legacy eða Impreza
verður tíminn að leiða í ljós.
Margir áttu í vandræðum
Allt leit út fyrir harða baráttu
milli fjögurra áhafna í nýliðaflokkn-
um en strax á Hekluleið töpuðu þeir
Árni Jónsson og Halldór G. Jónsson
á Toyota Corolla átján mínútum á
keppinauta sína er þeir festu bifreið
sína. Hjálpsemi Hilmars Erlings-
sonar og Valdimars Péturssonar,
sem aka á Trabant, hélt Árna og
Halldóri inni í keppninni eftir að
þeir hjálpuðu þeim að losa bílinn.
Ekki er algengt að aðrir keppendur
fórni tíma sínum í að hjálpa öðrum
en ökumenn hafa mismunandi
markmið og markmið þeirra Hilm-
ars og Valdimars er að vera með og
hafa gaman af þessu. Í síðari ferð-
inni um Hekluleið töpuðu þeir Hlöð-
ver Baldursson og Hannes Jónsson
á Toyota Corolla miklum tíma þegar
rúðuþurrkumótor bilaði og sökum
rigningar sáu þeir ekki mikið út og
voru þeir rúmlega fjórum og hálfri
mínútu lengur að aka seinni ferðina
um Hekluleið en þá fyrri og urðu
möguleikar þeirra á sigri í flokknum
að engu. Eftir síðari ferðina um
Hekluleið var því eftirleikurinn auð-
veldur fyrir Sigurð og Einar þar
sem þeir höfðu náð að byggja upp
rúmlega tveggja mínútna forskot á
þau Daníel Sigurðsson og Sunnevu
L. Ólafsdóttur á Honda Civic sem
fyrir keppnina þóttu einnig nokkuð
sigurstrangleg. „Það gekk allt upp,“
sagði Sigurður. „Þetta fór hálfilla
hjá keppinautum okkar. Við unnum
þetta að miklu leyti á því að aðrir
lentu í vandræðum. Við vorum bún-
ir að ákveða að fara Skógshraunið
rólega og reyna að vinna eins mik-
inn tíma og við gætum á Hekluleið
og við náðum því,“ sagði Sigurður.
Rallinu lauk í
rólegheitum
ÍSLANDSMEISTARINN Baldur Jónsson á Subaru Legacy vann Suð-
urlandsrall Essó sem fram fór á laugardaginn en að þessu sinni
með Arnar Valsteinsson sér við hlið sem ók með Baldri í fyrra.
Keppnin fjaraði fljótt út þar sem einu keppinautar Baldurs, þeir
Gunnar Viggósson og Björn Ragnarsson á Ford Escort, féllu úr
keppni eftir að kviknað hafði í bíl þeirra á Hekluleið og er þetta atvik
lýsandi fyrir þá óheppni sem þeir hafa þurft að kljást við í sumar. Til
allrar hamingju brugðust þeir skjótt við og náðu að slökkva eldinn
aður en meira tjón hlytist af en orðið var.
Gunnlaugur
Einar Briem
skrifar
Þetta var hörkuleikur, mikið ummistök og hraður bolti. Við
vorum lengstum yfir en KR-stúlk-
ur tóku leikinn í sínar hendur í
byrjun þriðja leikhluta en þá fóru
mínar stúlkur að spila vörn og leik-
urinn var í járnum eftir það. Sig-
urinn í svona leikjum lendir hjá
þeim sem spilar betri vörn,“ sagði
Eyjólfur Guðlaugsson, þjálfari
Grindavíkur. Bestar í liði gestanna
voru Hanna Kjartansdóttir og
Helga Þorvaldsdóttir en hjá heima-
stúlkum voru Yvonne Shelton og
Sólveig Gunnlaugsdóttir bestar.
Grindavík er með tvö stig að lokn-
um tveimur umferðum líkt og KR.
Nýliðar Hauka sóttu Njarðvík
heim á sunnudag, en Haukar komu
verulega á óvart með því að leggja
Stúdínur að velli í fyrstu umferð.
Leikurinn var jafn frá upphafi en
Njarðvík tryggði sér nauman sig-
ur, 63:58, undir lok leiks. Banda-
ríski leikmaðurinn í liði Njarðvík-
ur, Sacha Montgomery, skoraði 20
stig en þær Auður Jónsdóttir og
Fjóla Eiríksdóttir komu þar næst-
ar með 13 og 11 stig. Í liði Hauka
var hin stórefnilega Helena Sverr-
isdóttir best en hún var stigahæst
Hafnarfjarðarliðsins með 15 stig
en hún er aðeins fjórtán ára gömul.
Birna Eiríksdóttir átti einnig góð-
an leik en hún skoraði 14 stig. Lið-
in hafa bæði unnið einn leik og tap-
að einum það sem af er
deildarkeppninni.
Keflavík hristi ÍS af sér
Birna Valgarðsdóttir reyndist
Stúdínum erfiður ljár í þúfu þegar
hún fór fyrir stöllum sínum með 24
stig og 10 fráköst í 63:47 sigri á ÍS
í íþróttahúsi Kennaraskólans gær-
kvöldi. „Það er aldrei auðvelt að
spila hérna en þær hafa misst
nokkra leikmenn og við höfðum
það af sem betur fer,“ sagði Birna
eftir leik. „Þeim tókst að saxa á
forskotið. Það koma alltaf svona
kaflar hjá okkur sem við verðum að
rífa okkur upp úr þeim og við náð-
um að halda haus í þessum leik.“
Gestirnir úr Keflavík, sem spáð
er sigri í deildinni, náðu strax for-
ystu en tókst ekki að hrista Stúd-
ínur af sér. Engu að síður hafði
Keflavík alltaf forskotið og 13 stiga
forystu í hálfleik þegar fjögur af
sjö þriggja stigum skotum þeirra
rötuðu í körfuna en ekkert hjá ÍS.
Í síðari hálfleik náðu Stúdínur
sér loks á strik með ærinni fyr-
irhöfn. Þeim tókst að minnka mun-
inn niður í 9 stig og átta rétt fyrir
lok þriðja leikhluta en lengra kom-
ust þær ekki. Í fjórða leikhluta
voru Keflvíkingar búnir að stilla
betur strengi sína og með góðri
vörn tókst þeim betur upp í sókn-
arleiknum þar til munurinn varð 17
stig um miðjan síðasta leikhluta og
eftirleikurinn auðveldur. Keflavík
hefur þar með unnið báða leiki sína
en Stúdínur eru án stiga.
ÞAÐ var sannkallaður stórleikur sem háður var í Röstinni í Grinda-
vík á laugardag í 1. deild kvenna í körfuknattleik þar sem Íslands-
meistaralið KR beið lægri hlut fyrir sterku liði heimamanna sem
voru yfir í hálfleik, 38:33, og sigruðu að lokum 73:66. Í íþróttahúsi
Kennaraháskólans í gærkvöldi hafði Keflavík 63:46 sigur á ÍS.
KR lá í Grindavík
Alessandro Del Piero 39. – Predrag Mi-
jatovic 27. – 55.000.
Staðan:
Ítalía 2 1 1 0 3:1 4
Wales 1 1 0 0 2:0 3
Finnland 2 1 0 1 3:2 3
Júgóslavía 1 0 1 0 1:1 1
Aserbaídsjan 2 0 0 2 0:5 0
Leikir á morgun: Júgóslavía – Finn-
land, Wales – Ítalía.
10. RIÐILL:
Georgía – Rússland ...................... frestað
Hætt í hálfleik vegna bilunar í flóð-
ljósum.
Albanía – Sviss..................................... 1:1
Edvin Murati 78. – Hakan Yakin 37. –
12.000.
Staðan:
Sviss 2 1 1 0 5:2 4
Rússland 1 1 0 0 4:2 3
Albanía 1 0 1 0 1:1 1
Írland 1 0 0 1 2:4 0
Georgía 1 0 0 1 1:4 0
Leikir á morgun: Rússland – Albanía,
Írland – Sviss.
Vináttulandsleikir
Eistland – Nýja-Sjáland ...................... 3:2
Anniste 9., Vikmaae 55., Zelinski 82. –
Hickey 40., Lines 44.
Portúgal – Túnis.................................. 1:1
Pedro Pauleta 5. – Ali Zitouni 43.
England
1. deild:
Bradford – Derby................................. 0:0
Burnley – Walsall ................................. 2:1
Ipswich – Sheffield Wednesday .......... 2:1
Millwall – Wimbledon .......................... 1:1
Rotherham – Gillingham ..................... 1:1
Watford – Grimsby .............................. 2:0
Portsmouth 12 10 1 1 28:10 31
Leicester 12 8 3 1 19:10 27
Norwich 12 7 4 1 21:7 25
Watford 13 7 3 3 20:18 24
Nottingham F. 12 7 2 3 24:13 23
Sheff. Utd 12 6 3 3 18:14 21
Coventry 12 6 3 3 17:15 21
Rotherham 13 5 4 4 23:18 19
Burnley 12 5 3 4 15:18 18
Reading 12 5 2 5 14:12 17
Derby 13 5 2 6 15:17 17
Bradford 13 3 7 3 13:17 16
Gillingham 13 4 4 5 14:19 16
Ipswich 11 4 3 4 15:12 15
Wolves 11 4 2 5 21:16 14
Stoke City 12 3 5 4 15:17 14
Walsall 13 4 2 7 16:20 14
Cr. Palace 12 2 7 3 15:15 13
Preston 12 2 7 3 15:18 13
Millwall 13 3 4 6 12:22 13
Wimbledon 13 3 2 8 11:19 11
Sheff. Wed. 13 1 6 6 11:19 9
Grimsby 13 2 2 9 9:23 8
Brighton 12 1 1 10 9:21 4
2. deild:
Barnsley – Bristol City .........................1:4
Cardiff – Wycombe................................1:0
Chesterfield – Tranmere ......................1:0
Huddersfield – Notts County...............3:0
Luton – Cheltenham..............................2:1
Northampton – Brentford ....................1:2
Plymouth – Wigan .................................1:3
Port Vale – Oldham ..............................1:1
Stockport – Crewe.................................1:4
Swindon – Colchester............................2:2
Peterborough – Mansfield ....................0:0
Stockport – Peterborough ....................2:1
QPR – Blackpool .................................. 2:1
Cardiff 13 8 4 1 20:11 28
Wigan 13 8 3 2 24:10 27
Oldham 13 8 3 2 21:7 27
QPR 13 8 2 3 25:13 26
Crewe 13 7 4 2 21:9 25
Bristol City 13 8 0 5 25:14 24
Chesterfield 13 7 2 4 15:15 23
Blackpool 13 6 3 4 19:13 21
Brentford 13 6 3 4 15:16 21
Luton 13 5 3 5 23:21 18
Stockport 13 5 2 6 15:15 17
Port Vale 13 5 2 6 18:22 17
Plymouth 13 4 4 5 18:20 16
Northampton 13 4 4 5 12:16 16
Tranmere 13 5 1 7 13:22 16
Wycombe 13 4 3 6 16:19 15
Barnsley 13 4 3 6 14:22 15
Peterborough 13 3 4 6 15:15 13
Huddersfield 13 3 4 6 10:17 13
Notts County 13 2 6 5 17:20 12
Colchester 13 3 3 7 8:16 12
Swindon 13 3 2 8 13:20 11
Mansfield 13 3 2 8 19:35 11
Cheltenham 13 2 3 8 13:21 9
Íslandsmótið
Skautahöllin, Laugardal:
SR - Björninn .............................5:8
Mörk/ stoðsendingar: James Divine 2/0,
Ingvar Jónsson 1/0, Kristján Óskarsson
1/0, Peter Bolin 1/0 – Jónas Breki Magn-
ússon 3/2, Birgir Hansen 2/1, Sergei Zak
1/1, Ragnar Óskarsson 1/0, Marteinn Sig-
urðsson 1/0, Snorri Sigurðarson 0/1.
Punktamót KR
Meistaraflokkur karla:
Kjartan Briem - Matthías Stephensen ...3:0
Magnús Magnússon - Markús Árnason..3:2
Úrslit:
Kjartan Briem - Magnús Magnússon .....3:2
Meistaraflokkur kvenna:
Aldís R. Lárusdóttir - Gyða Guðmundsd3:0
Halldóra Ólafs - Kristín Hjálmarsd. .......3:2
Úrslit:
Aldís Rún - Halldóra .................................1:3
Lancome-mótið
Saint Nom la Breteche, Frakklandi:
Alex Cejka, Þýskal. ..................................272
Carlos Rodiles, Spáni...............................274
Jean-Francois Lucquin, Frakkl..............275
Angel Cabrera, Argentínu ......................275
Thomas Levet, Frakkl. ............................276
Ian Poulter, Englandi ..............................276
Sergio Garcia, Spáni ................................276
Paul Eales, Englandi ...............................276
Robert Karlsson, Svíþjóð ........................276
Bradley Drege, Wales..............................276
Steen Tinning, Danmörku.......................276
Gordon Brand, Skotlandi.........................276
KNATTSPYRNA
EM og Ólympíuleikur, U21:
Akranes: Ísland - Litháen ....................15.30
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Essodeild:
Vestmannaey.: ÍBV - Fylkir/ÍR...........19.20
Í KVÖLD