Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 B 5
GUÐNI Bergsson og félagar hans
í Bolton eru komnir niður í neðsta
sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir
3:1 ósigur gegn Tottenham á White
Hart Lane. Guðni lék á árum áður
lék með Tottenham.
EIÐUR Smári Guðjohnsen sat á
varamannabekk Chelsea allan leik-
inn þegar lið hans gerði góða ferð til
Manchester og sigraði Man.City, 3:0.
LÁRUS Orri Sigurðsson sat
sömuleiðis sem fastast á bekknum í
liði WBA sem gerði 1:1 jafntefli við
Birmingham í nýliða- og nágranna-
slagnum.
ARNAR Gunnlaugsson var ekki í
leikmannahópi Dundee United sem
tapaði fyrir Livingston, 3:2, í skosku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
JÓHANNES Karl Guðjónsson sat
á varamannabekk Real Betis allan
leikinn þegar lið hans tapaði á
heimavelli fyrir Mallorca, 1:0.
HELGI Kolviðsson lék allan leik-
inn fyrir Kärnten sem tapaði fyrir
Grazer AK, 2:0 í austurrísku úrvals-
deildinni. Stefán Gíslason lék ekki
með Grazer AK.
HJÁLMAR Jónsson gat ekki leikið
með Gautaborg vegna meiðsla en
liðið gerði markalaust jafntefli við
Landskrona í Svíþjóð.
TROMSÖ tryggði sér sæti í
norsku úrvalsdeildinni með því að
vinna 2:1 sigur á Álasundi. Orri
Freyr Hjaltalín kom ekki við sögu í
liði Tromsö.
HARALDUR Ingólfsson skoraði
þriðja mark Raufoss úr vítaspyrnu á
lokamínútunni þegar lið hans tapaði
fyrir Ham-Kam, 5:3. Haraldur hefur
þar með skorað 16 mörk í norsku 1.
deildinni og er annar markahæsti
leikmaður deildarinnar. Raufoss er í
fjórða sæti fyrir lokaumferðina og á
ekki möguleika á að komast upp.
FRANSKI landsliðsmaðurinn Ro-
bert Pires er kominn á ný í leik-
mannahóp aðalliðs Arsenal – verður
með hópnum, er franska liðið Aux-
erre kemur í heimsókn til Highbury,
til að leika í Meistaradeild Evrópu.
Pires hefur ekki leikið með liðinu í
hálft ár vegna meiðsla.
ARSENAL verður án margra
sterkra leikmanna, sem eru meiddir
– eins og Dennis Bergkamp, Francis
Jeffers, Ray Parlour, Martin Keown
og Giovanni van Bronckhorst. Þá er
enn óljóst hvort að Patrick Vieira,
Thierry Henry og Sol Campbell geti
leikið vegna meiðsla.
Rooney skráði nafn sitt í söguensku úrvalsdeildarinnar en
hann er yngsti leikmaðurinn sem
nær að skora mark í úrvalsdeild-
inni – bættimet Michael Owens.
„Rooney er mesta efni sem ég
hef séð á þeim sex árum sem ég hef
starfað á Englandi. Hann hefur allt
sem prýða þarf góðan knatt-
spyrnumann. Hann er fljótur,
sterkur, hefur afburðatækni, góðan
leikskilning og er sérlega gráðugur
upp við markið. Markið hans var
sérlega glæsilegt. Ég hafði fyrir
leikinn séð aðeins til stráksa í sjón-
varpinu. Ég sá hann skora falleg
mörk í deildabikarkeppninni og
hann átti frábæra innkomu í leikn-
um við Manchester United fyrir
skömmu. Það þarf engan snilling
til að sjá að þessi strákur er afar
áhugaverður og sérstakur leikmað-
ur,“ sagði Arsene Wenger eftir
leikinn en fyrir hann hafði Lund-
únaliðið ekki tapað leik í úrvals-
deildinni síðan í sjö mánuði eða í 30
leikjum. Tapið reyndist Arsen-
almönnum dýrt því Liverpool nýtti
tækifæri og skaust í efsta sætið.
Veðbankar á Englandi spá því að
Rooney, sem heldur upp á 17 ára
afmæli sitt á fimmtudaginn, verði
yngsti leikmaðurinn til að klæðast
ensku landsliðstreyjunni. Micheal
Owen er sá yngsti til þessa en hann
var 18 ára og 59 daga gamall þegar
hann lék sinn fyrsta landsleik.
16 ára táningur batt
enda á sigurgöngu Arsenal
AP
Wayne Rooney, hinn ungi leikmaður Everton, fagnar sigurmarki sínu gegn Arsenal með því að
stökkva upp á bak Kevin Campbell, fyrrverandi leikmanni Arsenal.
Mesta
efni sem
ég hef séð
ARSENE Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hélt ekki vatni yfir
frammistöðu Wayne Rooneys eftir leik Arsenal við Everton á Goodi-
son Park en þessi 16 ára gamli framherji Everton batt enda á glæsi-
lega sigurgöngu ensku meistaranna þegar hann tryggði Everton
sigur með gulli af marki tveimur mínútum fyrir leikslok, 2:1.
ÍSLENDINGALIÐUNUM í ensku 1. deildinni í knatt-
spyrnu gekk ekki sem skyldi í leikjum sínum um
helgina.
Þrjú af fjórum þeirra töpuðu og það var aðeins Wolv-
es, lið Ívars Ingimarssonar, sem fagnaði sigi en Ívar
kom ekkert við sögu í leiknum – sat á bekknum allan
tímann í 2:0 sigri Úlfanna á Wolves.
Brynjar Björn Gunnarsson lék allan tímann fyrir
Stoke, Bjarni Guðjónsson fór útaf á á 70. mínútu en sem
fyrr var Pétur Marteinsson ekki í leikmannahópnum.
Ipswich, lið Hermanns Hreiðarssonar, tapaði fyrir
Reading, 3:1. Hermann lék allan leikinn en Hermann
og samherjar hans í vörninni réðu ekkert við Nicky
Forste sem skoraði öll mörk Reading.
Ekki gekk betur hjá Heiðari Helgusyni og félögum
hans í Watford en liðið steinlá fyrir Gillingham, 3:0.
Heiðar lék allan leikinn í framlínunni en komst lítt
áleiðis.
„SHEARER er besti fram-
herjinn á Englandi í nútíma
knattspyrnu og mér er til efs
að slíkur leikmaður eigi eftir
að koma fram á sjónarsviðið í
bráð,“ sagði Graeme Sou-
ness, knattspyrnustjóri
Blackburn, eftir sigur sinna
manna á Newcastle, 5:2.
Shearer skoraði bæði mörk
Newcastle í leiknum og það
fyrra markaði tímamót því
það var hans 300. á ferlinum.
„Það var ánægjulegt að
Sheaer skildi brjóta þennan
múr og ennþá skemmtilegra
að hann gerði það á gamla
heimavelli sínum,“ sagði Sou-
ness en Shearer spilaði stóra rullu í
liði Blackburn sem hampaði meist-
aratitilinum árið 1995.
Shearer var 17 ára gamall þegar
hann skoraði fyrstu mörk sínum.
Hann lék þá með Southampton og
skoraði þrennu á móti Arsenal í sín-
um fyrsta heimaleik með liðinu.
Reuters
Alan Shearer fagnar marki.
Shearer
í 300
mörkin
GERARD Houllier knattspyrnustjóri
Liverpool sá lærisveina sína skjótast í
toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar
með 1:0 sigri á Leeds á Elland Road.
„Það er meistarabragur á mínum
mönnum,“ sagði Houllier en eitt ár er
liðið síðan hann veiktist alvarlega í
hjarta og gekkst undir stóra aðgerð.
Síðan Houllier sneri til baka eftir
veikindin hafa gæfuhjólin svo sann-
arlega snúist á sveif með „rauða hern-
um“. Eitt tap í síðustu 27 leikjum í úr-
valsdeildinni og Houllier gat leyft sér
að brosa þegar úrslitin lágu ljós fyrir í
leik Arsenal og Everton.
Steven Gerrard, Emile Heskey,
Stephane Henchoz og Abel Xavier
voru allir fjarri góðu gamni í liði Liv-
erpool en það kom ekki að sök. Sene-
galinn Salif Diao skoraði sigurmarkið
eftir undirbúning landa síns, El Hadji
Diouf.
„Í 27 síðustu leikjum höfum við að-
eins tapað einum, fyrir Tottenham
sem við mætum í næstu viku. Í síð-
ustu 13 útileikjum er uppskeran níu
sigrar, þrjú jafntefli og aðeins eitt
tap. Þetta segir mér að við það er
meistarabragur á okkur,“ sagði
Houllier.
Reuters
Gerrard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool.
Houllier talar um
meistarabrag
Íslendingaliðum gekk illa
FÓLK