Morgunblaðið - 01.11.2002, Page 1
2002 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
KEFLVÍKINGAR SKORUÐU 137 STIG Í HVERAGERÐI / C2
KRISTINN Tómasson, knattspyrnumaður,
sem á dögunum sagði skilið við Fylki er í við-
ræðum við Framara og er líklegt að hann
gangi í raðir Safamýrarliðsins sem á dög-
unum fékk Ragnar Árnason til liðs við sig frá
Stjörnunni. Kristinn, sem er 30 ára gamall, er
fæddur og uppalinn Fylkismaður og hefur
leikið síðustu 13 árin með meistaraflokki fé-
lagsins. Hann lék 11 leiki í sumar með Árbæj-
arliðinu en hefur leikið samtals 81 leiki með
liðinu í efstu deild og skorað 23 mörk.
„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara frá
Fylki er fyrst og fremst sú að ég vil fá að
spila meira. Ég hef ekkert gaman af því að
horfa á íslenskan fótbolta hvort sem það er af
bekknum eða í sjónvarpinu. Ég skil við Fylki
í góðu. Ég verð alltaf Fylkismaður og hef átt
góðar stundir hjá félaginu,“ sagði Kristinn.
Kristinn Tómas-
son til Framara?
KARL-Heinz Rummenigge, fram-
kvæmdastjóri Bayern München,
segir að félagið verði að draga
verulega úr kostnaði á næstu
mánuðum í framhaldi af því að
ekki tókst að komst í 16-liða úr-
slit Meistaradeildar Evrópu. Talið
er að fyrir vikið verði Bayern af
um 1,3 milljarða króna tekjum en
á síðustu leiktíð voru tekjur fé-
lagsins af þátttöku í keppninni
rúmlega 2,7 milljarðar. Þá komst
Bayern alla leið í undanúrslit en
árið áður náði það að vinna
Meistaradeildina og því er ljóst
að niðurstaðan á yfirstandandi
leiktíð er verulegt fjárhagslegt
áfall. Allar áætlanir félagsins
hafa miðað af því að komast
a.m.k. í átta liða úrslit. Nú hafa
þær áætlanir hrunið til grunna.
Sú staðreynd að félagið fær held-
ur ekki sæti í Evrópukeppni fé-
lagsliða er síðan enn til þess að
strá salti í sárin. Þótt tekjur af
þeirri keppni séu talsvert lægri
en af Meistaradeildinni þá geta
þær þó verið nokkur sárabót fyr-
ir þau félög sem ná alla leið í úr-
slit.
„Við verðum að stíga á heml-
ana til að mæta verulegum tekju-
missi,“ segir Karl- Heinz Rumm-
enigge. Allar fjárhagsáætlanir
fyrir næstu framtíð verði nú að
endurskoða. Bregðast verði við
tekjutapinu. Rummenigge vill
ekki segja í hverju aðgerðirnar
felist, enn sé of snemmt að segja
til um hvort Bayern neyðist til að
selja leikmenn ellegar þá að
lækka laun.
Bayern dregur
saman seglin
Eftir langar og góðar samninga-viðræður töldum við ekkert því
til fyrirstöðu að ganga frá samning-
um en þá snerist Burley skyndilega
hugur,“ sagði Gunnar Þór en Burley
sat við hlið hans á leik Stoke og Wat-
ford í fyrrakvöld.
Ýmsar ástæður eru nefndar til
þess að Burley ákvað að hætta við á
síðustu stundu. Ein er sú að hann líti
hýrum augum til Sheffield Wednes-
day sem ákvað í gær að reka knatt-
spyrnustjórann Terry Yorath og
önnur að hugur hans stefni á úrvals-
deildina og hann vilji bíða eftir að
eitthvað losni á þeim vígstöðvum í
stað þess að ráða sig með hálfum
huga hjá Stoke
Haft var eftir Burley í gær að
hann hefði gengið til viðræðna við
stjórnarmenn Stoke með opnum
huga en hann segist ekki hafa verið
tilbúinn að gera langtímasamning
eins og Stoke vildi gera.
Gunnar Þór vildi í samtali við
Morgunblaðið í gær ekki greina frá
því hvers konar samningur var á
borðinu. Hann sagði að allir aðilar
hafi verið orðnir sáttir og enginn
ágreiningur um neitt atriði þegar
Burley öllum að óvörum hefði til-
kynnt að hann vildi ekki taka að sér
starfið.
„Það þýðir ekkert að svekkja sig
meira á þessu. Við höldum áfram
eins og frá var horfið og nú tekur
bara við að finna annan mann, “
sagði Gunnar Þór.
Mörgum nöfnum hefur verið velt
upp í sambandi við stjórastöðuna hjá
Stoke nú þegar Burley er genginn úr
skaftinu. Þeir sem helst eru nefndir
eru: Bryan Robson, Peter Reid, Adr-
ian Heath, Tony Pulis, Lou Macari,
Sammy McIlroy og Steve McMahon.
Burley snerist
skyndilega hugur
GUNNAR Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke City, segir það mikil
vonbrigði að George Burley skyldi á síðustu stundu hafa snúist
hugur um að taka að sér starf knattspyrnustjóra hjá Stoke en í þann
mund sem breska pressan var að gera sig klára að sækja blaða-
mannafund á Brittania leikvanginum í Stoke um hádegisbilið í gær –
þar sem tilkynna átti ráðningu Burleys, kom tilkynning frá stjórn
Stoke þess efnis að Burley hefði snúist hugur og vildi ekki taka
starfið að sér.
Morgunblaðið/Mikael Forslund
Patrekur Jóhannesson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er hér búinn að skjóta Zikica Milosavljevic ref fyrir rass og skorar
eitt af níu mörkum sínum gegn Júgóslövum í gærkvöldi, 34:29. Sjá umsögn um leikinn og viðtöl á C3 og C4.
„ÞETTA var allt annað núna en í hinum tveimur
leikjunum enda vorum við harðákveðnir að landa
einum sigri í riðlakeppninni hér í norsku Dölunum,“
sagði Gústaf Bjarnason sem skoraði sjö mörk þegar
Júgóslavar voru lagðir að velli á heimsbikarmótinu í
Svíþjóð í gærkvöldi, 34:29. Hann kom inn í byrj-
unarliðið í fyrsta sinn í mótinu og átti góðan leik og
var öryggið uppmálað á vítalínunni en sá staður hef-
ur ekki reynst íslenska liðinu vel í mótinu til þessa.
Spurður um hvort landsliðsþjálfarinn hafi ekki
vitað hversu góð vítaskytta hann væri sagði Gústaf:
„Ég veit það nú ekki en þetta var ákveðið inni á vell-
inum þegar við fengum fyrsta vítið. Maður verður
bara að vera kaldur og hæfilega kærulaus.“ Þrátt
fyrir sigurinn er sóknin enn dálítið höktandi á
stundum?
„Það er alveg rétt enda er liðið best þegar Dagur
er á miðjunni eða vinstra megin, þannig höfum við
leikið langmest og það tekur tíma að slípa liðið sam-
an þegar nýir menn koma inn. Við höfum ekki haft
neinar æfingar til að fínpússa þetta, bara þessa tvo
leiki og þetta verður betra og betra en samt er
margt sem við þurfum að fínpússa enn frekar.
Annað sem gekk betur í dag en í hinum leikjum
eru hraðaupphlaupin. Við fórum vel yfir þau og
ákváðum að menn yrðu að meta stöðuna hverju
sinni og róa sig aðeins niður þegar það átti við í stað
þess að fara framúr okkur eins og hefur gerst hjá
okkur.“
Sætur
sigur í
Svíþjóð
■ Íslendingar …/C3
■ Mæta Svíum/C4