Morgunblaðið - 06.11.2002, Side 2

Morgunblaðið - 06.11.2002, Side 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR 1 „Biblían er stórmerkileg bók og ég hef mikla ánægju af að grípa í hana,“ segir Stefán Máni en tekur strax fram að áhugi hans á hinni helgu bók stafi ekki af trúarþörf heldur einskærum áhuga á trúar- brögðum og trúarbragðasögu. Spurningin sem kveikti svarið beindist að titli bókarinnar Ísraels, og ýmissa annarra samlíkinga við biblíuna sem sjá hefur mátt í fyrri bókum Stefáns Mána. „Í Hótel Kali- forníu (2001) voru öll nöfn persón- anna fengin úr biblíunni. Nú er það bara aðalpersónan. En ég heillaðist af sögninni þar sem Jakob gengur út í eyðimörkina og hlýtur umbun í formi æðra sjálfs. Að einhverju leyti er saga míns Jakobs byggð á þeirri dæmisögu.“ 2 Jakob, kallaður Ísrael, er far- andverkamaður sem fer stað úr stað, kynnist sífellt nýju umhverfi og nýju fólki án þess að mynda varanleg tengsl við nokkurn mann. „Kveikjan að þessari sögu er löngun til að skrifa um tímabil í sögu okkar sem er liðið. Tími farandverkafólksins var 1970–1990. Hinir íslensku síg- aunar sem fóru verstöð úr verstöð, fóru þangað sem vinnu var að hafa. Atvinnuhættir hafa breyst þannig að þetta er ekki til lengur. Kvótakerfið hefur breytt þessu og vinnan dreifist jafnar yfir árið, tæknibúnaður er annar. Þetta er kannski ekki ýkja merkilegur kafli í þjóðarsögunni og honum hafa verið gerð lítil skil í bók- menntum og listum, nema þá helst í tónlist Bubba Morthens. Í dag er farandverkafólk helst að finna í röð- um forstjóra sem flakka á milli stóla eftir því sem fjármagnið hreyfist í samfélaginu.“ 3 Ísrael er frásögn í fyrstu persónu og Stefán Máni hefur skrifað fyrri bækur sínar í þeim stíl, bæði Myrkravél (1999) og Hótel Kali- forníu. Hann segist ekki hafa verið viss um hvort rétt væri að hafa Ísr- ael í fyrstu persónu en að lokum hafi sú frásagnaraðferð orðið ofan á þar sem honum fannst það skapa nauð- synlega nálægð við hugarheim Ísr- aels. „Það eru reyndar kaflar í bók- inni sem sagðir eru í 3. persónu og þeir verða fyrirferðarmeiri eftir því sem líður á frásögnina.“ Hann svarar því játandi að at- burðir og hugsanir persónunnar séu af ýmsum lesendum heimfærðir upp á hann sjálfan þegar skrifað er í fyrstu persónu. „Það fylgir bara og ég kippi mér ekkert upp við það. Margt af því sem ég skrifa er byggt á eigin reynslu og ég er hluti af per- sónunum og þær hluti af mér.“ 4 Frásagnarstíll Stefáns Mána ein- kennist af gríðarlegri natni við smá- atriði og hann kveðst með því vilja byggja upp tilfinningu fyrir um- hverfi og líðan persónanna. „Þetta er nánast eins og kvikmynd á papp- ír. Vélar skipta mjög miklu máli í lífi aðalpersónunnar enda fer hann stað úr stað og kynni hans við fólk á hverjum stað eiga sér ekki framhald. Honum gengur í raun betur að mynda tengsl við vélar sem hann vinnur við, hann skilur þær betur en fólk og á auðveldara með að átta sig á því hvað til þarf til að þær gangi snurðulaust. Samskipti hans við fólk einkennast af árekstrum og brotn- um tannhjólum. Þegar Jakob fær ógeð á vinnunni í prentsmiðjunni ætti lesandinn að fara nærri um hverju hann hefur ógeð á.“ 5 Ísrael er fjórða skáldsaga Stefáns Mána á sex árum. Hann hóf skriftir 23 ára gamall eftir stuttan aðdrag- anda, hafði enga drauma um að verða rithöfundur á barns- eða ung- lingsárum. „Ég datt inn í þetta og þekkti engan í bókmenntaheiminum og hafði lesið frekar lítið af íslensk- um samtímabókmenntum. Þetta hef- ur auðvitað haft bæði kosti og galla í för með sér. Gallarnir eru þeir að ég hafði engin tengsl við fólk í bók- menntaheiminum og hef líklega af þeim ástæðum átt lítt upp á pall- borðið við úthlutun starfslauna. Kostirnir eru hins vegar þeir að ég hef náð þangað sem stend núna al- gjörlega á eigin verðleikum og þarf ekki að standa neinum skil á neinu.“ 6 Hann segist ekki finna til mikils skyldleika við aðra höfunda sömu kynslóðar og hann sjálfur. „Mér finnst ég frekar finna samhljóm í höfundum á borð við Pétur Gunn- arsson og Einar Kárason. Af eldri höfundum sé ég mig helst í Þórbergi enda eru sögur mínar með sjálfs- ævisögulegu ívafi. Ég hef auðvitað haft mikið gagn og ánægju af því að lesa Halldór Laxness eins og líklega flestir aðrir íslenskir rithöfundar.“ Eins og kvik- mynd á pappír eftir Hávar Sigurjónsson Morgunblaðið/Árni Sæberg STEFÁN MÁNI: „Farandverkafólk er helst að finna í röðum forstjóra sem flakka á milli stóla.“  Forlagið gefur út skáldsöguna Ísrael eftir Stefán Mána. en áður. Minning hans dofnaði í vit- und þjóðarinnar, hann varð í senn fjarlægari og upphafnari. Þar áttu þau rit, sem til voru um Jón, ekki síst ævisagan mikla eftir Pál Eggert Óla- son, sem út kom á 3. og 4. áratug 20. aldar, ef til vill nokkurn þátt. Hún er afar ýtarleg, en barn síns tíma, hetju- saga, þar sem fáir skuggar falla á söguhetjuna og engir dimmir. Ber þá að hafa í huga, að þegar sú ævisaga var rituð var sjálfstæðisbaráttan enn ekki til lykta leidd og enn var á dög- um fólk, sem vel mátti muna Jón á efstu árum hans, eða hafði hlýtt á frá- sagnir samtímamanna af honum. Þeir voru margir mótaðir af sjálf- stæðisbaráttunni og þeim anda sem Jón átti sjálfur mikinn þátt í að skapa. Nú er öldin önnur, og ef mig mis- minnir ekki, lýsti Guðjón Friðriksson því yfir um það bil er hann hóf und- irbúning að ritun ævisögu Jóns, að hann hyggðist reyna að skyggnast á bakvið hetjuljómann, lýsa manninum Jóni Sigurðssyni eins og hann var, ekki styttunni á Austurvelli. Þetta var í sjálfu sér gott markmið og að minni hyggju hefur Guðjóni tekist að ná því. Engum sem bókina les getur að vísu dulist, að Guðjón dáist að Jóni, en það hljóta allir að gera, sem kynna sér ævi hans og starf. Sá Jón Sigurðsson sem við lesum um á síð- um þessarar bókar er hins vegar ákaflega mannlegur, bráðgreindur og metnaðargjarn dugnaðarforkur – á köflum nánast vinnufíkill – en breyskur rétt eins og við hin og átti bæði slæma og góða daga. Aðferð Guðjóns við söguritunina er í senn einföld og klassísk og hin sama og margir bestu ævisagnarit- arar úti í heimi beita um þessar mundir. Hann rekur ævi Jóns nánast ár frá ári, byrjar á fæðingu hans á Rafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811 og fellir þráðinn þar sem Jón gengur ásamt samherjum sínum út af Þjóðfundinum 9. ágúst 1851. Þá stóð hann á fertugu og var þegar orð- inn leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðis- baráttunni. Nú myndu kannski sumir segja, að fátt væri auðveldara þjálfuðum sagnaritara en að rekja frá einu ári til annars ævi einstaklings sem mikl- ar heimildir eru til um. Það má til sanns vegar færa, en ekki er sama hvernig að verki er staðið og vissu- lega hefði einföld ævirakning Jóns orðið harla dauflegt lesefni og trauðla dugað til að lýsa manninum til nokkurrar hlítar. Þess vegna lætur Guðjón sér ekki nægja að draga upp einfalda mynd af manninum Jóni Sigurðssyni. Hann gerir einnig glögga grein fyrir mörg- um samferðamönnum hans, þeim at- burðum sem mótuðu ævi hans og störf og lýsir á skemmtilegan hátt því umhverfi sem hann lifði og hrærðist í, fyrst í föðurranni vestur í Arnar- firði, þá í Reykjavík og Laugarnesi og síðan í Kaupmannahöfn. Í Kaup- mannahöfn bjó Jón mikinn hluta æv- innar og þar er sögusvið bókarinnar öðrum stöðum fremur. Til að kynnast því sem best dvaldist Guðjón lang- dvölum í Kaupmannahöfn, skoðaði þar götur og hús er við sögu koma og kynnti sér heimildir um sögu borg- arinnar og Danmerkur á sögutíman- um. Það gerir honum kleift að draga upp einkar lifandi mynd af sögusvið- inu og setja söguhetjuna í rétt sögu- legt samhengi, ef svo má að orði kveða. Fjölmargar bráðskemmtileg- ar götulífsmyndir frá Kaupmanna- höfn lífga frásögnina enn, ekki síst myndir af húsum sem Jón bjó í og stöðum þar sem íslenskir stúdentar komu gjarnan saman til funda og skemmtana. Glögg mynd er einnig dregin upp af mörgum helstu samferðamönnum Jóns og nánustu samstarfsmönnum, jafnt í Kaupmannahöfn sem hér heima. Til að lýsa samskiptum Jóns við þá og varpa um leið ljósi á hugs- anagang þeirra og viðfangsefni notar Guðjón mikið persónulegar heimild- ir, ekki síst sendibréf. Árangurinn verður sá, að fjölmargir þeirra sem til sögu eru nefndir standa lesand- anum ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um og öllum verður ljóst, að Jón Sig- urðsson stóð aldrei einn. Hann átti sér jafnan dyggan hóp stuðnings- manna og án atbeina góðra manna er hætt við því að saga hans hefði orðið önnur en raun bar vitni. Í þessu sam- bandi er rétt að geta þess, að hlutur Ingibjargar Einarsdóttur, konu Jóns, er hér gerður meiri en áður og er það vel. Eldri höfundar töluðu sumir um hana af lítilli virðingu og hún sjaldan notið sannmælis í ís- lenskri söguritun. Í svo mikilli sögu sem þessari hlýt- ur ávallt að vera álitamál hvað beri að taka með og hverju eigi að sleppa. Guðjóni tekst að sönnu vel að tengja málefni Íslands og pólitíska stefnu Jóns Sigurðssonar á seinni hluta 5. áratugs 19. aldar við þá atburði sem urðu í Danmörku á þessum tíma og bendir á augljós tengsl málefna Ís- lands og hertogadæmanna, Slésvíkur og Holtsetalands. Þar hefði þó að ósekju mátt fara aðeins ýtarlegar í sakirnar og gera nánari grein fyrir afstöðu fólks í hertogadæmunum og baráttu þess gegn Dönum. Annað atriði, sem ég sakna um- fjöllunar um, er íslensk efnahagsmál á fyrri hluta 19. aldar. Sjálfstæðis- baráttan snerist ekki einvörðungu um pólitísk og lagaleg réttindi. Hún fól í sér allsherjar viðreisn Íslands, og ekki síst efnahagslega. Þar gegndi þilskipaútgerðin miklu hlutverki og hún var einmitt blómlegust í kjör- dæmi Jóns Sigurðssonar, Ísafjarðar- sýslum. Eftir 1850 efldist útgerðin þó mjög og er þess að vænta að umfjöll- un um þetta efni bíði 2. bindis. Guðjón Friðriksson hefur löngu skipað sér í röð allra fremstu ævi- sagnaritara íslenskra og ekki verður þessi bók til að rýra orðstír hans á því sviði, miklu fremur hið gagnstæða. Hún er afbragðsvel skrifuð og öll er frásögn höfundar einkar trúverðug. Eins og í sumum fyrri ævisögum sín- um leyfir hann sér að krydda frá- sögnina með því að geta í stöku eyð- ur, en aldrei svo að það rýri fræðilegt gildi verksins. Þvert á móti verður sagan öll læsilegri fyrir vikið. Mestu skiptir þó að Guðjón hefur náð því markmiði að færa Jón Sigurðsson nær okkur sem nú lifum. Eftir lestur þessarar bókar hljóta allir að skilja Jón og samtíð hans betur en áður. Þetta bindi ævisögu Jóns Sigurðs- sonar nær frá fæðingu hans og til loka Þjóðfundar. Síðara bindi mun væntanlegt að ári. Jón Þ. Þór KRISTJÁN Þórður Hrafnsson er löngu kunnur sem ljóðskáld og leik- ritaskáld með einlægni, húmor, þekk- ingu á bókmenntaarfinum og raun- veruleikatengingu sem aðalsmerki. Viðfangsefni hans er lífið hér og nú. Þessi litlu atriði sem lýsa upp hvers- dagsleikann og gera hann litríkari. Öll þessi smáatriði sem mynda eina heild og verða að lífi einstaklings. Og svo ástin auðvitað. Alltaf ástin. Fyrsta skáldsaga hans, Hugsanir annarra, er sama marki brennd. Hér er sögð ástarsaga úr Reykjavík samtímans. Ást í meinum, að forn- um sið, ást manns í sambúð og ungrar stúlku sem hrífur hann svo mjög að hann er tilbúinn að lifa í blekk- ingu og lygi. En samt efast hann um tilgang- inn: Kannski er samband mitt við hana tilraun til að lifa drauminn um að eiga annað líf. Eiga mitt raunverulega líf en líka annað líf. (bls. 70). Sagan er sögð í fyrstu persónu út frá sjónarhóli elskhugans og tjáir fyrst og fremst ást hans á stúlkunni og þau átök sem hann á í við sjálfan sig vegna þessa forboðna ástar- sambands. Þau átök eru raunar furðu lítil þegar tekið er mið af aðstæð- um hans. Samviskubitið hrjáir hann ekki til baga og hann virðist lít- ið velta því fyrir sér að ást hans á einni konu sé svik við aðra. Öll hans hugsun er hjá stúlk- unni. Það sem hann kallar sitt „raunveru- lega“ líf er í raun orðið aukaatriði, skáldsaga sem búið er að gefa út og þarf ekki frekari hugsunar við. Það eina sem veldur honum sýni- legum sálarkvölum er þegar ástkon- an vill „bara vera vinur“ hans og byrjar samband við annan mann. En sá sársauki ristir heldur ekki djúpt. Innan skamms er allt fallið í ljúfa löð innra með honum og eftir stendur að- eins falleg minning. Og manni dettur ósjálfrátt í hug setning úr gömlu dægurlagi: Var hún kannski ímyndun þessi eina sanna ást? Þessi skortur á dýpt tilfinninganna er í senn styrkur og veikleiki sögunn- ar. Lesandinn á erfitt með að sætta sig við að tilfinningar sem lýst er svo fjálglega risti ekki dýpra, en um leið verður það átakanlegur vitnisburður um það hvernig ástin er nýtt sem uppfylling í tómarúm hversdagsleik- ans án þess að viðtakandi hennar eða veitandi skipti höfuðmáli. Það sem raunverulega skiptir máli er hver maður sjálfur er í augum hins aðil- ans. Bókin er sett saman úr örstuttum köflum; myndum, minningabrotum, hugleiðingum, sem miðla þessari sögu á lágstemmdan og einlægan hátt. Stíllinn er tær og einfaldur, eng- ir stælar, ekkert orðskrúð, aðeins lágvær kliðandi sem leiðir söguna áfram án átaka eða uppbrota. Og það eru einmitt þessi lágværð og ein- lægni sem valda því að textinn situr lengi í huga lesandans. Fast og lengi. Í huganum á maður alltaf annað líf Friðrika Benónýs Skáldsaga HUGSANIR ANNARRA Kristján Þórður Hrafnsson. Mál og menning 2002, 125 bls. Kristján Þórður Hrafnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.