Morgunblaðið - 06.11.2002, Síða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Hugsanabókin
hefur að geyma
70 hugsanir Guð-
bergs Bergssonar
um lífið og til-
veruna en Guð-
bergur varð sjö-
tugur fyrr í
mánuðinum.
Útgefandi er
JPV-útgáfa. Bókin er 48 bls., prentuð í
Odda. Hönnun kápu: Jón Ásgeir. Verð:
1.980 kr.
Hugsanir
90 sýni úr minni
mínu eftir Hall-
dóru Thoroddsen
nefnist fyrsta bók
hennar. Í 90 ör-
sögum rifjar hún
upp ævi sína,
grátbrosleg atvik,
neyðarlegar að-
stæður, fyndin
tilsvör, snjallyrði, tíðaranda, lífs-
speki – og í forgrunni er fjölskylda
hennar, vinir og ýmsir fylgdarmenn
hennar á lífsleiðinni.
Halldóra segir m.a.:
„Líf okkar fer að miklum hluta
fram í vitundinni, hún breytist dag
frá degi, við fylgjumst spennt með
og viðum að okkur öllu sem kynni
að koma að gagni. Hér verður ekki
greint frá þessu innra lífi, heldur at-
hyglinni beint að hversdagslegum
atburðum sem ég get vitnað um.“
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 108 bls., prentuð í
Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu
hannaði Nanna Reykdal. Verð:
3.490 kr.
Minningar
Eyðimerkurdögun
nefnist bók eftir
Waris Dirie, í þýð-
ingu Höllu Sverr-
isdóttur, en Waris
Dirie er höfundur
bókarinnar Eyði-
merkurblómið
sem kom út í
fyrra.
Waris Dirie er
sómölsk ljósmyndafyrirsæta sem
hefur orðið tákn fyrir baráttuna gegn
umskurði á konum. Í metsölubókinni
Eyðimerkurblóminu lýsti hún meðal
annars uppvexti sínum meðal hirð-
ingja í Sómalíu.
Waris flúði heimkynni sín en hún
gleymdi aldrei landinu og siðmenn-
ingunni sem mótaði hana. Þessi
heimur hungurs og ofbeldis, þar
sem raddir kvenna eru kæfðar, kost-
aði hana næstum lífið en gerði hana
um leið sterka og sjálfstæða konu.
Í þessari nýju bók segir hún frá
því þegar hún snýr heim að nýju,
leitar upprunans og hittir móður
sína, föður og það fólk sem hún ólst
upp með.
Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er
192 bls. Verð: 3.980 kr.
Reynslusaga
Elsku Poona –
Saga um glæp er
eftir Karin Foss-
um í þýðingu
Jóns St. Krist-
jánssonar. Sög-
urnar um Sejer
lögregluforingja
njóta mikilla vin-
sælda lesenda á
öllum Norðurlöndum. Þetta er fjórða
bókin um hann á íslensku en hinar
eru Auga Evu, Líttu ekki um öxl og
Sá er úlfinn óttast.
Óþekkt kona er myrt í litlu þorpi
og Konrad Sejer rannsakar málið. Í
ljós kemur að daginn sem morðið
var framið átti piparsveinninn Gund-
er Jomann von á Poonu, nýju kon-
unni sinni frá Indlandi. En hún birtist
aldrei í húsi hans.
Karin Fossum hlaut Glerlykilinn,
norrænu glæpasagnaverðlaunin, árið
1997.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 269 bls., kilja. Verð: 1.599
kr.
Glæpasaga
GAGNMERKUR bókmennta-
fræðingur gat þess nýlega í viðtali í
Lesbók Morgunblaðisns að sér
þætti sem nokkuð skorti á lífsháska
í nútímaskáldskap. Þessi athuga-
semd minnir dálítið á orð sem
Steinn Steinarr lét frá sér fara fyr-
ir hálfri öld um ný ljóð kynslóðar
atómskáldanna. Kannski finnst
okkur alltaf að kynslóðirnar á eftir
okkur skorti allan lífsháska. Hvað
sem því líður er ljóst að lífsháskann
vantar ekki í ljóð Bjarna Bern-
harðs í nýrri bók hans sem hann
nefnir Spor mín og vængir. Nær
væri að segja að þau væru háska-
leg. Bjarni upplifir sig sem utan-
garðsskáld og þótt hann setji þá
upplifun í gamansamt samhengi í
ljóði sem hann nefnir Utankassa-
skáld má til sanns vegar færa að
hann hafi nokkuð verið settur ut-
angarðs:
Sjö ára gamall
orti hann kvæði
og las upp
í sandkassanum.
Hann var settur
utan kassans.
Bjarni Bernharður er leitandi
skáld. Hann reynir fyrir sér með
form og innihald og ljóst er að hann
kann ýmislegt fyrir sér. Skáldskap-
urinn er að vísu dálítið misjafn en
víða glittir í perlur inn á milli.
,,Bein túlkun sannrar reynslu“
þykir einkenni góðs nútímaskáld-
skapar svo að vitnað sé til Sigfúsar
Daðasonar sem bætir við: ,,það er
þetta lítt tempraða óp“. Fangels-
isljóð Bjarna Bernharðs túlka slíka
reynslu og slíkt óp betur en margt
annað sem ort er nú á dögum:
Neyðaróp úr sálardjúpinu
náði eyrum hinna stríðandi fylkinga.
Rimlarnir hvítna.
Það skröltir tómlega í skráargötum
þegar lykli er snúið.
Andlit varðanna sem upplituð dula.
Það barst neyðaróp úr sálardjúpinu
í nótt.
En það er líka dálítið hófleysi í
kvæðum Bjarna Bernharðs. Í sum-
um ljóðum fer andinn á svif. Hann
gælir við súrrealisma og ruglun
skynfæra í ljóðum sem nefna mætti
sýruljóð en slíkur kveðskapur und-
irstrikar fremur en margt annað
utangarðstilveru skáldsins. Má
nefna sérstaklega í þessu samhengi
kvæði sem hann nefnir Á bókasafn-
inu, Atómrisarnir og Inn í sal dauð-
ans. Í þessum ljóðum og fleiri ræð-
ur skynvillan ríkjum. ,,Perunóttin
kom á dúkinn. / Þau sátu á bóka-
safninu uns dimmir hellar / komu í
raðirnar. Þá hringdi beinagrindin /
á rauða tígulgólfinu út.“
Kannski er þó merkilegastur sá
skáldskapur Bjarna Bernharðs þar
sem hnitmiðun og samþjöppun er
hvað mest í látlausum smáljóðum
sem líkjast japönskum hækum og
tönkum. Eitt ljóðið segir einfald-
lega: ,,Sálsýki er aska / sem ekki
verður tekin upp / með fingrunum.“
Í einu fangelsisljóðanna, sem hann
nefnir Þjáningarbróðir, segir:
,,Hann talar um tímann / einsog
skip / sem látið hefur úr höfn /
en hann stendur sjálfur / eftir á
hafnarbakkanum.“ Og um orðin og
vanmátt skáldskaparins hefur
skáldið þetta að segja:
Orðin
hafa postulínsvængi
og hendingarnar
hrapa
í kaldri fjarlægð.
Mér þykir bók Bjarna Bernharðs
um margt áhugaverð lesning. Þótt
skáldskapurinn sé dálítið misjafn á
köflum er þó margt sem bæði vek-
ur áhuga og umhugsun og inn á
milli eru býsna góð ljóð.
Neyðaróp úr sálardjúpinu
Skafti Þ. Halldórsson
LJÓÐ
Spor mín og vængir
63 bls. Útgefandi Deus.
2002
BJARNI BERNHARÐUR
1
„Mín heitasta ósk er að fá að vera
önnur manneskja í einn dag. Fá að
sjá heiminn um stund með öðrum
augum en mínum eigin,“ segir Vig-
dís Grímsdóttir sem hefur lokið við
aðra bókina af þremur þar sem segir
frá drengnum Lenna og fjölskyldu
hans. Sagan hófst með Frá ljósi til
ljóss og heldur nú áfram í Hjarta,
tungl og bláir fuglar. Fyrri bókin
gerðist á Íslandi, önnur bókin gerist
í Nýju-Mexíkó og allt bendir til að sú
þriðja gerist á Íslandi.
„Ég er strax farin að sakna þess
að verða ekki lengur samvistum við
þetta fólk,“ segir Vigdís sem hefur
lifað lífi þess og hrærst í tilfinn-
ingum þess undanfarin ár.
Stíll bókarinnar er mjúkur og
áreynslulaus. „Eins og lífið í þorpinu
Madrid í Nýju-Mexíkó,“ segir Vigdís
sem bjó sjálf í þrjá mánuði í Santa
Fe og síðan aðra þrjá ári síðar í
Madrid. Nafn þorpsins vísar til
þeirrar áráttu landnema að nefna ný
heimkynni sín eftir borgum og bæj-
um í gamla landinu. Þannig má finna
Amsterdam, London og París í
Bandaríkjunum að ógleymdri
Reykjavík í Kanada, ekki langt frá
Gimli. En það er önnur saga.
2
„Persónurnar og umhverfi þeirra
ráða stíl bóka minna,“ segir Vigdís.
„Ég skrifa eins og persónurnar
hugsa. Þær segja sögu sína í gegn-
um mig. Það er samt ekkert dul-
arfullt eða yfirnáttúrulegt við þetta.
Svona vinn ég bara. Ég er orðin
dauðleið á því að vera misskilin að
þessu leyti og álitin einhvers konar
miðill. Það er ég ekki. Ég er rithöf-
undur. Persónurnar sveima um í
höfði mér og tala og hugsa og ég
skrifa. Ég lifi með þeim. Þess vegna
sakna ég þeirra þegar bók lýkur. Ég
sakna hins vegar ekki allra persóna
sem ég hef skrifað bækur um. Sum-
ar var ég dauðfegin að losna við. Ég
nefni engin nöfn.“
3
Hún segist hafa heillast af lífi
fólksins í Nýju-Mexíkó. „Þarna er
allt annað tempó í lífinu og tíminn er
afstæður. Enginn er að flýta sér.
Einhver segist ætla að koma til þín á
mánudaginn. Það getur alveg orðið á
mánudaginn eftir þrjár vikur eins og
næsta mánudag. Þarna verða breyt-
ingar litlar og hægar. Enginn reikn-
ar með öðru en að allt verði eins eftir
tíu ár. Trúin á Maríu mey er sterk
og lifandi og guðsmóðirin fylgir öll-
um í gegnum þeirra daglega líf.
Margir hafa mynd af henni á ólíkleg-
ustu stöðum sjálfum sér til verndar,
t.d. á hjólkoppum bílanna svo hún
haldi verndarhendi yfir bílstjóranum
og fólki hans. Þetta sterka trúarlíf
nær einnig til náttúrunnar og trúin á
alls kyns mögn í náttúrunni rennur
saman við þessa ofurtrú á heilaga
þrenningu. Þar er Jesús reyndar í
aukahlutverki og María og Guð í að-
alhlutverkum.“
4
Í Hjarta, tungl og bláir fuglar
verður þessi upplifun að uppsprettu
skáldskapar þar sem náttúrubarnið
Edíta hleypur á vit sléttuúlfanna og
treystir þeim betur en mannfólkinu.
Mannlegur breyskleiki verður í
meðförum Vigdísar að eðlilegum
hluta af lífi fólksins. Að vera breysk-
ur jafngildir því að vera mannlegur.
Þorpshóran, Flora, sem hætt er
störfum og hefur eytt seinni hluta
ævinnar í að hugsa um afa hans
Lenna, reynist allt önnur manneskja
en lítur út fyrir framan af. „Hún er
fyllibytta. En ágæt sem slík. Og góð-
hjörtuð. Henni þótti vænt um afa
hans Lenna.“ Sem reyndar er ekki
afi hans en það er önnur saga sem
sögð verður til enda í þriðju bókinni.
Táknræn merking nafna persón-
anna og annars sem fyrir ber í skáld-
sögunni berst í tal. „Það sem gerist í
bókinni táknar ekkert annað en það
sem sagt er. Það eru engar dýpri
merkingar, tvöfaldar merkingar og
þaðan af síður þrefaldar í því sem
sagt er. Ég meina það sem ég segi.
Það á ekki á skilja það á einhvern
annan eða flóknari hátt. Ég skrifa
ekki krossgátur eða bókmennta-
þrautir. Ég segi sögur.“
5
Baksvið Hjarta, tungl og bláir
fuglar er býsna langt frá þeim veru-
leika sem við hér uppi á Íslandi
þekkjum. Vigdís gefur lítið fyrir að
álit hennar á íslenskum veruleika
komi ekki fram í sögunni. „Þetta er
ekki bók um hagvöxtinn, efnahags-
lífið, hlutabréfin eða Landsvirkjun.
Þó er hún kannski einmitt um þetta
allt saman.“
Um hjartað í brjóstinu, tunglið á
himninum og fuglana í skóginum
sem ekki verða skilin í sundur eða
hvað?
Persónurnar ráða stílnum
eftir Hávar
Sigurjónsson
JPV-útgáfa hefur gefið út Hjarta,
tungl og bláir fuglar eftir Vigdísi Gríms-
dóttur.
Morgunblaðið/Einar Falur
VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR: Persónurnar sveima um í höfði mér og tala og hugsa og ég skrifa.