Morgunblaðið - 06.11.2002, Side 6

Morgunblaðið - 06.11.2002, Side 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Norðanstúlka er eftir Guðrúnu Frið- geirsdóttur. Sag- an hefst í krepp- unni þegar fjögurra ára stúlka flyst til Húsavíkur við Skjálfanda ár- ið 1934. Höf- undur segir frá uppvexti sínum á Húsavík, sveita- störfum í Kelduhverfi, ógnum stríðs- ins og vist hjá fínu fólki í Reykjavík við lok síðari heimsstyrjaldar. Lesandi kynnist hugarheimi barnsins en nýtur um leið innsæis og lífsreynslu hins fullorðna höfundar. Bókin bregður ljósi á líf alþýðufólks á miklu um- brotaskeiði í íslensku þjóðfélagi. Guðrún Friðgeirsdóttir lauk meist- araprófi í ráðgjafarsálfræði frá The University of Bristish Columbia í Kan- ada 1984. Hún var lengi kennari í menntaskóla en einnig í Háskóla Ís- lands og við fullorðinsfræðslu. Um árabil var Guðrún skólastjóri Bréfa- skólans, en starfar nú sjálfstætt við náms- og uppeldisráðgjöf. Höfundur gefur út en Háskóla- útgáfan dreifir bókinni. Bókin er 155 bls., prentuð í Gutenberg. Verð: 2.490 kr. Lífsreynslusaga Óvinurinn eftir Emmanuel Carr- ère í þýðingu Sig- urðar Pálssonar er sönn frásögn og segir frá Jean- Claude Romand sem var manna ólíklegastur til voðaverka. Hann var virtu læknir hjá Alþjóða heilbrigð- ismálastofnuninni, mikilsmetinn vís- indamaður og heimagangur hjá heimsfrægum mannvinum. Á yfirborðinu var allt í sóma, en síð- ar kom sannleikurinn í ljós. „Að morgni laugardagsins 9. janúar 1993, á sama tíma og Jean-Claude Romand var að myrða konu sína og börn, var ég með fjölskyldu minni á foreldrafundi í skólanum.“ Þannig byrjar Emmanuel á frásögn sinni. Emmanuel Carrère er fæddur í Frakklandi árið 1958. Hann sendi frá sér fyrstu skáldsögu sína 1986. Hann hefur m.a. hlotið ein virtustu bókmenntaverðlaun Frakka, Fémina- verðlaunin. Bókin hefur nú verið seld til 22 landa. Útgefnadi er JPV útgáfa. Bókin er 173 bls., prentuð í Odda. Verð: 3.980 kr. Lífsreynslusaga Bridget Jones á barmi taugaáfalls er eftir Helen Field- ing í þýðingu Sigríð- ar Halldórsdóttur. Bridget er búin að krækja í sjálfan draumaprinsinn, hann Mark Darcy, hún er í krefjandi starfi og íhugar spennandi breytingar á íbúðinni sinni, en erfiðleikarnir lúra handan við hornið. Bridget á sér óvini sem bíða færis og hefur á fátt annað að treysta en misgáfuleg ráð vin- kvenna sinna og enn hæpnari visku sjálfshjálparbókanna sem hún spænir í sig. Bækurnar um Bridget Jones eru metsölubækur um allan heim. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 387 bls., kilja. Verð: 1.599 kr. Gamansaga VETRARMYNDIN eftir Þorstein frá Hamri kom út 2000. Lokaljóð nýju bókarinnar nefnist einmitt Til- brigði við vetrarmynd. Ljóðið er eilítið angurvært, þakk- ar margri morgunbjartri svipstund „í návist sem bregður upp nýrri/ ver- öld/ til viðbótar hinni“. Það er töluvert um minningar og upprifjanir í Meira en mynd og grun- ur, opinskáar, til dæmis um ástir, söknuð og ýmis sígild efni. Til dæmis ort um skáldskapinn sjálfan, áhrifa- mátt hans. Skáldið er ekki að endurtaka sig en ekki sakar að þekkja skáldskap þess. Þorsteinn frá Hamri er eitt þeirra skálda sem eiga það á hættu að vera orðuð við endurtekin tilbrigði en ekki tel ég að það spilli fyrir skáld- skap hans. Fleiri skáld eiga heima í þessum hópi. Ljóðkynni hefjast á orðunum: „Þú finnur aldrei/ tón, þeirri tíð við hæfi“ og heldur áfram: „Allt kom nær,/ varð meira en mynd og grun- ur:“ Í ljóðinu greinir frá því þegar orð tók orði. Þetta er bjartsýnt ljóð góðrar reynslu. Í því er hamingja og öryggi. Því má spyrja: Tekst skáldinu að finna tón- inn? Það er vafasamt, en samt skylda að reyna. Tónn Þorsteins sjálfs er hér sem fyrrum. Það er gaman að líta á At- hugasemdir aftast. Fyrstur er Sig- urður Breiðfjörð með Stefjamóður- ina, síðan er Bernska, „lauslega stiklað á inntaki bókatitla, sem kveiktu mér grun og geðhrif í bernsku“. Hvort ég man fær skýr- ingu, en ljóðið á rót að rekja til fyrstu kynna af sögum Hamsuns og ljóða- þýðingum Magnúsar Ásgeirssonar. Þetta eru athyglisverð orð: „Í minningum frá því aldursskeiði má engu muna að áleitinn skáldskapur renni saman við tilvistar- bjástrið frá degi til dags.“ Austurfararvísa sækir sitthvað, þó ekki allt, til Ólafs sögu helga og Sighvats skálds. Sighvatur er líka óbeint í Suður- göngu. Í framhaldi af þesu má segja að sagan og hefðin og skáldskapur- inn yfirleitt eru jafnan hjá Þorsteini frá Hamri sem eins konar stað- reyndir lífsins og fer vel á því. Þetta er inntak Ljóðkynna og fleiri ljóða. „Þú manst hverja spurn, hvern spöl …“ stendur þar. Minningarnar sem áður var að vikið eru í þessum anda og gæða bókina nálægð og innileika. Viss gagnrýni og efi láta líka á sér bera, til dæmis í Milli vita þar sem spurt er á laun: „Er hugsanlegt að ég hafi/ í bernskum draumi/ ljóðað skaplegar, skár/ en skuggarnir gegnumlýstir,/ raktir til rótar/ gerðu mér síðar,/ svonefndum fulltíða manni/ kleift að kveða …“ Trúarlegur eða mystískur tónn er í Hymnus, en Þorsteinn er hneigðari fyrir heimsádeilu og sjálfsskoðun, tvísæi sem setur sterkan svip á skáldskap hans frá upphafi. Gagnrýnin hefur oft hjá honum beinst inn á við og fer honum vel. Því má fullyrða að Meira en mynd og grunur sé með engum hætti ein- föld bók þrátt fyrir léttleika. Það er reyndar áberandi hve áreynslulaust er ort víða en það merkir ekki að slakað sé á. Síður en svo. Sum ljóðanna, eins og Ofviðrið, eru ógnvænleg og sýna að nokkur uggur býr skáldinu í hug. Það er hinn sameiginlegi uggur allra manna sem vita að þagnarklettar verða ekki umflúnir. Ekki verður heldur komist hjá að yrkja um þá. Þeir heimta sinn rétt þrátt fyrir allar dásemdir lífsins. Tilbrigði við vetrarmynd LJÓÐ Meira en mynd og grunur 56 bls. Prentun Oddi. Mál og menning 2002. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI Þorsteinn frá Hamri Jóhann Hjálmarsson ÞAÐ má vera að tími hinna hefð- bundnu draumaráðningabóka sé að líða undir lok. Í þeim bókum var sá grunntónninn, að allir draumar vís- uðu til framtíðar, fælu í sér forspá og að þeir yrðu ráðnir með því að fletta upp í bók, eins konar lexíkoni yfir draumtákn. Nú er orðið al- gengara að líta á drauminn sem hluta af sálarlífi dreymandans og telja að hann tjái – á torskildu máli að vísu – hugsanir, tilfinningar, vonir, ótta, átök, vandamál og hvað eina sem maðurinn glímir við í dag- legu lífi sínu. Þetta þýðir þó ekki, að menn þurfi að hafna með öllu dulrænum fyrirbærum drauma – sumir gera það að vísu – svo sem berdreymi og öðru svipuðu. Aðeins að slíkir draumar séu næsta fátíðir og ekki öllum aðgengilegir. Þessi nýrri skilningur á draum- um getur verið margs konar. En sameiginlegt er, að hann byggist á einhvers konar kenningum eða kenningabrotum um starfsemi sál- arlífsins. Það geta verið kenningar komnar frá Austurlöndum, Vest- urlandakenningar, hvort heldur er frá fornöld eða frá nýrri tímum. Sumar gera kröfu til að teljast vís- indalegar, byggðar á reynsluvís- indum, aðrar eru fremur heim- spekilegar og enn aðrar trúarlegar. Bókin, sem hér er til skoðunar, er ein þessara svonefndu sálfræði- bóka og tvímælalaust ætluð al- menningi. Þar styðjast höfundar mjög við vestræna sálarfræði nýrri tíma, Freud, Jung, Adler, forms- álarfræði (Gestalt), en einnig er gripið til fjarlægari kenninga. Auk Inngangs er bókin í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum, sem er mjög sálfræðilegur, er fjallað um helstu svið mannlegrar tilveru í ör- stuttum köflum: fjölskyldu, ótta, átök, reiði, gleði, sorg, dauða, ást, kynlíf ásamt fleiru. Í síðari hluta er rætt um helstu sameiginlegu draumtákn yfir það, sem mannin- um stendur næst, svo sem manns- líkamann, fólk, staði, ferðalög, náttúruöfl, dýr, liti og tölur. Fljótlegur lestur þessarar bókar veldur bæði ánægju og óánægju í mínum huga. Ég hygg að hún geti komið ýmsum að gagni og hjálpað þeim til að kynnast sjálfum sér betur með því að skoða drauma sína. Afar margar góðar ábending- ar er hér að finna og flest af því styðst við trausta sálfræðilega þekkingu. Hinu er svo ekki að neita, að þar sem höfundar hneigj- ast til að sveifla sér frjálslega milli kenningakerfa, vill verða úr því nokkuð yfirborðslegur hræringur. Mest er þó greinilega stuðst við Freud og Jung. Ekki er ég nægi- lega kunnugur kenningum Jungs til að geta gengið úr skugga um að alltaf sé rétt með farið. En hvað Freud viðvíkur veit ég, að þar eru höfundar ekki alltaf á heimavelli. Til að nefna dæmi vísa ég á 60. bls. Þar segir: ,,Freud skilgreindi ell- efu tegundir varnarhátta... bæling, bakrás, réttlæting, frávarp, upp- bót, göfgun, tilfærsla, samsömun, andhverfing, taugaveiklun, geð- veiki.“ Þar er fyrst til að taka, að Freud skilgreindi aldrei neina ell- efu varnarhætti. Í öðru lagi eru bakrás (regression), samsömun (identification), taugaveiklun og geðveiki ekki varnarhættir. Því þá ekki heldur nefna raunverulega varnarhætti svo sem skynsemingu og ónýtingu? Annað dæmi er á 70. bls. ,,Frægt tilfelli er sjúklingurinn Anna O., sem var í meðferð hjá Freud og samstarfsmanni hans Josef Breuer.“ Anna O. var ekki í meðferð hjá Freud. Hún var sjúk- lingur Breuers og Breuer sagði Freud frá meðferðinni. Og sam- starfsmenn er ekki hægt að kalla þá, þó að þeir skrifuðu eina bók saman. Þeir höfðu aldrei samstarf um lækningar. Þessar skekkjur skipta engu höfuðmáli, en draga úr trúverðugleika. Bók þessi er óvenjulega glæsi- lega út gefin. Mikill er þar fjöldi litmynda, margar eftir frægum málverkum. Sumar eru flannastór- ar og ná yfir heila opnu. Víða eru tilvitnanir í fræg bókmenntaverk og snilliyrði spekinga frá ýmsum tímum. Margar leturgerðir eru við- hafðar og texti er prentaður á margvíslega litum grunni. Og til að kóróna sköpunarverkið er bókin bundin í dökkblátt flauel. Þýðandinn hefur unnið verk sitt vel, að því ég best fæ séð og próf- arkir hafa greinilega verið vel lesn- ar. Myndaskrá og atriðisorðaskrá er í bókarlok, en heimildaskrá fyr- irfinnst ekki. Draumar og sálarlíf DRAUMRÁÐNINGAR Draumar Leiðir til að túlka draumfarir og öðlast dýpri skilning á sálarlífinu. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Almenna bókafélagið, Reykjavík, 2002, 224 bls. FIONA STARR & JONNY ZUCKER Sigurjón Björnsson Mamma Mö rennir sér á sleða er eftir Jujja og Tomas Wieslander í þýð- ingu Þórarins Eld- járns. Myndir eru eftir Sven Nor- dqvist. Mamma Mö hefur farið sigurför um Norðurlönd og var valin bók mánaðarins á bók- menntavef Borgarbókasafnsins. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 32 bls., í stóru broti, prentuð í Danmörku. Verð: 2.280 kr. Börn SAMHENGIÐ í hlutunum er mönnum oft óljóst svo sem sjá má í skáldskap ýmissa höfunda. Sundur- bútuð heimssýn, dulargerving, hlut- gerving og firring eru allt hugtök sem eiga rætur að rekja til síðari hluta nítjándu aldar og byrjunar hinnar tuttugustu. Það eru því eng- ar sérstakar nýjungar þótt slík hug- tök tengist skáldskap höfundar á 21. öldinni. Haukur Davíð sendi frá sér fyrir skömmu bók sem hann nefnir því þverstæðufulla nafni Eldfuglinn í ísskápnum og í henni er vænn skammtur af þess háttar upplausn og framandleika sem fólginn er í þessum hugtökum. Skáldið sjálft kemst svo að orði um skáldskap sinn: ég er hættur að reyna að skilja samhengi. Ég hef mína lygi og mínar blekkingar. Skynjun mín og sjón hafa alltaf farið lengra en ætlast er til. Sýnir og spegilmyndir frá tímabilum sem ég hef áður bragðað hafa gert mig að sérlunduðum sælkera. Hrímaður stiginn ógnar jafnvæginu enn frekar, handrið hans er lifandi dökkbrún slanga með perlur á skrápnum. Ég kem niður í risastóran loðinn sal, feldur salarins glansar, þar sé ég þrjá gamla menn í búkum ungabarna … Hér er ekki einungis ruglun skil- vita í anda Rimbauds hins franska á ferðinni með blöndun bragðs og sjónar heldur eru einnig settar fram þverstæðukenndar líkingar í anda Comte de Lautréamont og súrreal- istanna frönsku. Reyndar er þetta helsta einkenni ljóðabókar Hauks Davíðs. Hún er súrrealísk, full með óvænt hugmyndatengsl, flæði setn- inga og hugmynda og hugljómanir. Hún er leit og fálm um síðurnar, ljóðin fantasíukennt og óröklegt hringsól: „Krónískir hvirfilbylir blása í kollinum firrta, / sem þráir heitast að geta slökkt á meðvitund- inni um eigin dauða.“ Skáldið líkir skáldskapnum í einu kvæði við námugröft. Þar hefur það dvalist: „með / trú á breytingar og fegurð en ekki síst sannleika / og hreinskilni mannssálarinnar“. Hann þrælar í námunni í von um „eyðingu einveru sinnar“. Í öðru ljóði segir hann tak- mark sitt hingað til hafa verið að „komast í / gleði stjarnanna, gyllta hellinn á bak við efsta fossinn / þar sem sakleysið dó“. Þrátt fyrir þessi gullnu markmið og hugsjónir og trú á breytingu er þó í reynd lítið um handfesti. Það er helst hægt að henda reiður á ástinni og erótíkinni og má segja að Hauk- ur Davíð sé þar eins og í öðru í spor- um súrrealistanna: Lostinn hefur verið skilgreindur sem eitt- hvað illt en hann er kjölfestan í minningarskipi mínu. Og í ringulreið augnablika minna hefur hann haldið mér á kortinu, svo að göngur mínar út úr ringlaða dalnum hafa hingað til heppnast. Flest í kvæðunum er býsna óreiðukennt, áhugi á raffræði og kjarneðlisfræði kallast á við súrreal- ismann, sömuleiðis áherslan á ástina og erótíkina sem víða er dregin upp með andstæðufullum myndum. Les- andi verður að ganga inn í heim skáldsins minnugur þess að starf- semi hugans þarf einnig að ná til túlkunar ljóðs. Vandi skáldskapar sem þessa sem byggir meira og minna á undirmeð- vitundarmuldri án ritskoðunar er að oft ganga hvorki myndirnar né mál- farið upp. Sumt verður ódýrt og annað óvandað eins og þegar skáldið segir að skrímsli hafi „drepið hundr- uðir og sært þúsundir“. Ég hygg það vera lágmarkskröfu til próf- arkalesara slíkrar bókar að koma í veg fyrir þess háttar ambögur. Eldfuglinn í ísskápnum er að ýmsu leyti frumlegur og áhugaverð- ur skáldskapur. En í bókinni er líka margt sem vanda mætti betur. Bestu ljóð súrrealista eru t.a.m. bet- ur unnin, meira lagt upp úr gull- gerðarlist orðanna. Hið ósjálfráða er ávallt efniviður en list skálds er önnur og meiri en frjótt ímyndunar- afl. Í ringulreið augnablika LJÓÐ Eldfuglinn í ísskápnum HAUKUR DAVÍÐ 35 bls. Nykur. 2002 Skapti Þ. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.