Morgunblaðið - 06.11.2002, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.11.2002, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 B 5 BÆKUR Dagheimili stjarna heitir ný ljóðabók Baldurs Óskarssonar og hefur að geyma 101 ljóð. Þetta er ellefta ljóðabók höfundar en að auki kom út úrval ljóða hans, Ljóð 1966–1994, árið 1999 og í Þýskalandi kom út á ís- lensku og þýsku Tímaland / Zeitland árið 2000. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Þessi nýjasta ljóðabók Baldurs ber vitni um æðruleysi hans og vald yfir orðunum. Látlaust en litríkt myndmál fléttast stundum hófstilltri gam- ansemi. Skýrar náttúrumyndir reynast oft óræðar og kalla á nánari skoðun.“ Útgefandi er Ormstunga. Bókin er 122 bls., prentuð hjá Offset ehf. Kápumynd teiknaði Sigrún Bald- ursdóttir, dóttir skáldsins, þegar hún var fjögurra ára. Verð: 1.980 kr. Ljóð Imbra hefur að geyma ljóð Hákonar Aðalsteinssonar skálds og skóg- arbónda á Fljótsdal. Hákon er löngu kunnur sem hagyrðingur, ljóðskáld og sagnamaður. Hákoni er hug- leiknar vísur um atburði líðandi stundar og spaugileg atvik, en alvarlegur tónn er þó aldrei langt fjarri í kveðskap hans. Nafnið á bókinni, Imbra, er sótt í tímatal sem er ævafornt og er getið um Imbrudaga í Biblíunni sem voru nýttir sem spádómstímabil. Gamlir menn sem spáðu í veðrið lögðu mikið upp úr því hvernig veður var helgina eftir Imbrudaga og voru þeir dagar kallaðir uppviðringardagar. Áður eru útkomnar eftir hann sex bækur, þar af tvær ljóðabækur, Bjall- kolla 1993 og Oddrún 1995. Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akra- nesi. Bókin er 96 bls., prentuð í Odda. Myndir á kápu: Snorri Snorra- son. Verð: 2.960 kr. Flugur með prósa- ljóðum Jóns Thor- oddsen er endur- útgefin, en hún kom fyrst út árið 1922. Guðmundur Andri Thorsson rit- ar inngang og seg- ir m.a. „… flug- urnar hafa sveimað með æ háværara suði fram á þennan dag, ungt fólk hefur lesið þessa bók og hrif- ist af beittum smámyndum Jóns sem lausar eru við mælgi, tilgerð, mærð og önnur lýti sem algeng eru í þessu skáldskaparformi.“ Í bókinni er birt minningarljóð Tóm- asar Guðmundssonar um Jón og minn- ingargrein Þórbergs Þórðarsonar um Jón. Ennfremur eru birtar tvær stuttar sögur eftir höfundinn. Jón Thoroddsen lést kornungur, að- eins tuttugu og sex ára gamall. Hrafn Jökulsson bjó bókina til prent- unar. Ljósmyndir eru fengnar úr Þjóð- minjasafni Íslands. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 80 bls. prentuð í Odda. Verð: 2.480 kr. Eva og Adam – Martröð á Jóns- messunótt er eftir Måns Gahrton í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. Þetta er sjöunda bókin í flokki bóka um Evu og Adam. Myndir eru eftir Johan Unenge. Adam fær að fara með Evu til Got- lands og lífið er leikur! Og þó … Tobbi er auðvitað ömurlegur. Leynilegir fundir Adams með annarri stúlku skyggja á. Afbrýðisemi og misskiln- ingur spretta upp. Og á Jónsmessu- nótt stefnir í stórkostleg vandræði … Útgefandi er Æskan. Bókin er 160 bls., prentuð í Odda. Verð: 2.480 kr. Börn Í SKÁLDSÖGUNNI Myrtusvið- ur (Eucalyptus) segir frá sérkenni- legum bónda, Holland að nafni, og ægifagurri dóttur hans sem Ellen heitir. Söguþráðurinn minnir mjög á ævintýri, Holland ræktar ótal tegundir af myrtusviði á jörð sinni og hefur heitið því að sá sem þekki allar tegundirnar með nafni fái dóttur hans fyrir konu. Biðlarnir streyma að hver af öðrum en eng- inn ræður við þrautina. Á meðan blómstrar Ellen í föðurgarði og verður æ fegurri. Loks ber herra Cave að en hann er haldinn sömu myrtusviðarþráhyggju og Holland. Cave nefnir hverja tegundina á fætur annarri og leggur smátt og smátt undir sig heimilislíf þeirra feðgina meðan Ellen ranglar um landareignina, áhyggju- og af- skiptalaus um framtíðina. Dag einn hittir hún dularfullan mann sem heldur henni í helgreipum með sögum af fólki og trjám. En tíminn líður og herra Cave nálgast lokatakmarkið. Sú tilhneiging að gefa náttúrunni nöfn, eins og Hol- land og herra Cave keppast við, er rík í eðli mannsins; að koma reiðu á hlutina, ná tökum á þeim og eigna sér þá. Þetta er einskonar græðgislegt landnám sem endur- speglast í því að ná valdi yfir Ell- en. Eina flóttaleið hennar frá blíð- legum yfirgangi föður síns og vonbiðils er skáldskapurinn og ást- in. Sagan er byggð upp í kringum myrtusviðinn og er líkust tré í byggingu. Stofninn er ævintýrið um prinsessuna eftirsóttu en greinarnar eru útúrdúrar, pæling- ar og sögur um fólk. Kaflarnir bera latnesk heiti viðarins og efni þeirra tengist heitinu á mislang- sóttan hátt. Í kafla sem heitir Barberi fær Ellen að heyra sögu um stúlku og hárgreiðslustofu, í kaflanum Diversicolor segir frá gengilbeinu með fæðingarblett sem var „eins og hún stæði í bleki upp að hnjám“ (150). Stundum stígur sögumaður fram og talar um bókmenntir og heimspeki, vandann að skrifa, um málsgrein- ar, setningar og orð og tengir þetta allt trjám og landi. Inn á milli segir frá þrautseigju hins þögla herra Caves, drumbshætti Hollands og eirðarleysi Ellenar. Dularfulli maðurinn heillar Ellen með skemmtilegum sögum af lífi fólks sem á í senn sorglega og hversdagslega fortíð en tilviljan- irnar hafa ráðið grimmum örlögum þeirra. Þegar sagnamaðurinn góði virðist skyndilega horfinn leggst Ellen í rúmið, dagar og nætur renna saman í „óblíðan vonbrigð- asvefn“ (186). Heilsu hennar hrak- ar með hverjum deginum, fagur líkami hennar veslast upp og gamli læknirinn er ráðalaus. „Aðeins saga gat vakið hana aftur til lífs- ins“ (179). Myrtusviður er í senn ævintýri, ástarsaga og greining á ástralskri þjóðarsál og menningarsögu. Þýð- ingin hefur örugglega verið erfitt verk og á íslensku er stíll sög- unnar frekar þungur. Orðavalið einkennist af samruna ólíkra fyr- irbæra og tengingar eru víða óvenjulegar. Setningar eru oft langar og flóknar: „Í rauninni er meinið við þjóðarlandslag okkar það að það leiddi til hegðunar af ákveðnu tagi sem hefur öðlast líf í frásagnarlistinni, öllum þessum knöppu lánleysissögum, eins mörg- um og krókaldin á kindarbaki og alveg eins erfitt að fjarlægja þær“ (21). Sagan er því heldur fram- andleg og erfið aflestrar. Allt er áberandi djúpt í Myrtusviði; menn eru eins og tré, sögur skapast af trjám og mönnum; í skauti lands- lags og trjáa dunda allir menning- arheimar við sitt (33). Myrtusviður hefur hlotið lofsamlega dóma ef marka má það sem segir á broti afar ljótrar bókarkápu. En aðal- persónurnar snerta enga strengi í sálinni, sagan er tyrfin og tilgerð- arleg, of pæld og úthugsuð til að hægt sé að njóta hennar. Til að halda líkingunni sem sagan gengur út á mætti segja að laufskrúðið beri tréð ofurliði. Lífsins tré … SKÁLDSAGA Myrtusviður Ólöf Eldjárn þýddi. 195 bls. Mál og menning 2002. MURRAY BAIL Steinunn Inga Óttarsdóttir HINN 12. ágúst síðastliðinn var öld liðin frá fæðingu Steindórs Steindórssonar skólameistara og náttúrufræðings frá Hlöðum í Hörgárdal. Af því tilefni er þessi bók út gefin og helguð minningu hans. Hún hefur að geyma fjórar ritgerðir eða greinar og er þar fyrst að telja minningarorð síra Ágústs Sigurðssonar frá Möðru- völlum um Steindór á útfarardegi í Akureyrarkirkju á útfarardegi, 6. maí 1997. Þá er grein eftir Hörð Kristinsson grasafræðing um rann- sóknir Steindórs í íslenskri grasa- fræði og því næst ýtarleg grein eft- ir Freystein Sigurðsson jarðfræð- ing um styrki Carlsbergssjóðsins til íslenskra vísinda. Freysteinn hefur einnig samið stuttan efnisútdrátt á dönsku, sem birtur er í bók- arlok. Lengsta greinin í bókinni er ritgerð eft- ir Steindór sjálfan og nefnist Carlsbergsjóð- ur og Ísland. Þar ger- ir hann í upphafi stutta grein fyrir J. C. Jacobsen, stofnanda Carlsbergverksmiðj- anna og -sjóðsins, en rekur síðar styrkveit- ingar sjóðsins til ís- lenskra vísindamanna, og danskra sem fengust við rannsóknir tengd- ar Íslandi, frá upphafi og allt fram um 1980. Sú samantekt er öll hin fróðlegasta því Steindór gerir ekki aðeins grein fyrir umsóknum og styrkveitingum, heldur einnig fyrir umsækjendum, verkefnum þeirra og hvernig þeim reiddi af. Hann segir einnig frá um- sóknum og umsækj- endum, sem synjað var stuðnings, en þótt þeir væru margir, get- ur engum dulist, að ís- lenskir vísinda- og fræðimenn áttu svo sannarlega hauk í horni þar sem Carls- bergsjóðurinn var. Átti það ekki síst við um tímabilið fyrir 1918. Þá veitti sjóður- inn mikið fé til rann- sókna Íslendinga sem fengust við náttúruvís- indi og norræn fræði og er vant að sjá, hvernig þau verkefni hefðu verið unnin án stuðnings sjóðsins. Enginn einn maður mun þó hafa notið jafnmik- illar velvildar sjóðstjórnarinnar og Finnur Jónsson prófessor. Hann var flestum afkastameiri og naut um áratuga skeið öruggs stuðnings Carlsbergsjóðsins við flest helstu rannsóknar- og útgáfuverk sín. Steindór Steindórsson var tví- mælalaust í hópi merkari vísinda- manna íslenskra á 20. öld. Hann var lengi vel þekktastur sem kenn- ari, en var jafnframt feikiafkasta- mikill rithöfundur og tókst einnig að sinna merkum grunnrannsókn- um á sérsviði sínu, grasafræði. Eft- ir að hann lét af opinberum störf- um gafst honum loks tóm til að helga sig vísinda- og fræðiiðkun- um. Þá dvaldist hann oftar en einu sinni langdvölum í Kaupmannahöfn og í einni slíkri ferð kannaði hann styrkveitingar Carlsbergsjóðsins til Íslendinga og samdi ritgerðina sem hér birtist. Er vel við hæfi að gefa hana út á aldarafmæli höf- undar. Öll er þessi bók fróðleg aflestrar og vel úr garði gerð. Frágangur hennar er smekklegur og útgáfan öll útgefanda og góðu málefni til sóma. Aldarminning eljumanns Jón Þ. Þór SAGNFRÆÐI Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Aldarminning. Carlsbergsjóður og Ísland. Sleipnir, Reykjavík 2002. 163 bls., myndir. Steindór Steindórsson ÞESSI bók er sjálfstætt fram- hald bókarinnar Hann var kall- aður þetta, sem kom út í íslenskri þýðingu 2001. Í fyrsta kafla er lýst atviki úr lífi Davids þegar hann var 9 ára og reyndi að sleppa undan ofbeldi móður sinn- ar. Hún rekur hann á dyr og hann ákveður að fara. Hann kemst ekki langt og í stað þess að skoða drenginn trúir lögreglan sögu for- eldranna um örlitla misklíð. Fað- irinn er látinn sækja drenginn á lögreglustöðina en réttara hefði verið að keyra hann heim og kanna aðstæður þar. Það er ekki fyrr en þremur árum síðar sem David er tekinn frá móður sinni og komið í fóstur. Þessi kafli gef- ur þeim lesendum sem ekki lásu fyrri bókina innsýn í tilveru hans, þegar hér er komið sögu. Þegar David skilur að nota á frásögn hans um það sem hann hefur mátt þola gegn móðurinni fyrir rétti dregur hann framburð sinn til baka. Hræddur 12 ára gamall drengur vill ekki hafa það á sam- viskunni að vitna gegn sinni eigin móður enda hverfur vald hennar yfir honum ekki eins og dögg fyr- ir sólu þótt hann sé fluttur annað tímabundið. Þess í stað eru læknaskýrslur um ástand hans o.fl. gögn látin duga í málsókn og honum er komið fyrir „í vörslu réttarins“ til 18 ára aldurs. Þrátt fyrir þennan úrskurð er móðirin ekki af baki dottin. Hún heldur ógnartaki á drengnum, fylgist með hverri misgjörð hans og reynir að fá hann úrskurðaðan geðveikan. Hann losnar í raun aldrei við hana, þar sem hann dreymir hana oft og þá er það barátta upp á líf og dauða. Hann þráir jafnmikið og áður að heyra ástarorð af vörum hennar, að vera samþykktur. Næstu árin flakkar David milli fósturheimila, skammtímavistana og skóla og á erfitt með að festa rætur. Hann prófar því mismun- andi aðferðir til að hljóta viður- kenningu félaganna og þær ekki allar góðar. Hann hefur alltaf þurft að hugsa um líðandi stund til að lifa af lífshættulegar „refs- ingar“ móður sinnar. Nú þarf hann að fara að horfa til fram- tíðar og byggja á því sem hann hefur reynt. Drengurinn mætir oft þeim fordómum að hann sem fósturbarn hljóti að vera óalandi og óferjandi, en ekki að hann komi frá erfiðu heimili. David er hér fylgt frá 12 ára aldri þar til hann verður 18 ára og sjálfstæður einstaklingur frammi fyrir lögunum. Það hefði getað farið svo að þá hefði hann staðið eftir slyppur og snauður með lítið öryggisnet í kringum sig. En David tók þá ákvörðun að ganga í herinn til að halda áfram að aga sig og byggja upp. Hann lét drauminn um að verða flugmaður rætast. Sjónarhorn verksins er sjónar- horn barnsins sem verður að ung- lingi og ungum manni. Hann skil- ur ekki alltaf það sem fram fer eða það tungutak sem hinir full- orðnu nota, einkum sérfræðing- arnir. Verkið veitir innsýn í líf fósturbarnsins sem flakkar milli heimila og þráir staðfestu og við- urkenningu. Það tíðkaðist ekki að börn væru mörg ár á sama heimili og því erfitt að yfirgefa suma fósturforeldra og vita ekki hvað bíður, heldur taka því sem verða vill. En David fer smám saman að skilja að hann getur ráðið för. Sem dæmi er að hann velur að yf- irgefa eina fósturforeldra þar sem heimilisástandið er slæmt, þótt að öðru leyti hafi hann unað sér þar hvað best, eignast sanna vini og kynnst fullorðnu fólki sem reynist honum vel í gegnum lífið og ræð- ur honum heilt. Hér kemst vel til skila að þótt barnið sé flutt frá þeim stað þar sem það var beitt ofbeldi lagast ekkert sjálfkrafa við það. Það þarf gott fólk í kringum sig og ekki síst að skilja að það er undir því sjálfu komið hvað úr verður. Dave tekst að snúa ógæfunni sér í hag. Fangi fortíðar SJÁLFSÆVISAGA Umkomulausi drengurinn Sigrún Árnadóttir þýddi. JPV-útgáfa, 2002, 272 bls. DAVE PELZER Kristín Ólafs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.