Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 1
Arnar, sem gekk til liðs við Dund-ee United í sumar frá Stoke og hefur aðeins komið við sögu í tveim- ur leikjum liðsins á leiktíðinni, segir að hann eigi enga framtíð hjá félag- inu. Eftir að Alex Smith, knatt- spyrnustjórinn sem ákvað að fá Arn- ar til liðs við félagið, var rekinn fyrir mánuði, hefur Arnar ekki verið í leikmannahópi liðsins. Paul Hegarty tók við stjórn liðsins af Smith, fyrst til bráðabirgða en í gær var hann formlega skipaður knattspyrnustjóri liðsins. „Ég nenni ekki að standa í þessu lengur. Ég ætlaði að bíða eftir því hver tæki við og nú þegar það er frá- gengið er mér óhætt að hringja í um- boðsmann minn og láta hann kanna markaðinn,“ sagði Arnar í samtali við Morgunblaðið í gær en hann seg- ir að stjórinn hafi farið þá leið að tefla frekar fram ungum leikmönn- um uppöldum hjá félaginu. „Ég hef ekki verið í betra formi síðan ég var hjá Bolton og þegar ég sé að ég er ekki inni í myndinni hjá stjóranum er ekki annað að gera en að reyna að finna annað félag til að fara í. Það er samt hægara sagt en gert. Með nýju félagaskiptareglun- um er orðið erfiðara um vik að fara á milli félaga en vonandi hleypur eitt- hvað á snærið innan tíðar. Mig lang- ar mest að komast aftur til Englands og fá að spila sem framherji en það var einhver skrýtinn misskilningur þegar ég kom hingað. Ég var látinn spila sem varnartengiliður og þeir sem þekkja mig sem leikmann vita að sú staða hentar mér alls ekki,“ sagði Arnar. Arnar á enga fram- tíð hjá Dundee Utd. ARNAR Gunnlaugsson, knattspyrnumaður, sem er á mála hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Dundee United, er mjög ósáttur við stöðu sína hjá félaginu og hann hyggst komast í burtu þaðan þegar leikmannamarkaðurinn opnast að nýju í janúar. 2002  MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÞRÓTTUR OG HAUKAR MEÐ TVÖ SAMEIGINLEG LIÐ / C3 Berglind varði 21 í Slóveníu BERGLIND Hansdóttir varði 21 skot í gærkvöld þegar kvennalandsliðið í hand- knattleik tapaði, 29:24, fyrir Slóveníu í vináttulandsleik. Þetta var þriðja og síðasta viðureign þjóðanna í Slóven- íuferð íslenska liðsins og vann heimaliðið þá alla en leikurinn í gærkvöld var mjög góður af hálfu Íslands, að sögn fararstjóra. Hanna Stefánsdóttir skoraði 7 mörk og Dröfn Sæmundsdóttir, sem lék sinn fyrsta landsleik, gerði 6 mörk. SVEN Göran Eriksson lands- liðseinvaldur Englendinga í knattspyrnu hefur mikinn áhuga á að velja Wayne Rooney, táninginn í liði Everton, í lands- lið sitt og sjá hvernig piltur spjari sig en Rooney er á allra vörum á meðal knattspyrnu- áhugamanna á Bretlandseyjum, og þótt víðar væri leitað, eftir glæsilega innkomu í leikjum Everton á leiktíðinni. Rooney, sem á dögunum hélt upp á 17 ára afmæli sitt, skoraði eftir- minnilegt sigurmark þegar Everton batt enda á sigurgöngu Arsenal í síðasta mánuði og um helgina skoraði hann eina mark Everton í sigri á Leeds með frá- bæru einstaklingsframtaki. Englendingar spila tvo vin- áttuleiki í febrúar á móti Dönum og Austurríkismönnum og er talið mjög líklegt að Rooney fái að spreyta sig í öðrum hvorum leiknum og þá yrði hann yngsti leikmaðurinn til að klæðast ensku landsliðstreyjunni frá því á 19. öldinni. Michael Owen framherji Liverpool er sá yngsti en hann var 18 ára og 59 daga þegar hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Chile í febr- úarmánuði 1998. Rooney mun á næstu dögum skrifa undir þriggja ára samn- ing við Everton. Rooney undir smá- sjánni Reuters David Beckham ákvað að þiggja ekki boð knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Fergusons, sem ætlaði að gefa honum vikufrí þegar upp komst um áætlanir um að ræna eiginkonu hans og sonum. Beckham lék því með United gegn Leicester í enska deildabikarnum í gærkvöld og skor- aði fyrra mark liðsins í 2:0 sigri. Hér sendir hann stuðningsmönnum liðsins fingurkoss. ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður hjá enska knattspyrnufélaginu Brentford, hafnaði í gær boði um að leika með íslenska landsliðinu gegn Eistlandi í Tallinn þann 20. nóvember. Ólafur fór í aðgerð vegna meiðsla á öxl í haust og er ekki búinn að ná sér. Frá þessu var skýrt á heimasíðu Brentford í gær en félagið hafði þá fengið beiðni frá KSÍ um að fá Ólaf lausan í leikinn. „Það eru mér mikil vonbrigði að geta ekki svarað kallinu og tekið þátt í leiknum. Um leið er ég mjög ánægður með þann heiður sem mér er sýndur með þessu, það er gott að vita að ég skuli enn vera inni í myndini, en það væri ekki rétt af mér að fara í leikinn og geta ekki lagt mig 100 prósent fram,“ sagði Ólafur við Morg- unblaðið í gær. „Það hefði verið tilvalið að fá Ólaf í þennan leik, við ætluðum að skoða hann í Tallinn og það er miður að hann skuli ekki geta komið þangað,“ sagði Guðmundur Hreiðarsson, mark- varðaþjálfari landsliðsins. Ólafur komst ekki til Tallinn VIÐRÆÐUR um möguleg kaup þýska knattspyrnufélagsins Nürn- berg á landsliðsmanninum Marel Baldvinssyni frá Stabæk í Noregi stóðu yfir síðdegis í gær og fram á kvöld. Marel gekkst undir læknis- skoðun á mánudag, norskir fjöl- miðlar sögðu í gær að hann hefði staðist hana en Marel sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki fengið neina niðurstöðu sjálfur og að hann biði fregna af viðræðum umboðsmanns síns við forráðamenn Nürnberg. Erik Loe, formaður Stabæk, sagði við netútgáfu Asker og Bærums Budstikke í gær að norska félagið biði eftir næstu viðbrögðum frá Nürnberg. „Það væri ekki rétt að segja að hann væri á förum en við bíðum átekta. Við erum ekki með það á stefnuskránni að selja Marel en hann er til sölu ef um gott tilboð er að ræða,“ sagði Loe. Ennfremur var eftir honum haft að Nürnberg hefði fylgst grannt með Marel í haust, meðal annars í leikjum Sta- bæk við Molde og Anderlecht. Mjög mismunandi upphæðir hefðu verið nefndar í sambandi við möguleg kaup þýska félagsins á honum, eða allt frá 40 til 150 millj- óna íslenskra króna. Stabæk greiddi Breiðabliki á fjórða tug milljóna fyr- ir Marel þegar hann fór til norska félagsins fyrir rúmum tveimur ár- um. Viðræður um Marel í Nürnberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.