Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 C 3 NJARÐVÍKINGAR, sem sigruðu í Kjörísbikarnum í fyrra, féllu úr keppninni í gærkvöldi þegar þeir töpuðu fyrir Haukum. KR, Grinda- vík og Keflavík eru einnig komin í undanúrslit keppninnar. Njarðvíkingar tóku á móti Hauk- um í síðari leik liðanna í átta liða úr- slitum keppninnar í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Haukar lögðu Njarðvík- inga í fyrri leiknum með átta stigum og í gærkvöldi urðu lokatölur 77:61 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Stevie Johnson gerði 24 stig fyrir Hauka og Marel Guðlaugsson 18 en hjá heima- mönnum var Pete Philo með 21 stig. Grindavíkingar og Tindastóll gerðu 90:90 jafntefli í fyrri leiknum á Sauárkróki en í gærkvöldi voru það heimamenn í Grindavík sem höfðu betur, 88:74. Darrel Lewis fór mik- inn í liði Grindavíkinga, gerði 26 stig eins og Clifton Cook gerði fyrir Tindastól. KR lagði Hamar í heimabæ Kjör- íss, Hveragerði í fyrri leiknum, 85:82 og í gærkvöldi höfðu KR-ingar aftur betur og sigruðu 100:88. Nafnarnir Svavar Birgisson og Pálsson voru at- kvæðamestir, sá fyrrnefndi gerði 26 stig og sá síðarnefndi 19. Loks tryggðu Keflvíkingar sér áframhald í keppninni með því að leggja Breiðablik 96:92 en Keflavík vann með 22 stiga mun í fyrri leikn- um. Konráð stóð einnig fyrir sínu, mikill keppnismaður og langelstur keppenda 45 ára gamall. Hann fékk silfur í –80 kílóa flokki en hampaði gulli í sveitakeppninni með félögum sínum í Fylki. Ákveðinn í að hætta „Ég æfi að jafnaði þrisvar í viku en er nú ákveðinn í að hætta. Ég er kominn í þannig vinnu að það er erfitt fyrir mig að æfa mikið á kvöldin og af því ég kominn á þennan aldur verð ég að æfa þrefalt á við aðra. Ég hef æft í tuttugu ár en byrjaði tuttugu og fimm ára, einmitt á aldri þeg- ar maður ætti að vera hætta að keppa. Læknar hafa sagt mér að það gæti skýrt hvers vegna það hefur verið svona lítið um meiðsli hjá mér á ferlinum, sér- staklega varðandi álagsmeiðsli,“ sagð Konráð og víst að sjónarsviptir verður að honum – ef hann mætir þá ekki galvaskur að ári. með gull  DAVID O’Leary, hefur verið orð- aður við starf Micks McCarthys sem landsliðsþjálfara Írlands. Hann sagði hins vegar í gærkvöldi eftir að ljóst varð að McCarthy myndi hætta að hann hefði ekki áhuga á starfinu. „Einhvern tíma langar mig að þjálfa landslið heimalandsins en ekki núna. Mér finnst svo gaman að vera í þessu daglega stússi sem fylgir því að vera hjá félagsliði,“ sagði fyrrverandi knattspyrnustjóri Leeds.  ÞAÐ kom fyrir lítið þó Kevin Keegan stillti upp svo til sínu sterk- asta liði í deildabikarkeppninni ensku í gær þegar Manchester City heimsótti Wigan. Allt kom fyrir ekki annarrardeildarliðið náði að skora eitt mark en strákarnir hans Keeg- ans ekkert.  DAVID Beckham afþakkaði fríið sem United ætlaði að gefa honum vegna atburða helgarinnar við heim- ili þeirra hjóna. Hann skoraði fyrra mark United sem lagði Leicester 2:0 úr víti tíu mínútum fyrir leikslok og Kieran Richardson gerði síðara markið á síðustu mínútunni.  JOE Royle, nýr knattspyrnustjóri Ipswich sem Hermann Hreiðarsson leikur með, leitar nú logandi ljósi að framherja til láns, en mikil afföll hafa orðið á sóknarmönnum liðsins upp á síðkastið, bæði vegna meiðsla og leikbanns.  GARY Megson, knattspyrnustjóri WBA, segir það vera mestu áskorun sem hann hafi tekist á við í lífinu að tryggja félaginu áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni.  ANDREI Shevchenko fer ekki til Manchester United, en hann hefur lengi verið undir smásjánni hjá Alex Ferguson sem nú er sagður ætla að kaupa sóknarmann þegar leik- mannamarkaðurinn opnast í byrjun nýs árs. Shevchenko mun hafa rætt við Andrei Kanchelskis sem lék í eina tíð undir stjórn Fergusons hjá Manchester. Ljóst er að Kanchelsk- is hefur ekki borið Ferguson vel sög- una því Shevchenko missti allan áhuga á að fara frá AC Milan til enska liðsins að því loknu.  NICOLAS Anelka er enn og aftur orðinn til vandræða. Nú hefur hann lent upp á kant við Kevin Keegan, knattspyrnustjóra Manchester City, eftir að Keegan meinaði honum að taka þátt í góðgerðarleik í Nimes í Frakklandi á mánudaginn.  KEEGAN sagði það ekki koma til greina að Anelka tæki þátt í leikn- um, hann yrði að vera sprækur og klár í deildabikarleik með Manchest- er-liðinu gegn Wigan sem fram fór í gærkvöldi. Anelka er mjög ósáttur við ákvörðun Keegans og sendir honum tóninn á heimasíðu sinni á Netinu. FÓLK Þróttur og Haukar hyggjasttefla fram tveimur sameigin- legum liðum á næsta tímabili, einu í úrvalsdeild og einu í 1. deild. Þau sendu KSÍ ósk um að leika undir nafninu Þróttur/Haukar í úrvals- deildinni og Haukar/Þróttur í 1. deildinni. Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ og formaður mótanefndar sambandsins, sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að beiðni félaganna um að senda sam- eiginleg lið í báðar deildirnar hefði verið samþykkt. Heimilt að senda tvö lið frá sama félagi „Við fengum einnig beiðni frá Breiðabliki um að fá að senda aukalið í 1. deild kvenna og á þetta hefur mótanefnd fallist. Þróttur/ Haukar og Breiðablik geta því sent lið bæði í Símadeild og í 1. deild næsta sumar, og sama gildir um öll önnur félög í Símadeild kvenna. Ég á hinsvegar von á að um undanþáguákvæði verði að ræða, með það að markmiði að auka breiddina í kvennaknatt- spyrnunni. Það er eftir að setja upp nánari reglur um þetta en ég býst við því að félagaskipti á milli liðanna verði á svipuðum nótum og í fyrra þegar venslasamningar voru leyfðir á milli liða í efri og neðri deildum,“ sagði Halldór B. Jónsson. Íris Björk hefur þegar stjórnað fyrstu æfingunum hjá hinu nýja úrvalsdeildarliði. „Þetta er stór leikmannahópur, yfir 30 stúlkur, og verkefnið er mjög spennandi. Með þessu fá sterkustu leikmenn félaganna tækifæri til að spila í efstu deild á meðan efnilegar stúlkur í þeim öðlast reynslu með því að leika í 1. deildinni. Ég tel að þetta sé kvennaknattspyrnunni mjög til framdráttar,“ sagði Íris Björk við Morgunblaðið. Þróttur og Haukar með tvö sameiginleg lið ÞRÓTTUR í Reykjavík og Haukar í Hafnarfirði hafa gengið frá samn- ingum sín á milli um að sameina meistaraflokka sína í knattspyrnu kvenna. Jafnframt hefur Íris Björk Eysteinsdóttir verið ráðin þjálf- ari hins nýja liðs til tveggja ára en hún var þjálfari og leikmaður Þróttar sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í haust eftir baráttu við Hauka. Ekki er um hefðbundna samvinnu tveggja félaga að ræða því þau ætla eftir sem áður að senda tvö lið til keppni næsta sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg ripina sem þau tryggðu sér á Íslandsmótinu í kumite. ÍSLENSKIR fimleikamenn verða í eldínunni á Norður- Evrópumótinu sem haldið verður í Stokkhólmi um næstu helgi. Valin hefur ver- ið tíu manna keppnissveit til fararinnar. Kvennasveitin er skipuð Sif Pálsdóttur, Birtu Benónýsdóttur, Ingu Rós Gunnarsdóttur, Hörpu Snæ- dísi Hauksdóttur og Krist- jönu Sæunni Ólafsdóttur. Þetta er ungt lið sem sést best á því að Harpa er fædd árið 1989 og Kristjana Sæ- unn tveimur árum síðar. Elst er Inga Rós, fædd árið 1985. Þess má geta að Tanja B. Jónsdóttir var valin í liðið en hún fótbrotnaði fyrir stuttu og var þá Kristjana kölluð inn í sveitina í hennar stað. Karlasveitin er skipuð þeim Rúnari Alexanders- syni, Grétari K. Sigþórssyni, Antoni H. Þórólfssyni, Jón- asi Valgeirssyni og Gunnari Sigurðssyni. Þjálfarar hópsins eru Ás- dís B. Pétursdóttir, Björn M. Tómasson og Mati Kirmes, sem er einkaþjálfari Rúnars. Þá taka tveir íslenskir dómarar einnig þátt í mót- inu, þau Bryndís Guðmunds- dóttir og Heimir J. Gunnars- son. Fimleikafólk á faraldsfæti Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Rúnar Alexandersson býr sig undir keppni á tvíslá. u- ig dur d- ður k- mn- tad, n u, ð ður. g m ir Thern en lærisveinar hans höfn- uðu í sjötta sæti í sænsku úrvals- deildinni sem lauk í liðinni viku. Auðun, sem er 28 ára gamall og á að baki 27 leiki með íslenska A- landsliðinu, var á dögunum til reynslu hjá AaB í Danmörku og æfði þar undir stjórn síns gamla þjálfara hjá Viking Stavanger, Poul-Erik Andreassen. „AaB er góður kostur en fyrst vil ég láta á það reyna hvernig mér tekst upp hér hjá Halmstad í þessari viku. Ég hef sett mér það markmið að komast í landsliðið að nýju og ef það á að takast verð ég að komast að hjá góðu liði sem spilar í efstu deild,“ segir Auðun í samtali við Hallandsposten. til reynslu almstad Meistarar fallnir út SVISSNESKA félagið Basel styrkti stöðu sína í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld með því að sigra Spartak í Moskvu, 2:0. Þar með dugir Basel jafntefli gegn Liverpool á heimavelli í hreinum úrslitaleik lið- anna í lokaumferð riðlakeppninnar næsta þriðjudag. Leikurinn í Moskvu átti að fara fram síðasta miðvikudag en var þá frestað vegna gíslatökunnar í borginni. Valencia hefur þegar unnið riðil- inn og er með 13 stig en Basel er með 8 stig og Liverpool 7. Það voru tveir Argentínumenn í liði Basel sem tryggðu því þennan dýrmæta sigur. Hernan Rossi skor- aði snemma leiks og Christian Gim- inez, sem leysti hann af hólmi um miðjan síðari hálfleik, gerði síðara markið rétt fyrir leikslok. Frammistaða svissneska liðsins í keppninni hefur komið mjög á óvart en fyrirfram var talið að Valencia og Liverpool færu auðveldlega áfram úr B-riðlinum. Nú er pressan hins- vegar á enska liðinu sem þarf að knýja fram sigur á hinum glæsilega heimavelli Basel, St. Jakobs Park, næsta þriðjudag. Basel í góðri stöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.