Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HJÓNIN Jónína Olesen, Íslandsmeistari til margra ára fyrir tæpum áratug, og Konráð Stefánsson búa í Danmörku en gerðu góða ferð á Íslandsmótið um helgina. Jónína vann gull í –57 kílóa flokki og brons í opnum flokki en hún keppti síðast í kumite 1993. „Ég man varla hvað er gaman að vinna. Ég hef undirbúið mig undanfarna þrjá mánuði með það markmið að þetta sé síðasta keppni, sem ég tek þátt í og það er mjög gott að finna að líkaminn er tilbúinn í þetta mót,“ sagði Jónína kampakát eftir mótið. „Það er sérstaklega gaman að hitta fólk og sjá nýja kynslóð, ef ekki kyn- slóðir. Ég hef ekki fylgst með karate á Ís- landi í mörg ár en sé miklar breytingar í karatelífinu á Íslandi en ekki samt inni á vellinum. Það er meðal annars vegna þess að fólk með reynslu, til dæmis ég, hefur ekki haldið sér inni í greininni og þess vegna lítið gefið af sér.“ Hjónin m KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu B-RIÐILL: Spartak Moskva - Basel ...........................0:2 Hernan Rossi 18., Christian Gimenez 89. - 3.000. Staðan: Valencia 5 4 1 0 14:4 13 Basel 5 2 2 1 9:9 8 Liverpool 5 2 1 2 9:5 7 Spartak M. 5 0 0 5 1:16 0  Lokaumferð, 12. nóvember: Basel - Liv- erpool, Valencia - Spartak. England Deildabikarinn, 32-liða úrslit: Birmingham - Preston .............................0:2 - Ricardo Fuller 59., Eddie Lewis 80. Wigan - Manchester City .........................1:0 Neil Roberts 35. Wimbledon - Rotherham .........................1:3 Patrick Agyemang 35. - Andy Monkhouse 51., Richard Barker 75., Alan Lee 85. Manchester United - Leicester ...............2:0 David Beckham 80. (víti), Kieran Richard- son 90. Spánn Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Hercules - Mallorca...................................0:0  Mallorca áfram eftir vítakeppni. Novelda - Terrassa....................................0:3 Racing Ferrol - Deportivo La Coruna ....3:4 Þýskaland Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Freiburg - Dortmund................................3:0 Hamburger SV - Duisburg.......................2:0 Hansa Rostock - Frankfurt......................1:0 Hoffenheim - Köln.....................................1:5 1860 München - Wolfsburg ......................2:2  1860 áfram eftir vítakeppni. Oberhausen - Bielefeld .............................1:0 Unterhaching - Union Berlin ...................1:0 KÖRFUKNATTLEIKUR Kjörísbikar karla, 8-liða úrslit, síðari leikir: Grindavík - Tindastóll 88:74 27:26, 52:37, 69:57. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 26, Páll Axel Vilbergsson 20, Helgi Jónas Giðfinns- son 18, Guðmundur Bragason 13, Jóhann Þ. Ólafsson 5, Pétur R. Guðmundsson 5, Nökkvi M. Jónsson 1. Stig Tindastóls: Clifton Cook 26, Michail Antropov 17, Kristinn Friðriksson 8, Axel Kárason 6, Einar Ö. Aðalsteinsson 6, Óli S.B. Reynisson 6, Maurice Carter 4, Helgi R. Viggósson 1.  Grindavík áfram, 178:164 samanlagt. KR - Hamar 100:88 29:23, 49:42, 63:65. Stig KR: Darrell Flake 32, Óðinn Ásgeirs- son 19, Skarphéðinn Ingason 13, Magni Hafsteinsson 10, Arnar Kárason 8, Magnús Helgason 5, Jóel Sæmundsson 5, Tómas Hermannsson 4, Steinar Páll Magnússon 4, Jóhannes Árnason 2. Stigahæstur Hamars: Svavar Birgisson 26, Svavar P. Pálsson 19.  KR áfram, 185:170 samanlagt. Njarðvík - Haukar 97:89 15:17, 29:29, 52:37. Stigahæstur Njarðvíkinga: Pete Philo 21. Stigahæstur Hauka: Stevie Johnson 24, Marel Guðlaugsson 18.  Haukar áfram, 174:150 samanlagt. Keflavík - Breiðablik 96:92  Keflavík áfram, 216:190 samanlagt. NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Toronto – Chicago .............................109:105  Eftir framlengdan leik. New York – Milwaukee ........................88:97 New Jersey – Minnesota ....................106:82 Memphis – San Antonio....................101:103  Eftir framlengdan leik. Dallas – Golden State........................107:100 Phoenix – Detroit ..................................82:84 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Bikarkeppnin, 3. umferð: Ahlener - N-Lübbecke......................... 25:28 Slóvenía - Ísland 31:22 Vináttulandsleikur kvenna, mánudag: Mörk Íslands: Hanna Stefánsdóttir 9/5, Guðmunda Kristjánsdóttir 5, Kristín Guð- mundsdóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Hrafnhildur Skúladóttir 2, Inga Fríða Tryggvadóttir 1, Harpa Melsted 1. Slóvenía - Ísland 29:24 Vináttulandsleikur kvenna, þriðjudag: Mörk Íslands: Hanna Stefánsdóttir 7, Dröfn Sæmundsdóttir 6, Dagný Skúladótt- ir 4, Hrafnhildur Skúladóttir 3, Guðmunda Kristjánsdóttir 3, Ragnhildur Guðmunds- dóttir 1. Keppt var í tveimur þyngdar-flokkum kvenna og kom fáum á óvart þegar Fylkiskonan Jónína Ol- sen sigraði í –57 kílóa og Edda í +57 kílóa flokki. Spennan var öllu meiri í opn- um flokki þar sem Jónína mátti sætta sig við brons því Arna Steinarsdóttir, Þórshamri, vann sér inn silfurpening. Í sveita- keppni vann Þórshamar fyrsta bar- dagann og Fylkir gaf næsta bardaga svo að kvennasveit Þórshamars fagnaði sigri. „Ég átti ekki von á sigri, það geri ég aldrei,“ sagði Edda eftir mótið. „Ég hef ákveðna reynslu fram yfir aðra keppendur en á aldrei von á sigri. Það eru alvarleg mistök að hugsa þannig. Þegar og ef það gerist verð ég að hugsa minn gang. Það er alltaf bæði andlegur og lík- amlegur bardagi inni á vellinum og maður þarf að vera góður í hvoru tveggja. Það var gaman að fá Jónínu Olsen í heimsókn frá Danmörku. Það skapaði spennu því hún er forveri minn í karate og ég þurfti að takast á við hana en það var mjög gaman og setti skemmtilegan svip á mótið að fá hana hingað. Hún var óþekkt stærð í mótinu en gaman að sjá hvað okkur hefur farið fram síðan hún fór. Þetta var góður undirbúningur fyrir mót í Tékklandi um næstu helgi og síðan heimsmeistaramót eftir mánuð.“ Má ekki slá of fast Alls voru keppendur um fjörutíu, 25 í karlaflokki og 15 konur, svo að allt besta karatefólk landsins var mætt í slaginn. Hver bardagi stend- ur yfir í tvær eða þrjár mínútur, eftir flokkum en þó skemur ef annar keppandinn nær fullnaðarsigri, 8 stigum. Gefin eru stig fyrir högg og spörk, mest er fyrir fléttu af högg- um, næst fyrir spark í höfuð sem gef- ur 3 stig og síðan spark í búk, sem gefur tvö stig. Högg gefa eitt stig. Engu að síður má ekki slá of fast því samkvæmt nýlegum alþjóðareglum gefur of fast högg, svo að sér á kepp- anda, vítur sem geta leitt til þess að viðureign tapast. Að sögn læknis, sem fylgist með keppninni sam- kvæmt reglum mótsins, var ekkert um alvarlega pústra og vildi hann þakka það nýju reglunum. Varð að sanna að ég væri betri Úrslit í þyngdarflokkum karla voru nokkuð eftir bókinni. Daníel Pétur Axelsson úr Þórshamri vann í –65 kílóa flokki, Halldór Svavarsson Fylki í –73 kílóa, Jón Ingi Þorvalds- son í –80 og Ingólfur í +80 kílóa flokki. Í opnum flokki mætti Ingólfur gríðarlega einbeittur til að endur- heimta titil sinn og tókst það með sigri á félaga sínum Sverri Sigurðs- syni en Jón Ingi mátti sætta sig við brons. „Jón Ingi vann mig í fyrra í úrslitaglímu og það kom mörgum á óvart þá. Jón Ingi er góður og hættu- legur. Því var ég mjög stressaður, enda ekki tapað mörgum glímum á Íslandi undanfarin ár. Ég hef haft það að tilfinningunni að margir væri byrjaðir að efast um mig – hafa talið að ég væri kominn yfir hæðina. Ég sýndi það nú, að svo er ekki. Það gerði ég og á auk þess nóg eftir og ætla að halda þessum titli, það er á hreinu. Í þessari íþrótt hefur þú þrjár mínútur til að sýna hvor er betri og ef maður kemur ekki af full- um krafti inn á völlinn tapar maður. Ég varð að sanna það í dag hvor væri betri og það er ég,“ sagði Ingólfur eftir mótið og vonandi að sigurinn nú efli hann fyrir komandi verkefni. „Nú er heimsmeistaramót framund- an. Ég hef tvisvar keppt á slíku móti og náði síðast í 16 manna úrslit. Ég hef stefnuna á að komast lengra en hef ekki getað keppt nægilega mikið erlendis til að hita mig upp, sem er nauðsynlegt til að halda sér skörp- um. Þess vegna fer ég inn í heims- meistaramótið með minni undirbún- ing en stærra hjarta.“ Ingólfur lagði sitt af mörkum til að Fylkir nældi sér í sigur í sveita- keppni. „Það var mikið í húfi í dag. Fylkir er lítið félag með fáa iðkendur miðað við til dæmis Þórshamar en við höfum unnið mjög uppbyggilegt starf í keppniskarate og einsettum okkur í haust að fara á Íslandsmót til að gera jafn vel eða betur en árið áð- ur. Við unnum liðakeppnina í fyrra og urðum að sýna nú að það var eng- in tilviljun. Við vorum með samstillt- an hóp og skynjuðum öll að það voru allir að berjast fyrir sig en líka hóp- inn. Það skiptir máli því þó að karate sé einstaklingsíþrótt er maður hluti af heild,“ sagði Ingólfur. Sveitakeppnin í karlaflokki var æsispennandi. Ingólfur og Halldór unnu fyrstu tvo bardagana og næsta lauk 4-4 jafntefli en í þeim fjórða hafði Konráð Stefánsson 9-6 sigur eftir miklar sviptingar þar sem hvergi var slegið af höggunum. Ingólfur kom, sá og sigraði ATGANGURINN var harður í Fylkishöllinni á laugardaginn þegar karatemenn héldu Íslandsmót sitt í kumite, sem er bardagahluti íþróttarinnar. Það var ekki bara keppt um verðlaunagripi heldur var spennan mikil þegar kom að sveitakeppninni í lok mótsins því þar réðst einnig hvaða lið yrði stigahæst. Edda Blöndal úr Þórshamri varði titilinn í sínum þyngdarflokki, opnum flokki og með stöllum sínum í sveitakeppni, sem skilaði félaginu mörgum stigum en Fylk- ismaðurinn Ingólfur Snorrason sigraði einnig í sínum þyngdarflokki og í sveitakeppni auk þess að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn í opnum flokki úr höndum Jóns Inga Þorvaldssonar úr Þórshamri. Þegar upp var staðið urðu Fylkismenn stigahæstir í fyrsta sinn í sögu félagsins en hingað til hafa einungis tvö félög náð því. Ingólfur Snorrason og Edda Blöndal með verðlaunagr Stefán Stefánsson skrifar GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknatt- leik, lék ekki með liði sínu, Con- versano, um síðustu helgi þegar það vann Trieste, 29:25 á útivelli, í ítölsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var fimmti leikurinn á leiktíð- inni sem Guðmundur hlýtur ekki náð fyrir augum þjálfara síns og er látinn fylgjast með leiknum úr áhorfendastúkunni. Guðmundur hefur aðeins staðið í marki Con- versano í tveimur leikjum af sjö í deildinni til þessa. Hann lék fyrstu þrjá leiki íslenska landsliðsins á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síð- ustu viku en hélt á föstudaginn til Ítalíu til liðs við félaga sína vegna leiksins við Trieste sem hann fékk svo ekki að taka þátt í. Sex útlendingar eru á mála hjá félaginu um þessar mundir en aðeins má tefla fram fimm útlendingum í hverjum leik og því hefur þjálf- ari Conversano oftar en ekki tekið þann kostinn að nota ítalska markverði og nýta út- lenda leikmenn liðsins til þess að styrkja sóknarleikinn. Liðið er í efsta sæti deildarinnar, hefur unn- ið sex af sjö leikjum sínum til þessa og hefur 18 stig en veitt eru þrjú stig fyrir sigur. Guðmundur lék ekki með Conversano Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guðmundur Hrafn- kelsson landsliðs- markvörður fær fá tækifæri á Ítalíu. AUÐUN Helgason, knattspyrnu maður, sem á dögunum fékk si lausan frá belgíska félaginu Lokeren, er þessa dagana stad í Svíþjóð þar sem hann er til reynslu hjá sænska úrvalsdeild arliðinu Halmstad. Auðun verð við æfingar hjá Halmstad út vi una og eftir það kemur í ljós hvort honum verður boðinn sam ingur. Jonas Thern, þjálfari Halmst sem á sínum tíma gerði garðin frægan með sænska landsliðinu segir í viðtali við Expressen að Auðun sé áhugaverður leikmað „Hann er með góða tækni og hefur getu til að spila bæði sem bakvörður og miðvörður,“ segi Auðun hjá Ha ÍÞRÓTTIR Herrakvöld Fram verður haldið föstudaginn 8. nóvember í íþróttahúsi Fram við Safamýri kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er Jón Steinar Gunnlaugsson, veislustjóri Sigurður Tóm- asson og Karl Ágúst Úlfsson skemmtir. FÉLAGSLÍF ÚRSLIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.