Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 4
FÓLK  TRONDHEIMS-Ørn varð á laugar- dag norskur bikarmeistari kvenna- liða í knattspyrnu er það lagði Arna- Bjørnar á Ullevaal-vellinum, 4:3, í framlengdum leik.  ENGLENDINGURINN Ian Poulter sigraði á opna ítalska meist- aramótinu í golfi í Róm. Þetta er í annað sinn á sl. þremur árum sem hann vinnur mótið. Poulter var í efsta sæti frá fyrsta keppnisdegi þar sem hann lék á 61 höggi en hann lauk leik á 19 undir pari.  ÞESS má geta að Poulter, 26 ára, fór holu í höggi á laugardag og er það í þriðja sinn sem hann afrekar það á móti hjá atvinnumönnum. Poulter lék lokhringinn á 70 höggum en hann fékk harða keppni frá Skotanum Paul Lawrie, en hann fór illa að ráði sínu á lokaholu dagsins og var tveimur höggum á eftir Poulter.  BANDARÍSKA ólympíunefndin hefur ákveðið að New York muni sækjast eftir að halda Ólympíuleik- ana árið 2012, en valið stóð á milli New York og San Francisco. Borg- aryfirvöld í New York hafa lagt fram áætlanir sem tryggja það að allar keppnisgreinar stærsta íþróttavið- burðar heims verði innan borgar- markanna. Næstu sumarleikar verða árið 2004 í Aþenu og fjórum árum síð- ar í Peking í Kína.  DIMITRI Filippov, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar í handknatt- leik, hefur ákveðið að ganga til liðs við þýska 2. deildar liðið SV Anhalt Bernburg en hann leikur nú um stundir með keppinauti þess HC Empor Rostock. Samningur hans við Rostock-liðið rennur út í desember. Þess má geta að þjálfari liðsins er Lothar Doering, forveri Alfreðs Gíslasonar í stól þjálfara Magdeburg.  GHENADI Khalepo, félagi Ró- berts Sighvatssonar og Sigurðar Bjarnasonar hjá þýska handknatt- leiksliðinu Wetzlar, hefur verið úr- skurðaður í sex mánaða leikbann, en hann kastaði bolta í dómara eftir 33:17 tap fyrir Gummersbach á dög- unum. Bannið er mikið áfall fyrir Wetzlar sem ekki hefur vegnað of vel á leiktíðinni en Khalepo er einn besti leikmaður liðsins. Enginn hefur verið úrskurðaður í lengra keppnisbann til í þýskum handknattleik.  ÞÁ var Velimir Petkovic, þjálfari Wetzlar, úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að missa stjórn á sér við mótmæli.  ROY Keane, fyrirliða Manchester United, hefur gengið illa að fá sig góð- an af meiðslum í mjöðm en leikmað- urinn gekkst undir aðgerð vegna þeirra í september. Alex Ferguson, stjóri United, var að vonast til þess að gera teflt fyrirliða sínum fram í leik á móti Leverkusen í Meistaradeildinni í næstu viku en nú segja læknar að Keane verði að fara hægt í sakirnar og ekki sé hægt að búast við því að hann verði klár í slaginn fyrr en í jan- úar.  MICK McCarthy, landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu, sagði starfi sínu lausu í gær. Írar hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM og skapaðist óeining um störf McCarthys af þeim sökum og eins um viðskilnað Roy Keane við landsliðið en eins og frægt lentu hann og lands- liðsþjálfarinn í harkalegum deilum fyrir HM í sumar. TEAM Bath tókst að tryggja sér sæti í ensku bikarkeppninni í knatt- spyrnu hvar það mætir Mansfield í fyrstu umferð 16. eða 17. nóvember. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema sökum þess að Team Bath er fyrsta skólaliðið sem kemst í keppnina í 122 ár eða allt frá því að skólalið Oxford og Cambridge tóku þátt í henni leiktíðina 1879/1880, reyndar komst Oxford-liðið alla leið í úrslit vorið 1880 en tapaði þá fyrir Clapham Rovers í úrslitaleik. Team Bath vann sér keppnisrétt í bikarkeppninni með því að vinna áhugamannaliðið Horsham í fjórðu umferð sérstakrar undankeppni. Viðureignin fór fram á heimaveli Team Bath að viðstöddum 1.581 tryggum stuðningsmanni liðsins. Eftir heðfbundinn leiktíma og fram- lengingu var jafnt, 1:1, en leikmenn Team Bath höfðu heppnina með sér í vítaspyrnukeppni sem þeir unnu, 4:2. Leikmenn Team Bath ætla sér lengra í keppninni og telja ekki úti- lokað að komast í aðra umferð bik- arkeppninnar því Mansfield hafi ekki náð sér á strik í deildarkeppn- inni og sé nú í neðsta sæti 2. deildar. Skólalið í bikar- baráttu Að sögn Viggós Sigurðssonar,þjálfara Hauka, fer hann með sveit sína í flugi til Parísar á föstu- daginn og að því loknu tekur við níu stunda bið eftir flugi til Napolí. Frá Napolí liggur leið Haukamanna til Conversano og er áætlað að sú ferð taki um fimm tíma. Það er því ljóst að liðið verður ekki komið á áfanga- stað fyrr en aðfaranótt laugardags. Leikurinn hefst síðan síðdegis á sunnudag og að honum loknum verð- ur stutt hvíld áður en haldið verður á ný til Napolí. „Við megum ekki leggja seinna af stað til Napolí með rútu en klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt mánudags til þess að ná flugi frá Napolí til Parísar árdegis á mánudag,“ sagði Viggó og bætti því að Haukar hefðu óskað eftir frestun á leik sínum við FH sem fram á að fara á miðvikudeginum, tveimur sól- arhringum eftir að heim verður kom- ið. „Það stendur í mönnum að fresta leiknum, en það verður gert. Ef ná skal árangri í Evrópukeppni þá verð- ur að koma til móts við þá sem taka þátt í henni,“ sagði Viggó. Fjölþjóðlegt lið Conversano Viggó sagði að illa hefði gengið að afla upplýsinga um Conversano en úr væri að rætast. „Ég hef beðið í tvær vikur eftir spólu með upptöku af leik liðsins og bíð enn,“ sagði Viggó í gær þar sem hann beið þess að sjá útsendingu frá ítalskri sjón- varpsstöð í gegnum móttökudisk sinn, en stöðin ætlaði að sýna upp- töku frá leikjum í ítalska handknatt- leiknum sem fram fóru um síðustu helgi. „Það er þó alveg ljóst að við mæt- um ekki dæmigerðu ítölsku hand- knattleiksliði heldur nokkuð sterku fjölþjóðlegu liði sem er mjög öflugt,“ sagði Viggó og benti á í liði Convers- ano leika sex útlendingar og þeir gæfu því annan blæ en venjulega væri á ítölsku handknattleiksliðum. „Það verður við raman reip að draga hjá okkur,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka. Síðari leikur Hauka og Convers- ano verður háður á Ásvöllum laug- ardaginn 16. nóvember. Morgunblaðið/Þorkell Robertas Pauzuolis leikur Evrópuleikinn með Haukum á Ítalíu. Strangt ferða- lag hjá Haukum LÖNG og ströng ferð er framundan hjá handknattleiksmönnum Hauka sem leika á sunnudaginn við ítalska liðið Conversano í þriðju umferð Evrópukeppni bikarhafa ytra. Þetta er fyrri leikur liðanna. Selfyssingar áfrýja í Pauzuolis-málinu HANDKNATTLEIKSDEILD Selfoss hefur áfrýjað til áfrýjunarnefndar HSÍ niðurstöðu dómstóls HSÍ frá síðasta föstudegi en þá ákvað dómstóllinn að veita Robertas Pauzuolis leikheimild með Haukum en hann ákvað í sumar að yfirgefa herbúðir Sel- fyssinga. Við þá ákvörðun Pauzuolis sættu Selfyss- ingar sig ekki þar sem þeir töldu hann með samn- ing við félagið. Síðan hefur málið þvælst frá Heródesi til Pílatusar og til baka aftur. Reiknað er með að áfrýjunarnefndin taki málið fyrir í næstu viku og geti að þessu sinni afgreitt það en síðast var því vísað heim vegna formgalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.