Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 0 2 B L A Ð B  LÍÐANIN BAK VIÐ BROSIÐ/2  ATHYGLISBRESTUR MEÐ OFVIRKNI/3  BÓKASÖFN FÓLKSINS/4  UNDIR NÝJU NAFNI/6  KVEIKT Á GÁFNALJÓSUM/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  S ILKIBLÓM eru ekki framleidd nema að eiga sér fyrirmynd í raunverulegu blómi, að sögn Örnu S. Sæmundsdóttur, blómaskreytingakonu hjá silkiblómaversluninni Soldis. Hún segir að mikil breidd sé í úrvali af silkiblómum eins og ekta blómum og mikill gæðamunur. „Það er að verða hugarfars- breyting og fólk þarf ekki að vera svona fordómafullt. Silkiblómin eru komin til að vera og það er líka allt í lagi að blanda þessu saman,“ segir Arna. Hún hefur starfað við blómaskreytingar á annan áratug. Eftir að hafa rekið sína eigin blómabúð í mörg ár ákvað hún að nóg væri komið. Hún vildi hætta kvöld- og helgarvinnu en samt ekki slíta sig frá blóm- unum. Eigendur Soldis eru þær Sóley Jó- hannsdóttir og Bryndís M. Tómasdóttir. Þær stofnuðu fyrirtækið fyrir fimm árum. Ilmandi silkiblóm? Spurð hvort ekki hafi verið erfitt að hverfa frá því að setja saman skreytingar úr lifandi blómum yfir í að setja saman silkiblóm, svarar Arna því játandi. „En ég er nú reyndar farin að gleyma því að ég er að vinna með silki og beygi mig meira að segja stundum niður til að finna ilminn af blómunum!“ Arna segir að mun erfiðara sé að vinna með silkiblómin, það sé meiri kúnst þar sem efnin eru harðari og mikið um víra. „En þetta er algjör lúxus. Ég er alltaf með fallegustu blómin og engin fölna. Og losna við allt umstangið í kringum lifandi blóm eins og að byrja hvern dag á að verka blómin, úða og þar fram eftir götunum.“ Allt frá silkilaufum upp í pálmatré Sóley og Bryndís segja mikinn feng í Örnu en hún sér um allar skreytingar fyrir verslunina og útstillingar í glugga. „Aðra vikuna í nóvember rýmum við verslunina fyrir alls konar jólavöru en verðum svo aftur silkiblóma- búð í janúar. Soldis er fyrst og fremst silkiblómabúð,“ segja eigendurnir einum rómi. Soldis flytur inn allt frá silkilaufblöðum upp í átta metra fíkustré og að mati Sóleyjar og Bryndísar höfða silkiblóm til Íslendinga. „Við viljum öll hafa fallegt í kringum okkur en erum í mikilli vinnu þannig að oft gefst ekki tími til að vökva blómin. Eins hafa margir leitað í silkiblómin vegna ofnæmis,“ segir Bryndís. Þær sækja sýningar erlendis oft á ári og Sóley segir að silkiblómamarkaðurinn í Hollandi sé orðinn næstum eins stór og hinn þekkti blómamarkaður þar í landi. „Það er mikill gæðamunur á mismunandi silkiblómum. Efnisnotk- unin þróast mjög hratt og við fylgjumst vel með straumum og stefnum á þessum markaði,“ segir Sóley. Fyrir jólin segja þær að silkifurugreinar séu mikið not- aðar í skreytingum og sífellt færist í vöxt að fólk komi með blómavasana og biðji um jólavönd sem stendur þá óhagg- aður alla hátíðina. Efnislega önnur Morgunblaðið/Jim Smart Silkiblóm – Arna setur saman jólavönd sem stend- ur yfir allar hátíðirnar en ólívutréð virkar allt árið. blóm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.