Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI
8 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sundsambandsins í Sundhöll
Reykjavíkur og hirtu
sundmenn bæjarins alla þrjá
bikarana sem keppt var um.
Þeir fögnuðu sigri í
karlaflokki, kvennaflokki og í
samanlagðri stigakeppni,
fengu 29.710 stig.
Annar þjálfari ÍRB,
Steindór Gunnarsson, var í
kjölfarið ráðinn
landsliðsþjálfari í sundi.
Keflvíkingar urðu
Íslandsmeistarar í
innanhússknattspyrnu karla,
með því að leggja Þrótt
Reykjavík í úrslitaleik, 5:1.
Keflvíkingar unnu alla sex
leiki sína á meistaramótinu,
skoruðu 26 mörk gegn 7.
KR-stúlkur urðu
Íslandsmeistarar í
kvennaflokki.
ÍÞRÓTTAFÓLK
Reykjanesbæjar var heldur
betur sigursælt um
síðast-liðna helgi, er
íþróttafélög undir merkjum
bæjarins fögnuðu sigri í
þremur íþróttagreinum.
Körfuknattleikslið
Keflavíkur fagnaði sigri í
Kjörísbikarkeppni karla með
með því að leggja
Grindvíkinga að velli í
æsispennandi úrslitaleik í
Keflavík. Bandaríski
leikmaðurinn Damon S.
Johnson skoraði
sigurkörfuna á síðustu
sekúndu – með þriggja stiga
skoti, 75:74.
Sundmenn úr
Íþróttabandalagi
Reykjanesbæjar sigruðu með
nokkrum yfirburðum í 1. deild
í bikarkeppni
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sundmenn úr ÍRB ásamt þjálfurum fagna sigri. Steindór
Gunnarsson, landsliðsþjálfari, heldur é tveimur bikurum.
Sigursælir
íþróttamenn úr
Reykjanesbæ
Eyðimerk-
urdögun
söluhæsta
bókin
EYÐIMERKURDÖGUN
eftir Waris Dirie var
söluhæsta bókin á
Íslandi dagana 19. til
25. nóvember
síðastliðinn,
samkvæmt könnun
Félagsvísindastofn-
unar. Röddin,
skáldsaga Arnalds
Indriðasonar, var í
öðru sæti og Útkall
– Geysir er horfinn
eftir Óttar Sveinsson
í því þriðja. Í fjórða
sæti var Sonja eftir
Reyni Traustason og
Jón Sigurðsson –
ævisaga eftir Guðjón
Friðriksson var í
fimmta sæti.
FIMMTÁN hús voru rýmd
vegna hættu af aurskriðum
á Seyðisfirði um síðustu
helgi. Býr fólk í tíu af
þessum húsum en alls
þurftu 30 manns að yfirgefa
heimili sín. Fólkið fékk að
gista hjá ættingjum og
vinum og fékk að fara aftur
heim til sín á mánudag. Á
miðvikudag voru aftur rýmd
fimm hús sem tíu
einstaklingar búa í.
Hætta var á að aurskriða
félli úr fjallinu fyrir ofan
bæinn. Mikið hefur rignt
síðustu daga og var
jarðvegurinn orðinn laus í
sér. Nokkrar aurskriður hafa
fallið á Austfjörðum síðustu
daga, en hafa þær ekki
valdið neinu tjóni.
„Ég var ekki hrædd um að
það félli skriða á húsið og
hef aldrei verið hrædd um
það,“ segir Ragna
Sigurðardóttir, ein þeirra
sem þurftu að yfirgefa hús
sitt vegna
aurskriðuhættunnar.
15 hús rýmd á Seyðisfirði
vegna skriðuhættu
Morgunblaðið/RAX
Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ fóru úrslitin í
Skrekk fram. Fóru þau fram í
Borgarleikhúsinu. Skrekkur er
hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur
og fór núna fram í tólfta skipti. Sex skólar
kepptu til úrslita: Réttarholtsskóli,
Hagaskóli, Ölduselsskóli, Hlíðaskóli,
Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli.
Það var Hagaskóli sem vann
keppnina í ár en Hlíðaskóli lenti í öðru
sæti og Réttarholtsskóli lenti í þriðja
sæti. Líka var kosið í gegnum GSM-síma
og vann
Árbæjarskóli í þeirri kosningu. Þeir
sem kynntu voru Sveppi og Auddi á Popp
Tíví og var keppnin líka sýnd á Popp Tíví.
Atriðin frá skólunum voru alls konar.
Einn skólinn setti upp leikrit um
elliheimili sem hann kallaði Strönd.
Annar lék sér með Mikka Mús og félaga
og sá sem vann gerði grín að glæponum
og sjóurum.
Það voru margir sem tóku þátt í
atriðinu hjá Hagaskóla. Þau sögðu að
hópurinn hafi skemmt sér rosalega vel á
æfingum og allir væru miklir vinir.
Krakkarnir koma úr 8. 9. og 10. bekk.
Hljómsveitirnar Í svörtum fötum,
Daysleeper, Land og synir og Írafár
skemmtu í hléi og eftir keppni.
Morgunblaðið/Þorkell
Krakkarnir í Hagaskóla fagna sigri.
Hagaskóli
sigraði í
Skrekk
AÐ minnsta kosti 12 menn
fórust í sprengjutilræði í
Kenýa í Afríku í
gærmorgun. Skömmu síðar
var tveimur eldflaugum
skotið að ísraelskri
farþegaflugvél. Árásin var
gerð rétt eftir að þotan fór
á loft frá flugvellinum í
Mombasa, sem er
höfuðborg Kenýa.
Fólkið sem fórst var að
koma á hótel í Mombasa í
gærmorgun. Það eru
Ísraelar sem eiga hótelið.
Hryðjuverkamennirnir óku
bíl inn í hótelið. Þar
sprengdu þeir bílinn í loft
upp. Þeir voru þrír og fórust
allir. Að minnsta kosti tvö
ísraelsk börn fórust og einn
fullorðinn. Hinir níu voru frá
Kenýa. Þeir voru að bjóða
ferðamennina velkomna á
hótelið.
80 manns særðust. Tveir
menn höfðu verið
handteknir í gærmorgun.
Fólkið hafði komið með
flugvél frá Ísrael. Þegar
flugvélin fór frá Mombasa á
leið aftur til Ísraels var
skotið að henni tveimur
eldflaugum. Hvorug þeirra
hitti flugvélina. Um borð
voru 260 farþegar og tíu
manna áhöfn. Flugvélin
lenti síðar um daginn í
Ísrael.
Árásin á flugvélina var
gerð nokkrum mínútum eftir
sprenginguna á hótelinu.
Margir töldu í gær að
hryðjuverkamennirnir hefðu
verið á vegum Osama bin
Ladens. Hann er foringi
al-Qaeda. Það eru
hryðjuverkasamtök sem
gerðu árásirnar á
Bandaríkin 11. september í
fyrra.
Hryðjuverk í Kenýa
Netfang: auefni@mbl.is