Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 5
Leikstjórinn hefur áhuga á geimvísindum, eftirlæt-
isbók myndlistarmannsins er matreiðslubók og
náms- og starfsráðgjafinn leggst í reyfara. Stein-
gerður Ólafsdóttir og Kristinn Ingvarsson ljós-
myndari lásu í titla í hillum, skápum, kommóðum og
á náttborðum á heimilum nokkurra bókaunnenda.
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 B 5
GUNNAR Þórðarson er lands-kunnur tónlistarmaður og tón-skáld og hann á nóg af bókumum aðalhugðarefni sitt, tónlist.
Gunnar býr ásamt eiginkonu sinni Toby
S. Herman og drengjunum þeirra, Karli
21 árs og Zakaríasi 14 ára, við Ægisgötu
í Reykjavík. Toby starfar sem náms- og
starfsráðgjafi við Menntaskólann í
Reykjavík en af bókum um hennar sér-
svið, náms- og starfsráðgjöf og fjöl-
skylduráðgjöf og handleiðslu, er líka nóg.
Bækur þeirra hjóna eru úti um alla íbúð
en skemmtileg mubla er í stofunni, bóka-
skápur og skrifborð í einu.
Í þessum skemmtilega skáp sem Ást-
hildur, tengdamóðir Gunnars, lét smíða
handa Hermani eiginmanni sínum hér á
landi, leynast bækur af ýmsu tagi, um
sérsvið þeirra hjóna, uppflettirit og ævi-
sögur. Á efri hæðinni eiga þau forláta
kommóðu sem er full af bókum um tónlist
og tónlistarmenn. Tvær neðstu skúff-
urnar geyma tónverk Gunnars sem segist
vita upp á hár hvar ákveðin verk er að
finna.
Gunnar sýnir blaðamanni uppáhalds-
bókina sína, Theory of Harmony eftir
Arnold Schoenberg, en Atli Heimir
Sveinsson tónskáld gaf Gunnari bókina í
fimmtugsafmælisgjöf. „Þessa les ég oft, í
henni er fjallað um ýmislegt sem ég er
áhugamaður um, hún er skemmtileg en
ekki þurr.“
Aðra bók nefnir Gunnar, The Musical
Temperament eftir Anthony Kemp.
„Hann kemst að þeirri niðurstöðu að tón-
listarmenn séu upp til hópa dapurt fólk.
Ég held að það sé ekkert fjarri lagi,“
segir Gunnar brosandi. Toby hafði einnig
gaman af þessari bók. „Mér finnst hún
lýsa listafólki almennt vel. Það er svolítið
í eigin heimi.“
Í innfelldum bókahillum í holinu uppi
má finna Íslendingasögusafnið í hásæti
en reyfara nær gólfi. Nótur af sinfóníum
Gustavs Mahlers og Richards Strauss
eiga einnig sinn sess. „Þetta eru uppá-
haldstónskáldin mín og ég hef ekki bara
áhuga á tónsmíðum þeirra heldur líka
lífshlaupinu,“ segir Gunnar og lyftir upp
ævisögu Mahlers.
„Ég hef nú reynt að raða bókunum í
stafrófsröð en það hefur alltaf ruglast
aftur,“ segir Gunnar. Að sögn Toby er
hún farin að geyma bækur sem eru á
fagsviði hennar í vinnunni, þar sem þær
rúmast ekki lengur heima. Salka Valka
eftir Halldór Laxness er hins vegar ein
uppáhaldsbókin hennar. „Svo les ég reyf-
ara í pásum,“ segir Toby.
Vinnuaðstaða Gunnars er sá staður
sem hann notar mest til að lesa. Þar eru
til dæmis óperur í bunkum, Tosca, Car-
men, Rigoletto og áfram mætti telja og
skúffur eru fullar af uppflettiritum.
Toby á aftur á móti uppáhalds-
lestrarstól, forláta ruggustól sem er í við-
gerð um þessar mundir. Og Toby er ekki
frá því að lesturinn hafi minnkað rétt á
meðan. Hún gerir þá meira af því að
skrifa og á kafla í væntanlegri bók sem
kemur út á næsta ári til heiðurs Florence
Kaslow sem er þekktur meðferðarfræð-
ingur.
Einnig skrifaði hún kafla í bókina Glo-
balized Psychotherapy sem kom út á
þessu ári, en hún fjallar um meðferð og
úrræði í löndum heimsins og var Toby
fengin til að skrifa um Ísland.
Tónlistarmaðurinn og náms- og starfsráðgjafinn
Gunnar og Toby við skrifborðið sem líka er bókaskápur. „Ég hef nú reynt að raða bókunum í stafrófsröð
en það hefur alltaf ruglast aftur.“
Kommóða
full af
bókum
FRÍÐA Sophia Böðvarsdóttir erhöfundur bókarinnar Bakað úrSpelti sem er nýkomin út. Fríðasegir að spelti sé bragðmeira,
bragðbetra og skemmtilegra að meðhöndla
það en hveiti og að margir séu áhugasamir
um að baka úr þessari hveititegund.
Fríða Sophia er geðsjúkraliði að mennt
en hefur lengst af starfað við kennslu,
bakstur og matreiðslu. Nú kennir hún
heimilisfræði við Víkurskóla í Reykjavík, á
námskeiðum hjá Kvöldskóla Kópavogs, auk
þess sem hún er að læra svæðanudd og
byrja á næstu bók. Hún greinir þó ekki frá
efni hennar enn sem komið er. Fríða býr við
Grenimel í Reykjavík ásamt sonum sínum,
Agli 20 ára og Jakobi 21 árs.
Bækurnar hennar Fríðu eru í stofunni,
svefnherberginu og eldhúsinu og hún les
mikið, mest af matreiðslubókum. Af skáld-
sagnahöfunum er Vigdís Grímsdóttir í
mestu uppáhaldi hjá Fríðu. Matreiðslubæk-
urnar eru í öllum hillum og mikið er af bók-
um um heilsu og nudd. „Það er mjög gaman
að læra nudd og ég hef mikinn áhuga á les-
efni sem er tengt því. Þegar ég fer í sum-
arbústað tek ég nokkrar svoleiðis bækur
með mér og les mikið. Þegar ég er heima
les ég uppi í rúmi.“ Fríða hefur haft mikið
að gera við að semja bókina og kennir auk
þess nokkur námskeið í Kvöldskóla Kópa-
vogs. Þar er hún með sérstök námskeið m.a.
í speltbakstri og matreiðslu grænmet-
isrétta.
„Það má eiginlega segja að ég safni mat-
reiðslubókum,“ segir Fríða Sophia og dreg-
ur upp hverja stóra, myndskreytta mat-
reiðslubókina á fætur annarri. Hún dvaldi
um tíma í Jórdaníu og lærði arabíska mat-
argerð og þaðan tók hún með sér fallega
matreiðslubók með arabísku letri, sem hún
ræður þó ekki í! „En myndirnar eru svo fal-
legar og svo á ég aðra bók um arabíska
matreiðslu sem ég held mikið upp á.“ Þetta
er The Complete Middle East Cookbook.
„En biblían mín og alfræðiorðabók er
Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur.
Fríða segist nota þá bók mikið til að leita að
staðreyndum um mat. „Þessi verður alltaf
að vera við hendina.“
Fríðu Sophiu þekkja ýmsir sem sótt hafa
kaffistofu Listasafns Íslands en þar bjó
Fríða til gómsætar bökur um árabil. Hún
stofnaði líka fyrirtækið Grænt og gómsætt
ásamt æskuvinkonu sinni Júlíu Sigurð-
ardóttur sem þær ráku um sjö ára skeið,
m.a. í Tæknigarði. Fríða var grænmetisæta
á tólf ára tímabili og hefur búið til ótal upp-
skriftir að grænmetisréttum. Hún tekur
upp fallega bók um grænmetisrétti, eina af
fjölmörgum þess efnis sem hún á í safni
sínu.
Í bókahillunni í stofunni kennir ýmissa
grasa. Danskar bækur frá námsárum Fríðu
í Danmörku, listaverkabækur, bækur um
handavinnu, sálfræðibækur og auðvitað
matreiðslubækur. Grænmetisréttir, brauð
og matreiðsla frá ólíkum heimshornum.
„Þegar ég fer til útlanda fer ég alltaf í bóka-
búðir og get auðveldlega gleymt mér þar
við að skoða matreiðslubækur. Ég kaupi yf-
irleitt alltaf einhverjar bækur tengdar mat-
reiðslu eða heilsu.“
Fríða raðar bókunum í hillunni í svefn-
herberginu eftir efni þeirra en í stofunni er
uppröðunin meira tilviljanakennd. Bæk-
urnar sem hún les mest eru í hillunni í
svefnherberginu. „Ég myndi vilja eiga stór-
an bókaskáp þar sem allar bækunar kæm-
ust fyrir og þá myndi ég skipuleggja betur.“
Heimilisfræðikennarinn
Fríða Sophia Böðvarsdóttir við bókaskápinn í stofunni. Hún á matreiðslubók á arabísku sem hún les ekki.
„En myndirnar eru svo fallegar.“
Get gleymt
mér í bóka-
búðum