Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 3

Morgunblaðið - 29.11.2002, Side 3
iðnnámi og lenti í strákabekk. Þar eignaðist ég góðan vin og hann varð vinur okkar beggja, mín og kærast- ans. Svo eignaðist hann kærustu og við hættum að mestu að tala saman. Ég fór að brotna meira og meira nið- ur. Höndlaði minna og minna. Hrein- lega „meikaði“ það ekki. Það hefði ekki þýtt að biðja mig að fara út með ruslið, hvað þá annað. Það varð allt tíu þúsund sinnum erfiðara en áður. Ég var hætt að sofa. Þorði hreinlega ekki að sofna, því ef ég sofnaði fékk ég ógeðslegar martraðir.“ Þegar stúlkan hugsar til slita vináttunnar við vinkonuna úr 9. bekk og skóla- bróðurinn segist hún á þeim tíma hafa talið þetta eiga stóran þátt í van- líðan sinni og þunglyndi sem síðar greindist. Nú segist hún átta sig á því að þetta hafi stafað af ofvirkni. Stúlkan segist njóta þess að vera í mjög góðu sambandi við foreldra sína og tala mikið við þau. „Mamma kveikti á einhverju sem ég áttaði mig ekki á. Hún hringdi í mig einn daginn og bað mig að koma með sér upp á geðdeild. Ég fór með henni og við töl- uðum við geðlækni. Hann sagði að ég væri mjög þunglynd og það þyrfti að gera eitthvað í því. Ég var sett á þunglyndislyf og eftir tvær vikur var mér farið að líða mun betur. Varð af- slappaðri og gat sofið.“ Vandinn greindur Þegar þarna var komið hafði stúlk- an bókað viðtalstíma hjá Sigríði D. Benediktsdóttur sálfræðingi, sem m.a. hefur sérhæft sig í að sinna fólki með athyglisbrest og ofvirkni. Stúlk- an var ekki alveg ókunnug sálfræð- ingum. Hafði farið fyrst 12 ára gömul og þá vegna þess að skólastjórinn hennar taldi hana hafa meiri getu en árangur í skóla og fleiru sýndi. Á mörgum sviðum var hún langt á und- an jafnöldrum sínum. Hún var send í greindarpróf og mældist langt yfir meðalgreind. Síðar komst hún að því að niðurstaða sálfræðingsins hefði verið að hún þyrfti á stuðningi að halda, jafnt í námi sem öðru, en það var ekkert gert í því. Eftir skilnað foreldranna fór hún til annars sálfræðings. Sá var pabbi vinkonu hennar og hún segist bara hafa logið að honum. Þótti tengsl hans við vinkonuna óþægileg. Eftir að hafa fallið á tveimur önnum í menntaskóla lá leiðin til þriðja sál- fræðingsins. Stúlkan komst að því að sá sagði mömmu hennar allt sem þeim fór á milli. Enn greip stúlkan til lyginnar og spann svo vel að sálfræð- ingurinn sagði móðurinni að dóttirin væri orðin góð. „Ég var búin að vera á þunglynd- islyfjunum í þrjár vikur þegar ég fór til Sigríðar sálfræðings. Athyglis- brestur með ofvirkni liggur í fjöl- skyldum og það höfðu aðrir greinst með þetta í minni nánustu fjölskyldu. Ættingjar voru búnir að benda mér á að tala við Sigríði, því hún greinir þessar raskanir. Hjá Sigríði tók ég alls konar próf, persónuleikapróf, of- virknipróf, kvíðapróf, þunglyndispróf og fleiri. Hún kannaði líka minnið. Eftir prófin fór Sigríður að hlæja, alls ekki hæðnislega, og sagði að ég væri mjög ofvirk og hefði verið það frá æsku. Sigríður taldi ástæðuna fyrir þunglyndinu geta verið að ég hefði verið ofvirk frá því ég var barn, án þess að fá viðeigandi meðhöndlun. Ég gat aldrei setið kyrr og lesið bók. Átti erfitt með að bíða í röð. Gat ekki þag- að þar sem ekki mátti tala. Fólk vildi ekki fá mig með í bíó, því ég talaði svo mikið. Eins talaði ég mikið í tímum. Ég hafði alltaf fengið neikvæð skila- boð: Slappaðu af, slakaðu á, vertu ekki með þennan æsing! Allt verkaði þetta niðurbrjótandi á mig og olli höfnunartilfinningu. Af því leiddi að ég fór sjálf að brjóta mig niður. Mér fannst ég ljót, feit og heimsk. Öðlaðist nýtt líf Sigríður sagði að ég væri mjög of- virk og kæmi hátt út í kvíða. Hún vís- aði mér til læknis sem mælti með því að ég prófaði rítalín. Við það að vera greind og fá rétta meðhöndlun var eins og ég fengi tækifæri til að lifa upp á nýtt. Ég hætti á þunglyndis- lyfjunum en svaf samt á nóttunni. Nú get ég meira að segja setið og lesið bækur í rólegheitum. Ég er ég sjálf og engin önnur, sama innan um hvaða fólk ég er. Samt er ég enn að byggja upp sjálfstraustið og á bágt með höfnun. Ef tveir eru að tala sam- an í herbergi og þagna þegar ég kem inn fara ósjálfrátt af stað hugsanir: Voru þeir að tala um mig, gerði ég eitthvað? Er það eitthvað sem ég er í? Ef ég bið einhvern að koma í bíó eða í Kringluna og manneskjan hikar velti ég því fyrir mér hvort hún sé að hafna mér. Það er erfitt að losna við þessar neikvæðu hugsanir.“ Stúlkan lenti í slysi eftir að vandi hennar var greindur og segist hafa tekið rítalínið stopult um tíma í kjöl- far þess. Gömlu einkennin gerðu um leið vart við sig. Þegar stúlkan hittir gerendur ein- eltisins frá árum áður segist hún tala við þau um daginn og veginn, en aldrei um það sem þau gerðu henni. „Í dag er ég að reyna að vera ég sjálf. Lífið horfir allt öðruvísi mér nú en áður. Ég er í vinnu við iðnina sem ég er að læra og á vinkonu í vinnunni. Við eigum mikið sameiginlegt, erum svona „strákstelpur“, þykir gaman að raf- sjóða og erum drullugar upp fyrir haus alla daga. Ég er að gera eitthvað sem ég hef rosalega gaman af. Uni mér best við að vinna eitthvað verk- legt. Vera ein að laga eitthvað eða vesenast, parketleggja, flísaleggja eða undir húddinu á bílnum mínum. Þar blómstra ég. Það er allt annað líf eftir að ég fékk rétta meðhöndlun. Nú get ég gert eitt í einu og klárað það. Er ekki lengur að vasast í 300 hlutum samtímis og ljúka eiginlega ekki við neitt. Það varð mikil breyting eftir að ég kynntist kærastanum mínum. Við er- um búin að vera saman í þrjú ár og ég hef búið heima hjá tengdó. Ég get ekki skilið hvernig kærastinn minn gat þolað mig. Alltaf þessar skap- sveiflur og óánægja. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa mér, eins og öll fjöl- skylda mín. Hann er gull af manni. Ef ég er eitthvað pirruð eða vil að hlut- irnir gerist strax hvíslar hann að mér hvort ég hafi gleymt að taka lyfið mitt. Það pirrar mig ekki því mér finnst ánægjulegt að hann sér mun á mér nú og áður.“ ’’Það var alltaf verið að taka hlutina mína og fela. Taka strokleðrið, litina mína, skólabækur, föt. Ég var upp- nefnd og mér var strítt vegna starfs pabba míns. ‘‘ DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 B 3 MÖRGUM sögum fer af tilurð brjóstahaldarans. Ef að líkum lætur er sú skemmtilegasta haugalygi, en þó furðu lífseig. Segir þar af Otto nokkrum Titzling (tit = brjóst, sling = axlaról), sem fann upp þetta þarfaþing árið 1912. Annaðhvort er hann sagður hafa hannað brjóstahaldarann á Lois Lung, sænska íþróttakonu, eða sænska, bústna og barmmikla óp- erusöngkonu, Swanhildu Olafsen að nafni, sem bjó í sama gistihúsi og hann. Síðan segir að á þriðja ára- tugnum hafi óskammfeilinn Frakki, Phillipe de Brassiere (brassiere = brjóstahaldari), hafið framleiðslu á brjóstahöldum byggða á hönnun Titzlings. Frumkvöðullinn hafi að vonum brugðist ókvæða við, höfðað mál gegn hermikrákunni, en tapað. Þar af leiðandi – segir sagan, hafa frönsku- og enskumælandi konur allar götur síðan gengið í „brass- iere“ en ekki „titzlings“. Sagan af Titzling og Brassiere er til í ýmsum útgáfum á Netinu. Þótt sums staðar sé gengið út frá að hún sé dagsönn, er lítill vafi á að hún er uppspuni og eigi rætur að rekja til hálfgerðrar skrítlubókar um þá herramenn eftir Wallace Reyburn. Bókin kom út árið 1971 og heitir Bust up: The uplifting Tale of Otto Titzling and the Development of the Bra, eða Upp með barminn: Upplífgandi saga af Otto Titzling og þróun brjóstahaldarans. Hvalbein og stálvírar Þótt talið sé að konur á Krít hafi frá því um 2500 f.K. notað nær- plögg, lík brjóstahöldum, til að lyfta barmi sínum og heimildir séu um áþekkar flíkur í aldanna rás, er Mary Phelps Jacob yfirleitt eign- aður heiðurinn af uppfinningu brjóstahaldarans. Að minnsta kosti hafði þessi yfirstéttarfrú í New York fyrst allra vit á að tryggja sér einkaleyfi á flíkinni. Það var árið 1914, en árið áður hafði hún keypt sér örþunnan kvöldkjól, sem hún hugðist skrýðast í samkvæmi. Eins og flestar samtímakonur var Jacob orðin hundleið á að þröngva lík- amanum í níðþröng, stíf og óþægi- leg lífstykki úr hvalbeinum og stál- vírum. Samt sem áður mátaði hún nýja kjólinn yfir eitt slíkt og sá þá að hvalbeinin stóðu upp úr flegnu hálsmálinu og jafnframt sást móta fyrir þeim undir næfurþunnum kjólnum. Henni féllust þó ekki hendur, heldur tók tvo silki- vasaklúta og bleikan borða og útbjó, með hjálp vinnukonunnar, vísi að brjóstahaldara, sem raunar flöttu brjóstin út í stað þess að lyfta þeim upp eins og síðari tíma flíkum þessarar gerðar var yfirleitt ætlað. Blómleg viðskipti Brjóstahaldari Jacobs vakti mikla athygli, enda konan sjálf eins og gangandi auglýsing þar sem hún sótti jafnan samkvæmi íklædd upp- finningu sinni undir fínustu kvöld- kjólum. Konum í fjölskyldunni sem og vinkonum hefur efalítið þótt hún lögulegri í laginu en þær, því þær báðu hana endilega að hanna slík nærklæði fyrir sig. Dag einn þegar hún fékk sömu beiðni frá sér gjör- samlega ókunnri konu, sem bauð henni dollar fyrir viðvikið, rann upp fyrir henni að hafa mætti fjár- hagslegan ávinning af uppfinning- unni. Í kjölfarið fékk Jacob einka- leyfi á „Backless Brassiere“ sem er baklaus brjóstahaldari, en síðara Reuters hlutanna Saga ingi/meðferð fagaðila skipt sköpum fyrir velferð einstaklinga með AMO. Ekki er þó alltaf þörf á lyfjameðferð. Heimildir og ítarefni Sindri Freysson. Ofvirkir eru vanræktir. Viðtal við Sigríði D. Benediktsdóttur, Morgunblaðið 5. nóvember 1999. Ægir Már Þórisson. Athyglisbrestur með ofvirkni (ofvirkniröskun). www.persona.is. Ragna Freyja Karlsdóttir. Ofvirknibókin: fyrir kennara og foreldra. 2001. og 6.000 fullorðinna Íslendinga líði af AMO. Viðeigandi lyfja- meðferð hefur lengi verið notuð með góðum árangri þegar um börn er að ræða, samhliða fræðslu og þjálfun foreldra (og kennara) barna með AMO. Aukin reynsla sérfræðinga og langtíma- rannsóknir hafa á síðustu árum leitt í ljós að á unglings- og full- orðinsárum getur rétt lyfja- meðferð ásamt fræðslu og stuðn- Brjóstahöld í þágu styrjaldar orðið var dregið af franska orðinu upphandlegg. Undir nafninu Caresse Crosby vatt Jacob sér út í blómlegan at- vinnurekstur um nokkurra ára skeið, en seldi síðar einkaleyfið fyr- ir fimmtán hundruð dollara til Warner Brothers, lífstykkjafyr- irtækis í Connecticut, sem næstu þrjá áratugina hagnaðist um 15 milljónir dollara á kaupunum. Þótt konur víða um heim tækju uppfinningu Jacob fagnandi og þætti hún brátt ómissandi hluti af nauðsynlegum nærklæðnaði, er næsta víst að brjóstahaldari sem Marie Tucek hannaði og fékk einkaleyfi á árið 1892 er meira í lík- ingu við brjóstahöld sem konur klæðast nú á dögum og veita brjóst- unum stuðning. Af einhverjum ástæðum, líklega tískulegum, varð brjóstahaldari Tuceks þó ekki sér- staklega vinsæll á þessum tíma, en hann var með tveimur „vösum“ fyr- ir brjóstin og böndum yfir axlir sem fest voru með krækjum. Orustuskip og brjósta- höld í stað lífstykkja Ýmsar útfærslur brjóstahald- arans hafa síðan komið fram á sjón- arsviðið. Árið 1928 stofnaði Ida Rosenthal, rússneskur innflytjandi í Bandaríkjunum, nærfatafyrir- tækið Maidenform og var fyrst til að framleiða brjóstahaldara í mis- munandi stærðum, samkvæmt svo- kölluðum skálum A,B, C o.s.frv. Hermt er að fyrri heimsstyrj- öldin hafi átt einna mestan þátt í því að konur lögðu lífstykkin á hill- una og klæddust þess í stað brjósta- haldara. Þá hafi kynhlutverkin riðl- ast, margar konur hafi hafið störf í verksmiðjum eða klæðst einkenn- isbúningum í fyrsta skipti. Þegar bandaríska hergagnaráðið hafi far- ið þess á leit við konur að þær hættu að kaupa lífstykki til að spara málma, hafi þær tekið góð- fúslega í þá beiðni og sparað 28 þúsund tonn af málmi. Sem nægði til að byggja tvö orustuskip. Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Frá Peysur buxur vesti ZERO PLUS ww w. for va l.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.