Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 2
DAGLEGT LÍF
2 B FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
brosið
E
INELTIÐ byrjaði
fljótlega eftir að ég
byrjaði í skóla. Ég
átti eldri for-
eldra en
margir í bekknum og
mamma keypti á mig fötin.
Það voru ekki tískuföt.
Ótrúlegt en satt þá skipti
það máli í sjö ára bekk,“
segir viðmælandi minn. Hún
er nú orðin ung kona, komin í
sambúð og í námi. Uppvaxt-
arár hennar hafa ekki verið
þrautalaus og í stað bjartra og
skemmtilegra bernskuminninga
á hún margar minningar um erf-
iðleika og mótlæti. Þó á hún góða
að, kærleiksríka foreldra og
systkini. Vandinn var ekki heima,
heldur í skólanum og meðal leik-
félaganna. Hún hefur mikið gruflað í
fortíðinni og spurt sig hvers vegna
hún hafi orðið skotspónn og fórnar-
lamb. Var það ef til vill vegna þess að
pabbi hennar var áberandi í kaup-
staðnum þar sem þau bjuggu?
Sífelld stríðni og höfnun
„Mér gekk vel í byrjun í skólanum,
en svo fór mér að ganga illa. Námið
virðist hafa verið of auðvelt fyrir mig
og ég missti áhugann. Svo hafði þetta
sífellda niðurbrot skólafélaganna sín
áhrif á sjálfsöryggið.“
Aðspurð um niðurbrotið segir hún
það hafa falist í sífelldri stríðni og að
vera skilin útundan. „Það var alltaf
verið að taka hlutina mína og fela.
Taka strokleðrið, litina mína, skóla-
bækur, föt. Ég var uppnefnd og mér
var strítt vegna starfs pabba míns.
Við áttum meiri pening en margir og
þegar ég var með peninga var ég not-
uð. Ég eiginlega keypti mér vináttu.“
Þrátt fyrir þetta mótlæti segir
stúlkan að hún hafi alltaf verið álitin
glaður krakki. „Ég var alltaf bros-
andi. Var í raun margar persónur.
Það fór eftir því með hverjum ég var
hvernig ég var. Ég breytti mér til að
falla inn í hópinn.“
Eineltið varð verst í 9 ára bekk. Þá
kom ný stelpa í bekkinn og hún tók
forystuna. Hún var úr vel efnaðri fjöl-
skyldu og átti allt það flottasta. „Hún
kom með alla nýjustu tískustrauma
úr Reykjavík,“ eins og viðmælandinn
orðar það. „Ég átti hvorki Levi’s-
buxur né vasadiskó! Hvort tveggja
var í tísku. Einu sinni bauð bekkj-
arbróðir minn í bekkjarpartí um
helgi – hann átti afmæli – og mér var
boðið eins og hinum. Allar stelpurnar
lugu því að mér að þær ætluðu ekki
að fara – til að ég færi ekki. Ég fór
ekki en komst samt að því að þær
fóru. Það voru allir í bekknum í partí-
inu nema ég. Ég ræddi þetta mikið
við mömmu og hún hughreysti mig
og byggði mig upp fyrir skólann á
mánudeginum. Ég var mjög hrædd
við að mæta í skólann. Þegar ég svo
kom spurðu skólasysturnar: Af
hverju komstu ekki í afmælið? Ég
spurði á móti hvort þær hefðu nokk-
uð ætlað að fara? Nei reyndar ekki, –
en þær höfðu skipt um skoðun á síð-
ustu stundu.
Þorði ekki að segja frá
Í grunnskóla gerði ég allt til að
komast hjá því að fara í skólann.
Þóttist oft vera veik. Setti hitamæli
undir heitt vatn, á ofn eða ljósaperu.
Hóstaði eins og ég lægi banaleguna.
Ég var tíður gestur hjá skólahjúkk-
unni. Samt var ég alltaf brosandi. Það
var bara útávið.
Krakkarnir níddust á manni þegar
enginn fullorðinn var til staðar. Ég
þorði ekki annað en að brosa til að fá
ekki enn verri útreið ef ég klagaði.
Þorði aldrei að segja frá. Þó hef ég
fengið meiri ást, umhyggju og hlýju
en margir sem ég veit um. Ég er alin
upp við tíð faðmlög og foreldrar mínir
voru voru alltaf til staðar.“
Léleg námsframvinda olli foreldr-
unum furðu, því þau þóttust vita að
meira væri í þá litlu spunnið en hún
sýndi í skólanum. Það varð til þess að
hún var flutt í annan skóla 11 ára
gömul. Í nýja skólanum lenti hún í fá-
mennum bekk, en eignaðist þó enga
vini. Ekki heldur óvini. „Ég var
kannski hrædd við að stofna til vin-
áttu; átti ekki neina fasta vinkonu.
Ég æfði sund, fór í fimleika og blak
en datt út úr því öllu af áhugaleysi.“
Stúlkunni hélst illa á kunningjum
og hún átti erfitt með að eignast vini.
Hún fór mikið í sund ein síns liðs, var
stundum allan daginn í sundi. Hún
leitaði uppi krakka og lék sér við þá
þangað til þau eða hún fengu nóg.
Það rættist lítið úr námsframvind-
unni og 13 ára gömul fór hún enn í
nýjan skóla. „Þar kynntist ég stelpu,
en varð síðar fyrir einelti af hennar
hálfu og einnar annarrar. Þær
stungu mig af og baktöluðu mig. Oft
kom ég að þegar þær voru að tala
leiðinlega um mig. Í 9. bekk eignaðist
ég síðan vinkonu úr bekknum og við
urðum perluvinkonur. Hún var al-
vöruvinkona. Við vorum alltaf saman
og ég treysti henni. Kannski vegna
þess að hún hafði einnig orðið fyrir
einelti þegar hún var yngri. Við bætt-
um hvor aðra upp.“
Hvernig þá?
„Hún var mjög ákveðin og hafði
sterkar skoðanir. Hún hafði meira
sjálfstraust en ég og klæddi sig eins
og henni hentaði. Sama hvað hver
sagði. Ég gat ekki gert það. Samt var
hún feimin og lokuð gagnvart öðrum,
en ég opin og hress út á við. Eftir
kynnin af henni fór ég að klæða mig
eins og mér leið best og svara fyrir
mig. Hún varð opnari og fór að
blanda geði við fólk. Við virkuðum vel
hvor á aðra, urðum sterkari og hún
fékk meira sjálfstraust.“
Besta árið í Bandaríkjunum
Þegar stúlkan var orðin 15 ára
skildu foreldrar hennar og hún flutti
með mömmu sinni til Reykjavíkur.
Eftir grunnskóla lá leiðin í undirbún-
ingsdeild iðnskóla. Þar náði stúlkan
þeim árangri að hún komst í mennta-
skóla.
„Þá fór að verða vart þunglyndis,
þótt ég áttaði mig ekki á því nærri
strax. Ég varð mjög svartsýn og svaf
þegar ég gat. Þunglyndið vatt sífellt
upp á sig. Mér gekk ekkert í skól-
anum. Féll bæði á mætingu og próf-
um. Það varð nú ekki til að byggja
upp sjálfstraustið og sjálfsímyndina.
Eineltið og ofvirknin hjálpuðu örugg-
lega líka til. Ég taldi mér trú um að
ég væri heimsk og gæti ekki lært. Til
dæmis gat ég ekki lært ensku af því
einu að horfa á sjónvarpið eins og
hinir krakkarnir.“
Stúlkan var nú orðin 18 ára og
framhaldsskólagangan hafði engu
skilað. „Mamma spurði mig hvort það
væri ekki sniðugt að ég færi út sem
au-pair í eitt ár? Ég fór til Bandaríkj-
anna og var meira en ár hjá banda-
rískri fjölskyldu. Þar lærði ég ensk-
una hratt og vel. Mér gekk mjög vel
og ég hreinlega blómstraði, þótt ég
segi sjálf frá. Ég var hjá yndislegri
fjölskyldu og fékk svo oft hrós. Þótt
ég væri alin upp við mikla hlýju og
stuðning heima var gott að fá svona
mikið hrós frá öðrum en fjölskyldu
minni. Konan sem ég var hjá bar mig
saman við aðrar stúlkur sem hjá
henni höfðu verið. Hún sagði að sér
líkaði best við mig. Ég var fljót að
læra á hlutina og var róleg og yfir-
veguð með börnunum. Konan hvatti
mig til að að fara út í tækninám því
henni þótti ég bæði klár og útsjón-
arsöm. Þetta varð besta ár sem ég
hafði lifað.“
Í Bandaríkjunum fór stúlkan á
námskeið í saumi og keramik. Það
dró mjög úr þunglyndinu og hún seg-
ist ekki hafa fengið vott af heimþrá
heldur liðið æðislega! Hún segir að
vegna þess hve illa henni hafði gengið
í skóla og haldist illa á vinnu hefði
hún strangt til tekið ekki átt að fá að
fara sem au-pair. „En ég fór og var
valin besta au-pair-stelpan og var
beðin að taka viðtöl við fólk sem lang-
aði að fá au-pair-stelpur og eins stelp-
ur sem vildu verða au-pair. Ég sann-
aði mig og gerði betur en margar
aðrar – ég sem ekki átti að fá að
fara!“
Aftur til Íslands
Eftir heimkomuna kynntist stúlk-
an pilti og þau fóru að vera saman. Á
sama tíma rofnaði alveg sambandið
við vinkonuna sem hún hafði átt frá
því í 9. bekk. Stúlkan segist hafa
eignast góðan kærasta og samband
þeirra hefur haldist traust. „Þrátt
fyrir það gerði þunglyndið aftur vart
við sig, eftir að ég kom heim, þótt ég
skilji ekki hvers vegna. Ég byrjaði í
Líðanin
Eineltið hófst fljótlega
eftir að skólaganga
ungu stúlkunnar hófst.
Í kjölfarið fylgdi lélegt
sjálfsmat, þunglyndi og
dimmar hugsanir. Það
var ekki fyrr en hún
komst á þrítugsaldurinn
að í ljós kom að vandinn
stafaði ekki síst af
athyglisbresti með of-
virkni. Þá hófst meðferð
sem leiddi til bata og
betri líðanar. Guðni
Einarsson heyrði sögu
stúlku sem horfir nú
bjartari augum fram
á veg.
bak við
Athyglisbrestur með ofvirkni
(AMO) eða Attention Deficit
Hyperactivity Disorder (ADHD)
er ein af algengustu geðrösk-
unum meðal barna.
Talið er að 3–5% barna líði af
AMO, eða u.þ.b. 1.600 börn hér á
landi. Drengir eru taldir þrisvar
sinnum líklegri til að greinast
með AMO en stúlkur.
Rannsóknir benda til að orsakir
AMO megi einkum rekja til líf-
fræðilegra þátta, en lengi hefur
verið vitað að AMO er algengara í
sumum fjölskyldum en öðrum.
Oft er erfitt að greina einkenni
AMO hjá börnum. Hegðun barna
með AMO er gjarnan skipt í þrjá
flokka sem eru athyglisbrestur,
ofvirkni og hvatvísi. Lengi var
talið að þessi röskun eltist af fólki
en langtímarannsóknir hafa leitt í
ljós að 30–70% þeirra einstaklinga
sem hafa greinst með AMO sýna
einkenni röskunarinnar áfram á
unglings- og fullorðinsárum. Ein-
kenni breytast með auknum aldri
og þroska, t.d, dregur úr hreyfi-
virkni. Þau einkenni sem breytast
hvað minnst eru einkenni athygl-
isbrests (t.d. að eiga erfitt með að
koma sér að verki, einbeita sér að
og ljúka verkefnum auk minnis-
og skipulagsörðugleika), sem eru
oft ekki svo sýnileg öðrum en
geta háð einstaklingnum mjög
mikið. Sem dæmi má nefna að
þeir sýna oft slakari frammistöðu
í námi en efni standa til og er
stundum talið að um leti eða
kæruleysi sé að ræða. Börnum
með AMO er hættara við að þróa
með sér hegðunarvanda en öðrum
börnum og á unglings- og fullorð-
insárum er þessum einstaklingum
hættara við kvíða og þunglyndi
en öðrum. Eins er þeim hópi sem
átt hefur í hegðunarvanda hætt-
ara við að ánetjast vímuefnum.
Þegar á unglings- og fullorðinsár
er komið og ofangreindar fylgi-
raskanir komnar til sögunnar er
ekki alltaf auðvelt að sjá grunn-
vandamálið sem er AMO.
Talið er að 1–3% allra fullorð-
inna einstaklinga eða á milli 2.000
A T H Y G L I S B R E S T U R M E Ð O F V I R K N I