Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 6
Ljóðelskur maður borinn til grafar sögur af lífi og dauða María Rún Karlsdóttir Öllum má morgunljóst vera af titli þessarar bókar sem og undirtitli hverslags sögur hún hefur að geyma. Kannski fælir þetta einhverja frá því ekki hafa allir áhuga á að lesa um málefni sem tengjast dauðanum þótt hann sé óhjákvæmileg- ur hluti af lífinu. En auðvitað eru þessar sögur um margt fleira en dauða, þar koma fyr- ir hinar ýmsu persónur og sumar hverjar dálítið sérstakar og einmitt þess vegna eru þær áhugaverðar. Spítalasögur hafa löngum þótt forvitnileg- ar því inni á slíkum stofnunum er sérstakur heimur, sveipaður ákveðinni dulúð. Sög- urnar í fyrsta aðalkafl- anum og jafnframt þeim stærsta af þremur í bókinni, eru einmitt sagðar af stúlku sem er læknaritari og við fáum að kíkja með hennar augum á sjúklinga og hana sjálfa. María Rún varpar upp myndum af minningum í þessari fyrstu bók sem hún skrifar á íslensku og eru margar þeirra forvitnilegar. Sumar þeirra eru reyndar að mörgu leyti fremur frásagnir en eiginlegar sögur, þar sem sögumaðurinn horfir utan frá á það sem rifjað er upp og lýsir mann- eskjum þeim sem fyrir koma á hlut- lægan hátt. Sumar persónurnar eru dregnar frekar einföldum dráttum og af þessu leiðir að þær lifna kannski ekki eins mikið við og þær hefðu get- að gert. Sögumaður túlkar þær líka stundum sjálfur en betur fer á að leyfa lesandanum að draga sínar ályktanir. Sögurnar í lokakaflanum eru aftur á móti þriðjupersónufrá- sagnir og fólkið í þeim talar fyrir sig sjálft og fer vel á því. Þessar síðustu sögur eru einnig ólíkar flestum hinum að því leyti að þær eru stuttar og hnit- miðaðar og þar eru mörk raunveru- leikans ekki alltaf á hreinu. María Rún fer nokkuð vel af stað í þessari fyrstu bók sem hún skrifar beint á íslensku og hún á eflaust eftir að vaxa og dafna sem rithöfundur. Einna best fannst mér henni takast upp í sögunni STOFA 5, RÚM 6 því þar fær les- andinn ekki öll svörin á borðið og samúð vaknar með manneskjunni sem sagt er frá. Af einhverjum ástæð- um hefur hin finnska Marjatta kosið að nota íslenska höfundarnafnið María Rún Karlsdóttir og eflaust er það gert til að koma í veg fyrir þann misskilning að þetta sé þýdd bók. Eins undir- strikar hún þannig að hún er íslenskur höfundur. María Rún hefur náð góðum tökum á íslensku máli en þó kom ein- staka sinnum fyrir að ég fann fyrir því að íslenska væri ekki hennar móður- mál og var það einna helst í röðun orða í setningum. En sú staðreynd að María Rún er finnsk að uppruna og hefur auk þess búið í nokkrum löndum utan Íslands er kostur sem hún nýtir sér ágætlega í þessum sögum. Lesandinn fær m.a. að kynnast framandi viðhorfum og aðstæðum fyrri tíma í öðrum löndum og margt af því er mjög áhugavert. Sérstakt skopskyn Maríu læðir sér á milli lína og hún tekur oft skemmti- lega til orða. Líf og dauði SMÁSÖGUR Bókaútgáfan Vöttur 2002, 160 bls. Kristín Heiða Kristinsdóttir Marjatta Ísberg 6 D MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Horfinn heimur – Árið 1900 í nær- mynd nefnist fjór- tánda bók Þór- unnar Valdimarsdóttur sagnfræðings. Verkið skiptist í sex hluta: að fá heiminn í hús, sem fjallar um blaða- útgáfu; „olnbogabörn hjá samgöngu- færunum“ um samgöngur og efnis- öflun blaðanna; háski á sjó og landi um spennufréttir; guð hjálpar þeim sem hjálpast að um læknavísindi og líknarmál; kyrrstaða og framfarir sem er samfélagslýsing byggð á fréttum árins og heimsmál sem hræra land- ann sem greinir heimsmynd íslensks aldamótafólks. Þórunn hefur fengið viðurkenningar bæði fyrir fræðibækur og skáldverk. Útgefandi er Mál og mynd/ Sögufélagið. 300 bls. Verð: 3.990 kr. Sagnfræði Morðið í alþing- ishúsinu nefnist fjórða bókin um Stellu Blóm- kvist. Höfundur er ókunnur. Stjórnarand- staðan hefur krafist umræðu utan dagskrár á Alþingi vegna um- mæla dómsmálaráðherra um nauð- syn þess að takmarka fjölda út- lendinga sem fái að setjast að á Íslandi. Á áheyrendapöllunum efna þjóðernissinnar til uppþota og ung fréttakona lætur lífið þegar hún kastast fram af áheyrendapöllunum ofan í þingsalinn. Var það slys eða morð? Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 233 bls., kilja, prentuð í Danmörku. Verð: kr. 1.599 kr. Sakamálasaga Bréf Vestur- Íslendinga II hef- ur Böðvar Guð- mundsson búið til prentunar. Fyrsta bindi Bréfa Vestur- Íslendinga kom út í fyrra og er hér fylgt eftir með bréfum 64 nýrra ritara. Hér birtast bréf fólks sem hóf að skrifa heim á árunum 1887–1902 og endurspegla þá breytingu sem orð- in er á högum Vestur-Íslendinga frá því Íslendingar námu fyrst land: Menn koma að numdu landi, víða eru öflugar Íslendingabyggðir og frá- sagnir af skólahaldi og félagsstarfi því ítarlegar. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 750 bls., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Erlingur Páll Ingv- arsson. Verð: 5.490 kr. Bréf HERMANN Páls- son varð öllum mikill harmdauði þegar hann lést af slysför- um við strönd Svarta- hafs í Búlgaríu á liðnu sumri. Hann var þá enn í fullu fræði- legu fjöri, þrátt fyrir háan aldur, og hafði nýlega lokið við að lesa próförk að þeirri bók sem nú er komin út að honum látnum, um hugmyndaheim íslenskra fornsagna með Grettis sögu í miðju rannsóknar. Á ferli sínum var Hermann órag- ur við að rekja hugmyndatengsl milli íslenskra fornrita og bóka sem ættaðar eru sunnan úr álfu. Af fræðum hans er ljóst að sögur voru ekki skrifaðar á Íslandi að fornu á neinum séríslenskum hugmynda- grunni, heldur voru sagnaritarar íslenskir gegnsýrðir af þeirri hugs- un sem ríkti á þeirra dögum á meginlandi Evrópu, jafnt sem hér á landi. Heimsmynd manna og siðferð- isviðmið í Húnavatnsþingi og Par- ísarborg voru svipuð um eitt og annað á miðöldum. Leifar þessa hugmyndaheims er nú aðeins að finna á bókum, fornum fræðiritum og bókmenntatextum. Í þessari síðustu bók sinni um Grettlu hefur Hermann dregið saman fjölmörg atriði sem lúta að almennum hugmyndum um hetju- skap, hegðun og atgervi fornkappa. Hann skilgreinir hvernig hug- myndirnar birtast í ýmsum þekkt- um ritum, sem flest voru til þýdd á íslensku, og finnur þeim stað í sög- unni. Með því vill hann skýra hvert sagan er að fara í ljósi hinna al- mennu siðferðisviðmiða sem ætla má að hafi ríkt á þeim dögum sem hún var fyrst saman sett á bók. Munnleg hefð eða rittengsl? Á miðöldum voru bækur fágætar og dýrar og sögum var miklu oftar miðlað í munnlegri frásögn en með beinum upplestri. Þannig flakka sögur og einstök minni á milli landa og tengjast ólíkum söguper- sónum og ytri aðstæðum á hverjum stað – án þess að vera skráð á bók. Grettis saga er þó um margt sér- stök að þessu leyti. Hún var rituð mjög seint á miðöldum, þegar flest- ar Íslendingasögur voru að líkind- um til á bók, og hægt er að sýna fram á að hún tengist oft beint öðr- um skrifuðum sögum eins og Örn- ólfur Thorsson hefur rakið af mik- illi nákvæmni í óprentaðri meistara- prófsritgerð sinni frá 1993 Orð af orði: Hefð og nýmæli í Grettlu. Í bók Hermanns eru ályktanir oft dregnar mjög snögglega um bein áhrif tiltekins rits á einstaka kafla Grett- is sögu þó að oft sé einungis um mjög al- mennar hugmyndir að ræða eða það sem kall- að er flökkuminni og flökkusögur í þjóð- sagnafræðum. Slík at- riði geta birst í óskyld- um textum á sama menningarsvæði vegna þess að þau eru sótt í hinn sameiginlega hefð- arsjóð sem ausið er af við ritun þeirra. Það er til dæmis erfitt að fallast á þá skoðun að frásögn Grettlu af atgangi Gláms og að- sókn hans um nætur verði skýrð þannig að hún sé runnin af sögu um Petro þræl í Maríu sögu sem dreymir bera konu á nóttunni og reynir að verjast atlotum hennar (sbr. bls. 46). Stundum er jafnvel stiklað frá einni hugmynd til ann- arrar, líkt og smellt sé á tengil á heimasíðu, og lesandinn þannig leiddur langt frá upphafspunktin- um, jafnvel svo langt að ekki er al- veg ljóst hverju hann eigi að vera nær. Sé litið framhjá þessum ágalla verður hinu ekki á móti mælt að það er geysilega gagnlegt um margt að hafa þessa samantekt um það hvernig ýmsar grundvallar- hugmyndir frá miðöldum birtast í Grettlu og öðrum ritum. Munar þar miklu um þá gríðarlegu yfirsýn sem Hermann hafði aflað sér á löngum ferli, og hina nákvæmu þekkingu á ritum sem oft eru lesin af fáum. Hinn fræðilegi ágreining- ur snýst hins vegar um það hvern- ig við skýrum það fyrir okkur að sams konar hugmyndir skuli vera á kreiki í þeim bókum sem dregnar eru fram. Hermann var hallur und- ir þá meginskýringu sína að bækur æxluðust af bókum en oft væri hyggilegra að hafa meiri fyrirvara á og fullyrða ekki meira en að sög- ur æxlist af sögum – hvort sem þær voru munnlegar eða ritaðar. FORNSÖGUR Grettis saga og íslensk siðmenning HERMANN PÁLSSON Bókaútgáfan Hofi 2002, 199 bls. Baldur Hafstað ritar eftirmála í minningu Her- manns Pálssonar. Gísli Sigurðsson Fornar hugmyndir og menningartengsl Hermann Pálsson Frumherjar í verkfræði á Íslandi er skráð af Sveini Þórðarsyni sagnfræð- ingi. Bókin er fyrsta bindið í ritröð um sögu Verkfræðingafélags Íslands en á þessu ári hefur þess verið minnst með ýmsum hætti að 90 ár eru liðin frá stofnun félagsins. Eitt af því er útgáfa ritraðarinnar sem hefst á riti um frum- herjana og lýkur með 100 ára sögu Verkfræðingafélagsins árið 2012. Bækurnar verða tíu talsins og verður þar fjallað um hin ýmsu svið sem verk- fræðingar hafa starfað á. Í þessu fyrsta bindi er fjallað um 38 fyrstu verk- fræðingana á Íslandi, ævi þeirra rakin og helstu störf og gjarnan dregnar fram fróðlegar og oft spaugilegar hliðar af samtímanum og samtímamönnum. Bókina prýðir fjöldi mynda, sem marg- ar hverjar hafa ekki áður birst á prenti, og í henni eru einnig gamanvísur eftir Jón Helgason prófessor um verk- fræðinema í Kaupmannahöfn. Sveini til aðstoðar var ritnefnd úr röðum verkfræðinga: Hákon Ólafsson, Pálmi R. Pálmason og Guðmundur G. Þórarinsson. Útgefandi er Verkfræðingafélag Ís- lands. Bókin er 240 bls. Verð: 4.900 kr. Morgunblaðið/Sverrir Ritröð Forseti Íslands tekur við bók Verkfræð- ingafélagsins. Hákon Ólafsson, formað- ur VFÍ, og Sveinn Þórðarson, t.v., sagn- fræðingur og höfundur bókarinnar. INGÓLFUR Margeirsson hefur nú tekið saman bók um feril Bítlanna og tónlist þeirra. Bókin er í megin- dráttum afrakstur útvarpsþátta sem höfundur hélt á rás 2 fyrir nokkru árum við þó nokkrar vinsældir. Eitt- hvað hefur nú textanum verið breytt og bætt til að flytja hann yfir bók- arform. Það dylst engum sem bókina les að höfundur býr yfir gríðarlegri þekkingu á viðfangsefni sínu og kemur það fram í frásögn sem í senn er nákvæm og á köflum nokkuð per- sónuleg. Reyndar er nálægð frá- sagnamanns nokkuð sterk enda ávarpar hann lesendur með reglu- legu millibili og heldur þannig frá- sögninni ekki bara saman heldur leiðir lesandann beinlínis áfram frá einu Bítlatímabilinu yfir í það næsta. Það er m.a. í þessu samhengi sem bókin ber þess merki að hér er upprunalega um handrit að útvarps- þætti að ræða. Í bókinni eru rifjuð upp bernskubrek Bítl- anna og t.a.m. nokkuð sagt frá foreldrum Johns Lennons og æsku hans sem ekki alltaf var dans á rósum. Í megindráttum er þó verið að fjalla um tón- listarleg áhrif Bítlanna á samtíma sinn og störf þeirra sem hljómsveit. Lítið er farið í einkamál nema þegar þau beinlínis tengjast eða hafa áhrif á hljómsveitina sem slíka. Rakin er saga hverrar plötu fyrir sig, tilurð þeirra þ.e. þróunarferli það sem þær fóru í gegnum áður en þær litu end- anlega dagsins ljós. Í þeim frásögn- um kemur margt athyglisvert í ljós, t.a.m. sú frumstæða tækni sem Bítlarnir þurftu að glíma við og að sama skapi hvernig þeim tókst að leysa margvísleg vandamál þar af lútandi. Eins og við var að búast snýst frásögnin að mestu um John Lennon og Paul McCartney enda þeir tveir, að Ringo Starr og George Harrison ólöst- uðum, burðarstólpar og drifkraftar hljómsveit- arinnar. Nokkuð vel er síðan greint frá þeirri gremju og listrænum deilum sem að lokum urðu þess valdandi að hljómsveitin leystist upp í byrjun áttunda áratugarins. Helsti galli bókarinnar verður að teljast uppbygging hennar sem ber, líkt og áðurnefndur frásagnarháttur, þess merki að hér er upprunalega um marga útvarpsþætti að ræða. Kaflarnir verða í uppbyggingarleg- um skilningi fyrirsjáanlegir og gefa manni, þegar lengra inn í bókina er komið, þá tilfinningu að höfundur sé byrjaður að endurtaka sjálfan sig. Ennfremur á hann til að missa sig í of nákvæmum lýsingum á hljóðfæra- leik sem til lengdar verður eilítið þreytandi. Að sama skapi má þó segja að þar brjótist fram einlægur og nánast barnslegur áhugi höfund- ar á viðfangsefninu. Einnig hefði verið skemmtilegra ef fleiri ljós- myndir hefðu prýtt bókina og má segja að þar hafi höfundur getað bætt, að einhverju leyti, upp þá þætti sem misstu sín við flutninginn milli þessara tveggja tíðræddu miðla. Í heild er hér þó um afar fróðlega bók að ræða sem þrátt fyrir nokkra galla nær að segja sögu þessarar merkilegu hljómsveitar á athyglis- verðan hátt. Allir sannir Bítlaáhuga- menn ættu ekki að láta hana framhjá sér fara. Bítlafár SAGA Bylting Bítlanna Ingólfur Margeirsson Útgefandi PP Forlag. 501 bls. Höskuldur Kári Schram Ingólfur Margeirsson Myndir frá Brueg- el er eftir William Carlos Williams í þýðingu Árna Ib- sens. Bókin hefur að geyma úrval ljóða sem Willi- ams orti á síðari hluta höfundar- ferils síns en hann var eitt fremsta ljóðskáld Bandaríkjanna á 20. öld. Árið 1997 komu út þýðingar Árna Ibsens á úrvali ljóða úr eldri bókum skáldsins í bókinni Rauðar hjólbörur en í þessari nýju bók eru ljóð frá síðari hluta ferils Williams, þ.e. bókunum The Wedge, The Clouds, The Desert Music and Other Poems, Journey to Love og Pictures from Brueghel. Í bókinni eru meðal annars þýðingar sem hlutu við- urkenningu í ljóðaþýðingarsam- keppni Lesbókar Morgunblaðsins og Þýðingarseturs Háskóla Íslands árið 2001. Útgefandi er bókaútgáfan Bjartur. Bókin er 120 bls., prentuð í Odda. Kápuhönnun annaðist Snæbjörn Arn- grímsson. Verð: 1.880 kr. Ljóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.