Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 4
FÓLK  OWEN Hargreaves, enski lands- liðsmaðurinn í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við Bayern München til ársins 2006, en hann hefur verið orðaður við Liverpool og Arsenal.  KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur úrskurðað Craig Bellamy, leikmann New- castle, í þriggja leikja bann vegna brottreksturs hans gegn Inter í meistaradeild Evrópu fyrir skömmu. Bellamy hefur þegar tek- ið út einn leik í banni, og verður ekki með í leikjum Newcastle gegn Leverkusen sem fram fara í febr- úar. Bellamy tók einnig út þriggja leikja bann í keppninni fyrr í haust.  ROBERT Pires, leikmaður Ars- enal, telur ekki líklegt að Liver- pool verði enskur meistari í vor. Pires segir að keppnin muni tví- mælalaust standa á milli Arsenal, Manchester United, Chelsea og Everton.  FORRÁÐAMENN Barcelona segja ekkert vera hæft í fréttum enskra fjölmiðla um að félagið hyggist kaupa Paul Robinson, markvörð Leeds, þegar opnað verður fyrir leikmannamarkaðinn eftir áramót.  FORRÁÐAMENN enska knatt- spyrnuliðsins Aston Villa hafa beð- ið stuðningsmenn liðsins afsökunar á töfinni sem varð á leik liðsins gegn Liverpool í Worthington bik- arkeppninni í gær en leiknum var seinkað um 80 mínútur.  UM 17 þúsund áhorfendur voru fyrir utan Villa-Park kl. 19.45 í fyrradag þegar leikurinn átti að hefjast. Fyrirtækið sem sér um að selja miða á völlinn fyrir Villa hafði ekki sent miðana sem keyptir voru í forsölu til þeirra sem keyptu þar sem óttast var að miðarnir kæmust ekki til skila á réttum tíma, en gríðarlegt álag er á póst- þjónustu á Englandi. Enska knatt- spyrnusambandið hefur farið fram á rannsókn á atvikinu en aðeins má selja 500 miða á leiki Villa á sjálf- um vellinum.  RALF Rüssmann, framkvæmda- stjóra Stuttgart, var óvænt sagt upp starfi sínu í gær, en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Rüssmann kom til félagsins fyrir tæpum tveimur árum og tók þá við afar þröngu búi þar sem fjárhagur félagsins var í molum. Þrátt fyrir þrengingar hefur Rüssmann tekist ásamt þjálfaranum Felix Magath að byggja upp ungt og gott lið hjá Stuttgart sem nú er í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og í fjórðu umferð UEFA-keppninnar. Stjórnarmenn Stuttgart töldu sig ekki ekki lengur geta unnið með Rüssmann og því var honum sagt upp.  SKOTINN Colin Montgomerie hefur sagt að hann hafi hug á því að verða fyrirliði Ryder-liðs Evr- ópu árið 2006 þegar keppnin fer fram á Írlandi. Montgomerie segir við BBC að hann hafi nú þegar tal- að við áhrifamenn innan evrópska golfsambandsins um málið og geri sér grein fyrir því að keppnin um fyrirliðastöðuna geti verið hörð. „Ég ætla ekki að stíga á tærnar á neinum en þetta er verkefni sem ég hef áhuga á að taka að mér,“ segir Montgomerie.  ÁSTRALSKI knattspyrnumark- vörðurinn Mark Bosnich, sem verið hefur á mála hjá Chelsea, gæti átt yfir höfði sér þunga refsingu þar sem B-sýni hans reyndist einnig já- kvætt. Sýnin tvö taka af allan vafa um að Bosnich hafi neytt kókaíns í einhvern tíma. Eftir að niðurstaða úr A-sýni hans var gerð opinber fór hann á stofnun fyrir þunglynda og dvelur þar nú um stundir. FYRSTA æfing íslenska landsliðs- hópsins í handknattleik í loka- undirbúningi liðsins fyrir HM í Portúgal verður 23. desember og verður leikið gegn „pressuliði“ laugardaginn 28. des. Hinn 4. jan- úar á næsta ári verður fyrsti leik- ur liðsins af þremur gegn liði Slóveníu hér á landi í Laug- ardalshöll en 5. og 7. janúar verður leikið í Kaplakrika. Leikið verður í Danmörku á fjögurra landa móti, 10.–12. jan- úar, gegn Pólverjum, Dönum og Egyptum. Haldið verður að kveldi 12. janúar til Íslands á ný. Svíar verða mótherjar Íslands hinn 16. janúar í Landskrona í Svíþjóð og verður það lokaleikur liðsins fyrir keppnina sem hefst 20. janúar þegar liðið mætir Ástralíu. Daginn eftir er leikið gegn Grænlendingum, hinn 23. gegn Portúgal, Quatar 25. janúar og Þýskalandi hinn 26. Milliriðl- arnir hefjast 29. janúar. Lokaprófið í Svíþjóð Við byrjuðum okkar undirbúningviku fyrr fyrir EM, en við því er ekkert að gera, þetta er bara svona,“ sagði Guð- mundur og bætti við að ekki væru leiknir æfingaleikir á milli jóla og nýárs líkt og fyrir EM. „Það er auðvitað ekki það sem við stefnd- um að en við leikum gegn „pressu- liði“ í staðinn og fáum síðan lið Slóv- eníu í upphafi janúar. Slóvenar eru verðugur andstæðingur og eru að mörgu leyti líkir Portúgal í leikstíl sínum. Í þessum þremur leikjum á ég von á því að margir leikmenn fái að spreyta sig og þar munum við sjá hvernig staðan er á mönnum. Vissu- lega verða æfingarnar margar á þessu tímabili en þar munum við leggja áherslu á leikfræðileg atriði í sambland við „þéttar“ æfingar þar sem menn þurfa að taka aðeins á því.“ Þarf að finna réttu blönduna Guðmundur sagði það vera vanda- verk að finna rétta blöndu af æfing- um sem efla þol og atgervi leik- manna í slíkum undirbúningi. „Flestir okkar leikmanna búa við það að vera undir miklu álagi með sínum félagsliðum. Það er okkar verkefni að halda þeim á tánum án þess að álagið verði of mikið.“ Íslenska liðið tekur þátt í fjögurra landa móti í Danmörku 10.–12. jan- úar þar sem leikið verður gegn Pól- verjum, Dönum og Egyptum. „Þar fáum við að glíma við góð lið sem mörg hver leika á svipaðan hátt og Þjóðverjar, Portúgal og Quatar. Danir eru með mjög sterkt lið, skip- að leikmönnum að mestu úr þýsku deildinni. Þeir leika 6/0 vörn líkt og Þjóðverjar. Það sama má segja um Pólverja en aftur á móti geta Egypt- ar farið í sama ham og við getum bú- ist við af liði Quatar á HM. Ég veit ekki mikið um Ástralíu eða Græn- land á þessari stundu en það er deg- inum ljósara að í þeim leikjum þarf kollurinn að vera í lagi hjá leik- mönnum liðsins.“ Að loknu mótinu í Danmörku heldur íslenska liðið til Íslands í þrjá daga og verður flogið á ný til Kaup- mannahafnar og farið yfir til Sví- þjóðar til að leika gegn Svíum í Landskrona. „Ferðalagið er stutt og um Svía þarf ekki að segja margt. Þar sjáum við svart á hvítu hvar við stöndum.“ Guðmundur sagði að íslenska liðið mætti búast við ýmsu á HM sem hefði gefist vel á EM í Svíþjóð. „Við getum átt von á því að lokað verði á hraðaupphlaupin sem við höfum notað mikið, þar sem knett- inum er leikið í gegnum þá Ólaf Stefánsson og Patrek Jóhannesson. Við erum með ákveðnar lausnir í huga fari svo að liðin „pressi“ á sendingu markvarðar á þá Ólaf og Patrek. Í öðru lagi megum við búast við því að Ólafur Stefánsson verði tekinn úr umferð. Það á ekki að koma okkur á óvart þegar við mæt- um til leiks í Portúgal og á næstu vikum förum við ítarlega í gegnum lausnir sem við getum notað ef þess- ar stöður koma upp. En við getum þakkað góðri og vel skipulagðri vörn árangur okkar hingað til og hraða- upphlaupin verða ekki til ef þann þátt vantar.Vörnin verður því stór þáttur í okkar undirbúningi og má aldrei gleymast.“ Guðmundur vildi ekki segja hver markmið íslenska liðsins væru fyrir HM, allavega ekki á þessum tíma- punkti. „Við eigum eftir að hittast sem hópur og þar tökum við okkar stefnu, hvert við ætlum okkur að fara á HM og ekki síst hvernig við ætlum að gera það og með hvaða að- ferðum. Markmiðssetning er sam- suða margra þátt og ég vil að leik- menn liðsins verði með í þeirri umræðu frá upphafi,“ sagði Guð- mundur. Það er að mörgu að hyggja á stór- móti sem þessu og á EM fyrr á þessu ári var Guðmundur á öllum vígstöðvum dag og nótt. „Ég sat mikið yfir efni frá öðrum liðum sem til var á myndbandsspólum. Að þessu sinni fæ ég aðstoðarmann með mér í þessa hluti, en það er Gunnar Magnússon. Við erum að reyna að efla okkar þekkingu á þessu sviði, afla upplýsinga um næstu mótherja og afgreiða þá hluti á fagmannlegan hátt með aðstoð tölvuforrita. Að auki búum við vel hvað huglæga þáttinn varðar. Jóhann Ingi Gunn- arsson er formaður landsliðsnefndar og við höfum fengið aðstoð frá hon- um af og til. Þessi þáttur er afar mikilvægur á stórmóti sem þessu en ég finn að leikmenn liðsins eru það miklir atvinnmenn í dag að það er mjög auðvelt að vinna með þá á þessu sviði. Menn eru einbeittir yfir því verkefni sem er í gangi þessa stundina og eru ekki að láta hugann reika til Portúgals á meðan við erum að leika gegn Slóveníu.“ Að venju er það mikið púsluspil að finna æfingatíma fyrir landsliðið í undirbúningi sem þessum og sagði Guðmundur að hann ýtti þeim snjó- bolta aðeins á undan sér. „Félagslið- in eru okkur innan handar en það er ekki hægt að skipuleggja þennan þátt í þaula þar sem ýmislegt kemur uppá. Hinsvegar tekst okkur alltaf að finna stað og stund til að æfa en oftar en ekki er það gert á síðustu stundu. Þetta er líklega einstakt hjá landsliði að þurfa að standa í slíku en við því er ekkert að gera úr þessu,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kallar sína menn saman þrisvar á dag yfir hátíðarnar í HM-undirbúningi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er að hefja undirbúninginn fyrir HM í Portúgal. Okkar að halda mönnum á tánum UNDIRBÚNINGUR íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir Heims- meistarakeppnina í Portúgal hefst af fullum krafti á Þorláksmessu, þar sem 26 manna landsliðshópur mun koma saman allt að tvisvar á dag um hátíðarnar. Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari liðsins sagði að liðið hefði haft aðeins rýmri tíma fyrir ári er undirbúning- urinn hófst fyrir Evrópumeistaramótið í Svíþjóð, sem fór fram í lok janúar og byrjun febrúar á þessu ári. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.