Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laust er til umsóknar starf í greiningadeild Verðbréfasviðs Búnaðarbankans. Hlutverk greiningadeildar er að greina skuldabréfa-, hlutabréfa-, vaxta- og gjaldeyrismarkaði og miðla upplýsingum innan bankans og til viðskiptavina hans. Í deildinni starfar samstilltur hópur sérfræðinga, þar sem hver ber ábyrgð á sínu sviði. Starfsumhverfið er opið og samvinna mikil. Leitað er að sérfræðingi með háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði. Starfið felst í greiningu á íslenska hlutabréfamarkaðnum, verðmati fyrirtækja, samanburði mismunandi fjárfestingarkosta og skrifum í útgáfur greininga- deildar. Gerð er krafa um þekkingu á helstu aðferðum við verðmat fyrirtækja, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfileika og góð tök á íslensku. Þekking og áhugi á verðbréfamörkuðum og fyrirtækjarekstri eru mikilvægir kostir. Upplýsingar veitir Atli Atlason starfsmannastjóri Búnaðarbankans í síma 525 6371. Umsóknir óskast sendar starfsmannahaldi Búnaðarbankans, Austurstræti 5, 155 Reykjavík, fyrir 9. janúar nk. Einnig er hægt að senda umsóknir á tölvupóstfangið atlia@bi.is fyrir sama tíma. Greiningadeild Verðbréfasviðs Búnaðarbankans Verðbréf Stundakennsla Viðskiptaháskólinn á Bifröst óskar eftir stunda- kennurum í eftirfarandi fög sem kennd eru á síðari helmingi vorannar (hörpuönn) 2003: — Viðskiptasiðfræði — Upplýsingafræði Um er að ræða fög á þriðja ári í Viðskipta- deild. Við leitum að metnaðarfullu og hæfileikaríku fólki sem er með meistara- eða doktorspróf í námsgrein sem tengist viðkomandi fögum. Kennslan fer fram á ensku og tekur sjö vikur á tímabilinu 17. mars—6. maí. Skólinn hefur nýlega tekið í notkun nýtt skóla- hús og er aðstaða til kennslu eins og best verð- ur á kosið. Háskólaþorpið Bifröst er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við skólann nema í dag um 330 nemendur í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði. Nánari upplýsingar veitir aðstoðarrektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, Magnús Árni Magn- ússon, í síma 433 3000. Eins má nálgast upp- lýsingar um háskólann og námskeiðin á vef hans www.bifrost.is . Skólinn hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til 17. janúar. Viðskiptaháskólinn á Bifröst er alhliða viðskiptaháskóli. Hlutverk hans er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Hann býður nemend- um framúrskarandi fræðslu, þekkingu og þjálfun í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði. Háskólinn leitast við að veita jöfn tækifæri til náms, óháð kynferði, aldri, efnahag, fötlun eða búsetu og skapa þannig fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.