Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 C 9 Stýrimannskólinn í Reykjavík, sími 551 3194, fax 562 2750, netfang: styr@ismennt.is, veffang: styrimannaskoli.is Vorönn 2003 hefst mánudaginn 6. janúar kl. 10.00. Sjómannaskólinn og heimavistin verða þá opnuð. Stundatöflur afhentar. Töflubreytingar verða þriðjudaginn 7. janúar. Kennsla hefst miðvikudaginn 8. janúar. Fjarskiptanámskeið GMDSS hefst þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.15. Innritun alla daga. 30 rúmlesta námskeið hefst mánudaginn 13. janúar kl. 18.00. Námskeiðið er 168 kennslustundir. Innifalið: Slysavarnaskóli sjómanna. Sérfræðingar kenna í hverri grein. Kennslugreinar: siglingafræði, siglingareglur, veðurfræði, stöðugleiki og sjó- hæfni, fjarskipti, siglinga- og fiskileitartæki, skyndihjálp, vélfræði og æfingar í siglingasam- líki (hermi) Stýrimannaskólans. Innritun alla daga. Námskeið í Arpa- og hásetafræðslu auglýst síðar. Skólameistari. Kvöldskóli í Grafarvogi Innritun í kvöldskóla Borgarholtskóla verður eftirfarandi daga: mánudaginn 6. janúar frá 13—19 þriðjudaginn 7. janúar frá 10—19 miðvikudaginn 8. janúar frá 10—19 fimmtudaginn 9. janúar frá 10—19 föstudaginn 10. janúar frá 10—19 laugardaginn 11. janúar frá 10—14 Eftirtaldir áfangar verða í boði fyrir al- mennt bóknám og málmiðngreinar: DAN-102 BÓK-102 GRT-103 ENS-102 FÉL-102 GRT-203 ENS-202 EFM-212 ITM-213 ENS-212 ÍSL-102 ITB-allir áfangar ÍSL-102 ÍSL-202 TTÖ-102 STÆ-102 TÖL-102 VFR-102 STÆ-122 CAD-113 ÖRF-101 Einnig eru kenndar allar suðugreinar, s.s. MIG/MAG, TIG, log- og rafsuða. Allir áfangar í rennismíði eru kenndir, ásamt hand- og plötuvinnu. Ath: Einhverjir ofantalinna áfanga geta fallið niður náist ekki nægur fjöldi í hópa. Námið er ætlað málm- og véltækninemum en einnig eru almennar greinar opnar öllum sem vilja hefja framhaldsskólanám. Þeim sem eru að fara í sveinspróf í málmiðngreinum gefst hér einnig kostur á að bæta sig. Kennsla hefst mánudaginn 13. janúar og lýkur laugardaginn 10. maí. Innritunargjald er kr. 14.000 og til viðbót- ar kr. 1250 á hverja bóklega einingu og kr. 2500 fyrir hverja einingu í verklegum áföngum. Nánari upplýsingar á heimasíðu: www.bhs.is . Skólameistari. Fjármálaráðuneytið Reykjavík Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu fullbúið u.þ.b. 400—500 fm skrifstofuhúsnæði mið- svæðis í Reykjavík. Gott aðgengi áskilið. Tilboðið er greini ástand, staðsetningu, leigu- verð og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 10. janúar nk. Fjármálaráðuneytið, 3. janúar 2003. Atvinnuhúsnæði til leigu Ingólfsstræti. 160 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð til leigu auk geymslu í kjallara. Tölvu- lagnir fyrir hendi. Laust nú þegar. Vel staðsett húsnæði í miðborginni. Akralind - Kópavogi. 81 fm atvinnuhúsnæði með góðri innkeyrslu til leigu. Húsnæðið er einn geimur auk herbergis, wc og kaffiaðst. á millilofti sem er um 40 fm. Hiti í bílaplani fyrir framan. Sigtún. 625 fm skrifstofuhúsnæði í nýlegu og glæsilegu húsi við Sigtún. Vel staðsett við fjölfarna umferðaræð. Leigist frá og með ára- mótum. Nánari uppl. á skrifstofu. Hólmaslóð. Höfum til leigu fimm eignarhluta á efri hæð í nýklæddu húsi í Örfirisey. Um er að ræða skrifstofu- og lagerhúsnæði allt frá ca 25 fm upp í 373 fm. Nánari uppl. á skrifstofu. Höfum allar stærðir og gerðir atvinnu- húsnæðis til leigu. Fasteignamarkaðurinn ehf., Óðinsgötu 4, sími 570 4500. FYRIRTÆKI Lítið iðnfyrirtæki (3-4 störf) með mjög góða verkefnastöðu, ágætis framlegð og góð viðskiptasambönd. Frábær viðbót við fyrirtæki tengd byggingar- iðnaði. Kaupverð má greiða að mestu með yfirtöku á viðskiptasamningum. Áhugasamir hafi samband í síma 897-8970 eða konrad@jarn.is . Upphaf vorannar 2003 Nýir nemendur fá afhentar töflur sínar mánu- daginn 6. janúar kl. 9.00. Eldri nemendur eiga að koma sömu erinda kl. 10-15.00. Hægt er að sækja um töflubreytingar á mánudaginn. Kennsla hefst skv. sérstakri hraðtöflu miðviku- daginn 8. janúar. Kennarafundur verður mánu- daginn 6. janúar kl. 9.30. Skólameistari. Fasteignasala til leigu Fullbúin fasteignasala í fullum rekstri býðst til leigu fyrir trausta aðila. Fasteignasalan er vel staðsett á höfuðborgar- svæðinu, fullbúin tækjum og búnaði, sem leig- ist með. Leigjandi gengur beint inn í stóran eignabanka sem selja má úr. Frábært tækifæri fyrir þá sem eru að huga að slíkum rekstri en hægt er að búa vel um allt að 6 sölumenn. Áhugasamir sendið svör til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „Góð lausn — 1199“. ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði óskast Óskum eftir atvinnuhúsnæði til leigu sem hentar vel fyrir 3 starfsmenn. Þarf að hafa símatengi og snyrtingu. Helst á svæði 101. Nánari upplýsingar í síma 824 2800, Davíð. Glerártorg Akureyri Til leigu tvö full innréttuð, annarsvegar 66 fm og hinsvegar 267 fm, verslunarrými í versluar- miðstöðinni Glerártorgi Akureyri. Upplýsingar gefur Agnes í síma 897 3780. Menntaskólinn við Hamrahlíð Skólahald á vorönn 2003 hefst sem hér segir: Dagskóli Allir nýir nemendur eru boðaðir í skólann til fundar við rektor og umsjónarkennara mánu- daginn 6. janúar stundvíslega kl. 14.00. Eldri nemendur eruð boðaðir til setningar vor- annar kl. 10, mánudaginn 6. janúar og að henni lokinni fara nemendur í stofur til umsjónar- kennara. Stundatöflur verða afhentar gegn kvittun fyrir greiðslu skólagjalda og skráð verð- ur í nauðsynlegar töflubreytingar. Öldungadeild Innritun lýkur 6. janúar. Kennsla í öldungadeild hefst 8. janúar. Kennsla í öldungadeild hefst 8. janúar. Kennarafundur verður haldinn mánudaginn 6. janúar kl. 8.30. Ýmsar hagnýtar upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans: http://www.mh.is . Rektor. Ljósmyndastofa í Mjódd 140 fm fullinnréttuð ljósmyndastofa til leigu. Mjög góð staðsetning. Uppl. gefur Lögmannsstofa Ólafs Gústafssonar hrl. í s. 588 8666. NAUÐUNGARSALA Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Ólafsvegi 3, Ólafsfirði, laugardaginn 11. janúar 2003 kl. 13.00. KU 182, FD 802, PT 422 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 3. janúar 2003. ÝMISLEGT Frímerki - seðlar - mynt Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrir- tækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og mynt og heldur tvö stór uppboð á hverju ári auk minni upp- boða. Dagana 11. og 12. janúar nk. munu sér- fróðir menn frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næsta uppboð sem verður í maí. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum um- slögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum seðlum og mynt. Þeir verða til viðtals á Hótel Loftleiðum laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. janúar kl. 10.00—12.00 og eftir nánara samkomulagi á öðrum tímum. Það er kjörið tækifæri til að fá sérfræðilegt mat á frímerkjaefni þínu, og til að koma slíku efni svo og gömlum seðlum og mynt á uppboð. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristins- son í síma: 555 4991 eða 698 4991. Thomas Höiland Auktioner A/S Frydendalsvej 27, DK-1809 Frederiksberg C Sími 45 33862424 - Fax 45 33862425.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.