Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útboð Súðavík Trébryggja Hafnarnefnd Súðavíkurhrepps óskar eftir til- boðum í byggingu furubryggju. Verkið felst í því að keyra út kjarnafyllingu, steypa landvegg og byggja 31m langa harðvið- arbryggju. Helstu magntölur: Landveggur: 21m Staurar: 26 stk. Heilklædd bryggja: 220 m² Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. maí 2003. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Súðavík- urhrepps, og skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá miðvikudeginum 8. janúar, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum miðviku- daginn 29. janúar 2003 kl. 11.00. Hafnarnefnd Súðavíkurhrepps. TILKYNNINGAR Bókaveisla Ekki missa af veislunni! 50% afsl. af öllum bókum Opið frá kl. 10-18 í dag á Klapparstígnum og frá kl. 11-17 í Kolaportinu. Gvendur dúllari - alltaf góður Klapparstíg 35 og Kolaportinu Sími 511 1925 Útboð Haukahraun Bæjarsjóður Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í gatnagerð, stígagerð, fráveitulagnir og lýs- ingu. Útboðsgögn verða seld frá og með þriðjudegi 7. janúar nk. á skrifstofu Umhverfis- og tækni- sviðs Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 8—10, gengið inn frá Linnetsstíg, verð kr. 8.000. Verklok eru 4. apríl 2003. Helstu magntölur eru: - Upprif 1.880 m² - Malbik 3.170 m² - Hellulagnir 90 m² - Vélsteyptur kantsteinn 520 m - Fráveitulagnir 392 m - Jarðstrengir fyrir götulýsingu 345 m Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 22. janúar 2003 kl 11.00. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða að hafna öllum. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. Húsaleigubætur Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka. Umsækjendur um húsaleigubætur í Reykjavík eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2003 til Félagsþjónustunnar í Reykjavík fyrir 16. janúar næstkomandi. Þeir sem eiga lögheimili í miðbæ hafi samband við Félagsþjónustuna að Skúlagötu 21, sími 535 3100. Þeir sem eiga lögheimili í vesturbæ hafi sam- band við Vesturgarð, Hjarðarhaga 45-47, sími 535 6100. Þeir sem eiga lögheimili á Laugardals- eða Kringlusvæði eða á Kjalarnesi hafi samband við Félagsþjónustuna að Suðurlandsbraut 32,sími 535 3200. Þeir sem eiga lögheimili í Árbæ, Breiðholti eða Grafarholti hafi samband við Félagsþjónustuna að Álfabakka 12, sími 535 3300. Þeir sem eiga lögheimili í Grafarvogi hafi sam- band við Miðgarð, Langarima 21, sími 545 4500. Félagsmálastjórinn í Reykjavík. Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar Norðaustur skrifstofa Hreindýraveiðimenn Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar aug- lýsir til sölu veiðileyfi á hreindýr á komandi veiðitíma hreindýra, á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2003. Umsóknum skal skila inn fyrir 15. febrúar 2003. Við fyrstu úthlutun geta veiðimenn sótt um tvö leyfi. Dregið verður úr innsendum umsókn- um ef umsóknir eru fleiri en leyfi. Laus veiðileyfi, sem ekki ganga út í fyrstu út- hlutun, verða auglýst og seld eftir 1. mars. Gjaldskrá Veiðisvæði: Tarfar Kr. 1 og 2 90.000 45.000 3,4,7,8 og 9 55.000 30.000 5 70.000 30.000 6 80.000. 40.000. Veiðileyfi fyrir kálfa kosta alls staðar kr. 15.000. Greiða skal 25% af gjaldinu fyrir 1. apríl og 75% fyrir 1. júlí. Rafrænar umsóknir Sérstök athygli skal vakin á því að tekið er á móti umsóknum á skilavef veiði- stjórnunarsviðs um leið og veiðiskýrslu síðasta árs er skilað og sótt er um nýtt veiðikort. Allir handhafar veiðikorta fá send lykilorð fyrir skilavef fyrir 7. janúar nk. Skriflegar umsóknir Skriflegar umsóknir sendist til veiðistjórnunar- sviðs Umhverfis stofnunar, pósthólf 174, 700 Egilsstöðum. Umsækjendur sendi inn nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer og númer á veiðikorti. Einnig komi fram óskir um veiðisvæði og kyn dýrs. Nánari upplýsingar gefur starfsmaður veiði- stjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar á netfang- inu hreindyr@hreindyr.is eða í síma 471 2964 mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 og 10:30. Einnig er bent á upplýsingar á heimasíðu hreindýraráðs www.hreindyr.is . STYRKIR Stofnun Dante Alighieri á Íslandi, pósthólf 952, 121 Reykjavík, sími 552 8900. http://danteislanda.supereva.it/ Styrkur til ítölskunáms Stofnun Dante Alighieri á Íslandi, í samvinnu við Mími-Tómstundaskólann, stendur að ítölskunám- skeiðum fyrir byrjendur, sem hefjast 28. janúar. Einn nemandi af námskeiðunum á kost á styrk (flug og námskeið) til ítölskunáms á Ítalíu. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Mími- Tómstundaskólanum í síma 588 7222 eða á heimasíðu skólans www.mimir.is Styrkir úr Forvarnasjóði Áfengis- og vímuvarnaráð auglýsir eftir um- sóknum um styrki úr Forvarnasjóði samkvæmt reglugerð nr. 361/1999. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2003. Tilgangur Forvarnasjóðs er skv. lögum um gjald á áfengi nr. 96/1995 að stuðla að forvörn- um gegn áfengis- og vímuefnaneyslu og eru veittir styrkir úr honum til verkefna af þeim toga. Áfengis- og vímuvarnaráð gerir tillögur til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um veitingu styrkja úr Forvarnasjóði. Við úthlutun styrkja verður hugað að jafnvægi milli landshluta, niðurstöðum nýjustu rann- sókna og fyrirliggjandi upplýsingum um vímu- efnaneyslu og forvarnir í samfélaginu. For- gangs njóta tímabundin verkefni sem lúta að grasrótarstarfi í sveitarfélögum, meðal foreldra og ungmenna, innan heilsugæslu, skóla, leik- skóla, félagsþjónustu, tómstundastarfs og sem varða eftirlit og löggæslu á sviði vímuvarna. Litið verður á samvinnu um verkefni og mót- framlög annarra sem kost. Auk þess er hluta Forvarnasjóðs varið til styrktar áfangaheimila. Áfengis- og vímuvarnaráð áskilur sér rétt til að: 1. Senda umsóknir til umfjöllunar fagaðila og óska eftir nánari upplýsingum um verkefni, framkvæmdaaðila og fjármögnun. 2. Skilyrða styrkveitingar og ákveða að styrkir verði greiddir út í samræmi við framvindu verkefnis. Félög, samtök og opinberar stofnanir geta sótt um styrki. Einstaklingar geta að jafnaði einung- is sótt um styrki til rannsóknarverkefna. Tekið er við þrenns konar umsóknum fyrir: 1. Almenn verkefni 2. Rannsóknir 3. Áfangaheimili Sé sótt um styrk til framhaldsverkefna, þarf framvinduskýrsla að liggja fyrir. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Áfengis- og vímuvarnaráðs, sími 585 1470 og á heimasíðunni www.vimuvarnir.is . Þar er einnig að finna reglugerð nr. 361/1999 um sjóðinn og upplýsingar um styrki sem hafa verið veittir undanfarin ár. Umsóknir sendist með tölvupósti á: vimuvarnir@hr.is eða með venjulegum pósti í tvíriti til: Áfengis-og vímuvarnaráðs, Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík. mbl.is ATVINNA Sjá smáauglýsingar á bls. 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.