Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0 . J A N Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  TUNGLIÐ, TUNGLIÐ TAKTU MIG/2  LÍKAMSRÆKT – Á FLUGI Í FÓTAPRESSU/4  UNDARLEGT MÁL Í PRAG/6  EKKERT GRODDALEGT /7  AUÐLESIÐ EFNI/8  Á ÚTSÖLUNUM sem nú standa yf- ir í flestum tískuverslunum má gera góð kaup, hvort sem leitað er að tískufatnaði sem gildir í núinu eða klassískari fötum sem gætu átt lengri lífdaga. Afslátturinn er yf- irleitt á bilinu 30–70% og getur far- ið vaxandi eftir því sem lengra líð- ur á útsölurnar. Algengt er að gefinn sé 40% afsláttur. Því má slá föstu sam- kvæmt inn- lendu og er- lendu tískuáhugafólki að nú séu góð kaup t.d. í támjóum skóm, mussum, út- saumuðum fylgihlutum og fötum í hermannastíl. Bleikt og grænt eru með- al litanna sem verða í tísku í sumar og jafnvel lengur, hver veit? Buxur í her- mannastíl, svokallaðar „combat“ buxur í ýmsum litum, oftast dröpp- uðu, grænu, brúnu og jafnvel föl- bleiku eða hvítu, eru hátíska og þá allra helst við háhælaða skó. Buxur í þessum stíl má finna á mörgum út- sölum í ýmsum útfærslum, stuttar, dregnar saman að neðan, úr flaueli o.s.frv. Í Oasis eru þær t.d. brúnar stuttar og rykktar að neðan og með 40% afslætti kosta þær 4.790 kr. Karen Ómarsdóttir, verslunarstjóri í Oasis, segir að góð kaup séu m.a. í alls konar hermannalegum fötum, mussum og toppum með víðum ermum. Elín Þóra Ágústsdóttir, versl- unarstjóri í In Wear, segir að á út- sölum sé hagstætt að kaupa klass- ísk föt eins og dragtir og svartar buxur. Hún segir líka góð kaup í teinóttum buxum, flauelsjökkum sem gilda sem yfirhafnir í sumar og pilsum o.fl. í jarðarlitum. Hulda Há- konardóttir, einn eigenda Sand segir hagstætt að kaupa alls konar mussur úr þunnum efnum og ekki verra að þær séu bróderaðar. Efn- in léttist á sumrin og næsta sumar verði litirnir mikið bleikt og grænt. Teinótt gangi áfram, bæði í buxum og skyrtum. Gyða Ein- arsdóttir, verslunarstjóri í Cosmo, leggur áherslu á að hagstætt sé að kaupa klassískar dragtir á útsöl- unum núna, einnig gallaföt og yf- irhafnir eins og mokkajakka og skinnkápur. Enginn vetur er ennþá kominn fyrir alvöru og upplagt er því að kaupa sér vetrarkápu, trefil og þykka peysu á góðum afslætti til að nota í vetur og jafnvel um ókomna vetur. Margt gildir áfram næsta vetur af vetrarflíkum. Þar á meðal eru mokkajakkar og -kápur og allt skinn, ekta og gervi. Rúskinn- skápur og leðurjakka má finna á mörgum útsölum en rúskinn hefur verið vinsælt bæði í skóm og öðrum fatnaði undanfarið og verður það áfram. Löngu treflarnir eru til í miklu úrvali á útsölunum og angi af sama meiði eru klútarnir sem í sumar verða langir og mjóir. Hermenn í háhæluðum SKÓM  Ekkert groddalegt/B7 Efst eru brúnar buxur frá Oasis, rykktar að neðan, við háhælaða bandaskó og svarta þunna mussu. Þetta verður væntanlega áfram í tísku líkt og útsaumaða mussan frá Cosmo á myndinni fyrir neðan. Teinótta skyrtan lengst t.v. er vel við hæfi í sumar og ljósbláa ull- arpeysan kemur sér vel í vetur, hvort tveggja fæst í Sand. Skinnkápan og gallabuxurnar frá Cosmo ásamt támjóum rúskinsskóm eiga sér framtíð og hermannajakkinn frá Oasis er ekkert á leiðinni úr tísku frekar en teinótta ullardragtin og stígvélin í In Wear-búðinni. Morgu nblaðið /Árni S æberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.