Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í hnotskurn Á MÁNUDAGSMORGNI kl. 11 eru ekki margir að æfa hjá Nautilus í kjallara Sundlaugar Kópavogs. Æfingasalur- inn er stútfullur af alls kyns æf- ingatækjum til að þjálfa líkamann. Janúar er nýhafinn og eftir því sem líður á mánuðinn á fólki eftir að fjölga og fylla tækin til að hlaupa af sér jólakílóin eða standa við ára- mótaheit. Það er a.m.k. árviss viðburður, að sögn Kjartans Más Hallkelssonar. Hann er íþróttakennari að mennt og yfirþjálfari hjá Nautilus í Kópavogi. Kjartan hefur starfað hjá stöðinni í tæp fimm ár og sjálfur æft sam- kvæmt æfingakerfi Nautilus á þeim tíma. Jón G. Bergsson, fertugur yf- irþjónn á Kaffi París, er einn af þeim sem eru að æfa kl. 11 á mánu- dagsmorgni. Hann vinnur vakta- vinnu og þetta er ekki óalgengur æfingatími hjá honum. Jón hefur æft í Nau- tilus síðustu fjögur ár, er kominn í gott form og orðinn vanur. Hann kemur þrisvar til fjórum sinnum í viku í stöðina og æfir í um eina og hálfa klukkustund í senn. Hann byrjar á að hjóla í u.þ.b. stund- arfjórðung og sest svo í fyrsta tækið sem á að styrkja vöðva á framan- verðum lærum. Jón kann vel við að stunda líkamsrækt í tækjum en hann hefur prófað margt í gegnum árin eins og fótbolta og bad- minton. „Þegar ég er búinn að koma mér á staðinn er svo gott að taka vel á því og mér líður svo miklu betur þegar ég er búinn.“ Jón gengur fum- laust til verks, þetta er orðinn lífs- stíll. Kjartan segir líka að það sé það sem þjálfararnir vilji, að fólk geri líkamsræktina að lífsstíl, þ.e. að hún sé hluti af lífinu, eins og að vinna, borða, sofa og eiga samskipti. Púlsinn segir mikla sögu Kjartan hefur sjálfur stundað íþróttir frá unga aldri og var lengi í fótbolta hjá Fram. Hann lauk svo íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni árið 1998. Kjartan segist hafa bætt á sig um 15 kg af vöðvum á þeim fimm árum sem hann hefur æft hjá Nautilus en hann er 189 cm á hæð og 85 kg. „Með því að æfa rétt og borða rétt, nær maður árangri,“ segir Kjartan. Aðspurður segir hann að mataræði sé ásamt þjálfun, lykillinn að árangri. „En við bend- um frekar á næringarfræðinga til að veita nákvæmari upplýsingar um það. Við vitum hvað á að gera í tækjunum og í sambandi við þjálf- unina en næringarfræðingar eru sérfræðingar varðandi mataræðið.“ Það er árviss viðburður að fólk flykkist á líkams- ræktarstöðvarnar eftir að jólahátíðin og öll veisluhöldin henni tengd eru yfirstaðin. Steingerður Ólafsdóttir fékk ráðgjöf við þjálf- unartæki í líkamsrækt- arstöð í Kópavogi. Kjartan Már Hallkelsson, yfirþjálfari hjá Nautilus, leið- beinir mörgum á hverjum degi. „Það er gefandi að miðla af eigin reynslu.“ 1 2 3 6 7Á flugi í fótapressu Fatnaður frá Intersport sem hentar vel við líkamsrækt í tækjum. Ljósblár Nike-stutt- ermabolur og dökkbláar síðar og víðar buxur frá Röhnisch með ljósblárri rönd á hliðinni. Skórnir eru svartir og eru slíkir skór algengir á fótum kvenna í líkamsræktarstöðvunum. L KA M SR Æ KT L KA M SR Æ KT SAGAN: Um miðja síðustu öld voru kominfram líkamsræktartæki, vísir að tækjunumeins og þekkt eru á öllum líkamsrækt-arstöðvunum í dag. Á þeim tíma hóf Banda-ríkjamaðurinn Arthur Jones að þróa tækiundir heitinu Nautilus sem voru þeim eig-inleikum búin að átakið hélst jafnt við allahreyfinguna, fram og til baka eða upp og niður. Árið 1970 komu þessi tæki á markað í sinni upphaflegu mynd en hafa þróast síð- an. Á Íslandi byrjuðu líkamsræktarstöðvar með tækjasölum að spretta upp á níunda áratugnum. Kraftlyftingamenn höfðu fram að því verið nær þeir einu sem lyftu lóðum hér á landi. En lyftingar hafa einnig verið hluti af þjálfun þeirra sem æfa aðrar íþrótt- ir, s.s. frjálsar íþróttir. ÚTBÚNAÐUR: Þeir sem stunda líkamsrækt í tækjum þurfa fyrst og fremst góða íþróttaskó. Af einhverjum orsökum er al- gengara að konur séu í síðbuxum og karlar í stuttbuxum en ekkert er algilt í þeim efn- um. Stuttermabolir eru algengastir en einnig eru síðerma bolir eða hlýrabolir oft notaðir. Til eru ýmsar gerðir íþrótta- brjóstahaldara og toppa með þröngri teygju til að nota innan undir boli. Æf- ingafötin eru yfirleitt úr léttu teygjuefni, t.d. blöndu af polyester og lycra. KOSTNAÐUR: Verð fyrir líkamsrækt- arkort eru mismunandi eftir stöðvum. Víð- ast hvar er boðið upp á fría reynslutíma og lægra verð því lengur sem fólk skuldbindur sig. Stakir tímar kosta um 1.000 kr. og mánaðarkort kosta í kringum 7.000 kr. Líkamsræktarstöðvar bjóða líka upp á alls kyns leikfimitíma og aðrar eru tengdar sundlaugum, þetta er þá innifalið í kort- unum. Algengt verð á árskortum er í kringum 40 þúsund krónur en ýmis tilboð eru í gangi á þessum árstíma. Hjá Nautilus í Kópavogi kostar árskort í líkamsrækt og sund 21.990 kr. Hálfsárskort kostar 17.990 kr. en styttri kort eru ekki í boði þar sem reynslutíminn er ókeypis og á að gefa nasa- sjón af þeim lífsstíl sem líkamsræktin á að vera. BYRJENDUR: Í öllum líkamsrækt- arstöðvum er boðið upp á kennslu í tækjum og þjálfarar útbúa æfingaáætlun miðað við getu hvers og eins. Það getur tekið nokkur skipti að komast upp á lag með aðferð- irnar. AÐFERÐIR: Aðferðir í tækjunum eru mis- munandi eftir framleiðendum. Algengt er að fara í 10–14 tæki, jafnvel tvisvar í hvert, og lyfta 10–15 sinnum. Hjá Nautilus er átakið mikið og jafnt og æfingin endurtekin 10–15 sinnum en aðeins er farið einu sinni í hvert tæki í hverjum tíma, alls 10– 14 tæki. GÓÐ RÁÐ: Setjið ekki of háleit markmið t.d. um þyngdartap. Hlustið á þjálfarann á ykkar stöð og fylgið hans ráðum. Þeim raunsæjustu gengur best. Raun- hæf markmið um þyngdartap eru 2–4 kg á mánuði en um aukinn vöðvamassa 2–6 kg á ári en fer eftir líkamsbyggingu einstaklinga. Drekkið mikið vatn við æfing- ar. Dagsþörfin er 2–3 lítrar. Vatnið gegnir mikilvægu hlutverki í líkamanum, stuðlar að vökvajafnvægi og temprar líkamshita. Hjartsláttartíðnin eykst ef maður drekkur ekki nóg vatn, líkamshiti getur hækkað og þreytutilfinning aukist. Þjálfarar mæla með að fólk drekki vatn fyrir æfingu, á æfingu og eftir hana. HEIMASÍÐUR: www.nautilusgym.com www.doktor.is: Íþróttir og þjálfun: Styrktarþjálfun. www.hreyfing.is www.sporthusid.is www.worldclass.is Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nudd- sokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann Fríhöfnin Meyjarnar, Háaleitisbraut SOLIDEA BAS ET COLLANTS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.