Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 C 3 Lausar stöður við Kennaraháskóla Íslands Kennaraháskóli Íslands óskar eftir að ráða háskólakennara í eftirtaldar stöður: Lektorsstaða í kennslufræði með áherslu á námskrárfræði og námsmat Meginverkefni lektorsins, auk rannsókna, er að kenna á námskeiðum um almenna kennslu- fræði, námskrárfræði, námsefnisgerð og námsmat. Lektorsstaða í kennslufræði með áherslu á upplýsingatækni og fjölmiðlafræðslu Meginverkefni lektorsins, auk rannsókna, er að kenna á námskeiðum um tölvu- og upplýs- ingatækni og byggja upp námskeið um miðla- læsi og fjölmiðlafræðslu. Lektorsstaða í uppeldis- og kennslu- fræði með áherslu á samskipti Meginverkefni lektorsins, auk rannsókna, er að kenna á námskeiðum um almenna kennslu- fræði, samskipti og samstarf, bekkjarstjórnun og foreldrasamstarf. Lektorsstaða í lestrarfræði Meginverkefni lektorsins, auk rannsókna, er að kenna á námskeiðum um lestur, lestrar- kennslu og lestrarörðugleika. Lektorsstaða í kennslufræði með áherslu á fullorðinsfræðslu Meginverkefni lektorsins, auk rannsókna og kennslu, er að taka þátt í uppbyggingu og þróun náms í fullorðinsfræðslu við skólann, bæði í grunn- og framhaldsdeild. Jafnframt er æskilegt er að lektorinn geti annast nám- skeið í stjórnsýslufræðum og sinnt verkefnum á sviði endurmenntunar. Lektorsstaða í íslensku og móðurmálskennslu Meginverkefni lektorsins, auk rannsókna, er að kenna á námskeiðum um móðurmáls- kennslu, málfræði og ritun. Lektorsstaða í landafræði og landafræðikennslu Meginverkefni lektorsins, auk rannsókna, er að kenna á námskeiðum um landafræði, eink- um með tilliti til viðfangsefna grunnskólans. Tvær lektorsstöður í myndmennt og myndmenntakennslu Meginverkefni lektoranna, auk rannsókna, er að annast námskeið um myndmennt og mynd- menntakennslu (myndsköpun, myndmál, skap- andi starf) á þroskaþjálfa-, leikskóla- og grunn- skólabraut. Lektorsstaða í stærðfræðimenntun Meginverkefni lektorsins, auk rannsókna, er að kenna á námskeiðum um stærðfræðinám og stærðfræðikennslu. ----- Tekið skal fram að sú kennsla sem tengist ofan- greindum kennarastöðum er hvort tveggja staðbundin kennsla og fjarkennsla og getur verið bæði í grunn- og framhaldsnámi. Einnig þurfa lektorarnir að sinna símenntunarverkefn- um. Ráðning miðast við fullt starf. Ráðið er í stöðurnar til tveggja ára. Að þeim tíma lokn- um er möguleiki á fastráðningu. Til greina kemur að veita stöðurnar sem dósents- eða pró- fessorsstöður uppfylli umsækjendur kröf- ur dómnefndar þar um. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi á sínu sviði hið minnsta eða hafa jafngilda þekk- ingu og reynslu að mati dómnefndar. Æskilegt er að umsækjendur hafi kennslu- og rannsókn- arreynslu og hagnýta reynslu af vettvangi sem tengist starfssviði Kennaraháskólans. Gert er ráð fyrir ráðningu í störfin frá 1. ágúst 2003. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar skýrslur um námsferil, fræðistörf og kennslureynslu um- sækjenda ásamt námsvottorðum. Þá skulu um- sækjendur leggja fram þau rit, birt eða óbirt, sem þeir óska eftir að verði tekin til mats dóm- nefndar á fræðilegri hæfni sinni. Æskilegt er að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telji markverð- astar. Enn fremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að eða hyggst vinna að verði honum veitt starfið (rannsóknaráætlun). Loks er óskað eftir því að umsækjendur leggi fram gögn um kennslu- og stjórnunarstörf eftir því sem við á. Laun eru samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins. Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðublöð en umsóknum og umsóknargögnum skal skila á skrifstofu Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð, 105 Reykjavík fyrir 7. febrúar 2003. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un hefur verið tekin um ráðningu. Upplýsingar gefur Ingvar Sigurgeirsson deild- arforseti grunndeildar í síma 563 3929 (netfang: ingvar@khi.is). STARFSFÓLK ÓSKAST Prentmet hefur nýlega flutt alla starfsemi sína í glæsilegt húsnæði að Lynghálsi 1. Vegna aukinna umsvifa í rekstri Prentmets óskum við að ráða í eftirfarandi stöður: Prentari • Prentun á fjöllita prentvélum • Úttekt og samanburður prófarka og prentarka • Umsjón með viðhaldi vélar Bókbindari • Innstilling og keyrsla véla og tækja • Umsjón með viðhaldi vélar • Útskrift verka úr bókbandi Bílstjóri • Útkeyrsla og viðhald og umhirða bíls • Umsjón með afhendingu verka • Prófarkasendingar Sölumaður • Sala og prentráðgjöf • Tilboðagerð • Móttaka verkefna til vinnslu Atvinnuumsókn er á heimasíðunni prentmet.is og einnig liggja umsóknareyðublöð frammi í afgreiðslu, Lynghálsi 1. Umsóknarfrestur er til 17. janúar. Við mat á umsóknum verður tekið sérstakt tillit til reynslu og þekkingar umsækjanda. Æskilegt er að viðkomandi sé jákvæður, duglegur og samvisku- samur, sé sveigjanlegur og þægilegur í samskiptum. Prentmet býður upp á hágæða prentun þar sem hraði, gæði og persónuleg þjónusta fara vel saman í framleiðslunni. Lögð er rík áhersla á að starfsfólki líði vel á vinnustaðnum. Hjúkrunardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða deildarstjóra á deild A-7 í Fossvogi, lyflækningasviði I. Þar er rekin bráðaþjónusta fyrir sjúklinga með smitsjúkdóma og meltingarsjúkdóma. Á deildinni eru 23 rúm og þar af 5 einangrunar- herbergi. Deildin er sú eina sinnar tegundar á landinu. Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og ber jafnframt ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Deildarstjóri ábyrgist uppbygg- ingu og þróun hjúkrunar, starfsmannahald, rekstur og áætlanagerð. Hann skal stuðla að þekkingarþróun í hjúkrun m.a. með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniður- stöður. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun og reynslu í starfs- mannastjórnun. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi. Mat á umsóknum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Staðan veitist frá 1. mars 2003 eða eftir samkomulagi. Umsækjendur eru beðnir um að leggja inn umsóknir á skrifstofu hjúkrunar í Fossvogi fyrir 1. febrúar 2003. Upplýsingar veitir Guðlaug Rakel Guðjóns- dóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, í síma 543 6431, netfang gudrakel@landspitali.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.