Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 C 7 Starfið er tvíþætt: Umsjón með eldhúsi, framreiðslu, innkaupum á aðföngum ofl. Ekki er um að ræða matreiðslu nema tvisvar sinnum í viku þegar borin er fram súpa og brauð. Þrif á kirkju, skrifstofum og safnaðarheimili. Við leitum að tveimur einstaklingum sem munu skipta starfinu á milli sín þannig að hvor um sig sinnir eldhúsinu aðra vikuna en þrifum hina. Þú þarft að vera heiðarleg(ur) og hjartahlý(r), eiga auðvelt með samskipti og geta unnið sjálfstætt. Kostur er ef viðkomandi hefur bílpróf og bíl til umráða. Digraneskirkja er reyklaus vinnustaður. Umsóknir óskast sendar til Hagvangs merktar „Digraneskirkja - 3102“ fyrir 20. janúar nk. Upplýsingar veitir Guðný Sævinsdóttir hjá Hagvangi. Netfang: gudny@hagvangur.is Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Digranesprestakall Laus er til umsóknar staða húsmóður/föður Digraneskirkju. Um er að ræða tvær 50% stöður á mjög notalegum og góðum vinnustað. Flugmálastjórn Íslands óskar að ráða starfs- mann á svið flugverndar Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs. Starfssvið Starfssviðið felst aðallega í umsjón með innleiðingu aukinnar flugverndar- og örygg- isráðstafana á flugvöllum Flugmálastjórnar Íslands. Í því felst að koma á laggirnar flug- verndar- og öryggisnefndum, gerð áætlana, þjálfun starfsmanna og vinna er lýtur að innra gæðaeftirliti á sviði flugverndar- og öryggismála flugvalla. Samkvæmt skipuriti Flugmálastjórnar Íslands heyrir umrætt starf undir deildar- stjóra flugverndar- og björgunardeildar. Hæfnis- og menntunarkröfur Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambæri- lega menntun. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi mjög gott vald á enskri tungu og a.m.k. einu norðurlandamáli. Hann þarf einnig að hafa góða tölvukunnáttu og færni í uppsetningu og miðlun efnis. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi menntun, þekkingu og reynslu á sviði lög- reglumála eða öryggisgæslu. Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfi- leika, með lipra og þægilega framkomu og með hæfileika til miðlunar. Hann þarf að geta sýnt af sér frumkvæði í starfi og vera skipulagður í verkum sínum. Hann þarf að geta unnið undir miklu álagi. Laun samkvæmt viðeigandi kjarasamning- um starfsmanna ríkisins. Umsóknir Frekari upplýsingar um starfið gefur Árni Birgisson, deildarstjóri flugverndar- og björgunardeildar, í síma 569 4237 og Ingunn Ólafsdóttir, starfsmannastjóri í síma 569 4303. Skriflegar umsóknir með ítarleg- um upplýsingum um menntun, fyrri störf og mynd sendist starfsmannahaldi Flugmála- stjórnar fyrir 26. janúar 2003. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Flugmálastjórnar, www.flugmalastjorn.is . Öllum umsóknum verður svarað. Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun, sem innir af hendi marg- víslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk Flugmála- stjórnar er í meginatriðum að hafa eftirlit með hvers konar flug- starfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi inn- an lands og utan, að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður - Atlandshafi. Stofnuninni er skipt í fjögur svið sem samtals hafa um 260 starfsmenn um allt land. Flestir þessara starfsmanna hafa hlotið sérhæfða þjálfun. Flug- málastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa. Aðstoðar- leikskólastjóri Staða aðstoðarleikskólstjóra er laus til umsóknar í leikskólanum Gimli í Reykjan- esbæ. Um er að ræða heila stöðu. Staðan er veitt frá 1. maí nk. Gimli er fjögurra deilda leikskóli og starfar eftir Hjallastefnunni. Leikskólakennara- menntun er áskilin og reynsla á sviði stjórnunar er æskileg. Heimild er að greiða háskólamenntuðum starfsmönnum með full réttindi, sem ráða sig í 100% stöðu hjá Reykjanesbæ og flytj- ast búferlum til Reykjanesbæjar, flutnings- styrk kr. 300.000. Skilyrði er að starfsmað- ur geri samning til 2ja ára. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara og launanefndar sveitar- félaga. Umsóknarfrestur er til 27. janúar 2003. Upplýsingar veitir Sigurbjört Kristjáns- dóttir, leikskólastjóri, í síma 421 5707. Einnig veitir Guðríður Helgadóttir, leik- skólafulltrúi, nánari upplýsingar í síma 421 6700. Starfsmannastjóri. Tónlistarstjóri við Ástjarnarkirkju Ástjarnarkirkja er eins árs gömul sókn og nær yfir Áslands- og Vallahverfi í Hafnarf- irði og telur tæpl. 1.300 manns. Söfnuður- inn kemur saman til vikulegs helgihalds í samkomusal Hauka á Ásvöllum. Starfsskyldur: Vikuleg æfing barnakórs 5—11 ára, vikuleg æfing kirkjukórs, spil við vikulegt helgihald safnaðarins, persónulegur undirbún- ingur og samráðsfundir með presti og nefnd- um. Hæfniskröfur: Menntun í kórstjórn og reynsla ásamt 7.— 8. stigi í píanóleik. Tónlistarstjórinn þarf að sýna frumkvæði í starfi og hafa góða samskiptahæfileika, ánægju og reynslu af kirkjustarfi og kirkjutónlist. Ráðningartími: Frá 1. febrúar 2003. Nánari upplýsingar veitir sóknarprestur, sr. Carlos Ferrer, í síma 692 0088 og með tölvupósti carlos.ferrer@kirkjan.is . Hard Rock leitar að starfsfólki ! Hard Rock cafe í Reykjavík leitar eftir starfsfólki í verslun veitingastaðarins. Leitað er eftir góðri sölumanneskju með sem nýtur þess að vinna með lifandi fólki á einum stærsta veitingastað landsins. Starfið felst í því að sjá um daglegan rekstur verslunarinnar undir handleiðslu verslunar- stjóra. Daglegur rekstur felst í því að fylla á búðina, afgreiða, sjá um að koma pöntunum í póst og einnig verður starfsmaðurinn virkur í hugmyndavinnuhóp verslunarinnar, þar sem ákvarðanir verða teknar með nýjar vörur o.s.frv. Starfsskilyrði: Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri. Hafa reynslu af sölumennsku. Hafa áhuga á tísku og nýjum straumum í tísku- bransanum. Góð enskukunnátta. Önnur tungumálakunnátta sakar ekki! Hafa gaman af vinnunni! Áhugasamir hafi samband við Sigurð Pálma Sigurbjörnsson, verslunarstjóra í síma 568 9888, gegnum tölvupóst; siggip@hardrock.is eða mæta í Kringluna! Forstöðumaður Staða forstöðumanns Fræðslu- og símenntun- armiðstöðvar Vestmannaeyja, sem stofnuð var 6. janúar 2003, er laus til umsóknar. Starfið krefst góðrar menntunar sem nýtist í starfi, mikillar samstarfshæfni, víðtækrar tölvu- kunnáttu, sjálfstæðra vinnubragða og frum- kvæðis. Umsóknarfrestur er til 24. janúar nk., og skulu umsóknir berast til formanns stjórnar, Arnars Sigurmundssonar, pósthólf 88, 902 Vestmannaeyjum, sem veitir jafnframt nánari upplýsingar. Stjórn Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Þorrasel -dagdeild aldraðra Sjúkraliði eða starfsmaður, vanur umönnun, óskast nú þegar í 50% starf á dagdeild aldraðra Þorrasel, Þorragötu 3. Vinnutími frá kl. 9—14. Í starfinu felst m.a. aðstoð við böðun. Þorrasel er dagdeild fyrir 40 aldraðra einstaklinga. Góð vinnuaðstaða í fallegu umhverfi. Laun sam- kvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veita Droplaug Guðnadóttir forstöðumaður, sími 562 2571 og Björg Einarsdóttir, hjúkrun- ardeildarstjóri, sími 561 2828. Starfsmaður í móttökueldhús Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 óskar eftir að ráða starfsmann í móttökueldhús. Starfið felur í sér móttöku og framreiðslu á mat, kaffi og fleira sem tilheyrir. Starfshlutfall er 50%. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar. Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðu- maður, Lilja Sörladóttir í síma 568 3132, netfang; lilja@fel.rvk.is . Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is . Lager / útkeyrsla Heildverslun í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmann á lager og til útkeyrslu sem allra fyrst. Heildverslun með smávörur. Snyrtilegur vinnustaður. Kröfur:  duglegur og nákvæmur  heiðarlegur og heilsuhraustur  geta unnið sjálfstætt  alm. tölvukunnátta  eiga gott með mannleg samskipti  reyklaus Umsóknum skal skilað á afgreiðslu auglýsinga- deildar Mbl. merktum: „L - 5050“ fyrir fimmtu- daginn 16. janúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.