Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 7 . J A N Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  KYNJAHLUTIR KRISTÍNAR/2  LEIT AÐ HVERSDAGSLEGUM UPPLÝS- INGUM/2  LEIKFIMI Í HUGANUM/3  ÍSLENSK FLÍK ENGRI LÍK/4  BJARGIRNAR SEM HVER BÝR YFIR/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  STRÁKAR hafa ekki alltaf verið gefnirfyrir skartgripi en það virðist af semáður var. Þeir eru nú farnir að skreytasig með hringjum, hálsfestum, lokkum, armböndum og ólum ýmiskonar. Að sögn Örnu Pétursdóttur, verslunarstjóra í Kiss í Kringl- unni, virðist sem strákar séu síður feimnir við að skreyta sig núorðið eftir að stelpuskartið hefur verið svo vinsælt og algengt að stelpur skreyti sig mikið. „Það er eins og þeir verði móttækilegri og geti leyft sér meira.“ Lokkar í tungu, augnabrúnir, neðri vör, nef og nafla eru vinsælir hjá ungu fólki en tvennt það síðastnefnda eru staðir sem strákar setja síður lokka í. Neðri vörin og augnabrúnir eru vinsælustu staðirnir fyrir lokka hjá þeim. Eva Ýr Cilwa Gunnarsdóttir, sem starfar í Rhodium í Kringlunni, segir að vinsælustu jóla- gjafirnar til unglingsstráka og upp fyrir tví- tugt frá kærustunum hafi verið stálarmbönd með áletrun. Armböndin eru yfirleitt grófar keðjur með plötu úr möttu eða glansandi stáli. Ofan á plötuna er oftast ritað nafn viðtakand- ans og undir er letruð ástarkveðja frá þeirri sem gefur. Hringurinn eini sanni var líka mjög vinsæll, þ.e. hringurinn sem Fróði er að koma á áfanga- stað í Hringadróttinssögu. Eva Ýr segir að strákar á aldrinum 18–25 ára noti helst skart- gripi. Þeim yngri finnist þeir stundum „stelpu- legir“ en bæði yngri og eldri strákar noti þó ýmiskonar skart. Arna segir að strákar á aldrinum 13– 30 ára noti skartgripi og bendir á margt vin- sælt. Hringir eru bæði úr stáli og silfri og oft eru strákar með upp í fimm hringi í einu. Kannski þrjá á annarri hendinni og tvo á hinni og yfirleitt á þumli og litlafingri. Hálsfestar eru yfirleitt úr stáli og er matt stál vinsælla en glansandi. Alls konar merki er hægt að festa á keðjurnar og skipta þeim út að vild: fiskar, slöngur, plöntur eða mynstur. Einnig eru festar og armbönd úr tréperlum og Arna segir að ljósir litir séu vinsælir, ljósbrúnt og hvítt. Strákar eru yfirleitt bara með eina hálsfesti í einu en stundum með tvö mismun- andi armbönd. Leðurólar, ein eða nokkrar, svartar og brúnar, eru líka vinsælar hjá strákum. Arna nefnir líka gaddabeltin sem strákarnir skreyta sig nú með í meira mæli en stelpurnar. Arna segir að sumir hafi verið hræddir við tungulokka vegna þess að þeir geti brotið tenn- ur. Hún segir að nú séu komnir tungulokkar úr plasti og lyftir einum grænum upp og beygir hann sundur og saman. Lokkar sem strákar velja til að setja í neðri vörina eru yfirleitt lát- lausir en hægt er að skipta um haus á þeim og setja eitthvað meira áberandi eins og gulan broskarl eða annan skrautlegan haus með texta eða táknum. Arna segir frá því að strákar allt niður í 10 ára hafi komið og valið sér lokka í augnabrún eða neðri vör sem þeir ætla að nota þegar foreldrarnir gefa leyfi, en krakkar yngri en 16 ára þurfa að fá leyfi hjá foreldrum fyrir því að fá göt á líkamann. Strákaskart Morgunblaðið/Golli Atli Arnar, viðskiptavinur Kiss í Kringlunni, með hring á öðrum hverjum fingri, hálsmen og armband úr tréperlum og stálarmband að auki. Hringir úr stáli eða silfri og með einhvers konar mynstri eru vinsælir. Atli Arnar er einn af mörgum strákum sem eru með gat í augnabrún. Armbandið vinsæla frá Rhodium í Kringlunni og dæmi um háls- keðju og hringi fyrir stráka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.