Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 3
menn drekka úr vinstri handar bollanum skerpist sköpunargáfan og innsæi og skynjun eflist. Ef fólk drekkur hins vegar úr hægri hand- ar bollanum eflast skipulagshæfi- leikarnir. Þetta helst í hendur við krossverkun heilahvelfanna.“ Listhönnuðurinn bendir ennfrem- ur á að bollarnir eru líka með kúptum botni, eins konar velti- botni, sem gerir það að verkum að ekki er hægt að velta þeim um koll. „Þú getur haft þá ofan á sænginni þinni án þess að hella dropa niður.“ Aðspurð hvort hún tryði sjálf á álfa og huldufólk segir Kristín Sigfríður: „Ég kem úr venjulegri alþýðufjöl- skyldu, er yngst sex systkina, og þegar ég var lítil las pabbi oft fyrir okkur krakkana upp úr þjóðsögun- um. Okkur fannst þetta rosalega spennandi og vorum stundum stjörf af hræðslu. Þessi trú á álfa og huldufólk var því aldrei langt undan í minni barnæsku og eflaust hefur það haft einhver áhrif þegar ég var að vinna við þessa kynja- hluti.“ Gagntekin af hversdagsleikanum Kristín Sigfríður stundaði nám við Konsfack listaháskólann í Stokkhólmi og útskrifaðist síðan úr Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands, í keramik. Síðan lauk hún tveggja ára framhaldsnámi við Dan- marks Design Skole í Kaupmanna- höfn, aðallega gler- og postulíns- hönnun. Hún hefur haldið tvær einkasýningar hér á landi og tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Hún er einn af rekstraraðilum Meistara Jakob-gall- erís við Skólavörðustíg og einnig R-21 gallerí í Kaupmannahöfn. Þá hefur hún starfað sem stundakennari við Listaháskóla Íslands. „Við erum tíu listamenn sem rekum Meistara Jakob og jafnframt höfum við unnið saman að ýmsum verkefnum. Þetta fólk kemur úr öllum geirum mynd- listar og við höfum meðal annars staðið saman að sýningum erlendis. Meistari Jakob er „stórt“ gallerí í litlu rými, en húsnæðið er svo lítið að það er varla hægt að sýna þar stærstu verkin okkar,“ segir hún. Kristín Sigfríður kvaðst sækja áhrifin og innblásturinn alls staðar frá: Náttúrunni, útvarpinu, fatnaði, arkitektúr, japanskri leirkerahefð og skandinavískri hönnun og allt þar á milli. „Ég hanna talsvert af nytja- hlutum, og það má kannski segja að ég sé á mörkum hönnunar og mynd- listar. Mér finnst gaman að fást við hluti sem tengjast daglegri notkun, því hversdagsleikinn er svo raun- verulegur. Ég hanna gjarnan ein- falda hluti sem maður handleikur daglega, eins og til dæmis bolla. Ég reyni samt að gera þá dálítið þannig að þeir séu einstakir í sjálfu sér. Svo vinn ég líka stundum stóra grófa hluti, skúlptúra og þess háttar,“ segir leirlistarkonan og kveðst vera ánægð með hlutskipti sitt í lífinu og listinni. „Þetta á vel við mig og mér leiðist aldrei þótt ég sé ein hér við vinnuna í Stúdíó Subbu langtím- um saman. Ég hlusta á góða tónlist á meðan ég vinn og stundum hlusta ég á heilu skáldsögurnar af snældum. Það gefur manni oft innblástur. Þessi vinna er orðin svo stór hluti af mér að ég gæti ekki hugsað mér neitt annað. Ég held að það eigi við um alla list. Listamenn verða gagnteknir af því sem þeir eru að gera hverju sinni. Jafnvel hversdagslegir nytjahlutir geta gagntekið mann á meðan maður er að vinna við þá og sú hugsun að gera alltaf sitt besta og reyna að gera hlutinn eins góðan og kostur er. Þótt maður sé bara að drekka venjulegt molakaffi verður sú athöfn miklu notalegri ef maður notar fallegan bolla undir kaffið. Þannig hugsa ég yfirleitt á meðan ég vinn.“ Bollarnir sem Kristín Sigfríður sendir á sýninguna í Berlín. Handgerð veltiglös. Postulíns- og gler- könnur. svg@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 B 3 LEIKFIMI, jóga,þrekæfingar og líkams-rækt af öll- um toga er lands- mönnum efalítið of- arlega í huga svona rétt eftir allar jóla- og ára- mótaveislurnar. Þá falla jafnvel mestu hóf- semdarmanneskjur fyr- ir freistingunum og borða og drekka meira en góðu hófi gegnir. Eftirköstin eru sam- viskubit, stundum spik eða í það minnsta nokkur aukakíló, sem erfitt getur verið að losna við án þess að gripið sé til rót- tækra og tíma- frekra aðgerða. Ásýnd líkamans þykir í auknum mæli bera vott um að menn séu vel upplýstir um gildi hollustu og heilsu. Hversu vel með á nótunum þeir eru að öðru leyti er svo allt annar hand- leggur, því tæpast innbyrða menn fróðleik og þekkingu samfara grænmetinu og ávöxtunum og puð- inu í ræktinni. Ekki má vanrækja heilann í öllu leikfimifárinu, enda ekki allt fengið með því að vera fag- ur á kroppinn. Jaðrar við „æði“ hjá öldruðum Að því er bandaríska vikuritið Newsweek hermdi nýverið eru menn líka óðfluga að átta sig á að annars konar leikfimi er ekki síður mikilvæg. Nefnilega hugarleikfimi, sem að sögn blaðsins er á hraðri uppleið, jafnvel svo að jaðrar við „æði“ eins og þegar heilsubyltingin ruddi sér til rúms. Kannski þó frek- ar sem „æði“ meðal aldraðra – aldr- ei þessu vant. Þótt uppskriftin sé tiltölulega einföld er líka vandséð hvernig ungt fólk getur tileinkað sér hana í dagsins önn og amstri, a.m.k. miðað við eftirfarandi dæmi: Hitið upp með því að fara í stór- markaðinn, snæðið vænan hádeg- isverð, verjið síðan drjúgri stund í að ráða krossgátur og farið síðan í ilmandi freyðibað. Haldið upp- teknum hætti og fyrr en varir verð- ið þið vel á ykkur komin. Andlega að minnsta kosti, því þetta er leik- fimi fyrir heilann og dæmi um að- ferð, svokallaða „neurobic“ (sbr. aerobic, eða þolfimi), sem mælt er með fyrir fólk til að viðhalda og efla heilastarfsemi sína í ellinni. Breytingar á daglegum athöfnum Hugarleikfimin þarf sem sé ekki að felast í ýkja flóknum æfingum. Að mati sumra sálfræðinga gera smávægilegar breytingar á dag- legum athöfnum heilmikið gagn og eiga þátt í að mynda samband milli taugafrumna. Svo dæmi séu tekin megi fara aðra leið en venjulega út í búð eða örva skynfærin með nýrri baðolíu. Þótt læknar viti ennþá lítið um fyrstu stig Alzheimer- sjúkdómsins eru sterkar vísbend- ingar um að hugarleikfimi sé fyr- irbyggjandi. „Neurobics“ óx fiskur um hrygg árið 1999 þegar bókin Keep Your Brain Alive, eða Haldið heilanum lifandi, kom út. Hún er eftir Larry Katz, taugalíffræðing við Duke- háskólann, og rithöfundinn Mann- ing Rubin. Síðan hefur fjöldi bóka af sama meiði litið dagsins ljós og athafnamenn séð sér leik á borði að bjóða upp á námskeið í „neurobic“- æfingum samfara hefðbundnum námskeiðum í streitustjórnun og túlkun eigin tilfinninga. Vefsíða fyrir alla? Mörg fyrirtæki hafa fengið þjálf- ara frá fyrirtækjum á borð við Mind Gym til fara með starfs- menn í gegnum 90 mín- útna hugarleikfimi í því skyni að auka fram- leiðni. Þá hefur vefsíðan MyBrainTrainer.com átt miklum vinsældum að fagna. Þar er boðið upp á alls konar leiki og próf, m.a. eins og þau sem notuð eru í sálfræðiprófum, og eiga þau að vera prófsteinn á vits- muni og þekkingu. Á titilsíðu segir að svari maður einhverjum eftirtal- inna spurninga játandi sé vefsíðan tvímælalaust fyrir hann:  Hefur þú einhvern tímann óskað að vera svolítið sneggri og skarpari andlega?  Ertu undir sívaxandi þrýstingi um að innbyrða meiri upplýsingar úr fleiri heimildum og stöðugt hraðar?  Er streitan að aukast vegna þess að þú þarft sam- tímis að takast á við marg- þætt verkefni heima og í vinnunni?  Vildir þú geta ein- beitt þér betur þegar áreitið í umhverfinu er mikið?  Myndu meiri við- bragðsflýtir og skarpskyggni koma þér betur á tennis- eða körfu- boltavellinum? En undir stýri?  Ertu andlega nógu vel á þig kominn þegar mikið liggur við, t.d. á fundum, í prófum eða starfsviðtölum? Miðað við líkleg svör flestra hlýtur til- tekin vefsíða að vera hið mesta þarfaþing. Þótt skapari hennar hafi farið 1.600 sinnum í hvern leik segir hann þá enn vera eins og vítamín- sprautu fyrir sig. Skemmtilegri tilvera Samt er fátt, að sögn Newsweek, sem bendir til að MyBrainTrainer-leikirnir gagnist heilanum betur en Scrabble eða aðrir áþekkir leikir og spil. Öðru máli kunni að gegna um að breyta daglegum venjum sínum, til dæmis með því að ganga eða aka aðrar leiðir á áfangastað, borða öðruvísi mat og þar fram eftir götunum. Slíkt hálfpartinn neyði fólk til að gefa umhverfi sínu og athöfnum meiri gaum en áður; tilveran verði í öllu falli skemmtilegri, hvað sem efasemdum um að slíkt dragi úr líkum á Alzheimer líður. Þótt hugarleikfimi sé kannski „æði“ eða tískubóla ætti engum að verða meint af að brjóta heilann svolítið meira.Verra væri að meiða sig og brjóta í ræktinni. Leikfimi í huganum Ekki má van- rækja heilann enda ekki allt fengið með því að vera fagur á kroppinn upp í nokkra flokka og spilið geng- ur út á að gefa rétt svar við sem flestum spurningum og fylla „kök- una“ sína af „kökusneiðum“ sem hver um sig ber sérstakan lit eftir spurningaflokkum. Þeir félagar Chris Haney og Scott Abbott stofnuðu fyrirtæki um hugmyndina og eftir að hafa leitað til fjárfesta tókst þeim að öngla saman nægu fé til að hefja framleiðslu á spilinu. Þeim tókst ennfremur að vekja áhuga spila- framleiðslufyrirtækisins Selchow & Righter og með markvissri markaðssetningu var áhugi al- mennings á leiknum vakinn. Fimm árum eftir að spilið kom á markað höfðu um 3,5 milljónir eintaka ver- ið seldar í Bandaríkjunum og ári síðar, eftir að Bandaríkjamenn tóku eins konar Trivial Pursuit- æði, seldust um 20 milljónir ein- taka og árið 2000 var ágóðinn kominn yfir einn milljarð Banda- ríkjadala. Spilið var vitaskuld einnig sett á alþjóðlegan markað og fór sigurför um heiminn og virðist ekkert lát á vinsældum þess. Aðeins tíminn mun skera úr um hvort Trivial Pursuit nær þeim sessi að verða vinsælasta borðspil allra tíma, en í ljósi vinsældanna sem spilið hefur þegar áunnið sér má segja að hugmynd þeirra Chris og Scotts hafi fráleitt verið svo hversdagsleg þegar allt kemur til alls. svg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.