Morgunblaðið - 20.01.2003, Page 1

Morgunblaðið - 20.01.2003, Page 1
2003  MÁNUDAGUR 20. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÆFT Í HERMANNABRAGGA Í PORTÚGAL /B12 BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Jóhannes sagði við Morgunblaðiðí gær að málið væri í höfn og það eina sem gæti stöðvað það úr þessu væri ef forráðamönnum Real Betis snerist hugur á síðustu stundu. „En ég á alls ekki von á því og geri ráð fyrir því að skrifa undir á morgun (í dag) og að leikheimildin verði jafnframt tilbúin strax,“ sagði Jóhannes. „Þetta er mikill léttir fyrir mig eftir að hafa fengið fá tækifæri á Spáni. Ég er fenginn hingað með það fyrir augum að spila inni á miðj- unni. Forráðamenn Villa ætla að byggja upp ungt lið og segjast vera hættir að kaupa til félagsins rán- dýra leikmenn, enda hafi slíkt hreinlega sökkt mörgum enskum félögum að undanförnu. Nú er það mitt að standa mig, grípa tækifærið báðum höndum og festa mig í sessi. Það hefur alltaf verið mitt takmark að komst í ensku knattspyrnuna og nú er það hægt og rólega að verða að veruleika.“ Jóhannes Karl er 22 ára en Aston Villa verður þó hans fimmta félag á erlendri grundu. Hann lék fyrst með meistaraflokki KA 1997, þá 17 ára, og lék síðan hálft tímabil með ÍA í úrvalsdeildinni 1998. Þá gekk hann til liðs við Genk í Belgíu, var þar eitt tímabil og lék 5 leiki í efstu deild. Hann spilaði síðan í rúm tvö ár í Hollandi með úrvalsdeildarlið- unum MVV Maastricht og RKC Waalwijk. Með þeim lék hann sam- tals 55 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði 11 mörk. Real Betis keypti Jóhannes frá Waalwijk í september 2001 fyrir 350 milljónir króna og hann spilaði 10 leiki með liðinu í spænsku deilda- keppninni á síðasta tímabili. Í vetur hefur hann aðallega verið á vara- mannabekknum eða þá utan hans og aðeins komið við sögu í tvær mínútur í einum deildaleik, gegn meisturum Valencia í nóvember. Jóhannes Karl leikur væntanlega sinn fyrsta leik í búningi Aston Villa á miðvikudaginn en þá mætir vara- lið félagsins Sheffield Wednesday. „Ég hef ekkert æft hjá félaginu og hitti beint á smá frí sem leikmenn aðalliðsins fengu þar sem þeir spila ekki í bikarkeppninni um næstu helgi. Ég æfi því sjálfur fram á mið- vikudag og verð þá líklega með í þessum varaliðsleik,“ sagði Jóhann- es Karl Guðjónsson. Alltaf verið takmark að leika í Englandi JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, geng- ur í dag frá samningi við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa, út þetta keppnistímabil. Forráðamenn Aston Villa náðu um helgina samkomulagi við Real Betis, félag Jóhannesar Karls á Spáni, um að taka hann á leigu til vorsins. Villa hefur síðan forkaupsrétt á Jó- hannesi að þessu tímabili loknu. Landsliðsmaðurinn Jóhannes Guðjónsson semur í dag við Aston Villa HILDUR Ómarsdóttir, Skauta- félagi Reykjavíkur, og Audrey Freyja Clarke, Skautafélagi Ak- ureyrar, sigruðu í sínum flokkum á Íslandsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum sem fram fór í Skauta- höllinni á Akureyri um helgina. Alls mættu 13 stúlkur frá þremur félögum, SA, SR og Birninum, til leiks og sýndu þær oft á tíðum glæsileg tilþrif á svellinu. Keppt var í tveimur aldurs- flokkum, Novice-flokki 14 ára og yngri og Junior-flokki 13–18 ára en stúlkurnar þurfa þó að hafa náð ákveðinni færni til að geta tekið þátt. Á laugardag var keppt í skylduæfingum, sem gilda þriðjung af heildareinkunn og í gær sunnu- dag var keppt í frjálsum æfingum. Tíu stúlkur mættu til leiks í Nov- ice-flokknum þar sem Hildur sigr- aði en í öðru sæti varð Íris Kara Heiðarsdóttir, SR, og í þriðja sæti Kristín Helga Hafþórsdóttir, SA. Aðeins þrjár stúlkur kepptu í Jun- ior-flokknum þar sem Audrey Freyja sigraði. Systir hennar Helga Margrét Clarke, SA, hafnaði í öðru sæti og Katrín Björgvinsdóttir, Birninum, í því þriðja. Íslandsmeistaramót í listhlaupi Morgunblaðið/Kristján Hildur Ómarsdóttir í snúningi á svellinu í frjálsu æfingunni. Glæsileg til- þrif á svellinu Morgunblaðið/Kristján Audrey Freyja Clarke í frjálsu æfingunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.