Morgunblaðið - 20.01.2003, Síða 6
HM Í PORTÚGAL
6 B MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÓLAFUR Stefánsson er í öðru sæti yfir líklegustu
markaskorara HM samkvæmt mati netveðbankans
Betandwin og Patrekur Jóhannesson er í 12. sæti.
Stefan Lövgren þykir líklegastur, möguleikarnir á að
hann skori flest mörk í keppninni eru taldir 1 á móti
2,75 en hjá Ólafi 1 á móti 3,25.
Þessir eru í þrettán efstu sætunum hjá Betandwin:
1. Stefan Lövgren, Svíþjóð ................................... 1:2,75
2. Ólafur Stefánsson, Ísl. .......................................1:3,25
3. Lars Christiansen, Dan......................................1:3,50
4. Stefan Kretzschmar, Þýsk. ...............................1:4,50
5. Jackson Richardson, Frakk. ................................. 1:5
6.–7. Nedeljko Jovanovic, Júg. ...............................1:5,5
6.–7. Christian Schwarzer, Þýs. .............................1:5,5
8. Johan Pettersson, Svíþjóð ..................................... 1:7
9.–10. Alex Rastvortsev, Rúss. ............................... 1:7,5
9.–10. Florian Kehrmann, Þýs................................1:7,5
11. Sioud Sobhi, Túnis.................................................. 1:8
12. Patrekur Jóhannesson, Ísl. ....................................1:9
13. Renato Vugrinec, Slóven..................................... 1:12
Ólafur annar
á eftir Lövgren
ÍSLAND er í 8.–10. sæti yfir lík-
lega heimsmeistara í handknatt-
leik, samkvæmt mati netveð-
bankans Interwetten.com, sem
telur líkurnar á að Ísland hampi
heimsbikarnum vera 1 á móti
20. Króatar og Portúgalar deila
þessum sætum með íslenska lið-
inu.
Veðbankinn telur að Svíar
séu líklegastir til að vinna tit-
ilinn en þeirra líkur eru taldar
1 á móti 4,5. Fast á hæla þeim
koma Danir, Þjóðverjar og
Rússar. Listi Interwetten.com
lítur þannig út, liðin í riðli Ís-
lands feitletruð:
1. Svíþjóð ............................ 1:4,5
2.–4. Danmörk ...................... 1:5
2.–4. Rússland ....................... 1:5
2.–4. Þýskaland..................... 1:5
5. Frakkland.......................... 1:7
6.–7. Júgóslavía .................. 1:10
6.–7. Spánn.......................... 1:10
8.–10. Ísland ........................ 1:20
8.–10. Króatía ..................... 1:20
8.–10. Portúgal ................... 1:20
11.–12. Egyptaland .............. 1:50
11.–12. Slóvenía.................... 1:50
13.–15. Pólland ................... 1:100
13.–15. Túnis....................... 1:100
13.–15. Ungverjaland......... 1:100
16.–18. Alsír ........................ 1:300
16.–18. Brasilía ................... 1:300
16.–18. Marokkó ................. 1:300
19. Argentína ...................... 1:500
20.–21. Ástralía................... 1:800
20.–21. Grænland ............... 1:800
22.–24. Katar ................... 1:1.000
22.–24. Kúveit .................. 1:1.000
22.–24. Sádi-Arabía......... 1:1.000
Íslandi spáð
8.–10. sæti
ÞÝSKI netveðbankinn Bet-
andwin telur Íslendinga lík-
legasta til að hafna í öðru
sæti B-riðils heimsmeist-
arakeppninnar í Portúgal.
Bankinn telur Þjóðverja af-
ar sigurstranglega með sig-
urlíkurnar 1 á móti 1,22. Ís-
lendingar eru rétt fyrir ofan
Portúgali, með 1 á móti 4,5 en
gestgjafarnir með 1 á móti 5.
Ástralir og Grænlendingar
eru taldir áþekkir, eru báðir
með líkurnar 1 á móti 200, en
Katarbúar eru taldir slak-
astir með líkurnar 1 á móti
250.
Sami netveðbanki telur að
Þjóðverjar séu líklegastir til
að verða heimsmeistarar en
síðan Rússar, þá Danir og
Frakkar. Svíar, Júgóslavar,
Spánverjar og Króatar eru í
næstu sætum og Íslendingar
eru settir í níunda sætið,
næstir á undan Túnis,
Egyptalandi og Portúgal.
Ísland
númer
tvö í
riðlinum
Það virðast ekki vera neinar nýj-ar upplýsingar fáanlegar um
þetta ástralska lið, það er nokkuð
óþekkt stærð. Við erum því einfald-
lega í þeirri stöðu að þekkja ekki
andstæðinginn og það þýðir að allir
leikmenn mínir verða að mæta vel
einbeittir til leiks, reiðubúnir að
taka hverju því sem að höndum
ber,“ sagði Guðmundur og viður-
kenndi að það væri svo sannarlega
óþægilegt að standa í þeim sporum
að vita ekki við hverju mætti búast
þegar flautað yrði til leiks kl. 17 í
dag í Viseu. Við þær aðstæður
reyndi enn meira á leikmenn en
ella.
Guðmundur segist ekki vera bú-
inn að ákveða hvaða fjórtán leik-
mönnum hann hyggist tefla fram í
leiknum í dag. „Eitt er víst og það
er að ég ætla að mæta til leiks með
mitt besta lið og byrjunarliðið verð-
ur skipað sterkustu leikmönnum
sem völ er á, það er alveg ljóst. Við
megum ekki við því að okkur skriki
fótur í fyrsta leik, ekkert kæruleysi
má eiga sér stað. Síðan verður að
koma í ljós hversu öflug mótspyrn-
an verður frá ástralska liðinu þegar
á líður,“ sagði Guðmundur.
Eftir að á ýmsu hafi gengið við
að fá æfingu á laugardaginn og í
gærmorgun sagði Guðmundur að
æfingar í gær hefðu gengið allvel
en hann hafði nýlokið við síðdeg-
isæfinguna þegar Morgunblaðið
talaði við hann.
„Það var dapurt húsnæðið sem
okkur var boðið upp á í gær [laug-
ardag] en það þýddi ekki að láta
það slá sig út af laginu. Við höfum
náð tveimur allgóðum æfingum í
dag og síðan erum við að velta fyrir
okkur hvort við eigum að vera með
æfingu í fyrramálið [í dag].“
Dagur er að koma til
Guðmundur sagði að ástand leik-
manna væri nokkuð gott. Dagur
Sigurðsson fyrirliði, sem hafi átt í
meiðslum í nærri tvær vikur, sé óð-
um að sækja í sig veðrið og geti nú
æft nærri því af fullum styrk. „Það
lítur vel út með Dag,“ sagði Guð-
mundur, en meiðsli Dags hafa verið
helsta áhyggjuefni hans undan-
farna daga. „Hann hefur fengið
góða meðferð við sínum meiðslum
og er á batavegi,“ sagði Guðmund-
ur og bætti því við að eftirvænting
ríkti í hópnum.
„Síðasti leikur okkar fyrir mótið,
við Svía á fimmtudaginn, gekk vel.
Nú er keppnin að hefjast og þar
með er farin að ríkja talsverð eft-
irvænting í hópnum. Við erum allir
fegnir því að nú er stóra stundin að
renna upp og við erum staðráðnir í
að leggja okkur alla fram við það
verkefni sem framundan er. Eftir
mótinu höfum við beðið nú um all-
nokkurn tíma,“ sagði Guðmundur
Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari og aðstoðarmaður hans, Einar Þorvarðarson, hafa
nóg að gera á næstu dögum – íslenska landsliðið mætir Ástralíumönnum á HM í dag.
Engar upplýsingar fáanlegar um landslið Ástralíu
Rennt blint í sjóinn
„VIÐ vitum mjög lítið um ástralska liðið og ég er ekki einn um það
því aðrir landsliðsþjálfarar sem ég hef rætt við eru í sömu sporum.
Það verður því rennt blint í sjóinn í fyrsta leiknum,“ sagði Guð-
mundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi er hann var spurður að því hvort
hann vissi eitthvað um fyrsta andstæðing íslenska landsliðsins á
heimsmeistaramótinu, Ástralíu.
1#
!
2
3
45
6
!
7
8
9
:
3
; !
# < =
<!
>
$ ? /!@1
<
A 11
B'.C
'..% ! "
&
+ ,
)(
+ ,
* # "# + ,
$(
+ -
.(
"# !"#$%&&'!'
"#$
" %& '% &(
& )
'
'&& *%&$
" %& " $ &
!(+ % , %& % %&
, -#!.-$/ &'
0 ! #'C7
#
0
*C =
*
%
'
-
0 =
1# G6 :
45 >
!(+ % , ! B
1 %C7C
'C = #
*C
*
'
'C
*C
'C
%C
-C
&C
,C
*C
'C
%C
-C
&C
,C
*C
'C
%C
-C
&C
,C
*C
'C
%C
-C
&C
,C
"#
ULRICH Strombach, forseti þýska
handknattleikssambandsins, er ekki
hrifinn af keppnisfyrirkomulaginu á
HM í Portúgal. Fjögur lið fara
áfram úr hverjum riðli keppninnar
en taka aðeins með sér úrslit í ein-
um leik, gegn því liði sem fylgir
með í milliriðil. Efsta lið og þriðja
lið fara saman og annað og fjórða
fara saman en þetta getur boðið
upp á einkennilega stöðu þegar við-
komandi milliriðill hefst.
„Þetta er einhvers konar útslátt-
arkeppni því liðið tekur í mesta lagi
einn sigur með sér. Svona fyrir-
komulag er ekki sæmandi í heims-
meistarakeppni. Þetta er þriðja út-
gáfan sem leikið er eftir í
lokakeppni HM á aðeins tíu árum
og það er ekki nógu gott,“ sagði
Strombach.
Hann er bjartsýnn á að þýska
liðið fari alla leið og hampi heims-
meistaratitlium. „En það verður
ekkert áfall fyrir mig þótt við lend-
um í öðru, þriðja eða fjórða sæti.
Við vitum vel að í keppninni eru
fleiri lið sem vilja og geta orðið
heimsmeistarar,“ sagði Strombach.
Strombach
ekki hrifinn