Morgunblaðið - 20.01.2003, Side 7

Morgunblaðið - 20.01.2003, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 B 7 LOKAUNDIRBÚNINGURINN fyrir HM í Portúgal var stuttur og snarpur. Frá því að landsliðs- hópurinn kom saman í byrjun janúar voru leiknir sjö lands- leikir á þrettán dögum áður en haldið var til Portúgals (Gegn Slóveníu 3, Póllandi, Danmörku, Egyptalandi og Svíþjóð). Meiðsli leikmanna settu strik í reikning undirbúningsins. Þegar haldið var til Svíþjóðar til að taka þátt í Evrópukeppni landsliða 2002, voru leiknir sjö landsleikir á 17 dögum á loka- sprettinum (gegn Noregi, Egyptalandi, Króatíu, Þýska- landi 2, Danmörku og Frakk- landi). Átta landsleikir voru leiknir á 14 dögum áður en haldið var á HM í Frakklandi 2001 (Gegn Frakklandi 3, Egyptalandi, Spáni, Noregi og Bandaríkjunum 2). Á lokasprettinum fyrir EM í Króatíu voru aðeins leiknir tveir landsleikir (Gegn Frakklandi 2) og þrír leikir voru leiknir (Gegn Þýskalandi, Spáni og Hvíta- Rússlandi) á lokasprettinum fyr- ir HM í Kumamoto 1997, þar sem Ísland náði fimmta sæti á eft- irminnilegan hátt. Snarpur undir- búningur ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik hefur tvisvar leikið landsleik gegn Grænlendingum og fóru báðir leikirnir fram í Nu- uk á Grænlandi í desember 1995. Fyrri leiknum lauk með stórsigri Íslands 40:14 og seinni leikurinn vannst einnig, 28:19. Fjórir leik- menn Íslands í HM-liðinu í Portú- gal léku leikina í Nuuk – Dagur Sigurðsson, Róbert Sighvatsson, Ólafur Stefánsson og Aron Krist- jánsson. Tveir leikir gegn Grænlandi STEFAN Kretzschmar, horna- maður þýska landsliðsins og fé- lagi Ólafs Stefánssonar hjá Magdeburg, telur að keppnin um heimsmeistaratitilinn sé galopin. „Það er ekkert „ósigrandi of- urlið“ í þessari keppni en í Portúgal eru mörg mjög góð lið og við erum í þeim hópi. Rússar og Frakkar eru sterkir og að sjálfsögðu Svíarnir líka. Danir gætu reynst það lið sem mest kemur á óvart og það má aldrei vanmeta Spánverja. Það koma því mörg lið til greina,“ sagði Kretzschmar við Sport1, en hann hefur lýst því yfir að þetta sé hans síðasta heimsmeist- arakeppni. Kretzschmar ætlar að leika með Þjóðverjum á Ól- ympíuleikunum í Aþenu og leggja síðan landsliðsskóna á hilluna en leika í 2–3 ár í viðbót með félagsliði. Ekkert of- urlið á HM Morgunblaðið/Þorkell Stefan Kretzschmar. LEIKIÐ verður í níu íþróttahöllum á HM í Portúgal.  Íslendingar leika í B-riðli í bæn- um Viseu, þar sem verður leikið í splunkunýrri íþróttahöll, Pavihao Multiusos de Viseu, sem tekur 2.600 manns í sæti.  A-riðill verður í Guimares og tek- ur höllin þar 5.000 manns.  C-riðill er á eyjunni Madeira og tekur höllin þar 2.500 áhorfendur.  D-riðillinn verður í S. Joao de Madeira þar sem 4.350 áhorfend- ur komast í höllina.  Milliriðlarnir verða leiknir á öðr- um fjórum stöðum, Rio Maior (2.500 áhorfendur), Povoa de Var- zim (2.570 áhorfendur), Espinho (4.000 áhorfendur) og Caminha (2.900 áhorfendur).  Leikirnir um átta efstu sætin verða síðan í Lissabon þar sem 12.000 áhorfendur geta fylgst með leikjunum. Leikstaðir í Portúgal Ljósmynd/NF Heiðmar Felixson, einn af landsliðsmönnum Íslands, í leik gegn Dönum á dögunum á móti í Danmörku. Portúgalar stefna á ÓL í Aþenu HEIMAMENN í Portúgal hafa sett sér svipað markmið og íslenska landsliðið í heimsmeistarakeppninni í handknattleik. Þeir stefna að því að ná einu af sjö efstu sætunum og komast þar með á Ólympíu- leikana í Aþenu á næsta ári. Þar með hafa þeir heldur hægt á sér en uppbygging portúgalska liðsins undir stjórn Javier Garcia Cuesta, sem tók við því árið 1999, miðaðist á sínum tíma við að það yrði á toppnum í HM á eigin heimavelli og krækti sér þar í verðlaunasæti. Þetta er í þriðja sinn sem Portúgal-ar taka þátt í lokakeppni HM. Þeir voru fyrst með í Japan 1997 en þá komust þeir ekki áfram úr riðla- keppninni og enduðu í 19. sæti. Þeir voru ekki með í Egyptalandi tveimur árum síðar en í Frakklandi fyrir tveimur árum náðu þeir að fara áfram en höfnuðu í 16. sætinu. Besti árangur Portúgala á alþjóða- vettvangi er hinsvegar í Evrópu- keppni landsliða. Þar náðu þeir 7. sætinu í Króatíu árið 2000 og í keppn- inni í Svíþjóð í fyrra enduðu þeir í 9. sæti. Portúgalar líta að vonum á Þjóð- verja og Íslendinga sem sína keppi- nauta í riðlakeppninni og útkoma þeirra í mótinu stendur og fellur með þeim leikjum. Portúgalska liðið býr yfir mikilli reynslu og byggir á sama kjarna og í undanförnum stórmótum en þar eru þeir Carlos Resende, Edu- ardo Coelho, Rui Rocha, Ricardo An- dorinho, Carlos Galambas og Filipe Cruz í stórum hlutverkum. Resende er þeirra lykilmaður, hefur margoft leikið gegn íslenskum landsliðum og félagsliðum, síðast með Porto gegn HK síðasta vetur, og á dögunum skor- aði hann 9 mörk þegar Portúgalar töpuðu fyrir Króötum, 29:27. Þá hefur bæst í hópinn 39 ára fyrrum Rússi, Victor Tchikoulaev, sem lék stórt hlutverk með Braga gegn Haukum í Evrópukeppni fyrir fáum árum. Íslendingar mæta Portúgölum á fimmtudaginn og sá leikur gæti reynst sá mikilvægasti hjá íslenska liðinu í riðlakeppninni.                                        'C =  !         # $ &'    $( )(  * # "# ()    &  '+C  *< - ' %< %.C  *< ' %< - 0 E   1#   7  6   1#  6    7  * " & % %& ") (     "!!  !##! !"# -.!(+ % ,  %& '  % %&/ (&% %"" & & % %&0 *  &  ") (     "!!    '  ) &&  & " %&"  (& "!!  )1 "&   '+C  * -< '< % %.C  * '< % -< 0    45   2 !   !  45   !  !  2  '+C  *E -$ '$ %E %.C  *E '$ %E -$ 0 /1  :  :    $ ?  3  :  $ ? 3      '+C  *$ -E 'E %$ %.C  *$ 'E %$ -E 0 :  /1  >  ; !     /!@1  >    /!@1   ; !  *C-C7!  B ? &C(C7 12324  =  %  - 0 = 1# G6  $ ? !     !(+ % , ! &C ,7  1  )C (7 =                 ! HM Í PORTÚGAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.