Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.2003, Blaðsíða 4
HM Í PORTÚGAL 4 B FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Stefánsson rauf 100 marka múrinn gegn Pólverjum í gærkvöldi er hann skoraði sitt sjöunda mark í leikn- um, 25:24. Ólafur fetaði þar með í fót- spor Patreks, sem varð fyrstur Íslend- inga til að skora 100 mörk í HM – í leik gegn Portúgal í Vieseu. Patrekur hef- ur nú skorað alls 115 HM-mörk, en Ólafur 100 mörk. Næstir þeim á lista eru Valdimar Grímsson með 95 mörk, Geir Sveinsson 87, Kristján Arason 65, Júlíus Jónasson og Sigurður Valur Sveinsson 51 og Gunnlaugur Hjálmarsson með 49 mörk. Morgunblaðið /RAX Sigfús og Ólafur fallast í faðma eftir leik. Pólska liðið velgdi Íslendingumvel undir uggum og það þurfti mikinn kraft og vilja hjá íslensku leikmönnum í síðari hálfleik til að snúa leiknum sér í vil. Pól- verjar börðust mjög grimmilega og náðu undirtökunum þegar líða tók á fyrri hálfleikinn. Þeir náðu að brjóta niður sóknarspil íslenska liðsins og þeir áttu ekki í vandræðum með að splundra sofandi vörn Íslendinga með Tkaczyk fremstan í flokki en hann skoraði 7 mörk í fyrri hálfleikn- um. Pólverjar náðu í upphafi síðari hálfleiks fjögurra marka forskoti, 19:15, og eins og íslenska liðið var að leika á þeim leikkafla voru engin teikn á lofti að Íslendingar tækju yf- irráðin í leiknum. Það var heldur ekki til að bæta úr skák að Sigfús Sigurðs- son fékk tvær brottvísanir í fyrri hálfleiknum og því þurfti Guðmund- ur að stokka upp spilin hvað varn- arleikinn snertir. Hann tók þá ákvörðun í upphafi síðari hálfleiks að hvíla Sigfús bæði í vörn og sókn og tefldi fram í hans stað Sigurði Bjarnasyni í vörninni og Róberti Sigurðssyni í sókninni og sú ákvörðun landsliðsþjálfarans hitti svo sannarlega í mark. Sigurður náði að binda vörnina betur saman og á skömmum tíma skoruðu Íslendingar fjögur mörk í röð og það kom í hlut Sigurðar að jafna metin í 19:19. Þessi góði kafli kveikti neistann í íslenska liðið sem sárt var saknað framan af leik. Roland Eradze, sem leysti Guð- mund Hrafnkelsson af hólmi undir lok fyrri hálfleiks, hrökk í gang svo um munaði og markvarsla hans á ör- lagaríkum augnablikum vó þungt. En þegar öllu er á botninn hvolft skipti frammistaða fyrirliðans Dags Sigurðssonar sköpum. Dagur, sem alls ekki hafði náði sér á strik í leikjunum á undan, sýndi hversu hann er megnugur og það var vel við hæfi að hann skyldi koma ís- lenska liðinu í forystu, 23:22, með sínu áttunda marki þegar um 17 mín- útur voru til leiksloka. Pólverjar voru ekki á því að gefast upp. Þeir jöfnuðu í 25:25 og allt útlit var fyrir spenn- andi lokamínútum. En þá kom að þætti Patreks Jóhannessonar. Hann skoraði 4 af næstu sjö mörkum Ís- lendinga og markið sem hann skoraði þegar hann breytti stöðunni í 29:25 og um tíu mínútur lifðu leiks gerði gæfumuninn en rétt áður hafði Eradze varið dauðafæri á línunni. Íslensku leikmennirnir gátu þó ekki andað rólega fyrr en síðasta mínútan gekk í garð. Pólsku mark- verðirnir sáu til þess en þeir vörðu geysilega vel á lokakaflanum, meðal annars tvö vítaköst en góður leikur Róbert Sighvatssonar á línunni gerði það að verkum að Íslendingar héldu fengnum hlut. Þrátt fyrir að sigur næðist í höfn og mikilvægum áfanga væri náð hjá Íslendingum var leikur liðsins lengi vel alls ekki sannfærandi og með svipaðri frammistöðu er hætt við að róðurinn verði mjög þungur á móti Spánverjum. Það læðist að manni sá grunur að eitthvert vanmat hafi verið í gangi hjá íslensku leikmönnunum fyrir leikinn því liðið var lengi framan af mjög taktlaust og spilaði ekki sem lið. Sérstaklega var þetta áberandi í vörninni en bæði vantaði alla færslu í hana og baráttuleysið alls ráðandi. Þá var eftir því tekið að íslensku leikmennirnir virtust mjög pirraðir hver út í annan og var leikhléð notað til að hreinsa andrúmsloftið að þeirra eigin sögn. Það mátti glöggt greina í seinni hálfleik enda þjappaði liðið sér saman og sýndi styrk sinn þegar á þurfti að halda. Það er á engan hallað að nefna Dag Sigurðsson sem mann leiksins og líklega var framganga hans það jákvæðasta í leik Íslend- inga. Dagur átti stórleik og lék klár- lega sinn besta landsleik í háa herr- ans tíð. Ólafur Stefánsson var drjúgur þó svo hann hafi oftast leikið betur en hann virkaði töluvert þreyttur. Patrekur átti frábæran kafla um miðbik síðari hálfleiks og átti stóran þátt í að skilja liðin að og Róbert Sighvatsson kom geysiöflug- ur til leiks í síðari hálfleiks og skoraði mikilvæg mörk. Áður hefur verið minnst á Roland Eradze. Guðmund- ur Hrafnkelsson fann sig ekki en Eradze stóð vakt sína vel og átti stór- an þátt í að Íslendingar komust inn í leikinn að nýju og náðu að hrista Pól- verjana af sér. Aron Kristjánsson stóð fyrir sínu en hornamennirnir Guðjón Valur og Einar Örn voru mis- tækir og Sigfús var ekki líkur sjálfum sér en brottrekstrarnir sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik settu leik hans úr skorðum. Mikilvægt skref er að baki og framundan er stór og erfið hindrun sem íslenska liðið þarf að ryðja úr vegi þegar það mætir Spánverjum í kvöld. Mikið er í húfi. Ekki nóg með að sigurinn tryggir leiki um verðlauna- sæti heldur gefur hann farseðil á Ól- ympíuleikana í Aþenu. Einhvern tím- ann virtist það fjarlægur draumur að Ísland kæmist í þá stöðu að leika til verðlauna á heimsmeistaramóti en ef allt gengur að óskum í kvöld og ís- lenska liðið hittir á toppleik gæti sá draumur orðið að veruleika. Íslendingar öruggir með eitt af átta efstu sætunum á HM í Portúgal eftir torsóttan sigur á Pólverjum ÍSLENDINGAR verða ekki neðar en í 8. sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Þetta varð ljóst eftir torsóttan sigur á Pólverjum, 33:29, í fyrsta leik liðsins í milliriðli HM í Caminha í Portúgal í gær- kvöldi. Leikurinn í gær var fyrri úrslitaleikurinn hjá íslenska liðinu í milliriðlinum og það má með sanni segja að leikurinn á móti Spán- verjum í kvöld flokkist undir það að verða einn af mikilvægustu leikjum Íslendinga frá upphafi en með sigri í þeim leik tryggja þér keppnisrétt um verðlaun á mótinu. Dagur Sigurðsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, rak loks af sér slyðruorðið og eins og góðum fyrirliða sæmir dró hann vagninn og það á hárréttum tíma. Dagur átti stórleik og sigurinn geta Íslendingar mikið til þakkað honum þó svo að leikmenn eins og Patrekur Jóhannesson, Roland Eradze og Róbert Sighvatsson hafi lagt sitt af mörkum og vel það. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Caminha Dagur Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, lék sinn langbesta leik í langan línusendingum sem gáfu mörk. Hér skorar hann eitt af níu mörkum Dagur dró vagn- inn í Caminha sagt í hita leiksins. Við vöknum oftar en ekki til lífsins þegar við tökum svona rispur,“ sagði Patrekur og var sammála því að hann hefði ekki leik- ið vel í fyrri hálfleik. „Ég sneri mig á ökkla í fyrstu sókn liðsins og gerði klaufaleg mistök í kjölfarið. Í síðari hálfleik langaði mig einfaldlega til að sýna hvað í mér býr. Ég tók af skarið í hraðaupphlaupunum, enda veit ég hve erfitt það er að verjast því þegar 100 kg skrokkur kemur á fullri ferð á móti manni. Það var því ekki um annað að ræða en að láta vaða, enda tel ég mig geta drifið á markið á góð- um degi,“ sagði Patrekur og glotti. Íslenska liðið fagnaði ekki gríðarlega í leikslok þrátt fyrir sigurinn og taldi Patrekur að hópurinn væri ekki enn saddur. „Við erum ekkert saddir og höfum náð þessum árangri fyrr. Ef Það var ákveðin spenna fyrir leik-inn þar sem menn töldu að Pól- verjar yrðu lítil hindrun fyrir okkur. Það er langt frá því að vera það sem við hugsuðum fyrir leikinn. Hlutirnir gengu ekki upp í fyrri hálfleik og þeir skoruðu auðveld mörk undir lok hans. Þegar menn fóru að átta sig á því að við þyrftum að leggja okkur 110% fram í vörn sem sókn fóru hlut- irnir að ganga,“ sagði Patrekur. Það vakti athygli í fyrri hálfleik hve mikið leikmenn íslenska liðsins tuðuðu hver í öðrum og sagði Pat- rekur að slíkt væri gott á köflum, sérstaklega þegar mikið væri í húfi. „Þessi hópur er búinn að vera lengi saman og veit til hvers er ætlast af honum. Menn verða að þola smá- skvettur af og til. Enginn á að taka það persónulega þegar eitthvað er við v dag] við Patr Patrekur vaknaði til lífsins í sein Ég vildi sý hvað í mér PATREKUR Jóhannesson vaknaði heldur betur til lífsins í síðari hálfleik er hann skoraði þrjú mörk í röð úr hraðaupphlaupum og var í essinu sínu á þeim kafla. Essen-leikmaðurinn var ekki sammála því að íslenska liðið hefði vanmetið það pólska í fyrri hálfleik.    Ólafur með 100 mörk ROLAND Eradze, landsliðsmark- vörður Íslands, varði mjög vel þeg- ar hann kom í markið í staðinn fyrir Guðmund Hrafnkelsson, sem náði sér ekki á strik – varði aðeins þrjú skot. Eradze endurtók leikinn frá viðureigninni við Portúgala á dög- unum og varði hvað eftir annað mjög vel á þýðingarmiklum augna- blikum – alls tólf skot, þar af eitt vítakast. Það munaði um minna og Íslendingar náðu að vinna upp fjög- urra marka mun í byrjun seinni hálfleiksins, 19:15, og snúa leiknum sér í hag. Eradze varði vel DAGUR Sigurðsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, er ekki sáttur við framkvæmd heimsmeistara- keppninnar það sem af er og telur að margt hefði mátt betur fara. „Þessi keppni vekur margar spurn- ingar. Við erum staddir „uppi í sveit“ þar sem framkvæmdin er í molum. Það er eins og þessi keppni eigi að vera kynningarstarf á íþróttinni fyrir Portúgal. HM er ekki vettvangur fyrir slíkt. Þessi keppni er mörgum klössum fyrir neðan það sem við kynntumst hjá Svíum á EM. Það er ekkert hægt að gera á keppnisstöðunum, menn „hanga“ inni á hóteli og gera lítið annað en að drekka kaffi, spjalla saman og bíða eftir næsta máls- verði, æfingu eða leik. Það er slök umgjörð í kringum þessa keppni og Alþjóðahandknattleikssambandið verður að taka sig á ef þetta á ekki að verða b-keppni á eftir EM,“ segir Dagur Sigurðsson, sem tekur þátt í sinni fimmtu HM. Framkvæmd HM er í molum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.