Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 8
KÖRFUKNATTLEIKUR
8 C MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á fyrstu fimm mínútunum virtistsem leikurinn væri á milli
Kenneths Tate hjá Breiðabliki og
leikmanna Skalla-
gríms. Kenneth
skoraði fyrstu 13
stig heimamanna –
alls 35 stig í leiknum
– og náði góðu forskoti strax í byrjun.
Leikmenn Skallagríms minnkuðu
muninn í öðrum leikhluta og þegar í
hálfleik var komið voru Blikar með
fjögurra stiga forystu, 47:43, og var
útlit fyrir spennandi síðari hálfleik.
Breidd gestanna var ekki meiri en
svo að í fyrri hálfleik skiptust öll 43
stig þeirra á milli þriggja leikmanna,
JoVanns Johnsons og bræðranna
Milosar og Darkos Ristics.
Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn af
miklum krafti og fór Kenneth Tate
sem fyrr fyrir sínum mönnum. For-
skot þeirra jókst jafnt og þétt og
leikmenn Skallagríms áttu fá eða
engin svör við sterkri vörn heima-
manna. Í þriðja leikhluta voru Blikar
komnir með 13 stiga forskot og virt-
ist þá sem gestirnir gæfust upp. Þá
var aðeins formsatriði fyrir heima-
menn að klára leikinn og það gaf leik-
mönnum Breiðabliks tækifæri til að
leika sér í lokin – meðal annars átti
Kenneth nokkrar sýningakörfur.
„Ég er mjög ánægður með þennan
sigur hjá okkur, við spiluðum fína
vörn og í heildina mjög góðan leik.
Við skorum yfirleitt mikið af stigum
en höfum fengið of mörg á okkur, það
náðum við að laga í kvöld. Ég vissi að
við værum með sterkara lið en þeir,
en bjóst við að þeir kæmu hungraðir í
leikinn. Ég átti von á að þeir myndu
halda þetta lengur út, þeir gáfust
heldur fljótt upp og gerðu okkur auð-
velt fyrir,“ sagði Jón Arnar Ingvars-
son, leikmaður og þjálfari Breiða-
bliks. „Liðið býr yfir miklum styrk
og við stefnum ekkert annað en í úr-
slitakeppnina og þessi leikur var gott
skref í áttina að því.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Grindvíkingurinn Guðmundur Bragason í harðri baráttu við
KR-ingana Magna Hafsteinsson og Skarphéðin Ingason í leik
KR og Grindavík í úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Blikar taka
stefnuna á
úrslitakeppni
SKALLAGRÍMUR situr enn í botnsæti deildarinnar eftir tap gegn
Breiðabliki í Smáranum í gærkvöldi. Bæði lið eru í neðri hluta deild-
arinnar en talsverður styrkleikamunur var á þeim í leiknum. Blikar
náðu snemma forystu og létu hana aldrei frá sér – gestirnir gáfust
svo upp í þriðja leikhluta og leiknum lauk með öruggum sigri
heimamanna, 99:77.
Andri
Karl
skrifar
Þetta var sigur, en það er ansilangt síðan það gerðist og þetta
er fyrsti sigur okkar á þessu ári. Við
spiluðum loksins al-
mennilega vörn,
nokkuð sem við höf-
um ekki gert mikið
af. Við vorum búnir
að fara vel yfir þeirra leik, þannig
það kom okkur ekkert á óvart,“ sagði
Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars.
Pétur taldi jafnframt að liðið
þyrfti tvo sigra í viðbót til að tryggja
stöðu sína í deildinni, en þó er hann
heldur ekki búinn að gefa úrslitasæti
upp á bátinn. „Við stöndum hins veg-
ar ekki vel að vígi gagnvart Breiða-
bliki, en það hefur betur í innbyrð-
isviðureignum við okkur. Við verðum
bara að bíta á jaxlinn.“
Keith Vassell var án efa maðurinn
á bak við sigur Hamarsmanna í gær-
kvöldi, en hann skoraði 31 stig. Þá er
varnarleikur liðsins orðinn mjög öfl-
ugur og munar þar um Vassell. Það
má kannski segja að það hafi verið
varnarleikurinn sem skildi á milli lið-
anna. Bæði lið léku góða vörn,
heimamenn þó aðeins betur.
ÍR-ingar byrjuðu af miklum krafti
og komust í 11:2, en heimamenn tóku
þá leikhlé og komu eftir það skipu-
lagi á leik sinn og jöfnuðu. Eftir
fyrsta leikhluta var staðan 20:17. Í
öðrum leikhluta héldu heimamenn
áfram að auka muninn og í leikhléi
var staðan 42:31.
Munurinn varð mestur 11 stig í
leiknum í þriðja leikhluta en um
hann miðjan tóku ÍR-ingar til við að
lagafæra vörnina og minnka muninn,
sem varð minnstur eitt stig, 55:55. Í
lok þriðja leikhluta var staðan 59:56.
Í fjórða leikhluta komust gestirnir
þremur stigum yfir, 63:66, og upp-
hófust þá æsilegar lokamínútur.
Leikur gestanna var skipulegur og
leikið af festu, en Hamarsmenn sem
börðust vel náðu að minnka muninn
rétt fyrir leikslok og komast yfir,
76:73. ÍR náði ekki að nýta sér þann
tíma sem var eftir og Hamar vann
langþráðan heimasigur.
Hjá heimamönnum var það Keith
Vassel sem dró vagninn, en einnig
spilaði Marvin Valdimarsson vel,
sem og Lárus Jónsson sem stjórnaði
spili sinna manna og tók oft á tíðum
af skarið þegar þess þurfti. Eugene
Christopher fór fyrir ÍR-ingum og
Hreggviður Magnússon og Sigurður
Á. Þorvaldsson léku einnig vel.
Langþráður
heimasigur
HAMAR í Hveragerði vann langþráðan og jafnframt mikilvægan sig-
ur á ÍR, 76:74, í gærkvöldi. Eftir sigurinn hefur Hamar 10 stig í 10
sæti. Það var Lárus Jónsson sem tryggði heimamönnum stigin tvö
með þriggja stiga körfu, mínútu fyrir leikslok og breytti stöðunni í
76:73. Gestirnir náðu ekki að nýta sér tímann sem var eftir, en þeir
settu niður eitt vítaskot áður en leiktíminn rann út.
Helgi
Valberg
skrifar
KR-ingar tóku völdin strax ífyrsta leikhluta. Grindvíkingar
áttu í mestu vandræðum með vörn
heimamanna og hittu
þeir illa úr skotum
utan af velli. Hins
vegar nýttu KR-ing-
ar skot sín mun bet-
ur. Herbert Arnarson og Darrell
Flake fóru fyrir sínum mönnum og
röðuðu niður stigunum. Grindvíking-
ar voru í stökustu vandræðum og
skoruðu aðeins 13 stig í fyrsta leik-
hluta. KR lék sóknarleikinn af sama
krafti í öðrum leikhluta og Grindvík-
ingum gekk betur að skora. Darrel
Lewis hélt gestunum á floti en Dar-
rell Flake var gestunum erfiður auk
þess sem Óðinn Ásgeirsson setti
nokkrar góðar körfur. Þegar leikur-
inn var hálfnaður voru heimamenn
komnir með 12 stiga forystu, 47:35.
Heimamenn byrjuðu seinni hálf-
leikinn af miklum krafti. Herbert
setti niður tvær þriggja stiga körfur
og í kjölfarið kom góður leikkafli
heimamanna. Þeir juku muninn jafnt
og þétt án þess að Grindvíkingar
fengju neitt við ráðið. Skotnýting
gestanna var slök og fráköstin end-
uðu oftar en ekki í höndum KR-inga.
Heimamenn skoruðu 26 stig á móti
15 stigum gestanna í þriðja leikhluta
og staðan var því orðin 73:50 þegar
fjórði leikhluti hófst. Grindvíkingum
tókst að laga leik sinn í fjórða leik-
hluta en þá vöknuðu þeir Helgi Jónas
Guðfinnsson og Páll Axel Vilbergs-
son til lífsins. Það breytti þó ekki
miklu því að KR-ingar héldu áfram á
sömu keyrslu og þeir höfðu verið á
allan leikinn. Baldur Ólafsson kom
sterkur inn hjá heimamönnum undir
lokin og skoraði körfur af öllum gerð-
um. Niðurstaðan var sanngjarn sigur
KR, 98:72.
KR-ingar spiluðu glimrandi vel í
gærkvöldi. Darrell Flake átti afar
góðan leik, skoraði 35 stig og tók auk
þess 25 fráköst, sem eru jafnmörg
fráköst og allt lið Grindavíkur tók til
samans. Herbert Arnarsson átti
einnig fínan leik auk þess sem Baldur
Ólafsson kom sterkur inn undir lok
leiksins. Grindvíkingar áttu slæman
dag. Þeirra atkvæðamestur var
Darrel Lewis, en aðrir leikmenn
spiluðu langt undir getu.
„Okkur skorti kraft og vilja í þess-
um leik. Við tókum ekkilausu bolt-
ana, sem voru oft á tíðum nær okkur
en þeim, þeir höfðu bara miklu meiri
vilja til að sigra í þessum leik á með-
an við vorum á hælunum,“ sagði
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Grindvíkinga. Hann var samt ekki á
því að þessi úrslit hefðu áhrif á það
hverjir verða deildarmeistarar: „Þeir
litu rosalega vel út í dag og ég óska
þeim til hamingju með þennan sigur.
Það er hins vegar enginn beygur í
okkur. Við ætlum okkur að verða
deildarmeistarar og þessi leikur
kemur ekki til með breyta því neitt.“
Grindvík-
ingar voru
kjöldregnir
„ÞETTA var gríðarlega góður og mikilvægur sigur. Við höfum verið
að misstíga okkur illa á útivelli þannig að við urðum að rísa upp og
taka þennan leik því takmark okkar er að vinna deildina. Við tökum
á móti Keflavík í næstu umferð og það er ekki síður mikilvægur leik-
ur og því megum við ekki hugsa of mikið um þennan sigur,“ sagði
Herbert Arnarsson, fyrirliði KR, eftir að lið hans hafði unnið góðan
stórsigur á toppliði Grindavíkur. Með Darrell Flake í fararbroddi
völtuðu KR-ingar yfir gesti sína án þess að líta um öxl og nið-
urstaðan varð 26 stiga stórsigur, 98:72.
Benedikt Rafn
Rafnsson
skrifar
■ Úrslit /C10
KEFLAVÍKURSTÚLKUR hefndu
grimmilega fyrir tap gegn ÍS í bik-
arúrslitunum á dögunum og unnu
með 57 stigum, 96:39, á heimavelli í
gærkvöldi, hafa þar með unnið
fimm leiki liðanna í vetur en tapað
einum – bikarúrslitaleik.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var
33:9 og í hálfleik 52:26, sem eru
fleiri stig en eftir hefðbundinn leik í
bikarúrslitunum. Síðan í þriðja leik-
hluta skorar ÍS aðeins 2 stig á móti
21 Keflvíkinga.
„Ég veit ekki hvað gerðist í þess-
um blessaða bikarleik,“ sagði Anna
María Sveinsdóttir þjálfari og leik-
maður Keflavíkur eftir leikinn í
gærkvöldi. „Við vorum auðvitað
staðráðnar í að vinna þennan leik
því okkur finnst við með miklu
betra lið. Við mættum því tvíefldar
og það þurfti ekkert sérstaklega að
koma stelpunum í ham. Við spil-
uðum hörkuleik við Grindavík og
höfðum sigur sem var gott til að
rífa sig upp eftir tapið í bik-
arleiknum. Mér fannst ÍS-
stelpurnar ekki koma alveg til-
búnar til leiks,“ sagði Anna María
og taldi bikartapið sitja í sér. „Ég
held að maður jafni sig aldrei, frek-
ar að maður læri að lifa með þessu.“
Sannkölluð umskipti
í kvennakörfunni