Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÚNAR Kristinsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við belgíska 1. deildarfélagið Lokeren um helgina. Hann leikur því með fé- laginu til vorsins 2005 en hann hefur verið í herbúðum Lokeren frá því í nóvember árið 2000. Rúnar hefur átt mjög gott tímabil í vet- ur, í stöðu afturliggjandi sóknarmanns en á dögunum sagði hann í viðtali í Morgun- blaðinu að það væri sannkölluð draumastaða fyrir sig. „Ég er mjög bjartsýnn á gengi liðsins næstu ár og það er gaman að vera í góðu liði. Ég er mjög ánægður með að þetta skuli vera komið á hreint og vona að samkomulag náist sem fyrst við Arnar Þór Viðarsson fyrirliða, þannig að við verðum áfram fjórir, Íslending- arnir hjá félaginu,“ sagði Rúnar við Morg- unblaðið eftir undirskriftina. Hann hefur skorað 6 mörk í 16 deildaleikjum með Lok- eren í vetur. Arnar Grétarsson samdi í síðustu viku við Lokeren til ársins 2006 og Marel Baldvinsson er nýkominn til félagsins. Rúnar samdi við Lokeren til 2005 Rúnar Kristinsson LÁNIÐ lék ekki við lið Íslending- anna hjá Lokeren um helgina. Loke- ren tapaði fyrsta leik sínum á þessu tímabili á heimavelli og það á móti erkióvinunum í Beveren, 1:2. Arnar Grétarsson sat uppi í stúku þar sem hann var í eins leiks banni en þeir Rúnar Kristinsson, Marel Baldvins- son og Arnar Þór Viðarsson fyrirliði léku allan leikinn. Lokeren byrjaði vel. Rúnar var nálægt því að skora þegar var felldur rétt fyrir utan vítateig er hann var að fara framhjá tveimur varnarmönum Beveren. Rúnar tók spyrnuna sjálfur en heppnin var ekki með honum, gott skot en boltinn glumdi í stönginni. Kiper náði að skora fyrir Beveren á 33. mínútu. Aftur var Rúnar á ferð er hann gaf á Kimoto sem skaut í stöngina. Í seinni hálfleik bakkaði Beveren og Lokeren komst lítið áleiðis. Leikmenn Beveren brutu mikið á Marel og leikmenn Lokeren voru seinir að gefa á hann og var hann því nokkrum sinnum dæmdur rangstæður. Arnar Þór tók auka- spyrnu, gaf á Bangoura sem skall- aði yfir úr dauðafæri. Heimamönn- um tókst þó loks að jafna á 88. mínútu en heilladísinar voru ekki með Lokeren því gestirnir gerðu sigurmarkið rétt um það bil sem dómarinn flautaði til leiksloka, klaufalegt mark þar sem markvöð- ur Lokeren misreiknaði fyrirgjöf frá gestunum og boltinn datt yfir hann og í markið. Paul Put, þjálfari Lokeren, sagði að sárlega hefði vantað Arnar Grét- arsson til að dreifa spilinu hratt á miðjunni. „Það vantaði að láta bolt- an ganga hraðar á miðjunni og vantaði okkur tilfinnanlega Arnar Grétarsson til þess. Eins er ég sam- færður um að Arnar Þór Viðarsson fyrirliði hefur verið að hugsa of mikið um nýjan samning í vikunni og fannst mér vanta meiri einbeit- ingu í leik hans.“ Lánleysi er Lokeren tap- aði fyrsta heimaleiknum ÞAÐ er nokkuð ljóst að vin- áttulandsleikir sem fara fram þegar keppni stendur sem hæst í Evrópu er tímaskekkja, eins og kom fram í síðustu viku. Þá fóru fram fjöl- margir landsleikir og sumir þeirra sköpuðu ekkert nema leiðindi. Leikur Englands og Ástralíu í sl. viku var vægast sagt skrípaleikur og kom í ljós að margir leikmenn í byrjunarliði Englands höfðu engan áhuga. Stemmningin var ein- kennileg á leiknum, sem sást best á því að þegar þulurinn á leiknum til- kynnir að öllu byrjunarliðinu hafi verið skipt útaf í hálfleik, stóðu áhorfendur upp og fögnuðu! Stór hópur leikmanna liðanna voru með hugann á öðrum stað – bikarleikjunum, sem fóru fram um helgina, aðeins tveimur og hálfum sólarhring eftir landsleikinn. Síðastliðið sumar urðu þó nokkar umræður um vináttuleiki íslenska landsliðsins, en það kom fram að áhuginn var ekki mikill hjá lands- liðsmönnum Íslands í leikjum gegn Andorra og Ungverjalandi. Vin- áttuleikir eru oft notaðir til tilrauna og allir leikmenn fá að spreyta sig – sumir þó ekki nema tvær síðustu mín. leiksins, eins og gerðist gegn Ungverjum. Ótímabærar skipt- ingar í vináttuleik gegn Eistlandi í Tallinn varð til þess að Ísland tap- aði. Leikið var við aðstæður sem voru ekki bjóðandi – í snjókomu á hálum velli. Það hafa margir gagnrýnt stöð- ugar skiptingar á leikmönnum í vin- áttuleikjum og er Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skotlands, einn af þeim. Hann var ekki hrifinn af þeirri taktík sem Sven Göran Er- iksson, landsliðsþjálfari Englands, beitti gegn Ástralíu – að skipta út öllu byrjunarliðinu sínu í hálfleik og leyfa yngri leikmönnum að spreyta sig. „Ég hef aldrei og mun aldrei gera slíkt og tel að stuðningsmenn liðsins eigi ekki annað skilið en að sjá þá bestu frá upphafi til enda. Það er ekki sanngjarnt fyrir áhorf- endur að fá aðeins að sjá þá bestu í fyrri hálfleik. Þeir ættu í raun að- eins að greiða hálft verð fyrir að- göngumiðann í slíkum tilvikum,“ segir Vogts. Baulað var á leikmenn Englands þegar þeir gengu af leik- velli eftir fyrri hálfleikinn og það var einnig baulað á leikmenn Frakka í leik þeirra gegn Tékkum í París, sem þeir töpuðu. Hér á landi hefur þetta einnig gerst og sendi þáverandi landsliðsþjálfari, Guðjón Þórðarson, þá áhorfendum tóninn. Jacques Santini, landsliðsþjálfari Frakka, dró ekki í efa rétt áhorf- enda til þess að láta óánægju sína í ljós. „Menn verða að sætta sig við að það er baulað á þá þegar þeir standa sig illa. Fólk kom til þess að sjá Frakka vinna. Frakkar töpuðu og þjóðin er óánægð, ég hef fullan skilning á því,“ sagði Santini. Já, það er misjafn metnaðurinn hjá knattspyrnumönnum, þegar þeir leika fyrir land sitt og þjóð. Landslið er ekki einkamál nokk- urra manna. Það er öllum frjálst að hafa skoðun á landsliði – á því hverjir eru valdir til að leika og hvernig liðið leikur. Það kom mörgum á óvart sem hlustuðu á setningarræðu Eggerts Magnússonar, formanns Knatt- spyrnusambands Íslands, á ársþingi sambandsins á dögunum, er hann sagði að landsliðsmenn hefðu ekki ánægju af að leika fyrir hönd Ís- lands. Eggert sagði í ræðu sinni: „Það er alvarlegt mál fyrir ís- lenska knattspyrnu þegar sumir af okkar bestu landsliðsmönnum eru hættir að hafa ánægju af því að koma í landsleiki vegna þeirrar sí- felldu neikvæðu umræðu sem ákveðinn hluti íþróttapressunnar heldur gangandi um þessar mund- ir.“ Já, það er orðið alvarlegt mál, þegar menn þora ekki að leika fyrir hönd Íslands vegna þess að menn leyfa sér að hafa skoðanir á lands- liðinu. Svo er það spurningin hvort þeir sem þola ekki pressuna eigi yfir höfuð að leika með landsliðinu? Ég er þeirrar skoðunar að þeir íþrótta- menn sem eru byrjaðir að ræða um það að þeir hafi ekki ánægju af því sem þeir eru að gera, eigi ekki að leika fyrir hönd Íslands. Sigmundur Ó. Steinarsson Berti Vogts Eggert Sven Göran Vináttulandsleikir eru tímaskekkja Úrvalsdeildarliðið var sterkara ígær en heimamenn léku þó ágætlega. „Við lékum ágætlega á köflum en áttum í nokkrum erf- iðleikum með að skapa okkur marktækifæri. Leikmenn Chelsea eru mjög góðir og eftir að Grön- kjær kom inná jókst sóknarþungi þeirra enda er hann eldfljótur. Við fengum bæði mörkin á okk- ur eftir að tapa boltanum illa og Chelsea sækir hratt á okkur. Svona gerist þetta oft hjá sterkum liðum. Þeir voru betri en við, það er ekki spurning, en við vorum alls ekki yfirspilaðir,“ sagði Brynjar Björn, sem lék allan leikinn rétt eins og Eiður Smári. Bjarni Guð- jónsson og Pétur Marteinsson komu hins vegar inn á hjá Stoke í síðari hálfleik. Brynjar Björn sagði að nú væri ekkert eftir hjá Stoke nema ein- beita sér að deildinni og ekki veitti af. „Mér sýnist að við verðum að eiga mjög góðan endasprett ef við ætlum að ná að halda okkur í deildinni. Nú er allt annað búið hjá okkur og því getum við einbeitt okkur að því að halda okkur uppi,“ sagði Brynjar Björn. Hann bætti við að um 200 Íslendingar hefðu verið á vellinum. „Það er alltaf gaman að vita af landanum í stúk- unni en maður varð ekkert var við fólkið innan um hin 26.000,“ sagði Brynjar Björn. Það má eiginlega segja að nokk- urt jafnræði hafi verið framan af leik með úrvalsdeildarliðinu og Stoke, sem er í fallbaráttu í næstu deild fyrir neðan. Jimmy Floyd Hasselbaink kom heimamönnum yfir í síðari hálfleik og Jesper Grönkjær bætti síðara markinu við seint í leiknum eftir góða stungu- sendingu frá Eiði Smára. „Þetta var erfiður leikur eins og við vissum fyrir. Við þurftum virkilega að hafa fyrir hlutunum og gerðum það svo sannarlega. Stokarar börðust allan tímann og við vissum að við yrðum að gera slíkt hið sama ef vel ætti að fara,“ sagði Graeme Le Saux, leikmaður Chelsea eftir leikinn. „Við fengum ekki mörg tækifæri í fyrri hálfleik. Stoke er með gott lið og leikmenn þess gerðu okkur lífið leitt. Við fengum færi í síðari hálfleik og sem betur fer tókst mér að skora og brjóta ísinn, en þar sem við hefðum alls ekki gert okkur jafntefli að góðu héldum við áfram að sækja,“ sagði Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann sagðist aðeins óska eftir heimaleik í næstu umferð. „Ég vil bara fá heimaleik, Reuters Jesper Gronkjær lék vel í gær og skoraði síðara mark Chelsea eftir glæsisendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Íslendingarnir létu lítið fyrir sér fara í Íslend Chelsea of sterkt fyrir Stoke „MENN hér á bæ eru tiltölulega sáttir við frammistöðuna í bikarnum þó svo maður sé aldrei sáttur við að tapa,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Stoke, eftir að hann og félagar hans féllu úr bikarkeppninni ensku við að tapa 2:0 á heimavelli fyrir Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Chelsea.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.