Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT Bandaríkjamenn hafi um langt skeið verið í fararbroddi í bútasaumi, er handverkið talið eiga rætur að rekja til Egypta- lands á tímum faróanna. Nýtni og útsjónarsemi gat svo af sér bútasaum á Vesturlöndum, þegar fátækt fólk þurfti að nýta alla hluti eins og framast var kostur. Heillegir bútar af úrsér- gengnum flíkum, svo dæmi sé tekið, gengu um síðir í end- urnýjun lífdaga í teppum, ábreiðum, gluggatjöldum og öðrum nauðsynjum á heimilum fólks. Smám saman skipaði bútasaumur sér á bekk með öðrum listgreinum, æ fleiri lærðu listina, sérstök efni til bútasaums voru framleidd í öllum regnbogans litum og mynstrum og nýtnisjónarmið vék fyrir einskærri sköpunargleði. Eins og jafnan þegar listin er annars vegar eru alltaf ein- hverjir sem skara framúr og geta sér góðan orðstír. Ein þeirra er Jinny Beyer, sem borið hefur hróður bútasaums víða um heim auk þess sem hún þykir með þeim færustu, ef ekki sú færasta, á sínu sviði í heima- landi sínu, Bandaríkjunum. Að minnsta kosti velkist Guðfinna Helgadóttir, sem, ásamt eiginmanni sínum, Helga Axelssyni, á og rekur verslunina Virku, ekki í vafa um að svo sé. Hún segist lengi hafa alið með sér þann draum að fá Beyer hingað til lands á námskeið fyrir sí- stækkandi hóp áhuga- fólks um bútasaum. „Draumurinn ræt- ist dagana 8. og 9. mars, en þá heldur þessi einstaka lista- kona fræðslu- námskeið í Virku. Fyrri hluta dags fjallar hún um litasamsetningu, kennir til dæmis hvernig einn litur getur breytt heildaráhrifunum, en hún er einmitt þekktust fyrir lita- samsetningar sínar. Þátttakendur fá um 150 litaprufur í hendurnar til að vinna með. Síðari hluta dags kennir É G kynntist Davis-kerf- inu í gegnum per- sónulega reynslu, eins og svo margir þeirra sem leggja þetta fyrir sig,“ sagði Axel Guð- mundsson lesblindusér- fræðingur, sem staddur er hér á landi til að kynna nýjar aðferðir, svokallað Davis-kerfi, til að fást við lesblindu, en hann hlaut fullgild starfsréttindi í janúar síðastliðinn frá Davis-Dyslexia Associat- ion International til að starfa við að lagfæra les- blindu og aðra skylda námsörðugleika, auk þess sem hann hefur samhliða námi starfað við slíka þjálfun undanfarin tvö ár. Axel hefur auk þess verið í námi við Spectrum- stofnunina í London að læra mannúðarsálfræði, (Humanistic psychother- apy), síðastliðin sex ár. „Eiginkona mín er les- blind og hún fór í gegnum Davis-kerfið fyrir um þremur árum og olli það straumhvörfum í lífi henn- ar. Hún bað mig um að koma með sér á fyrirlest- ur þar sem Ron Davis var að útskýra kerfið og hug- myndafræðina að baki því. Hann lýsti einnig sínu eig- in lífi sem lesblindur ein- staklingur og ég varð strax hugfanginn af bæði kerfinu í heild og Ron Davis sjálfum,“ sagði Axel enn fremur. Stærðfræðisnillingur með afburða greind „Sem barn var Ron Davis með einhverfu á háu stigi og lærði ekki fyllilega að tala fyrr en um tólf ára aldur,“ sagði Axel um upphafs- mann þessa nýja kerfis. „Hann er meðal örfárra einstaklinga í heim- inum sem náð hafa að sigrast á þessu afbrigði einhverfu, sem í þá daga var kölluð Kanners-veiki. Nokkrum árum síðar uppgötvaðist að hann hafði afburða greind og að hann var mikill stærðfræðisnilling- ur. Þetta leiddi til þess að áður en hann náði tvítugsaldri, var hann ráðinn sem sérstakur stærðfræði- kennari til virts verkfræðifyrir- tækis. Þrátt fyrir að hann kunni enn varla að lesa eða skrifa kenndi hann þar hópi verkfræðinga sem voru að vinna að hönnun eldflauga- hreyfla fyrir bandarísku geim- skutlurnar. Lesblinda hans var á mjög háu stigi og hann átti jafnvel í miklum erfiðleikum með að lesa götunöfn og umferðarskilti. Það var ekki fyrr en hann var 38 ára, árið 1980, að hann gerði þá grundvallaruppgötvun sem allt Davis-kerfið er byggt á. Hann uppgötvaði hvernig hann gat slökkt á þeirri skynvillu sem fram að þessu hafði gert allan lestur og skrift að algerri martröð. Hann beið ekki boðanna heldur rauk út í bókasafn og las Ævintýraeyjuna spjaldanna á milli á einum degi. Þetta var fyrsta bókin sem hann hafði nokkru sinni lesið á ævinni og hann var sannfærður um að hann hefði fundið lykilinn að les- blindunni. Það liðu þó ekki nema nokkrir mánuðir áður en honum fór að hraka aftur. Þá rann upp fyrir honum að hann hafði ein- ungis leyst lítinn hluta af gátunni, en nú var hann ákveðinn í að finna varanlega lausn. Hann stofnaði The Reading Research Council og réð til sín fjölda sérfræðinga með það eitt markmið að finna lausn á les- blindugátunni. Og það leið ekki á löngu áður en lausnin var fundin og Davis-kerfið leit dagsins ljós. Ron skrifaði bókina The Gift of Dyslexia, þar sem hann lýsti kerf- inu ítarlega í þeirri von að for- eldrar lesblindra myndu lesa hana og leiða börn sín út úr lesblindu með því að fylgja kerfinu þrep fyr- ir þrep. Nafn bókarinnar gefur í skyn að lesblinda sé náðargáfa, enda heldur Ron því fram að snilli- gáfa sé oft fylgifiskur lesblindu. Fjöldi lesblindra einstaklinga hafa náð bata með bókinni einni saman, en fljótlega kom í ljós að foreldrar eru ekki endilega hent- ugustu kennarar barna sinna. Ýmsir tilfinningaþröskuldar geta verið til staðar milli náinna fjöl- skyldumeðlima sem geta valdið vandræðum við þessa vinnu. Þetta leiddi til þess að Ron fór að þjálfa fólk, eins og mig, til að bjóða upp á faglega hjálp til einstaklinga sem vilja sigrast á námsörðug- leikum.“ Hvað er lesblinda? Samkvæmt Íslensku al- fræðiorðabókinni er les- blinda, eða lesstol, eins og það er kallað, skilgreint svo: Missir eða röskun á hæfni til að lesa skrifað eða prent- að mál þótt sjón sé óskert; stafar af skemmd eða trufl- un í heila. „Þessi skilgreining á or- sök lesblindu er úrelt,“ sagði Axel er hann var spurður um þá fullyrðingu að lesblinda stafi af heila- skemmdum. „Reyndar eru sérfræðingar ekki á eitt sáttir varðandi skilgreiningu á dyslexiu eða lesblindu. Þegar Ron Davis var að vaxa úr grasi trúðu menn því að lesblinda væri líkam- legur galli sem gerði það að verkum að viðkomandi hefði ekki hæfileika til að lesa og skrifa. Þetta væri eins kon- ar heilagalli sem gerði þol- endur heimska. Síðan hafa verið uppi ýmsar kenningar, eins og til dæmis sú að or- sökina mætti rekja til þess að viðkomandi hefði „stokk- ið yfir“ ákveðið þroskastig sem barn, það að skríða. Það er nefnilega ekki óal- gengt að lesblind börn sleppi „skriðstiginu“ og fari beint út í það að ganga. Menn hafa notað li- taglærur til að reyna að lagfæra lesblindu með misjöfnum árangri og einnig er talað um skort á fitu- sýrum, meðal annars omega3, sem eru mikilvægar fyrir heilastarf- semina, – lýsi væri þá góð lausn, og ég er ekki frá því að það gæti hjálpað eitthvað, þótt ég hafi ekki reynt það. Ron Davis hefur mjög ákveðnar hugmyndir um skilgreiningu á les- L E S B L I N D A / D Y S L E X I A Myndræn hugsun í þrívídd Axel Guðmundsson leiðbeinir Guðmundi Erni Kjærnested, en í Davis-kerfinu er meðal annars unnið með að móta myndir í leir. Axel Guðmundsson hef- ur sérhæft sig í svoköll- uðu Davis-kerfi til að sigrast á lesblindu. Sveinn Guðjónsson ræddi við hann um þessa nýju aðferð og spurði um orsakir vandans. Morgunblaðið/Sverrir Verk eftir Jinny Beyer. Í fyrirlestr- inum á námskeiðinu notar Beyers skyggnur og veltir upp leynd- ardómum þess að skapa mósaik- mynstur, en hún segir bæði auðvelt og skemmtilegt að búa til slík mynstur í bútasaumsteppi. B Ú TA S A U M U R Austræn áhrif og mósaík-mynstur Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nudd- sokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann SOLIDEA BAS ET COLLANTS Apótek og lyfjaverslanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.