Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 8
VITAÐ er að 125 manns fórust í eldsvoða í Suður-Kóreu á þriðjudag. Óttast er að fleiri hafi farist. Margra er enn saknað. Eldurinn blossaði upp á neðanjarðar-lestarstöð í borginni Daegu. Maður kveikti í eldfimum vökva sem hann hafði með sér. Sagt er að hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Eldurinn barst fljótt um neðanjarðar-lestina. Inni í henni var mikið af eldfimum efnum. Eldurinn barst síðan í aðra lest sem kom inn á neðanjarðar-stöðina. Mikil reiði hefur gripið um sig í Suður-Kóreu í kjölfarið. Fullyrt er að eldvarnir hafi verið lélegar og undankomu-leiðir fáar. Þá þykir ótrúlegt að eldurinn skyldi ná að læsa sig í hina járnbrautar-lestina. Hún kom inn á stöðina fimm mínútum eftir að eldurinn kviknaði. Í kjölfarið hefur verið spurt hvers vegna lestin var ekki stöðvuð. Flestir þeirra sem fórust voru í síðari lestinni. Talið er að maðurinn sem kveikti í lestinni hafi ætlað að fremja sjálfsmorð. Hann hélt hins vegar lífi eftir voða-verkið. Íkveikja kostar 125 manns lífið Reuters Íbúar Daegu virða fyrir sér blóm sem komið hefur verið fyrir í neðanjarðarlestar-stöðinni til minningar um þá sem fórust. KVIKMYNDIN Nói Albínói eftir leikstjórann Dag Kára Pétursson verður frumsýnd hér á landi, næsta föstudag, 28. febrúar. Upphaflega stóð til að sýna myndina miklu seinna hér, en ákveðið var að flýta sýningunni. Það var gert vegna þess að myndinni hefur gengið mjög vel í útlöndum og áhorfendur allir mjög hrifnir. Á kvikmynda-hátíðum hefur Nói Albínói fengið fjölda verðlauna. Myndin verður sýnd í Háskólabíói. Nói Albínói er fyrsta mynd Dags Kára í fullri lengd. Nói albínói slakar á. Nói albínói verður sýndur 28. febrúar AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÚMLEGA 30 einbýlis-hús skemmdust í fárviðri á Seyðisfirði í vikunni. Þar af eru þrjú einbýlis-hús stórskemmd. Tré rifnuðu upp með rótum í fárviðrinu og fjöldi bíla dældaðist. Þá fauk maður á kerru og höfuðkúpu-brotnaði. Tjónið er talið nema milljónum króna. Hjónin Katrín Reynisdóttir og Skúli Jónsson, sem búa við Hlíðarveg 9, vöknuðu upp við hávaða á aðfara-nótt þriðjudags. Í ljós kom að nær allar þakplöturnar á húsi þeirra voru að fjúka út í veður og vind. Þá fauk helmingur af þaki einbýlis-húss við Garðarsveg 9b af í óveðrinu og er talið líklegt að afgangurinn af þakinu sé ónýtur líka. Víða á Austurlandi urðu skemmdir af völdum veðursins en hvergi eins og á Seyðisfirði. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Þessi bílskúr fauk í heilu lagi af grunninum í óveðrinu. Eftir liggur innihald bílskúrsins. Tjón á yfir 30 húsum á Seyðis- firði eftir óveður GRÆNMETI hefur lækkað umtalsvert í verði frá því ákveðið var að afnema grænmetis-tolla á flestum tegundum í fyrra. Þetta kom fram í árs-uppgjöri Samkeppnis-stofnunar á meðal-verði grænmetis og ávaxta. Frá febrúar í fyrra hefur agúrka til dæmis lækkað um 51–61% og paprika um 38–44%. Einnig hefur verð á ávöxtum lækkað, eða um 10–30%. Guðni Ágústsson landbúnaðar-ráðherra fór í Melabúðina í vikunni og kannaði verð á grænmeti og ávöxtum. Hann sagðist ánægður með að verðið hefði lækkað. Morgunblaðið/RAX Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra kannaði verð á grænmeti í matvöruverslun. Verð á grænmeti lækkar umtalsvert ÍSLENSKA kvenna-landsliðið í knattspyrnu tapaði, 1:0, fyrir heimsmeisturum Bandaríkjanna í vináttu-landsleik í byrjun vikunnar. Leikurinn fór fram í borginni Charleston í Bandaríkjunum. Þóra B. Helgadóttir, markvörður íslenska liðsins, átti stórleik í markinu og kom í veg fyrir að bandarísku heimsmeistararnir ynnu stærri sigur. „Þetta var skemmtilegur leikur. Það er alltaf gaman að spila á móti bandaríska liðinu því maður fær nóg að gera,“ var haft eftir Þóru á heimasíðu bandaríska knattspyrnu-sambandsins. Í leiknum stýrði Jörundur Áki Sveinsson íslenska landsliðinu í síðasta skipti. Hann hefur verið þjálfari þess í rúm tvö ár og sagðist skilja sáttur við liðið. Það hefði náð góðum árangri á síðustu árum og væri nú í hópi bestu landsliða heims. „Við höfum náð frábærum árangri og stimplað okkur inn sem ein af betri þjóðum heims. Nú er málið að halda liðinu þar um ókomna tíð. Það er í góðum höndum og ég verð aðdáandi þess númer eitt í stúkunni í sumar,“ sagði Jörundur eftir leikinn. Við starfi Jörundar tekur Helena Ólafsdóttir. Þóra með stórleik gegn Banda- ríkjunum Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.