Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.02.2003, Blaðsíða 7
hún svo meðferð kantefna og sýnir hvernig hægt er að skera kantefnið í litla búta og nýta það í nýtt mynst- ur,“ segir Guðfinna, sem sjálf kveðst aldrei hafa séð viðlíka snilld í mynstrum og litavali og hjá Jinny Beyer. Austræn áhrif Austræn áhrif eru áberandi í verkum Beyers, en snemma á átt- unda áratugnum bjó hún í Nepal þar sem hún hóf að sauma bútasaum. Hún hélt uppteknum hætti þegar hún flutti til Bandaríkjanna og ekki leið á löngu þar til verk hennar fóru að vekja mikla athygli og unnu til alls konar verðlauna, m.a. í Stóru bútasaumskeppni Bandaríkjanna 1978, sem styrkt er af tímaritinu Good Houskeeping. Upp frá því helgaði hún sig bútasaumi og hefur haft nóg að gera við að halda fyr- irlestra og námskeið og hanna mynstur, sem nú eru yfir tvö þúsund talsins. Eftir hana liggja tíu búta- saumsbækur og þrjú myndbönd og síðastliðið tuttugu og eitt ár hefur hún haldið sín eigin námskeið á Hilt- on Head Island-hótelinu í Suður- Karólínu. Hún býr í Great Falls í Virginíu og er líka með vinnustofu sína þar. Þegar Guðfinna fór til Bandaríkj- anna árið 1979 og kynnti sér búta- saum var Jinny Beyer að hasla sér völ. „Ég heillaðist strax af verkum hennar, en gerði mér grein fyrir að erfitt yrði að fá svona þekkta og eft- irsótta listakonu til að koma til Ís- lands. Ég frétti líka að námskeið hennar væru hreint ekkert ódýr, auk þess sem hún gerði miklar kröf- ur um aðbúnað hvar sem hún stigi niður fæti. Framan af var ég frekar vondauf um að fá hana hingað, en ég ákvað engu að síður að viðra hug- myndina þegar ég hitti hana nýverið á bútasaumssýningu í Bandaríkj- unum. Hún sló til, virtist mjög áhugasöm um land og þjóð og við náðum hagstæðum samningum,“ segir Guðfinna og bætir við að búta- saumarar hér á Fróni séu afar spenntir að skoða verk Jinny Beyers og kynnast vinnubrögðum hennar. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 B 7 „LESBLINDAN hefur valdið mér miklum erf- iðleikum allt frá því ég hóf skólagöngu, en nú er þetta ekkert mál,“ sagði Guðmundur Örn Kjærne- sted, sem hóf meðferð samkvæmt Davis-kerfinu fyr- ir sex mánuðum undir leiðsögn Axels Guðmunds- sonar. Guðmundur Örn, sem er nemandi í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, sagði að árangurinn hefði strax komið í ljós nú í miðsvetrarprófunum. „Ég náði 8,5 í meðaleinkunn nú á jólaprófinu, án fyr- irhafnar, en áður var ég rétt að skríða yfir 5,0 á öll- um prófum. Það var eins og 10 fyrir mig að fá 6 í einkunn. Þá þurfti ég líka að sækja aukatíma, fjór- um til fimm sinnum í viku, og ef mikið var að gera í skólanum fór ég líka um helgar. Núna fer ég tvisvar í viku, klukkutíma í senn. Þetta hefur gjörbreytt öll- um mínum viðhorfum og ég lít mun bjartari augum á framtíðina,“ sagði hann enn fremur. Guðmundur Örn sagði að fyrst þegar hann hitti Axel og kynntist Davis-kerfinu hefði hann verið efins. „Ég sagði við Axel að þetta hljómaði nú bara eins og Herbalife-megrunaraðferðin eða aðrar skyndilausnir. Mér fannst þetta svo ótrúlegt. En ég geri ekki lítið úr Davis-kerfinu núna. Sýn mín á þetta vandamál er nú gjörbreytt og þegar einhver nefnir lesblindu við mig svara ég: Ekkert mál! Ég hef aldrei kunnað stafrófið fram að þessu en nú fer ég með það aftur á bak og áfram. Ég gat aldrei lært óreglulegu sagnirnar í ensku, en er nú með tíu í þeim á öllum prófum. Þetta er allt annað líf,“ sagði Guð- mundur Örn Kjærnested. Guðmundur Örn Kjærnested Allt annað líf blindu, og ég er honum sammála. Reyndar notum við orðið lesblinda yfir ýmsa námsörðugleika, sem við höfum komist að raun um að spretta allir af sömu rót. Les- blinda (dyslexia), reikniblinda (dyscalculia), ofvirkni (hyperactivity), athygl- isbrestur (attention de- fict disorder, ADD) og ákveðin hreyfi- og jafnvægisvandamál (dyspraxia) eru öll til- komin vegna þess að viðkomandi hugsar í myndum. Og vegna þess að öll þessi ein- kenni eiga sömu orsök má beita sömu lausn- inni á þau öll. Ron Davis hefur jafnvel þróað útgáfu af sínu kerfi til að lagfæra As- bergers heilkenni, sem er væg einhverfa.“ Hugsað í myndum „Allt Davis-kerfið er byggt á því að orsök lesblindunnar liggi í þeirri einföldu staðreynd að við- komandi einstaklingur hugsar í myndum en ekki orðum, það er að segja myndrænt, en ekki orð- rænt,“ sagði Axel aðspurður um í hverju Davis-kerfið væri fólgið. „Við fylgjum þeirri hugmynda- fræði og árangurinn skilar sér nánast undantekningalaust. Nú kann einhver að spyrja hvernig það megi vera að mynd- ræn hugsun geti orsakað les- blindu? Svarið sem Ron fann er einfalt, en ekki endilega auðvelt að útskýra, ég skal samt reyna: Það er nokkuð viðtekin skoðun að fólk almennt hugsar annaðhvort í myndum eða orðum og margir nota bland beggja. Þegar ég segi myndum meina ég kyrrmyndir, eins og til dæmis ljósmynd, og einnig hugsa menn í hreyfimynd- um, eins og kvikmyndum. Þessi myndræna hugsun er þeim mun fullkomnari, því meira sem hún er notuð. Þeir sem eru bestir í þessari hugs- un, það er þeir les- blindu, geta upplifað hugsun sína nánast jafn sannfærandi og hlutveruleikann, í þrí- vídd, með hljóðum, lykt, snertiskyni og jafnvel bragði. Því meira sem viðkomandi notar þessa myndrænu hugsun, þeim mun minna notar hann orð- ræna hugsun. Það gef- ur auga leið að ef orð eru lítið notuð í innra hugsanaferli verður orðaforði og leikni í að nota orð lakari en hjá þeim sem hugsa aðallega í orðum. Reyndar er Ron Davis þeirrar skoðunar að þessi myndræna hugsun lesblindu ýti undir snilli- gáfu. Hann byggir það á þeirri staðreynd að þeir sem hugsa myndrænt hugsa hraðar en þeir sem hugsa í orðum. Það má líkja þessu við muninn á hraðvirkri tölvu og hægvirkri. Þessu til stuðnings má benda á að ýmsir hugsuðir og andans menn hafa átt við lesblindu að stríða svo sem Thomas Edison, Albert Einstein, Galileo, Louis Pasteur, Alexander Graham Bell, svo nokkrir séu nefndir. Af þekktum listamönnum og hönnuðum má nefna Picasso, Walt Disney, Henry Ford, Leon- ardo da Vinci og af skáldum F. Schott Fitzgerald, H.C. Andersen, Edgar Allan Poe og Jules Verne og af tónlistarmönnum nægir að benda á Mozart, Beethoven og John Lennon. Lesblindan verður ekki vanda- mál fyrr en viðkomandi er kominn í skóla vegna þess að myndræna hugsunin verður ekki til trafala fyrr en reynt er að nota hana til að ráða úr tvívíðum táknum, sem ein- göngu eru rétt frá einu sjónar- horni. Þetta er ástæðan fyrir stafavíxlun, til dæmis að b verður d. Þegar lesblindir kynnast fyrst stöfunum í stafrófinu byrja vand- ræðin. Sumir sérkennarar á Eng- landi hafa notað aðferð sem kallast Letterland til að hjálpa lesblindum að læra stafina. Þar er hverjum staf gefin ákveðin mynd, til dæmis K hefur mynd af konungi, A hefur mynd af Önnu epli (Annie Apple) og svo framvegis. Þetta er ekki heppilegt að mínu mati, til dæmis ef við tökum orðið afi, að þá gæti myndin af Önnu epli dúkkað upp hjá þeim sem lært hefur Letter- land-aðferðina þar sem orðið afi byrjar á a, og þetta getur ruglað þá í ríminu og jafnvel orðið til trafala.“ Myndlaus rugl-orð „Mikilvægt er að hafa í huga að ekki hafa öll orð myndræna merk- ingu, og eru þar af leiðandi ónot- hæf í þessu innra myndmáli,“ sagði Axel enn fremur. „Þessi orð kallar Ron Davis „trigger words“ vegna þess að þau valda ruglingi hjá lesblindum og ég hef kosið að kalla þau „rugl-orð“. Þessi orð valda ekki tiltakanlegum vandræð- um í talmáli vegna þess að les- blindur einstaklingur þroskar með sér hæfileika til að lesa í aðra tjáningu og brúa þannig bilin sem rugl-orðin valda. Þetta getur hins vegar orðið vandamál í lestri, skrift og stærðfræði. Þar hefur myndræni hugsuðurinn ekki við neitt að styðjast nema flöt tákn á blaði. Lesblindir hafa hins vegar komið sér upp ýms- um lausnum á þessu vandamáli, eins og til dæmis að hoppa yfir myndlausu orðin og giska þess í stað á samhengi myndrænu orðanna. Þetta gengur upp að vissu marki, en auðvitað verður lesskilningur með þessum hætti ekki upp á marga fiska. Lausnin er í raun jafn einföld og vanda- málið: Sá lesblindi verður að þýða myndlausa orðið í eitt skipti fyrir öll yfir í myndmál. Orðið Um er eitt þessara myndlausu orða og það hefur fjölda mismunandi skýr- ingar, en þær eru þó nægilega skyldar hver annarri til að skýr skilningur á einni þeirra nægir til að brúa bilið frá orðinu yfir í myndhugsun. Í íslensku eru til yfir 200 rugl-orð.“ Endurreist sjálfsvirðing Axel kvaðst vera eini Íslending- urinn, enn sem komið er, sem hef- ur hlotið þjálfun í Davis-kerfinu, og reyndar sá eini á Norðurlönd- um, en tveir Íslendingar til við- bótar hafa sýnt því áhuga að fara í þessa sömu þjálfun. „Langtímamarkmiðið er að inn- leiða þessar aðferðir í almenna skólakerfið, sem er hægt með til- tölulega einföldum hætti,“ sagði Axel enn fremur. „Sérstök útgáfa af Davis-kerfinu hefur verið þróuð til nota í skólastofunni og hefur verið notuð í sex ár í tveimur skól- um í Kaliforníu. Í þessum skólum hefur árangurinn verið sá að námsörðugleikum, sem tengjast lesblindu, hefur hreinlega verið út- rýmt. Enginn nemandi hefur þurft á námsaðstoð að halda. Einnig hafa þessir tveir skólar skorið sig úr hvað varðar fjölda afburðanem- enda, sem er í fullkomnu samræmi við kenningar Ron Davis.“ Axel sagði enn fremur að margir sem til hans leita séu ráðþrota, en oft gerist það á þriðja degi að ný heildarmynd renni upp fyrir þeim, sem skýrir alla þeirra erfiðleika. „Einstaklingur sem kemur til mín og gengur í gegnum Davis-kerfið ver einungis sex dögum með mér. Þessi tími er nægur til að kippa vandamálinu í liðinn, ásamt um það bil 80 klukkustunda heima- vinnu sem oft er dreift yfir ár eða meira. Þegar viðkomandi hefur uppgötvað hversu einföld aðferðin er verða viðbrögðin oft misjöfn. Ef um barn er að ræða er þetta ein- faldlega enn ein ný uppgötvun í líf- inu, eitthvað nýtt og spennandi sem þau tileinka sér upp frá því. Ef viðkomandi er fullorðinn geta viðbrögðin verið blendin, jafnvel blandin biturð og reiði. „Ef þetta er svona einfalt því þurfti ég þá að ganga í gegnum alla þá bitru reynslu sem þetta hefur valdið mér? spyrja þeir gjarnan og bæta svo við: „Ef ég hefði vitað þetta sem barn hefði líf mitt orðið öðru- vísi ...“ Sumir verða glaðir og segja sem svo að nú þurfi þeir ekki að strögla við þetta lengur! Aðrir fyll- ast eldmóði og vilja gefa sem flest- um þessa „gjöf“ sem þeim hefur verið gefin, gjöf sem felur í sér aukinn sjálfsskilning og endur- reista sjálfsvirðingu. Þetta hefur jafnvel verið drifkrafturinn hjá mörgum sem hafa lagt það fyrir sig að kenna þessa aðferð, eins og til dæmis í mínu tilfelli. Flestir sem starfa við þetta hafa svipaða sögu að segja og ég. Þeir sjálfir, eða einhver þeim nákominn, hefur upplifað tímamót í lífi sínu eftir að hafa gengið í gegnum Davis-kerfið og fyllst eldmóði,“ sagði Axel Guð- mundsson, sem mun halda fyrir- lestur um Davis-kerfið í Fjölbrautaskólanum í Ármúla þriðjudaginn 25. febrúar næstkom- andi og hefst hann klukkan 19.30. Enn fremur má benda á að þeir sem vilja fræðast nánar um Davis- kerfið á Netinu geta farið á slóðina www.dyslexia.com og þar er einnig hægt að hafa samband við Axel. Snilligáfa? Ron Davis, höfundur kerfisins, er þeirrar skoðunar að hin myndræna hugsun ýti undir snilligáfu. Sem barn var hann með einhverfu á háu stigi og lærði ekki fyllilega að tala fyrr en um tólf ára aldur. Síðar uppgötvaðist að hann hafði afburðagreind og mikla stærðfræðigáfu. svg@mbl.is Táknmynd fyrir sögn- ina „að lesa“ mót- uð í leir. „Þessi myndræna hugsun er þeim mun fullkomnari, því meira sem hún er notuð. Þeir sem eru bestir í þessari hugsun, það er þeir lesblindu, geta upplifað hugsun sína nánast jafn sannfærandi og hlut- veruleikann, í þrívídd, með hljóðum, lykt, snerti- skyni og jafnvel bragði.“ Liðamóta- krem Verkja- og gigtaráburður Apótekin lyfjaverslanirnar FRÁ Ótrúlegur árangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.