Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 4
4 B FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR HINN 24. febrúar tilkynnti Ahold að hagnaður fyrirtækisins hefði verið ofmetinn sem nemur hálfum milljarði dollara árin 2001 og 2002. Hlutabréf félagsins, sem ekki voru burðug fyrir, lækkuðu um 63% í kjölfar tíðindanna, niður í 3,60 evrur, og alveg niður í 2,80 evrur á miðvikudaginn í síðustu viku. Lokaverð var þó 3,25 á þriðju- daginn. Ástæðuna fyrir ofmetnum hagnaði sögðu talsmenn fyrirtækisins vera að dótturfyrirtækið Foodservice í Bandaríkjunum hefði fært meiri tekjur frá birgjum en borist hefðu. Ahold keypti Foodservice árið 2000 fyrir 3,24 milljarða evra, en fyrirtæk- ið selur mat til veitingastaða og hót- ela. Forstjórinn sagði af sér Forstjóri Ahold, Cees van der Hoev- en, sagði af sér um leið og tilkynningin hafði verið birt. Það gerði sömuleiðis fjármálastjóri fyrirtækisins, Michael Meurs. Eftirmenn þeirra hafa ekki verið ráðnir, en Henry de Ruiter, fyrrum yfirmaður Royal Dutch og Shell, hefur tekið að sér stjórn fyr- irtækisins til bráðabirgða. Tíðindin af ofáætluðum hagnaði urðu til þess að matsfyrirtækið Standard & Poor’s lækkaði lánshæf- ismat Ahold niður í BB+ úr BBB+. Moody’s tilkynnti að það væri að íhuga lækkun úr Baa3. Eftirlitsaðilar, í Hollandi og Bandaríkjunum, hafa nú mál Ahold til meðferðar, en það er í raun tví- skipt. Í bandaríska undirfyrirtækinu Foodservice snýst það sem fyrr segir um hvort tekjur hafi verið oftaldar um 500 milljónir dollara árin 2001 og 2002. Talið er, að endurgreiðslur frá birgjum hafi verið færðar of snemma, hafi aldrei borist, eða verið færðar strax í stað þess að dreifast yfir samningstímann. Slík brot flokkast sem fjársvik. Um mál Ahold í Suður- Ameríku er fjallað annars staðar á síðunni. Rannsókn hjá SEC og saksóknara Þessi meintu brot fyrirtækisins eru nú til rannsóknar hjá bandaríska fjármálaeftirlitinu, SEC, og saksókn- ara í New York. Yfirmenn Ahold og Foodservice létu saksóknara sjálfir vita, eftir að endurskoðendur fyrir- tækisins, frá Deloitte & Touche, létu vita af uppgötvun sinni á bókhalds- misferlinu. Forstjóri Foodservice, Jim Miller, og Michael Resnick fjármálastjóri hafa þrátt fyrir rannsóknina ekki vik- ið úr stöðum sínum. Talið er að það sé vegna frumkvæðis fyrirtækisins sjálfs í að tilkynna um málið. Framtíð þeirra veltur á því, hvort þeir hafi ekki haft nógu góða stjórn á starf- semi fyrirtækisins, eða hvort undir- menn þeirra hafi farið vísvitandi á bak við þá. Þriðji möguleikinn er auð- vitað að þeir hafi vitað af bókhalds- kúnstunum allan tímann. Ahold sagði hins vegar upp tveim- ur stjórnendum vegna málsins; Tim Lee, innkaupayfirmanni og Mark Kaiser, yfirmanni í sölumálum. Ekki hefur komið fram hvernig þeir tengj- ast hinu meinta misferli. Fyrirtækið lét sem fyrr segir vita af málinu mánudaginn 24. febrúar. Rannsóknirnar í Bandaríkjunum beinast m.a. að því hvort það hafi set- ið á þeim upplýsingum í einhvern tíma. Komið hefur fram, að Ahold lét hollenska eftirlitsfyrirtækið AFM vita af því í vikunni áður að „eitthvað væri í gangi“. Á mánudaginn sendi fyrirtækið frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að stjórnin hafi ekki haft nákvæma mynd af ástandinu fyrr en sunnudaginn 23. og því ekki ástæða til að gefa út tilkynningu fyrr en mánudaginn 24. febrúar. Rannsóknir í Hollandi Auk rannsóknanna í Bandaríkjunum er mál Ahold til rannsóknar hjá hol- lenska fjármálaeftirlitinu og hol- lensku kauphöllinni Euronext Amst- erdam. Sagt er, að þar séu til meðferðar meint innherjaviðskipti og brot á flöggunarreglum. Þá hefur Sobi, fjármálaeftirlitsfyrirtæki í Hol- landi, kært Ahold til ríkissaksóknara. Komið hefur fram, að fyrirtækið gruni Cees van der Hoeven, fráfarandi framkvæmdastjóra, um fjárdrátt og „meðhöndlun stolinna eigna“. Sú kæra tengist starfsemi Ahold í Suður- Ameríku, þótt ekki sé ljóst á hvaða hátt. Talsmaður ríkissaksóknara seg- ir að embættið sé nú að skoða hvort tilefni sé til opinberrar rannsóknar. Skjálfandi hollenskur risi Reuters Cees van der Hoeven, fyrrverandi forstjóri Royal Ahold NV, hefur verið kærður til hollenskra yfirvalda fyrir meintan fjárdrátt og „meðhöndlun stolinna eigna“. Hollenska matvörufyrirtækið Royal Ahold NV hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Nú er svo komið að skuldabyrði fyrirtækisins þykir ískyggileg og hlutabréf hrunið í verði. Ekki síst í kjölfar uppljóstrana um að tekjur þess hafi verið ofmetnar til að ná vaxtarmarkmiðum. AHOLD hefur fylgt þeirri stefnu síðustu ár að vaxa með kaupum á fyrirtækjum. Margt þykir benda til að kapp hafi verið meira en forsjá í þeirri viðleitni fyrirtækisins. Gríðarleg áhersla hefur verið lögð á vöxt í rekstri fyrirtækisins. Markmiðið undanfarin ár hefur verið 15% vöxtur tekna á ári. Haft er eftir yfirmanni, sem hætti hjá fyrirtækinu í fyrra, að öllum rekstrareiningum hafi verið sett markmið, sem erfitt hafi verið að ná, „en launin, í formi bónus- greiðslna, voru há ef markmið- unum var náð.“ Tekjur fyrirtæk- isins námu 16,6 milljörðum evra árið 1996, en voru komnar upp í 73 milljarða í fyrra. Ahold keypti U.S. Foodservice- fyrirtækið árið 2000 fyrir 3,24 milljarða evra. Í kjölfarið keypti fyrirtækið tvö önnurmatardreifing- arfyrirtæki og var þar með orðið annað stærsta fyrirtæki heims í þeim geira, á eftir Sysco Corp. Annað þeirra fyrirtækja sem Ahold keypti í kjölfar kaupanna á Foodservice var Alliant Exchange Inc., fyrir 2,2 milljarða dollara árið 2001. Á síðasta ári tilkynnti Ahold að vandræði væru í rekstri Alliant vegna eigendaskiptanna og að við- skiptavinir væru að hlaupast á brott. Vegna þessara vandamála og erfiðleika í Suður-Ameríku neydd- ist fyrirtækið á síðasta ári til að hverfa frá markmiði sínu um 15% tekjuaukningu á ári. Vegna þessarar miklu útþenslu er Ahold skuldum vafið. Nýlega gerði fyrirtækið samning við nokkra banka, m.a. Goldman, Sachs & Co., ING Groep, ABN Amro og Rabobank, um nýja kreditlínu upp á 3,1 milljarð evra, þ.e. að veita fyr- irtækinu lán fyrir allt að þeirri upp- hæð ef þarf. Skilmálar þessarar nýju lánalínu eru þeir, að tekjur Ahold séu hið minnsta 2,5 sinnum vaxtakostnaður. Sérfræðingar telja, að ef Ahold verði fyrir fleiri skakkaföllum neyðist félagið til að selja eignir. En jafnvel þótt því takist að komast í gegnum skuldafenið í ár er ekki víst að framhald verði á. Skulda- greiðslur í ár nema 1,5 milljörðum evra. Fyrir árið 2004 nema þær 250 milljónum evra og árið 2005 þarf fyrirtækið að borga 2,9 milljarða evra. „Við sjáum ekki fyrir að sjóð- streymið standi auðveldlega undir þessum greiðslum,“ sagði Merril Lynch í skýrslu um fyrirtækið. Áður en bókhaldshneykslið reið yfir Ahold voru eignir metnar á 23 milljarða evra, en að mati Merrill Lynch eru þær nú 15,2 milljarðar, vegna þess að fyrirtækið þyrfti að selja eignir sínar í nauð, þannig að væntanlegir kaupendur væru í betri samningsaðstöðu. Sérfræðingar velta nú fyrir sér hvaða eignir væri best fyrir Ahold að selja. Að mati þeirra er starf- semi samstæðunnar í Asíu ekki nógu umsvifamikil til að vekja áhuga stærstu keðjanna þar. Fyr- irtæki Ahold í Suður-Ameríku eru ekki talin nógu lífvænleg, a.m.k. ekki í Argentínu, þótt reksturinn gangi ágætlega í Brasilíu. Því er allt útlit fyrir að Ahold neyðist til að selja besta reksturinn sinn ef í harðbakka slær; í Evrópu eða Bandaríkjunum. Fjölmargir kaupendur eru þar um hituna, en sýnt þykir þó að ekki fengist mjög hátt verð fyrir eignirnar. Ahold keypti Stop & Shop- og Giant- keðjurnar fyrir sjöfaldan EBITDA- hagnað (hagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði), en stórmark- aðakeðjur eru nú verðlagðar á fimmföldum EBITDA-hagnaði í Bandaríkjunum. Ahold myndi líka í lengstu lög forðast að selja eignir sínar í Bandaríkjunum, enda eru vaxt- armöguleikar mestir á Bandaríkja- markaði. Því virðast mestar líkur á að Ahold verði nauðugur einn sá kostur að selja nýkeypta versl- anakeðju sína á Spáni, eða þá Al- bert Heijn-keðjuna í Hollandi, fari svo að skuldahalinn verði of erfiður í eftirdragi. % $%&'( )*# ( &&+, %&& # ! - .( &&+, / & $&  0*1                  !" #!$$ %   & 2#1 " &+ 133&4  51 5 '(('        ) ! " " *   & +  &  &  ) ! "   &  , && $ - !. /  0"  1  "*  ! 23 4. 5&  !67   & 4. .       )   3 & 8)!" 3! " 9:; :(< <9= <:; (;< (((  >>? =(' '?9 <>: (@= (((   6 A(? Vöxturinn of mikill? VUR V IÐ SK IPTAÞJÓNUSTA U T A N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is Borgarplast í Austurvegi „Ég má til með að þakka fyrir þá þjónustu sem við fengum hjá VUR í Moskvu í tengslum við útflutningsverkefnið okkar. Viðskiptafulltrúinn við sendiráðið reyndist okkur frábærlega, eldsnögg og nákvæm. Undirbúningur og framkvæmd var til fyrirmyndar og skýrslur mjög góðar. Það kom mér líka þægilega á óvart að finna hve sendiherranum í Moskvu er umhugað um að verslun milli þjóðanna gangi sem best. Hann telur það greinilega hlutverk utanríkisþjónustunnar að bæta viðskiptaumhverfið og ryðja hindrunum úr vegi, svo auka megi viðskipti milli þjóðanna. Við eigum eftir að eiga frekari viðskipi við VUR í framtíðinni, það er víst.“ Jón Guðmundsson, fjármálastjóri Borgarplasts E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 1 -0 3 ENDURSKOÐENDUR á vegum Ahold hafa fundið „vissar vafasamar færslur“ hjá dótturfyrirtæki þess, Disco-Ahold, í Suður-Ameríku. Óreiða í rekstri Disco virðist tengjast fyrrverandi meðeiganda Ahold, fyrirtækinu Velox Retail Holdings, og móðurfélagi hans, Velox Group. Ahold keypti 50% hlutafjár í Disco árið 1998, fyrir 368 milljónir dollara. Ekki er búist við því að þetta ævintýri Ahold í Suður-Ameríku verði fyrirtækinu jafnkostnaðarsamt og skakkaföllin í kringum U.S. Foodservice, en það þykir þó geta komið því illa. Í ágúst handtók Interpol José Peirano, bróður Juan Peirano, forstjóra Velox Group, fyrir meint fjársvik í tengslum við rekstur Velox. Juan Peirano hafði einnig verið stjórnarformaður í Disco-Ahold. Engar ásakanir hafa þó komið fram um að Juan Peirano hafi gerst sekur um brot á lögum. Ahold hóf innreið sína á markaðinn í Suður-Ameríku í janúar 1998, með því að kaupa helming í Disco-Ahold á móti Velox Retail Holdings fyrir 368 milljónir dollara. Kaupin voru fjármögnuð með skamm- tímaláni og síðar endurfjármögnuð með hlutafjárútboði. Disco-Ahold rekur Disco- og Santa Isabel-stórmarkaðakeðjurnar í Argentínu, Chile, Paragvæ, Perú og Ekva- dor. Stjórn Disco-Ahold var skipuð átta mönnum; fjórum fulltrúum hvors eiganda. Fritz Ahlqvist, stjórnarmaður í Ahold, var varaformaður stjórnar. Umsvif Velox Group voru mikil á banka- og fjármálamarkaði í Suður-Ameríku. Jose Peirano hefur verið sakaður um að símsenda milljónir dollara til systurfyr- irtækis Velox, Trade & Commerce Bank, sem skráð er á Cayman-eyjum og var með höfuðstöðvar í Montevideo í Úrúgvæ. Bræður hans, Jorge og Dante, voru hand- teknir fyrir svipaðar sakir. Úrúgvæsk stjórnvöld lokuðu síðan Banco Montevid- eo, sem var í eigu Velox Group. Banco Aleman í Paragvæ, sem einnig var í eigu Velox, fór líka á hausinn, í kjöl- far þess að Velox sjálft var lýst gjaldþrota í júní síðastliðnum. 1. júlí var starfsemi Banco Velox í Argentínu stöðvuð vegna erfiðleika í rekstri. Á meðan á þessu öllu stóð gerðu fulltrúar Ahold lítið úr áhættu fyrirtæk- isins vegna þessara mála viðskiptafélag- ans. „Það eru engin bein tengsl milli Velox Retail Holdings og Banco Velox og starfsemi síðarnefnda fyrirtækisins er okkur óviðkomandi,“ sagði talsmaður Ahold 2. júlí. Ahold hafði þá hækkað hlut sinn í Disco-Ahold upp í 85%. Hins vegar greindi fyrirtækið frá því hinn 16. júlí að Velox Retail Holdings hefði ekki náð að greiða skuldir sem hefðu verið tryggðar með veði í hlutafé Disco-Ahold. Ahold sagði upp samningi sínum við Velox Retail Holdings og leysti fyrirtækið til sín. Vegna þessa neyddist Ahold til að greiða 490 milljónir dollara. Óreiða og vafa- söm tengsl í Suður-Ameríku Þriðja stærsta mat- vörufyrirtæki heims ROYAL Ahold NV er þriðja stærsta mat- vörukeðja í heimi, á eftir Wal-Mart og Carrefour. Fyrirtækið á m.a. bandarísku stórmarkaðakeðjurnar Stop & Shop, Giant, Tops, BI-LO og Bruno’s. Verslanir Ahold í Bandaríkjunum eru yfir 1.600 talsins, en að auki á Ahold matardreifing- arfyrirtækið U.S. Foodservice, hið annað stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Ahold starfrækir nærri 7.000 verslanir í Evrópu, í 13 löndum. Höfuðeignin í Evrópu er hollenska stórmarkaðakeðjan Albert Heijn, en Ahold á einnig helming í ICA samsteypunni, sem er stærsta smásölu- fyrirtæki á matvörumarkaði á Norðurlönd- unum. Þá á fyrirtækið stórmarkaðakeðjur í Suður-Ameríku í gegnum eignarhaldsfyr- irtækið Disco-Ahold, auk óverulegra eigna í Asíu. Royal Ahold NV á rætur sínar að rekja til ársins 1887, þegar Albert Heijn tók við rekstri smárrar matvöruverslunar föður síns í Zaandam í Hollandi.Tuttugu árum seinna voru Albert Heijn-búðir orðnar 23 talsins. Árið 1948 var Ahold skráð á hlutabréfamarkaði í Amsterdam og 1955 opnaði fyrirtækið fyrsta nútíma stórmark- aðinn í Rotterdam. Árið 1977 hófst innreið Ahold á Banda- ríkjamarkað, með kaupum á BI-LO keðj- unni. 1987, á 100 ára afmæli fyrirtæk- isins, gaf Beatrix Hollandsdrottning fyrirtækinu leyfi til að bæta „Royal“ fram- an við nafn þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.