Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ INTERCOIFFURE eru alþjóðleg sam- tök hárgreiðslufólks með höf- uðstöðvar í París. Aðild að samtök- unum eiga fagmenn í 35 löndum en sérstök teymi koma saman tvisar á ári og sjá um að leggja línurnar í samstarfi við þekkta tískuhönnuði. Hjá Intercoiffure „verða tískubylgjurnar til“, eins og liðs- menn komast að orði og hárgreiðslumeist- arinn Dúddi varð snöfurmannlega við beiðni um að lýsa vor- og sumarlínunum 2003. „Í öllum línum vorsins er stuðst við kvenleika og mýktin ræður ríkjum. Allt gengur út á kynþokka, leikgleði, sakleysi og elegans, en minna er um hrjúfar línur. Klippt er niður á við þannig að minnir helst á tár eða regndropa,“ útskýrir Dúddi. Og mýktin kemur líka við sögu í blæbrigðum litanna. „Þessir mjúku tónar og skuggar gera það að verkum að hægt er að skipta hárinu hvar sem er, jafnvel á nýjan hátt á hverjum degi. Í því felst ákveðið frelsi, en yfirskrift vorlínunnar í ár er ein- mitt Freedom.“ Hægt er að breyta hárgreiðslunum að vild með mótunar- efnum, vilji fólk slíkt viðhafa, en látlausar greiðslur verða þó einna mest áberandi í vor. „Svo er aldrei að vita hvað gerist þegar sumrar á meginlandinu, þá taka þeir kannski upp meiri strandtísku með skrauti í hárið,“ segir Dúddi. Hvað varðar herratískuna minnir hann á að „loðnir kollar“ hafi verið að færast í vöxt í tísku- heiminum á undanförnum tveimur árum, sem skili sér í síkkandi hári hjá ungum mönnum. „Ungi mað- urinn hér á myndinni hefur suð- ur-evrópskt yfirbragð hvað varð- ar síddina, íslenskir karlmenn eru yfirleitt aðeins stuttklipptari. En maður sér að þetta hefur verið að breytast hér líka – það tekur allt- af nokkurn tíma fyrir nýjar til- hneigingar að breiðast út.“ Eins og Dúddi bendir á er vor- lína Intercoiffure ekki innflutt að öllu leyti, því margt í henni á ræt-  „Þessi útfærsla er kennd við kynþokka og hermannatísku, á myndinni sést vel hvernig stúlkan er klippt með regn- dropatækninni,“ segir Dúddi.  „Ljóshærða stúlkan sýnir það sem við köllum glamúr-stíl, það er þetta sexí og saklausa útlit. Kvenleikinn er dreginn fram með nærveru karlmannsins, sem er í senn sportlegur og rómantískur,“ útskýrir Dúddi. Intercoiffure leggur línurnar fyrir vor og sumar 2003 Tár úr skærum H önnunarráðstefnan Máttur og mögu- leikar – gildi hönnun- ar við framþróun og samkeppnishæfni at- vinnulífs var haldin á dögunum í Norræna húsinu á vegum samstarfs- nefndar um hönnun. Ráðstefnan var liður í starfi nefndar sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti skipaði fyrir nokkru til þess að meta ávinninginn af rekstri hönnunarmiðstöðvar fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf, en nefndin mun skila tillögum sínum innan skamms. Í hópi fyrirlesara á ráðstefnunni voru Belginn Max Borka og Finninn Pekka Korvenmaa, sem báðir hafa mikla reynslu á sviði hönnunar og at- vinnulífs í heimalöndum sínum. Borka hefur í tvígang stýrt hönnun- artvíæringnum Interieur í Kortrijk í Belgíu og hefur nýlega verið ráðinn til þess að blása nýju lífi í viðburði og sýningar af sama toga í Brussel. Er honum ætlað að koma höfuðborg Belgíu á kortið á alþjóðavettvangi hönnunar og efla um leið innra sam- starf fólks og fyrirtækja í þessum geira í borginni. Pekka Korvenmaa er prófessor við Lista- og hönnun- arháskólann í Helsinki (UIAH). Notið arfinn á skapandi hátt Pekka: „Okkar hlutverk á ráð- stefnunni var að ræða hvernig þjóð eins og Íslendingar geti í fyrsta lagi styrkt sína eigin hönnun og fram- leiðslu og í öðru lagi búið sér til ímynd til markaðssetningar út á við.“ Max: „Fyrir komuna hingað hafði reyndar hvorugur okkar yfirsýn að ráði yfir markaðinn hér. Ég veit þó að það kostar mikla vinnu að vera hönnuður í litlu landi, þeir fáu Ís- lendingar sem ég þekki í bransanum ferðast nær helminginn af tíma sín- um til þess að stofna til viðskipta- sambanda. Höfuðstöðvarnar eru hér en viðskiptin í útlöndum. Eftir ráðstefnuna erum við tveir hins vegar betur með á nótunum og vonumst til þess að þessari þörfu umræðu verði fylgt eftir.“ Pekka: „Ég hef vissulega tekið þátt í norrænu samstarfi, en aldrei komið hingað til lands. Spurningin hér er einfaldlega hvernig best skuli unnið úr fyrirliggjandi aðstæðum; fámenninu, smæð heimamarkaðar og hráefnunum sem eru fyrir hendi. Ýmsar lausnir koma til greina og tækifærin eru í sjónmáli. Hér er til dæmis handverkshefð og þangað mætti setja aukinn kraft. Þá er ég að tala um að nýta hefðina en endurnýja hana um leið, finna út- gangspunkt í samtímanum. Á meg- inlandi Evrópu er efri millistétt sem er án efa reiðubúin að eignast hand- unna nytjalist í almennilegum gæða- flokki, þar gæti leynst markaður.“ Max: „Já, nota sameiginlegan arf þjóðarinnar en alls ekki undir merkj- um fortíðarhyggju. Gera heldur eitt- hvað nýtt og skapandi með því verksviti sem fyrir er, því það er mikilvægt fyrir Ísland að skera sig úr hinum Norðurlöndunum í sam- keppninni. Það er sterk ímynd sem máli skiptir, eins og sjá má af for- dæmi Finna.“ Pekka: „Þið þurfið að læra að nota sérkennin, jafnvel þá staðreynd að allir þekkjast … Og harðræði veð- ursins … Og náttúruna sem er svo einstök …“ Max: „Á ráðstefnunni sýndi ein- mitt hún Steinunn [Sigurðardóttir, fatahönnuður] fram á hvernig ís- lensk náttúra verður henni að inn- blæstri. Steinunn er mjög áhuga- verður hönnuður sem hefur komið sér vel áfram í útlöndum með orginal hönnun.“ Pekka: „Við getum líka lært af dæmum eins og Vallauris í Frakk- landi, strandbæ sem var einu sinni frægur fyrir keramik þar til einn daginn að slíkir munir fóru úr tísku. Um leið hrundi framleiðslan og lá í láginni þar til safn á staðnum fjár- festi í nýjum hönnuðum og viti menn; þeir blésu nýju lífi í keramikiðnað- inn. Það er þetta sem ég meina með nýsköpun á gömlum grunni. Það er nefnilega margsannað að ekkert hrá- efni er vont í sjálfu sér, það sem skiptir máli er hvað er gert við það.“ Max: „Dagskipunin er að byrja strax, ekki bíða eftir fjármunum frá stjórnvöldum. Byrja kannski smátt en hafa gæðin ávallt að leiðarljósi. Og kunna að selja afraksturinn, ann- ars gerist ekkert. Oft vantar góða hönnuði betri menntun í markaðs- setningu.“ Pekka: „Já, þú byrjar, síðan bið- urðu um peninga. Það er misskiln- ingur að styrkjakerfi sé lífgjöf hönn- unar. Almannafé getur ekki búið til viðskipti en það getur hins vegar að- stoðað við að koma úthugsuðum verkum á framfæri. Full ástæða er til þess að stjórnvöld veiti fé í þessa grein, enda er ímynd landsins út á við í húfi, en ég mæli ekki með því að peningum sé ausið strax til hægri og vinstri, þá er hætta á að leti nái yf- irhöndinni. Hönnuðir þurfa að læra að vera alltaf á tánum og hugsa framleiðsluferlið alveg til enda.“ Borgin er … tómleg! Á ráðstefnunni var rætt um gildi góðrar hönnunar fyrir verðmæta- sköpun og samkeppnishæfni, en tví- menningarnir segja hönnun enn- fremur atvinnuskapandi í sjálfri sér. Stundum sé þó ekki allt sem sýnist í þeim efnum. Max: „Stjörnurnar, einstakling- arnir með stóru nöfnin, eru oft með mjög takmarkaða framleiðslu, við þekkjum það bæði í Finnlandi og Belgíu. Ég nefni sem dæmi Timo Salli, hann er þekktur og virtur en fær lítið af vörum sínum framleitt.“ Pekka: „Almenningur veit þetta ekki því hann sér bara glæsilegar myndir þekktra hönnuða í glans- tímaritum. En þótt menn fái slíka umfjöllun um sig, er ekki þar með sagt að verkin þeirra séu framleidd í stórum stíl.“ Max: „Þegar kemur að atvinnu- sköpun eru stjörnurnar því ekki mik- ilvægastar, en þær draga tvímæla- laust að athygli og áhuga sem kemur sér vel fyrir alla. Hin hliðin er fjölda- framleiðsla á nytjalist, tækjum eða annars konar hönnun og sá bransi veitir mun fleira fólki vinnu. Ég held að Íslendingar gætu átt möguleika á báðum vígstöðvum; meðal hinna nafntoguðu og líka í hópi hinna nafnlausu sem vinna í teymum hjá stórfyrirtækjum. Síðar- nefndi hópurinn er ekki síður mik- ilvægur því hönnun skiptir auðvitað sköpum þegar kemur að því að selja almenningi hluti á borð við síma, bíla og heimilistæki. Nýjasti Nokia-sím- inn breiddist til dæmis út í Belgíu á aðeins þremur vikum og það held ég að þakka megi hönnuninni. Hitt er svo annað mál að það sem vantar upp á þar er að sölustaðirnir lagi sig að heildarútlitinu. Símabúðir í Belgíu eru algjörar sjoppur, sem er mikil synd vegna þess að útlit sím- anna og markaðsherferðir uppfylla allar kröfur um góða heildarhönnun. Þannig að það er alltaf smuga til þess að bæta sig.“ Max er tíðrætt um heildina, ekki sé nóg að sinna einum þætti þegar byggja á hús eða breiða út nýja vöru. Max: „Tökum Bláa lónið sem dæmi, en við vorum einmitt þar í dag. Húsið er frábært en húsgögnin eru að mínu mati ljót og skemma heildarsvipinn. Stólarnir eru kópía af kópíu af stólum sem voru upphaflega hannaðir til þess að hægt væri að leggja þá saman – þessi uppsuða er hins vegar vita tilgangslaus. Reykjavík er annað dæmi. Nú hef ég ekki farið mikið um borgina, því ég er nýkominn, en finn strax að sem gestur fæ ég ekki að vita neitt um neitt. Til dæmis hvar miðbæinn er að finna, ef það er þá einhver miðbær. Mikið vantar upp á merkingar og skipulag, að ég tala nú ekki um götu- lýsinguna. Hér eru venjulegir ljósa- staurar látnir duga, en hugmyndarík hönnun á þéttbýlislýsingu er alveg óplægður akur. Ég segi ekki að borgin sé ljót, en hún er að minnsta kosti ekki falleg- asta borg í heimi. Hún er einhvern veginn tómleg og einmitt þess vegna eru hér verkefni á hverju strái fyrir hönnuði.“ Ósýnilegt, flókið, en áhugavert Og Max heldur áfram, enda um- hugað um að vekja almenning til vit- undar um málefnið. Hönnun er hugarfar Reykjavík er ekki fallegasta borg í heimi – en einmitt þess vegna eru þar sóknarfæri í hönnun, segja belgískur sýningarstjóri og finnskur prófessor. Þeir greina Sigurbjörgu Þrastardóttur frá mögu- leikum íslenskrar fram- leiðslu á alþjóðavett- vangi og mikilvægi þess að hugsa heildrænt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pekka Korvenmaa og Max Borka taka sér stöðu í reykvískri götumynd sem að þeirra dómi má bæta með betri hönnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.