Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 B 3 HUGMYND um stofnunhönnunarmiðstöðvarhér á landi hefur verið á kreiki í nokkurn tíma. Á ráð- stefnunni Máttur og möguleikar voru málin rædd og sjónarhorn að utan kynnt til sögunnar. Pekka: „Þarna var norskur ræðumaður sem sagðist vera að upplifa eins konar deja vu. Þegar hann kom til Íslands fyrir fimm árum hefðu Íslendingar verið að ræða um hönnunarmiðstöð – og nú væru þeir enn að tala um það sama,“ segir Pekka, sem vill síst að Íslendingar setjist niður og bíði, heldur ættu þeir nota tím- ann í hönnun og framleiðslu. „Ennfremur þurfa menn að hætta að hugsa um miðstöðina sem byggingu. Þetta á ekki að vera spurning um stórt, flott hús. Kannski er meira að segja orðin til hönnunarmiðstöð hér án þess að fólk hafi áttað sig á því. Slík miðstöð er nefnilega ekkert ann- að en hugarástand, vitund um sameiginleg markmið. Hún bygg- ist á hugsjóninni 1+1=3, sem merkir að samstarf gefi ávallt betri útkomu en viðleitni ein- staklinga. Í samvinnu gerist eitt- hvað til viðbótar við það sem hver og einn leggur í púkkið.“ Max: „Það eina sem vantar er kannski bara eitt til tvö skrif- borð, nokkrar tölvur og símalín- ur svo hægt sé að virkja þann kraft sem til staðar er. Og miðla upplýsingum. Samskipti eru jú grundvallarþáttur í viðskiptum, líka þessari tegund viðskipta.“ Pekka: „Annars er spurning hvort tími hefðbundinna hönn- unarmiðstöðva sé kannski liðinn, enda hafa opnast mun fleiri leiðir til þess að ná til áhorfenda.“ Vantar fleiri atvinnutækifæri Flestir hönnuðir á Íslandi starfa í byggingargeiranum (arkitektar, innanhússhönnuðir) en næstflestir við auglýsingagerð (grafískir hönnuðir, vefhönn- uðir). Hjá mörgum stórum fyr- irtækjum, til dæmis í mann- virkjagerð, starfa hönnuðirnir saman í teymum, en stærsti vinnuveitandi sjálfstæðra hönn- uða mun vera Listaháskóli Ís- lands. Á þetta hefur Halldór Gíslason, forseti hönnunardeild- ar LHÍ, bent, en hönnunardeildin veltir að hans sögn um 50 millj- ónum á ári og stærstur hluti þess fjár eru laun til hönnuða sem kenna við skólann. Max: „Þetta eru athyglisverðar upplýsingar og í þeim felst ákveðið vandamál. Hættan er nefnilega sú að hönnuðir staðni ef þeir fara beint í kennslu að námi loknu. Menn eiga svo margt ólært þegar þeir koma út úr skóla og eiga því helst að vinna sem fjölbreyttust störf til þess að afla reynslu – þá fyrst verða þeir góðir kennarar. Fari þeir beint að kenna eru þeir á vissan hátt vængstýfðir.“ Pekka: „Einmitt, listaskólarnir mega ekki verða flóttamannabúðir fyrir unga hönnuði, eins og ég hef séð gerast í sumum löndum.“ Max: „Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld, almenningur og fyr- irtæki búi í haginn fyrir unga hönn- uði og þeim gefist fjölbreytt færi á þroskast í faginu.“ 1+1=3 ur hér á landi. „Hún Elsa Har- aldsdóttir stýrði sem fyrr vinnu teymisins, en í því eru meðal ann- ars fulltrúar frá Austur-Evrópu, Danmörku og Ítalíu. Svo eru fötin frá Eddu Guðmundsdóttur í New York, en Intercoiffure líkar vel við hennar stíl og hefur oft leitað til hennar. Þannig að Intercoiff- ure-línan í ár er í raun íslenskari en margt annað í tískuheiminum í dag,“ segir Dúddi. Edda Guðmundsdóttir hannar föt ytra undir nafninu Etta Val- eska og hefur búið og starfað í Bandaríkjunum um árabil.  „Hér er á ferð sport-kona með klassíska klippingu. Hans hár flæðir hins vegar á suður-evrópska vísu.“ sith@mbl.is Max: „Íslendingar verða að gera sér grein fyrir nokkrum grundvall- arspurningum, ætli þeir sér að gera skurk í sinni hönnun. Sú fyrsta er einfaldlega: Hvað er hönnun? Svarið við því er fjölþætt, því hönnun er svo margt, en ég ítreka þetta sem ég nefndi um heildina. Hönnun í dag snýst ekki um hluti heldur um hreyf- ingar og áhrif, um andrúmsloft, um ósýnilega og óáþreifanlega þætti sem krefjast þess samt að vera sinnt. Vissulega er þetta flókið – og erfitt að verðleggja – en um leið áhuga- vert. Já, eiginlega alveg frábært, því ef þú ert hönnuður þá geturðu í raun skipt þér af öllu. Jafnvel pólitík.“ Pekka: „Einmitt, öll pólitík í dag er hönnuð. Það er ekki til sá stjórn- málamaður sem ekki lætur hanna ímynd sína, útlit, klæði, auglýsing- ar… Meira er nostrað við framavæn- legt útlit en við hugmyndafræði og stefnuskrár, eða er þetta ekki orðið svona hér líka?“ Max: „Tvímælalaust, alþjóðavæð- ingin nær hingað líka og er einmitt einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á umræðuefni okkar. Hönnun er orðin samkeppnisþáttur á alþjóðavett- vangi á allt annan hátt en fyrir tíu ár- um. Sum fyrirtæki voru sneggri að átta sig á þessu en önnur, til dæmis Sony sem kom snemma fram með framtíðarsýn. Hönnun er nefnilega hugarfar.“ Pekka: „Og þess vegna eru hönn- uðir í dag sífellt oftar hafðir með í gerð langtímaáætlana hjá fyrirtækj- um, í stað þess að vinna eingöngu við hönnun hinna eiginlegu hluta.“ Max: „Mannfræðirannsóknir eru jafnvel orðnar hluti af hönnun í mörgum fyrirtækjum í dag. Hjá hönnunarfyrirtækinu Ideo í San Francisco er til dæmis heil rann- sóknarstofa sem athugar hvernig fólk notar vörur og hluti. Góð hönn- un snýst ekki lengur bara um grunn- teikningu, heldur fléttast inn í þetta félagsfræði og framtíðarvísindi.“ Báðir: „Sem sagt, samtímahönnun hefur þúsund andlit og út frá stað eins og Íslandi, eins og hverjum öðr- um stað, liggja þúsund leiðir fyrir færa hönnuði.“ Þjónustuhús baðgesta í Nauthólsvík eftir arkitektana Hebu Hertervig, Hólmfríði Jónsdóttur og Hrefnu Björgu Þorsteinsdóttur hjá Arkibúllunni. Snjóflóðavarnargarðar á Siglufirði eftir landslagsarkitekta Landslags ehf. Tölvugrafík eftir Katrínu Pétursdóttur. Skartgripir eftir Guðbjörgu Kr. Ingvarsdóttur. Ílát eftir Tinnu Gunnarsdóttur. Póstkort eftir Gunnar Þór Vilhjálmsson. sith@mbl.is Fjölbreytt dæmi um íslenska hönnun Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Nýtt Nýtt MAC gallabuxur Gallabuxur frá MAC fást í 5 litum og 4 lengdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.