Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.2003, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MARS 2003 B 5 Laugavegi 52, sími 562 4244 Eina verslunin á Íslandi sem selur vörur frá Rosenthal Moon; hönnður Jasper Morrison Brúðhjónalistar Smám saman fundum við þó leið til að tjá okkur hvor við annan og samskipti okkar voru ákaflega kurteisleg og þægileg. Sun Yat-Sen-háskólinn er risavaxin stofnun, stærsti háskóli í Suður-Kína, og ég var skráður í kínversku fyrir er- enda nemendur. Nemendur í þeirri deild eru á milli tvö og þrjú hundruð. Ég kunni strax vel við mig í skólanum, en fann fljótlega að ég yrði að fresta bókmenntanáminu þar til ég væri bú- nn að ná góðum tökum á „mandarín“, sem er hið opinbera tungumál í Kína, en eins og kunnugt er eru þar talaðar ótal ólíkar mállýskur. Það tekur um sex ár þannig að ég á langt í land áður en ég get farið að snúa mér að kínversku bókmenntunum.“ Aðspurður um dæmigerðan dag hjá ungum íslenskum námsmanni í kín- verskri stórborg sagði Arnar Steinn að fyrstu hefði hann verið dálítið átta- villtur. „Skólinn er bara á morgnana, frá átta til tólf, og þá fer maður á ein- hvern veitingastað í nágrenninu og fær sér máltíð sem kostar lítið sem ekki neitt á íslenskan mælikvarða. Eftir matinn fara flestir heim og leggja sig, en í fyrstu átti ég erfitt með að venjast því. Það er ákaflega heitt þarna á þess- um tíma dags og því eðlilegt að fólk dragi sig í hlé, en Íslendingurinn skildi þetta ekki til að byrja með og vildi bara drífa sig út í sólina. Var kannski einn í körfubolta, ber að ofan, og þeir fáu sem áttu leið um ráku að vonum upp stór augu yfir þessum „vitleysingi“ sem lét sér detta annað eins í hug í þessum hita. Smám saman áttaði ég mig þó á að það var skynsamlegra að halda sig inn- an dyra á þessum tíma dags, og ég not- aði stundum tímann til að læra. Í frí- stundum er hægt að finna sér fjölmargt að gera enda er þetta stór- borg með iðandi mannlífi. Stundum förum við skólafélagarnir út fyrir borg- ina, upp í sveit, og skoðum okkur um og siglum stundum á nærliggjandi ám í sérstökum kínverskum fljótabátum.“ Rómantíkin tók öll völd Fljótlega eftir að Arnar Steinn kom til Kanton kynntist hann japanskri stúlku, Oki Sonoko. „Hún var nemandi þarna í skólanum og er mikil flökku- kona og ferðagarpur í eðli sínu. Skömmu eftir að við kynntumst skellti hún stórum bakpoka á bakið og fór á flakk um ótroðnar slóðir í tvo mánuði. Þegar hún kom svo aftur tók rómantík- in öll völd og við fórum að vera saman. Hún talar góða ensku, en neitaði í fyrstu að tala við mig á ensku heldur vildi að við töluðum saman á kínversku. Þetta var auðvitað hið besta mál og mér fleygði fram í kínverskunni enda talar hún góða kínversku. Hún er mikil málamanneskja og dugnaðarforkur og dreif mig áfram með sér. Eftir lok fyrstu annar í skólanum fórum við saman á flakk. Fyrst um Kína og síðan til Taílands. Við vorum á flakki í fimm vikur og þetta var ákaf- lega skemmtilegt ferðalag. Þarna rætt- ist draumur minn um að ferðast um As- íu og síðar áttum við eftir að fara víðar, meðal annars til Víetnam.“ Eftir að Arnar Steinn kom heim úr þessu fríi flutti hann af heimavistinni og fór að leigja íbúð úti í bæ með kín- verskum vini sínum. „Það er miklu ódýrara en að búa á heimavistinni. Þá fékk ég loks herbergi út af fyrir mig, sem kemur sér vitaskuld vel þegar maður er kominn með kærustu. Reyndar kippa Kínverjar sér ekki upp við að búa margir á sama herbergi, jafnt lofaðir sem ólofaðir. Þar í landi er fáheyrður lúxus að hafa herbergi út af fyrir sig, sérstaklega meðal náms- manna. Ég bý í ódýru hverfi nálægt skólanum. Í mörgum íbúðanna í húsinu eru kannski átta til tíu manns í tveggja herbergja íbúðum. Þá er bara kojum komið fyrir hvar sem pláss er og svona sambýli virðist bara ganga vel. Kín- verjar eru afar nægjusöm þjóð. Dvölin þarna hefur meðal annars kennt mér meiri nægjusemi en áður. Þegar ég kom hingað heim í frí blöskraði mér of- neyslan á öllum sviðum hér á Íslandi. Ég tek bara fjölskyldu mína sem dæmi, og ég hef sagt fólkinu mínu að það sé engin þörf á að fylla ísskápinn með kóki og alls konar mat, borða þrjár stórar máltíðir á dag og snarl inn á milli. Ég tek þetta nú bara sem dæmi, en ef mað- ur lítur í kringum sig heima á Íslandi blasir bruðlið við á öllum sviðum.“ Kettir, mýs og kakkalakkar Talið berst að matarkúltúr og mat- arvenjum Kínverja. Arnar Steinn segir að matur á veitingahúsum sé ákaflega ódýr og algengt að fólk borði úti. „Það er mikill uppgangur í efnahagslífinu í Kanton og veitingastaðir eru sneisa- fullir öll kvöld og reyndar í hádeginu líka. Veitingahúsakeðjur eins og McDonalds og Kentucky Fried Chick- en eru farnar að hasla sér völl þarna, en þykja frekar dýrar samanborið við kínversk veitingahús. Þar kostar mál- tíðin kannski tvö hundruð krónur ís- lenskar, en á kínversku veitingahúsi getur þú fengið stóran disk, með fullt af kjöti og grænmeti, á fimmtíu krónur.“ Arnar Steinn segir að talsverður munur sé á matarvenjum Kínverja eft- ir því hvar í landinu þeir búa. „Fólkið í norðri gerir grín að Kanton-búum og segir að þeir éti hvað sem er. Allt sem skríður, flýgur, syndir eða hreyfist, það éta Kanton-búar. Það er nokkuð til í þessu. Góðir kantonskir veitingastaðir eru oft með lítinn dýragarð á neðri hæðinni. Gestir velja sér svo hunda, ketti, mýs, kakkalakka, slöngur eða það sem hugur þeirra stendur til hverju sinni og dýrin eru svo aflífuð og framreidd á staðnum.“ Hefur þú borðað eitthvað af þessum kvikindum? „Já, ég hef fengið mér kött og hann var mjög góður á bragðið. Kjötið var dökkt og frekar meyrt, minnti dálítið á lambakjöt, feitt að vísu en það mátti vel skera fituna frá. Svo hef ég smakkað steikta hagamús og hún var ágæt, reyndar var ekki mikið kjöt á henni. Undarlegasti rétturinn sem ég hef fengið þarna er steikt hrísgrjón með kakkalökkum. Á veitingahúsum í Kanton er nefnilega hægt að panta sér- ræktaða matar-kakkalakka, spikfeita og girnilega. Þeir tína þá sem sagt ekki af veggjunum heldur rækta þá sérstak- lega í stórum búrum, fita þá vel, halda þeim hreinum og framreiða svo eftir kúnstarinnar reglum. Kakkalakkarnir eru ágætir á bragðið. Dálítið stökkir undir tönn að vísu, en góðir og inni í þeim er eitthvert svona hvítt gums, sem er frekar bragðlítið. Það versta við að borða kakkalakka er að maður þarf stundum að stinga úr tönnum sér fálm- ara og lappir sem vilja festast þar. Annars er þetta ágætis matur. Ég hef enn ekki bragðað hundakjöt, en það þykir alveg sérstakt lostæti á þessum slóðum,“ segir Arnar Steinn ennfremur um mataræði þeirra Kant- on-búa. „Það þykir mjúkt undir tönn og ilmurinn af því er góður. Það hefur ekki verið til þegar ég hef beðið um það á veitingastöðum þannig að ég á eftir að smakka það.“ Gæti hugsað mér að búa þarna Arnar Steinn hefur lokið þremur önnum í kínverskunáminu og kvaðst nú geta lesið á bilinu fjögur til fimm þús- und tákn og skrifað um helming þeirra. „Ég fann það mjög fljótlega eftir að ég hóf kínverskunámið að það var algjör- lega út úr kortinu að láta sig dreyma um bókmenntanám í bráð. Maður verð- ur að hafa svo góðan skilning á texta í bókmenntanámi að það tekur mig nokkur ár í viðbót að ná þeim áfanga. Ég get það kannski eftir átta ár. Kærastan lauk BA-prófi í mann- fræði nú í febrúar og hefur dvalið í heimaborg sinni, Kobe í Japan, að und- anförnu,“ segir Arnar Steinn þegar tal- ið berst að framtíðaráformum hans og Oki Sonoko. „Hún er væntanleg hingað til Kanton aftur í lok mars og ætlar að kanna hverjir atvinnuöguleikarnir eru hér. Helst vill hún finna eitthvert starf þar sem mannfræðinámið nýtist henni, en það er ekki á vísan að róa í þeim efn- um. En hvað sem öðru líður verður auðveldara fyrir hana að finna góða vinnu hér í Kína en í Japan, þar sem efnahagsástandið er fremur bágborið um þessar mundir.“ Verður þú mikið var við pólitíska umræðu í Kína? „Þar sem ég dvel lætur fólkið sér pólitíkina í léttu rúmi ligga. Þetta er svo langt frá miðstöð stjórnkerfisins í Peking. Af öllum þeim stöðum sem ég hef heimsótt í Kína var Peking eini staðurinn þar sem ég fann fyrir návist stjórnvalda og hersins. Þar sér maður enn stórar myndir af Maó formanni á veggjum. Hann er vissulega dýrkaður enn þann dag í dag um gervallt Kína. Í Kanton er rífandi uppgangur í við- skiptalífinu og borgin Guangzhou er að verða einhver mesti viðskipta- og efna- hagssuðupottur Kína. Það streymir gríðarlegt fjármagn hingað inn og öll stærstu fyrirtæki heims hafa haslað sér völl hér í borginni og nágrenni. Hagvöxtur er því mikill og atvinnu- möguleikar miklir. Háhýsi rísa hér á hverjum degi, stórfyrirtæki opna útibú og á meðan svona gengur er almenn- ingur ekkert að velta sér upp úr stjórn- arfarinu.“ Gætir þú hugsað þér að búa þarna áfram að loknu námi? „Já, ég gæti vel hugsað mér það. Ég ætla fyrst að klára BA-námið í kín- versku, sem verður væntanlega árið 2006. Að því loknu er ekki loku fyrir það skotið að ég verði hérna áfram, ef ég fæ þokkalega vinnu. Kannski læt ég drauminn rætast og helli mér í kín- verska bókmenntanámið og það myndi þýða nokkur ár í viðbót hérna.“ Arnar Steinn hefur ferðast víða um Asíu með japanskri unn- ustu sinni, Oki Son- oko, sem er með hon- um á þriðju mynd frá vinstri. Lengst til vinstri er hann í göng- um Viet-Kong manna í Víetnam. Þá blasir mynd Maó formanns við í Peking og lengst til hægri er dæmigerð- ur fljótabátur í Kína. Morgunblaðið/Árni SæbergArnar Steinn Þorsteinsson Steinn Þorsteinsson með þjóðfána ska alþýðulýðveldisins. rogús nnsmatur svg@mbl.is Ferðast um Asíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.